Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991. 15 Vextimir, bankarnir og unga fólkið „Hvaða áhrif skyldi vaxtahækkun hafa á verðbólgu og vöruverð í þessu landi?“ Lesandi góður. Nú fyrir skömmu hækkuðu viðskiptabankar þessa lands vexti sem frægt er orðið. Skömmu síðar var viðtal við Seðla- bankastjóra um vaxtahækkunina. Seðlabankastjóri taldi vaxtahækk- unina eðblega og nauðsynlega til að koma í veg fyrir hallarekstur bankanna. Seðlabankastjóri talar því máli bankanna, og bankanna eingöngu. Vextir í þessu þjóðfélagi eiga bara að vera með þeim hætti að rekstur bankanna beri sig. Flóknara virðist það nú ekki vera. Eða hvað? Vextir sem afgangsstærð En hvaða áhrif skyldi vaxta- hækkun hafa á „rekstrarafkomu" heimilanna í landinu? Hvaða áhrif skyldi vaxtahækkun hafa á rekstr- arafkomu fyrirtækjanna í landinu og aðstöðu þeirra í erlendri sam- keppni? Og hvaða áhrif skyldi vaxtahækkun hafa á verðbólgu og vöruverð í þessu landi? Og svo má spyrja sig hvaða áhrif þessi vaxta- hækkun mun hafa á væntanlega kjarasamninga sem gera þarf á næstunni. Þannig má endalaust spyrja vegna þess að vextir eru eitt aðalstjómtækið í sérhverju „vest- rænu“ hagkerfi. En ekki á íslandi. Hér eru þeir afgangsstærð, hugsuð til að þjóna rekstrarafkomu bank- anna og til að tryggja fjármögnun á rekstrarhalla ríkissjóðs. Hvaða áhrif skyldi þessi vaxta- hækkun hafa á líf ungs fólks á ís- landi? Ungs fólks sem er að byrja búskap og er að fjárfesta í íbúðar- húsnæði? Hvaða áhrif skyldi þessi vaxtahækkun hafa á uppeldi þeirra barna sem það er að ala upp? Jú, vaxtabyrði heimilanna eykst, sér- staklega hjá því unga fólki sem er KjaUarinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur að koma undir sig fótunum. Vaxta- hækkun leiðir til hækkunar vöru- verðs. Vaxtahækkun dregur úr getu fyrirtækja til að borga starfs- fólki sínu laun. í stuttu máli sagt vinnur vaxtahækkun gegn öllu þvi sem kalla má velferð á íslandi í nútíð og framtíð. Það má öllum vera ljóst að rekstr- arskilyrði banka og fjármálastofn- ana á íslandi eru miklu betri en aðrir atvinnuvegir búa við. Á sama tíma er ljóst að óhagræði í rekstri flestra banka og fjármálastofnana er mikið. Bankakerfið mun halda áfram að blása út eins og púkinn á fjósabitanum á meðan Seðlabanka- stjórar og aðrir áhrifamenn í þessu þjóðfélagi tryggja að vaxtamunur bankanna sé ávallt nægur til að tryggja hallalausan rekstur. - Bankarekstur eins og bönkunum flnnst að hann eigi að vera. Mannlegt eðli Það sem ríkisstjórn á að gera við núverandi aðstæður er að minnka vaxtamun viðskiptabankanna og hækka yfirdráttarvexti þeirra í Seðlabankanum þannig að tryggt sé að rekstrargrundvelli verði kippt undan þeim um nokkurt skeið. Þá fyrst munu bankarnir sjá einh'vern tilgang í því að endur- skipuleggja sig og hagræða eins og önnur fyrirtæki í þessu þjóðfélagi hafa orðið að gera. Það er nú einu sinni reynslan að fyrirtæki og einstaklingar byrja ekki að endurskipuleggja, spara og hagræða af viti fyrr en í neyð. Þannig er þessu varið með bank- ana. Þannig er mannlegt eðli. Eins og segir í gömlu íslensku máltæki: „Neyðin kennir naktri konu að spinna og lötum manni að vinna.