Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Page 3
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991.
3
ÐV Viðtalið
Lífróðurlands-
byggðarinnar
j
Nafn: Ólafur Hilmar Sverr-
isson
Starf: Bæjarstjóri í Stykkis-
hólmi
Aldur: 31 árs
„Þaö er ekki alveg ákveðið hve-
nær ég tek til starfa en það verð-
ur meö haustinu," sagði Ólafur
Hilmar Sverrisson, nýráðinn
bæjarstjóri í Stykkishólmi.
„Starfiö leggst mjög vel í mig.
Ég hlaut atkvæði allra bæjar-
stjórnarmanna en það er mjög
sjaldgæft i þeim sveitarfélögum
sem ég þekki til. Það bendir til
þess að þetta sé sarastæöur hópur
og þaö er alltaf gott að vinna með
slíkum hópi. Svona starf felst
fyrst og fremst í samvinnu.
Það hefur verið mjög jöfn og
hröð uppbygging i Stykkishólmi
og stöðugleiki. Eg steíhi að þvi
að halda þeim stöðugleika.
Landsbyggðin sem slík á í vök að
verjast núna vegna minnkandi
afla á næsta ári. Þess fer að gæta
míklu fyrr á landsbvggðinni en
hérna á Reykjavíkursvæöinu.
Þetta verður lífróður fyrir lands-
byggðina,“ sagði Ólafur Hilmar
sem nú starfar sem bæjarritari i
Kópavogi.
Ólafur Hilmar er sonur Ingi-
bjargar Þorvaldsdóttur og Sverr-
is Júlíussonar, fyrrum alþingis-
manns. Hann fæddist i Reykjavik
og ólst upp í Háaleitishverfinu.
„Efttr landspróf fór ég í
Menntaskólann í Reylgavík og
kláraöi stúdentinn árið 1980. Svo
var það þessi beina leiö í gegnum
Háskólann i viðskiptadeildinni og
útskrifast árið 1984.“
Ólafur Hilmar segist hafa unnið
almenn sumarstörf þau ár sem
hann var í skóla.
„Ég byrjaði sem sendill, var í
vegagerð, háseti eitt smnar og i
lögreglunni í Reykjavík í tvö
sumur. Seinni hluta námsins í
viðskiptafræðinni vann ég með
skólanum í Seðlabankanum."
Eftir útskrift úr Háskólanum
tók Ólafur Hilmar tíl starfa hjá
Lífeyrissjóði verslunarmanna
þar sem hann vann í tvö ár. Ólaf-
ur Hilmar var ráðinn sveitar-
stjóri í Grundarfirði, næsta bæ
við Stykkishólm, árið 1986 og þar
starfaði hann í íjögur ár.
„Það var í fyrsta skipti sem ég
bjó úti á landi. Mér líkaði það
ágætlega, alla vega er ég tilbúinn
að reyna aftur. Ég kynntist Snæ-
fellingum að sjálfsögðu mikið í
mínu starfi í Grundarfirði og
kynntist mjög góðu fólki af öllu
Vesturlandi.”
Að sögn Ólafs Hilmars tengjast
áhugamál hans að mestu starf-
inu. „Það eru félagsraál, stjórn-
mál og þjóðfélagsmál almennt.
Ég hef aðallega starfað í pólitísk-
um félögum. Eg er flokksbundinn
sjálfstæðismaður og starfa innan
flokksins.
Það má svo segja að ég sé ekki
mikill íþróttamaður. Fyrir
nokkrura árum var ég pínulítið á
skiðum en svo hefur maöur gefiö
sér alltof lítinn tíma til þess,"
sagði Ólafur Hilmar.
Kona Ólafs Hilmars er Ragn-
heiður Gunnarsdóttir hjúkrunar-
fræðingur. Þau eiga þriggja ára
son sem heítir Gunnar Dofri.
-BÓl
_______________________________________________Fréttir
Sala á fullvirðisrétti:
Ríkissjóður hef ur
keypt rúman helming
Ríkissjóður hefur nú keypt rúm
33 þúsund ærgildi sem er rúmur
helmingur þess sem samningur
bænda og ríkisins kveður á um. Sam-
kvæmt honum er stefnt að því að
ríkissjóður kaupi upp 60.769 ærgildi
fyrir 1. september næstkomandi. Eru
það tæp 11% af virkum fullvirðis-
rétti sauðfjárbænda. Selji þeir full-
virðisrétt sinn fá þeir 600 krónur fyr-
ir kílóið en aðeins 450 krónur komi
til niðurfærslu hjá þeim.
Sala á fullvirðisrétti hefur verið
nokkuð mismunandi eftir landsvæö-
um. Meira hefur verið selt en stefnt
var að á Vestfjörðum, að Austur-
Barðastrandarsýslu undanskilinni,
svo og í Eyjafjaröarsýslu og í Aust-
ur-Skaftafellssýslu. í Austur-Barða-
strandarsýslu og í Vestur-Húna-
vatnssýslu hefur hins vegar ekki eitt
einasta ærgildi verið selt.
