Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Side 35
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991. 47 Veiðivon Hann Cllfar Reynisson veiddi þennan 7 punda lax á Tóbý i Kaupmannapolli i Norðurá um helgina. DV-mynd G.Bender Norðurá í Borgarfirði: Tvö síðustu holl hafa veitt 107 laxa Veiðin í Norðurá í Borgarfirði er róleg þessa dagana og í gær voru fáir nýir laxar að koma í ána. En sam- komulagið við Veiðifélag Hvítár gekk úr gildi 20. ágúst. Laxamir, sem eru í Norðurá þessa dagana, eru orðnir legnir og taka illa þó veiðimenn reyndu við ána í gær og fyrradag. „Það mætti koma meira af nýjum fiski, laxarnir, sem fyrir eru, eru orðnir svartir surnir," sagði Halldór Nikulásson, veiðivörður við Norö- urá, í gær. „Ætli það séu ekki komnir kring- um 1200 laxar á land, en eitt holl er eftir og svo árnefnd Norðurár að lok- um,“ sagöi Halldór ennfremur. Hollið, sem var á undan þessu, veiddi 38 laxa. En hollið, sem núna er við veiðar, var aðeins komið með 9 laxa á hádegi í gær. Stjórnarholliö veiddi 69 laxa sem þýðir að tvö síð- ustu holl hafa veitt 107 laxa sem er ekki svo slæmt. Mikið af urriða á urriðasvæð- unum í Þingeyjarsýslu „Ég var að koma af báðum urriöa- Brynjólfur Eyvindsson með lax úr Andakilsá fyrir fáum dögum, laxinn var 12 pund. Áin er að skríða yfir 100 laxa á þessari stundu. DV-mynd E svæðunum í Laxá í Þingeyjarsýslu og'veiddi 29 urriða," sagði Jón Sig- urðsson um helgina en veiðimönnum hefur verið tíðrætt um lítið af fiski á svæðinu. Jón hefur aðra sögu að segja. „Urriöinn heldur sig dýpra í hylj- unum þessa dagana en mikið var aí íiski á báðum svæðum. Þetta voru fiskar frá þrjú til fimm pund sem ég náði. Mér fannst fiskurinn vera jafn- stór upp frá og niður frá. Framtiðin er björt fyrir þetta svæði því mikið var líka af smáfiski sem gefur góðar vonir með næstu sumur. Ég var að spá í að hætta við að fara en ég varö ekki fyrir vonbrigðum með veiðina. Ný fluga, Gulltanna, sem Bjarni V. Jónsson hnýtti, gaf mér flesta urrið- ana í þessum túr,“ sagði Jón enn- fremur. En hann var þrjá daga á hvoru svæði við veiðar. Úr Búðardalsá á Skarðsstönd eru komnir kringum 100 laxar á land og veiöimenn hafa verið að fá reytings- veiöi þar síðustu daga. Áin bætir sig verulega frá síðasta sumri ef heldur fram sem horfir. -G.Bender Fjölmiðlar •• Þegar sól hækkaöi á lofti í vor og kvöldin urðu björt og skemmtileg var ákveðið á mínu heimili að hætta áskrift Stöðvar 2 um tíma enda sjón- varpsgláp ekki þaö sem hugurinn sneríst um. En um síðustu mánaða- mót var hins vegar Sjónvarpsvísi haldið áloftiog börnin nánast grát- báðu um áskrift að nýju þar sem margar skemmtilegar teikmmyndir væru að byrja. Móðurhjartað brást og áskriftin var greidd. Enhvað? Börnin plötuðu. Þau höfðu uppgötvað aö allan mánuðinn væri meira eða minna af bönnuðum myndum snemma á fóstudags- og laugardagskvöldum og ekkert er jafnspennandi og glápa á bannaðar myndir - sérstaklega ef þær eru stranglega bannaðar. Nú er hatíö stríð! Sú regla hefur lengi verið í heiðri höfö að börnin mega vaka lengur um helgar og glápa á sjónvarp. Stundum bregöa foreldrar sér af bæ og sá elstí á að gæta heimilis. Nú er spurt? „Þurfið þið ekki að fara út í kvöld?" eða „má ég horfa á Hunda- líf í kvöld?