“ Önnur krafa, sem gera verður til ríkisstjórnarinnar á næstunni, er að rikissjóður hætti að ganga fram fyrir skjöldu og yflrbjóða allt og alla með óábyrgum útboðum á spariskírteinum og öðrum verð- bréfum ríkissjóðs, eins og gert hef- ur verið. Ríkissjóður verður að draga verulega úr lánsfjárþörf sinni innanlands á næstunni. Þá lækka vextir, raunvextir og verö- bólga í landinu í kjölfarið. Það er argasta vitleysa að á ís- lenskum fjármagnsmarkaði komi lögmál framboðs og eftirspurnar til með að stjórna eðlilegu vaxtastigi, eins og oft er haldið fram. Af þeirri einföldu ástæðu að ríkissjóöur er svo stór að hann er ráðandi á þeim markaði. Undir þeim kringum- stæðum gilda ekki eðlileg lögmál framboðs og eftirspurnar. Þriðja krafan er að vísitölutrygg- ing tjárskuldbindinga verði afnum- in. Að minnsta kosti verði hún ekki notuö nema með breyttum grund- velli og á lánum með langan láns- .tíma. Lánum með lánstíma til 20 ára eða lengur. Og Seðlabanka og viðskiptabönkunum ber að stuðla að afnámi verðtryggingar lána en ekki öfugt. Og ef viðskiptabankarn- ir hafa fórnað verulegu eigin fé til að viðhalda lánskjaravísitölunni ber þeim að taka afleiðingum gerða sinna eins og öðrum ábyrgum aðil- um í atvinnulífinu. Verkefnin fram undan Okkur íslendingum hefur tekist á síðustu misserum að koma á þokkalegu jafnvægi í hagkerfmu og nánast að koma verðbólgu niður á eðlilegt stig. Þann árangur verð- um við að verja. Jafnframt því verðum við að stíga ný gæfuspor í efnahagsmálum. Næst verðum við að taka til hendinni hvað varðar peningamál í landinu. Þá er átt við hluti eins og vexti, raunvexti, vísi- tölubindingu fjármagns, fjármögn- un á hallarekstri ríkissjóðs og ann- að í þeim dúr. í öllum þessum mál- um er ríkisstjórn íslands, Seðla- bankinn og viðskiptabankarnir í aðalhlutverki. Lesandi góður. Hagkerfið á að þjóna mannfólkinu til lengri tíma séð en ekki mannfólkið þörfum hagkerfisins. Þetta gleymdist fyrir austan járntjald ogþví fór sem fór. Og sú staðhæfmg að vextir í land- inu, vísitölubinding fjármagns og annað eigi að þjóna þörfum bank- anna en ekki almennings í landinu stenst ekki af því að hagkerfið á að þjóna mannfólkinu. En ekki mannfólkið þörfum hagkerfisins. Brynjólfur Jónsson „Hagkerfið á að þjóna mannfólkinu til lengri tíma séð en ekki mannfólkið þörfum hagkerfisins. Þetta gleymdist fyrir austan j árntj ald og þ ví fór sem fór.“ Umferðareyjar og skerjagarðar: Mannleg mistök Kjallarinn „Lika má nefna Ijósastaura utanvert í beygjum ... “ Það var víst í henni Ameríku sem lögfræðingur nokkur tók upp á því að lögsækja bifreiðaframleiðendur vegna galla í bifreiðum, galla sem honum tókst. oft að sanna að yrði til þess að viðkomandi bifreiðar lentu frekar í óhöppum með slys- um á fólki. - Slíkan lögfræðing þyrfti hugsanlega til aðgerða gegn gatnahönnuðum Reykjavíkurborg- ar. Líkt og bandaríska lögfræðingn- um tókst að knýja fram breytingar á bílunum og bætur til bifreiðaeig- enda, er ekki útilokað að okkar ís- lenski lögfræðingur gæti knúið yf- irvöld gatnamála í borginni til þess að hætta við eða breyta gatna- mannvirkjum sem augljóslega skapa hættu. Háaleitisbraut í sumar hefur verið unnið að skerjagarði á Háaleitisbraut. Sker þessi, sem reyndar eru kölluö um- ferðareyjar, eru oft nauðsynleg og afmarka betur umferð. Þau geta minnkað hættu á árekstrum og jafnframt auðveldað gangandi veg- farendum leið yfir götu. Skynsam- leg notkun umferðareyja er þannig af hinu góða. Þegar þær eru hins vegar settar fyrir eölilega aksturs- stefnu verða þær að hættulegum umferðarskerjum. - Rétt á móts við neðstu fjölbýlishúsin við Háaleitis- braut hefur tekist hörmulega til. Sú umferð sem ofan brautina hefur runnið