Samkvæmt búvörusamningnum
nýja er stefnt að því að laga sauðfjár-
ræktina að innanlandsneyslu á
kindakjöti. Það verður gert í tveim
þrepum, með uppkaupum á fullvirð-
isrétti. Fyrra tímabilið stendur fram
til 1. september eins og áður sagöi.
Stefnt er að því að kaupa þá upp tæp
70 þúsund ærgildi eða rúm 1.100 tonn
af virkum fullvirðisrétti. Takist það
ekki kemur til niðurfærslu.
Síðari uppkaup_verða á næsta ári.
Þeim á að ljúka 1. september 1992.
Hversu stórt hlutfall þá verður keypt
upp ræðst af innanlandsneyslunni í ár.
Sala á óvirkum fullvirðisrétti hefur
verið mjög treg það sem af er tímabil-
inu. Hafa aðeins tæp 15% af honum
verið seld. Þykir það benda til þess
að bændur þeir sem hafa yfir slíkum
rétti að ráða ætli sér að hefja fram-
leiöslu að nýju. -JSS
Wisrétti í
Igúst 1991
Töhir f
Papey:
Elsta vígða kirkja
landsinsgerðupp
í Papey er nú verið að gera upp
kirkju sem líklegt er að sé elsta vígða
kirkja landsins og jafnframt sú
minnsta. Taliö er að hún hafi verið
byggð einhvern tímann á 16. öld en
nánar er ekki vitað um byggingar-
tíma. Hún hefur tvisvar verið endur-
byggö, nú síðast árið 1904.
Papey er búin að vera í eyði frá því
árið 1967 þegar systkinin Gústaf
Gíslason og Sigríður Gísladóttir
fluttust þaöan. Þau hafa ásamt með
nokkrum áhugamönnum staðið í
viðgerðarframkvæmdum af og til í
sumar. Einn af þeim er smiðurinn
Halldór Sigurösson frá Egilsstöðum.
„Kirkjan er ekki nema rétt rúmir
fimmtán fermetrar, byggð úr timbri
og rúmar ekki marga í sæti. Þetta er
gömul bændakirkja og því eru marg-
ir eigendur að kirkjunni, þeir sömu
og eiga Papey, allir erfingjar Gísla
Þorvarðarsonar sem þarna bjó,“
sagði Halldór í samtali við DV.
„Viðgerðir eru gerðar með tilstyrk
frá Þjóðminjasafninu og nokkurt fé
hefur fengist þaðan í efniskostnað.
Það nægir þó ekki fyrir öllum efnis-
kostnaði sem nauðsynlegur er viö
endurbætur. Viö sem vinnum að
endurbótum erum lítið að hugsa um
það hvort við fáum kaup fyrir vinn-
una. Við erum að reyna að bjarga
þarna gömlu húsi og gömlum menn-
ingarverðmætum og það er það sem
skiptir máli í okkar augum.
Við erum einnig með stofnun sem
heitir Safnastofnun Austurlands og
ég er í forsvari fyrir hana. Það er
kannski þess vegna sem ég er að
standa i þessu. Við höfum á engan
hátt skipulagt verkslok en reynum
að finna okkur tíma þegar tækifæri
gefst til. Við látum Guð og lukkuna
um það hvenær verkinu verður lok-
ið,“ sagði Halldór.
-ÍS
Slippstöðin á Akureyri:
Taprekstur það
semaferárinu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Tap Slippstöðvarinnar á Akureyri
fyrstu 6 mánuði ársins nam um 40
milljónum króna og stefnir í að stöð-
in verði rekin með halla þegar árið
verður gert upp.
Af þessum halla fyrstu 6 mánuði
ársins eru um 15 milljónir króna ijár-
magnskostnaður vegna óselda skips-
ins sem liggur við bryggju og safnar
á sig 2,5 milljóna króna vaxtakostn-
aði á hverjum mánuði.
Humarfólkið í skemmtiferð
Júlía Irasland, DV, Hafiu
Undanfarin ár hefur Fiskiðja
KASK hér á Höfn boðið þvi starfs-
fólki sem unnið hefur í humrinum
í eins dags skemmtiferð að lokinni
vertíö. Svo var einnig nú og var
farið í Skaftafell. Þar var snæddur
hádegisverður. Þegar fólkið var
búið að borða og hafði teygt úr sér
var staöurinn skoðaður. Þegar
halla fór degi var haldið heim eftir
vel heppnaða ferð í góðu veðri.
Það er hægt að hafa allt hvítt eða
setja litaðar skúffuframhliðar í.
Leitið upplýsinga um verð hjá
starfsfólki okkar.
Mikið úrval af húsgögnum fyrir skólafólk.
Skrifborð-hillur-svefnbekkir ofl ofl.
:
BlLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SlMI 91-681199 - FAX 91-673511
Með Club 8 húsgögnum er hægt að
innrétta sitt eigið herbergi sjálfur
-skapa sinn eigin stíl.