“ og þegar í ljós kemur að myndin byrjar klukkan rúmlega nlu eða jafnvel fyrr er svarið auðvit- að „Já, já." Síðan kemur í ljós, rétt áður en sýning hefst, að myndin er bönnuð bömum. Þá er ekkert auö- velt að reka í rúm eða stilla á aðra Stöð... „Þú varst búin að lofa... ?“ Eitt laugardagskvöldið fyrir stuttu horföi ég á „svæsna mynd“ og stranglega bannaöa börnum, Hneyksliö, sem reyndar er byggð á sönnum atburðum, með sonum mínum 9 og 12 ára. Ég var búin að lofa og myndin byrjaði tuttugu min- útur yfir níu. Þeir skemmtu sér bet- ur en ég. Það kvöld voru reyndar fjórar bannaðar myndir og þar af þrjár stranglega bannaðar. Er þetta normalt? Ef Stöð 2 hefur hugsað sér aö hafa bönnuðu myndirnar snemma kvölds og fjölskyldumyndir á nótt- unni eins og verið hefur þá er ég hrædd um að áskriftina verði að endurskoöa. Elín Albcrtsdóttir BINGÖ! Hefst kl. 19.30 1 kvöld Aðalvinningur að verðmæti 100 bús. kr. Heildarverðmæti vinninga um 300 bús. kr. TEMPLARAHÖLLIN Eiriksgötu 5 — S. 200/0 [ö]Perstorp Sterkar plastlagðar borðplötur meö ávölum kanti Ódýrar hillur fyrir heimili, geymslur og vinnustaði. Innlend framleiðsla HF.OFNASMIÐJAN Háteigsvegi 7. s 21220. 105 Reykjavik Vedur Suóvestanátt, víða allhvöss með skúrum sunnan- lands og vestan, styttir þó upp að mestu i nótt. Norðaustanlands verður yfirleitt bjart veður. Lítið eitt kólnar i bili en hlýnar aftur i fyrramálið. Á hálendinu má búast við'sunnan- og siðar suðvestanhvassviðri með skúrum eða slydduéljum eh snfóéljum ofan við 700 m hæð, þó verður iiklega léttskýjað norðan Vatnajökuls. Akureyri skýjað 9 Egilsstaðir léttskýjad 9 Kefla vikurflug völlur skúr 8 Kirkjubæjarklaustur skúr 7 Raufarhöfn léttskýjað 7 Reykjavik skúr 8 Vestmannaeyjar skúr 8 Bergen skýjað 11 Helsinki þokumóða 16 Kaupmannahöfn léttskýjað 15 Úsló léttskýjað 11 Stokkhólmur skýjað 13 Þórshöfn skúr 12 Amsterdam þokuruðn. 11 Barcelona þokumóða 19 Berlín skýjað 15 Chicago heiðskírt 24 Feneyjar heióskírt 20 Frankfurt léttskýjað 13 Glasgow mistur 15 Hamborg alskýjaó 13 London þoka 14 LosAngeles þokumóða 18 Lúxemborg léttskýjað 15 Madrid léttskýjað 20 Malaga léttskýjað 23 Mallorca þokumóða 24 Montreal skýjað 20 Nuuk rigning 5 Orlando alskýjað 24 Paris heiðskírt 16 Valencia þokumóða 25 Vin skýjaó 17 Winnipeg leiftur 19 Gengið Gengisskráning nr. 160. - 26. ágúst 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 61,430 61,590 61,720 Pund 102,883 103,151 103,362 Kan. dollar 53,695 53,835 53,719 Dönsk kr. 9,0974 9,1211 9,0999 Norsk kr. 8,9777 9,0011 9,0155 Sænskkr. 9,6694 9,6946 9,7044 Fi. mark 14,4084 14,4459 14,5996 Fra. franki 10,3300 10,3569 10.3423 Belg. franki 1,7054 1,7099 1,7089 Sviss. franki 40,2371 40,3419 40,3004 Holl.gyllini 31,1566 31,2378 31.2151 Þýskt mark 35.0878 35,1792 35.1932 It. lira 0,04699 0,04711 0,04713 Aust. sch. 4,9856 4,9986 4,9998 Port. escudo 0,4098 0,4109 0,4101 Spá. peseti 0,5627 0,5641 0,5616 Jap. yen 0,44823 0.44940 0,44668 Irskt pund 93,868 94,113 94,061 SDR 81,9046 82,1179 82,1172 ECU 72,0451 72,2328 72,2463 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. freeMMZ MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900 ~Gódráö eru tilaé ^ fm eftir þeim! Eftireinn -ei aki neinn RAUTT LJOS ^ '*UÓS! RAUTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.