aðskihn er sveigð saman í þrönga rennu. Þetta er gert þannig að í stað eyju milh ak- brautanna kemur þarna umferðar- sker, utan á gagnstéttina hægra megin þegar ekið er niður braut- ina, og umferðin sveigð til vinstri Kristinn Snæland leígubí Istjór i að umferðinni sem á móti kemur. Þarna á nokkrun tugum metra er umferðin upp og niður Háaleitis- braut sveigð saman í mjóa rennu. Þessum ósköpum lýkur svo með því að enn kemur umferðarsker sem sveigir ökutækið sem áður sveigði th vinstri, til hægri. Á þessum stutta kafla brautar- innar er ökumaðurinn þvingaður í vinstri beygju, að mótkomandi umferð, og nær strax aftur í hægri beygju frá sömu umferð. Þarna hallar auk þess öll gatan til vinstri séð niðureftir. Nú þegar eru ökumenn teknir að aka upp á umferðarskerin beggja vegna við þrengshn. Látum það nú vera því það virðist stundum vera hluti af prógramminu hjá starfsliöi gatnamálastjóra að véla ökumenn upp á umferðarsker og skilti. Það er þó sýnu verra að ljóst má vera að þarna geta orðið hræðileg slys í hálku og þarf hana jafnvel ekki til. Sé aðeins miðað við hálku er afar hklegt að ökumanni, sem ekur nið- ur brautina, bregði við að þurfa skyndilega að taka sveig til vinstri að umferð úr gagnstæðri átt. Eðli- legt viöbragð er hemlun. Við heml- un rennur bifreiðin hins vegar beint yfir á akbraut þeirra sem á móti koma. Þannig verða flest al- varlegustu slysin í umferðinni. Þarna er búið að gera dauðagildru. Ljósastaurar I beygjum Auðvitað eru þetta mannleg mis- tök. Slík mistök eru ekki nýlunda hjá embættismönnum borgarinnar og má þá nefna slysabeygjuna í Skógarsehnu sem a.m.k. þrisvar er búið að reyna að laga en er enn slæm vegna þess að brautinni er ekki hallað rétt miðað við aðstæð- ur. Með þessu káki þrisvar sinnum hefur beygjan þó vissulega batnað. Líka má nefna Ijósastaura utanvert í beygjum þar sem ná má alveg jafngóðri lýsingu með því að hafa staurana innanvert í beygjunum. Reynar hef ég heyrt þá skýringu hjá borgarstarfsmanni að það sé eftir þýskum staðli sem staurarnir séu hafðir utanvert í beygjum. Nú má vel vera að við lýsingu þýskra hraðbrauta henti að hafa ljósa- staura utanvert í beygjum. Reynsla borgarstarfsmanna í Reykjavík ætti að hafa kennt þeim að þýska reglan á ekki við, a.m.k ekki í beygjunum við Norðurfeh, Skógarsel og viðar. Svo oft hafa borgarstarfsmenn þurft að skipta um þessa staura eftir árekstur að það hlýtur að vera kominn tími th að færa staurana yfir götuna og þar með í beygjurnar innanverðar og hætta þannig að berja höfðinu í þýskaf hraðbrautarreglur. Lögfræðingur óskast Mér virðist það staðreynd að borgarstarfsmenn taka ekki ábend- ingum hins almenna borgara um það sem betur má fara í umferð- inni. Til þess að knýja fram breyt- ingar og úrbætur þarf Davíð Odds- son að aka upp á umferðarsker og vera borgarstjóri (Ægisíðuskerið). Nú er Markús Örn orðinn borgar- stjóri og vonandi að hann eða hans bílstjóri aki ekki upp á nein sker. Þá er aðeins eftir að óska eftir því að einhver skeleggur lögfræðingur taki að sér að kæra þær fram- kvæmdir borgarstarfsmanna sem augljóslega verða að slysagildrum. Vonandi verða gerðar breytingar á > hörmunginni á Háaleitisbraut áður en þar verður alvarlegt umferðar- slys. Kristinn Snæland „Mér virðist það staðreynd að borgar- starfsmenn taka ekki ábendingum hins almenna borgara um það sem betur má fara í umferðinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.