Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Side 12
Spumingin
Hverjir verða íslands-
meistarar í knattspyrnu?
Ágúst Jónsson lögfræðingur: Ég hef
ekki hugmynd um það.
Ágúst Már Ágústsson, 11 ára: KR.
Jón S. Ágústsson, 12 ára: KR.
Eiríkur Hrafnsson, 13 ára: KR.
Jóhann Kristinn Jóhannsson, 12 ára:
Fram eða KR.
Ingvar Sigurðsson, 11 ára: KR.
Lesendur
Evrópuhræðsl
an í f ullu gildi
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Ég hef verið að lesa frásögn um
þing Sambands ungra sjálfstæðis-
manna sem haldið var fyrir nokkr-
um dögum. Þetta var áreiðanlega hið
merkasta þing þar sem ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins og vafalaust
aðrir gestir mættu til skrafs og ráða-
gerða. Þar var m.a. rætt um hið
mikla hitamál, aðild íslendinga að
Evrópubandalaginu, sem svo mjög
hefur verið í umræðunni. Sam-
kvæmt fréttum af þessu þingi var
samþykkt með naumum meirihluta
að aðild íslands að Evrópubandalag-
inu kæmi ekki til greina - að svo
stöddu. - Mér létti mjög við að lesa
um þá niðurstöðu.
Harðar deilur voru þó sagðar hafa
verið um málið á þinginu, enda tekur
þetta mál bróðurpartinn af þeirri
heildarfrásögn sem birtist um þing-
haldið. Ekki furða ég mig á því, svo
skiptar skoðanir sem um málið eru.
Einn þingfulltrúa lagði ílutnings-
máður áherslu á að ungir sjálfstæðis-
menn væru eina ungliðahreyfing
hægri flokks í Evrópu sem ekki hefði
tekið afstöðu til Evrópubandalagsins
og sagði að vinna þyrfti bug á þeirri
„Evrópuhræðslu" sem kenndi jafnt í
SUS sem annars staðar í þjóðfélag-
inu. Og ennfremur: „Menn eiga ekk-
ert að vera hræddir, Evrópubanda-
lagið er ekki stór, ljót kapítalísk
ófreskja sem ætlar að koma og gleypa
okkur, eins og þetta er oft sett fram
í umræðu hér á landi. Bandalagið er
einfaldlega kostur sem kemur mjög
vel til greina."
„Hefur ástandið í Hvrópu verið svo gott undanfarið ... ?“
En er ekki ástæða til að hafa snefil
af „Evrópuhræðslu"? Hefur ástandið
verið svo gott undanfarið í Evrópu
að ástæða sé til að sækjast eftir nán-
um samskiptum við EB og þótt ekki
væri nema samningum við EES? Það
er ekki bara að segja það að gera
bindandi samninga um markaðs-
bandalag, þar sem dómsmál, at-
vinnumál og réttindi íbúanna eru
mikilvægir þættir. Með undirskrift
samninga erum við íslendingar að
taka á okkur ábyrgð og skyldur.
Það hefði verið ástæða fyrir SUS-
þingið að taka undir orð þingfulltrú-
ans sem hvatti til þess að kannaðir
yrðu möguleikar á aðild íslands að
fríverslunarsamningi Norður-Amer-
íkuríkja. Okkur stafar a.m.k. engin
hætta úr þeirri átt.
Ráöstefna norrænna fj ölmiölafræðinga
Rannsóknir eða hugarórar?
Kristján Kristjánsson hringdi:
Fyrir nokkru var haldin hér í
Reykjavík ráðstefna norrænna fjöl-
miðlafræðinga. Þeir sem stóðu aö
henni hér á landi voru Félagsvísinda-
stofnun Háskólans og Norræna húsið.
Margmenni var á ráðstefnunni, eitt-
hvað á þriðja hundraðið, að sögn, og
skiptast Norðurlöndin á að bjóða tíi
svona ráðstefnu. Ekki veit ég hve
mikið við íslendingar höfum þurft að
greiða fyrir af fé skattborgaranna,
vona að það hafi ekki verið neitt.
Hafi svo hins vegar verið verð ég að
biðja um að upplýst verði hve mikið
það kostaði ísland að halda þessa ráð-
stefnu. Og Reykjavíkurborg að hafa
boð fyrir ráðstefnugesti.
