Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Ásl crift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháð dagblað
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991.
Eldurá
Litla-Hrauni
Eldur kom upp í fatahengi á Litla-
^Hrauni sl. fóstudagskvöld. Uröu
menn fljótt varir viö hann og tókst
að slökkva hann áður en tjón hlytist
af. Ekki þurfti aö kalla til slökkvilið.
Þegar aö var gáð kom í ljós aö
kviknað haföi í úlpu sem hékk í
henginu. Þykir ekki ólíklegt að eig-
andi hennar hafi stungið pípu með
glóðíívasasinn. -JSS
Eldurum borðí
Páli Pálssyni
Eldur kom upp í togaranum Páli
Pálssyni ÍS 102 í fyrrinótt þar sem
hann var að veiðum í Víkurál.
Eldurinn kom upp í viðgerðarverk-
, ^tæði aftast í skipinu en skipverjar
náðu að ráða niðurlögum hans á
skömmum tínia. Skemmdir urðu litl-
ar. Páll kom af þessum sökum inn
til ísafjaröar á hádegi í gær en fór
út aftur klukkan átta í gærkvöldi.
Upptök eldsins eru ókunn. -J.Mar
Keflavík á föstudagskvöld:
Kolvitlaustað
geraíbænum
- neyðarljósbrotinálögreglubíl
„Það var kolvitlaust héma á fóstu-
dagskvöldið enda var gott veður og
fullt tungl," sagði lögregluþjónn í
samtali við DV vegna ástandsins í
Keflavík um helgina. Mikil ölvun var
á aðalgötum bæjarins þetta kvöld og
varð lögreglan að setja fióra menn í
fangageymslur um nóttina vegna
ölvunaróspekta. Mikill mannfjöldi
safnaðist saman.
Einn þeirra, sem var greinilega ölv-
aður, gerðist sekur um rúðubrot auk
þess sem hann braut ljós ofan á BMW
lögreglubíl. Þrír voru teknir fyrir
ölvunarakstur í Keflavík á fostu-
dagskvöldið. Á laugardagskvöld og
aöfaranótt sunnudagsins bar lítið til
. tíðinda f Keflavík og var þá rólegt
yfirgötulífinuí-bænum. -ÓTT
Róyfirmiðborg-
inni um helgina
Rólegt yfirbragð var á mannlífinu
á höfuðborgarsvæðinu um helgina.
Aðalvarðstjóri lögreglunnar í
Reykjavík sagði í gær að fáir hefðu
verið á ferh í miðborginni á laugar-
dagskvöldið enda hefði veður verið
hráslagalegt. Til að mynda var ekki
vitað um nein rúðubrot né líkams-
meiðingar þetta kvöld.
Á fostudagsvköldið var talsvert af
fólki í miðbænum en þá fór allt nokk-
.. uð rólega fram. Lögreglumenn í
Hafnarfirði og Kópavogi sögðu að
helgin hefði verið roleg og allt gengið
veláþeimslóðum. -ÓTT
LOKI
Þarna hefur verið um að
ræða ráðherra-rall.
Ráðhevrabfll
reyndi að stinga
lögreglu af
Hannibalssonar var tekinn fyrir of næst gaf ráðherra bílstjóra sínum réttindum á staðnum til bráða-
hraðan akstur skammt frá Flug- fyrirmæfi um að stöðva ekki og birgða, Bílstjórinn fékk leyfl til að
stöð Leifs Eiríkssonar síðdegis i halda áfram í átt að flugstöðinni. faraaðflugstöðinnimeðfarþegana.
gær. BíUinn haföi mælst á um 130 Lögreglan elti ráðherrabílinn Eftir nokkurtmálþófhríngdiHjalti
kílómetra hraöa á móts við Græn- nokkurrakílómetravegalengdmeð Zóphóníasson, skrifstofustjóri í
ás, skammt fyrir ofan Keflavík. Þar sírenuvæll og varð að lokum að dómsmálaráðuneytinu, í yfirmenn
er leýfilegur hámarkshraöi 70 km þröngva bílstjóranum til að stöðva. lögreglunnar í Keflavík meö þau
á klukkustund. Þarna var því um Þegar þetta var áttu bílarnir fyrirmæli að mál bílstjórans ætti
að ræða tæplega helmingi hraðari skammt eftir ófarið að flugstöðinni að senda lögreglustjóranum í
akstur en leyfilegt er. þar sem taka átti á móti utanríkis- Reykjavík. Slapp hann því við öku-
Þegar lögreglan gaf bflstjóra ráð- ráðherrum Eystrasaltsþjóðanna. leyflssviptingu til bráðabirgða, að
herrans merki um að stöðva, með Þar sem hraði ráðherrabílsins minnsta kosti um sinn.
bláum Dósum og sírenu, var því mældist svo mikill sem raun bar -ÓTT
'
Þessi bifreið tókst á loft og fór tvær veltur i ra.iikrosskeppni sem haldin var á laugardag við Krísuvíkurveg. Öku-
maður slapp við öll meiðsl og er það að þakka ströngum kröfum um öryggisbúnað í keppninni. DV-mynd Anna
Veðriðámorgun:
Svaltsunnan-
landsogvestan
en hlýjastá
Austurlandi
Á morgun er gert ráð fyrir suð-
vestan strekkingi á landinu. Dá-
litlar skúrir verða og frekar svalt
á Suöur- og Vesturlandi. Hlýtt og
þurrt verður á Norður- og Aust-
urlandi og viða léttskýjað. Hiti er
áætlaður 9-17 stig og verður
væntanlega hlýjast á Austur-
landi.
Heimaey VE löskuð:
Skall á Bjarnarey
íþokuog myrkri
Vestmannaeyjabáturinn Heimaey
sigldi á kletta í eynni Bjarnarey um
klukkan tvö i fyrrinótt. Stefni bátsins
laskaðist verulega. Myrkur og þoka
var þegar áreksturinn varð og tals-
verð kvika. Skemmdirnar eru fyrir
ofan sjólínu og gat kom ekki á bát-
inn. Báturinn, sem er um þrjú
hundruð tonn var, á um 4 sjómílna
ferð og var treyst á sjálfstýringu og
lóranútreikninga við sighnguna.
Skipverjar, sem eru átta, voru að
setja troll út þegar áreksturinn varð.
„Enginn slasaðist en höggið var
snöggt. Við stóðum þó alhr á fótun-
um, sagði Tómas ísfeld matsveinn í
samtali við DV í morgun. Bátnum
var siglt til Friðarhafnar í Eyjum í
gær. Skipveijar voru að huga að veð-
urspánni í morgun. „Þó að það sé
ljótt að sjá skemmdirnar held ég að
þær tefji okkur ekki neitt enda er
mokveiði hérna fyrir utan,“ sagði
Tómas. -ÓTT
Skákþing íslands:
Helgi meðfullthús
Helgi Ólafsson er með fuUt hús
stiga eftir 4 umferðir á Skákþingi
íslands. í öðru sæti er Jóhann Hjart-
arsson með 3 vinninga og Jón L.
Árnason, Þröstur Þórhallsson og
Karl Þorsteinsson hafa tvo og hálfan.
í 4. umferð vann Helgi Þröst, Karl
vann Margeir, Jón L. vann Helga Ás,
Róbert vann Héðin og Jóhann vann
Snorra. HaUdór og Sigurður skUdu
jafnir. Fimmta umferö verður tefld í
dag. -pj
Varmahlíö:
Brotistinn
íkaupfélagið
Lögreglan á Sauðárkróki er nú að
rannsaka innbrot í Kaupfélagið
Varmahlíð þar sem brotist var inn í
nótt.
Innbrotsþjófurinn komst inn um
glugga á kaupfélaginu og talið er að
hann hafi haft einhverja fjármuni á
brott með sér. Málið er í rannsókn.
-ingo
Tekinnárúm-
lega 150 kíló-
metrahraða
Lögreglan í Grindavík stöðvaði
ökumann á 151 kílómetra hraða um
miðjan dag á laugardaginn.
Ökumaðurinn, sem er rúmlega
þrítugur að aldri, var sviptur öku-
réttindum á staðnum. -ingo
ÞJÓFAVARNIR
FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMILI
Vönduð og viðurkennd þjónusta
VARI
® 91-29399
Allan sólarhringinn
Oryggisþjónusta
síðan 1 969