Ég hef svo aftur á móti ekki séð
mikið skrifað um þessa ráðstefnu í
blöðum. Það kann þó að hafa farið
framhjá mér. Ég sá hins vegar í sjón-
varpi viðtal við einn þeirra sem
þama talaði. Þaö var Islendingur,
sem ræddi, að því að mér skildist á
honum, mest um Eiffelturninn í Par-
ís. Hann greindi skemmtilega frá þvi
hvernig þessi frægi turn kemur hon-
um fyrir hugskotssjónir. Turn, sem
stendur sér, með eigið sjálf og upp-
hafinn af sjálfum sér. Hann kom inn
á vald fjölmiðla og auglýsingamátt
þeirra. Já, og Bush Bandaríkjaforseti
gleymdist ekki - hann var líka sjálfs-
upphafning.
Framtíðarsýnin var ekki góð, ef
dæma má eftír þvi litla sem maður
heyrði af þessari ráðstefnu. Var þetta
ráðstefna um rannsóknir eða hugar-
óra? Kannski ráðstefna um Eiffelt-
urninn? En hvað sem þvi líður hefði
mátt ætla að allir fjölmiðlar hér
hefðu tekið mikið pláss undir frá-
sagnir af þessari ráðstefnu. Ekki síst
þar sem þama leiddu saman hesta
sína kunnir norrænir blaða- og
fréttamenn með sérþekkingu á Evr-
ópumálum. - Svo var þó ekki og ég
bíð enn eftír að heyra a.m.k. um nið-
urstöður þessarar gagnmerku ráð-
stefnu norrænna fjölmiölafræðinga.
Magnaður miðbær-ekki bara um helgar
Miðbærinn getur verið magnaður - á hvorn veginn sem er.“
Reykvíkingur skrifar:
Eg hef ekki komið niður í miöbæ
Reykjavíkur um alllangt skeið. Að-
eins tvisvar í sumai. Það þarf náttúr-
lega ekki að taka fram að þá hef ég
ekki þoraö fyrir mitt litla líf að ganga
mér til skemmtunar um miðbæinn
að kvöldi til í háa herrans tíð. Maður
hefur heyrt slíkar sögur af helgar-
kvöldum eða réttara sagt nóttum að
nægir tíl að fæla frá allt fólk sem
komið er til vits og ára. - Að degi til
er sagt allt vera nokkurn veginn með
felldu og því tók ég mér gönguferð
um miðbæinn einn góðviðrisdaginn.
Þetta var sl. miðvikudag í björtú
og fallegu veðri. Það var mikið fjöl-
menni í Austurstræti í göngugöt-
unni, erlendir hljómlistarmenn léku
á hljóðfæri og fólk röltí fram og aftur
eða rabbaði saman. - Allt var þarna
með friði og spekt, utan hvað ungir
strákar ætluðu allt um koll að keyr a
á fullri ferð á hjólabrettum. Þetta
angraði marga því aö strákarnir létu
ekki deigan síga og fóru mikinn á
þessum nýjustu leiktækjum.
Ef þeir hefðu ekki birst þarna með
skellum og fyrirgangi hefði mannlíf-
ið á þessum þrönga bletti verið óað-
finnanlegt. Þetta sýnir mér og sannar
að það þarf ekki nema örfáa til að
valda ónæði, að ég segi nú ekki
óspektum, eins og sagt er að eigi sér
stað hverja helgi. En miðbærinn get-
ur verið magnaður, ekki bara um
helgar. - Á hvom veginn sem er.
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991.
Samráðum
uppsagnir?
Jóhann Ólafsson hringdi:
Formaður Bandalags starfs-
manna ríkis ogbæja segir íblaða-
viötali að það hafi ekki veriö haft
samband við þá hjá BSRB vegna
hugsanlegra uppsagna ríkis-
starfsmanna. Hann telur þaö
undarlegan samskiptamáta af
hálfu ráðherra ríkisstjórnarinn-
ar að gefa yíirlýsingar 1 flölmiðl-
um um að til standi að segja upp
fólki. „Enginn veit í rauiúnni
hvaða áform eru uppi,“ segir svo
formaðurinn.
Hefur það verið tíökað hér á
landi að tilkynna íyrirfram hvaða
mönnum segja þuríi upp hjá fyr-
irtækjum ef svo hefur staðið á að
fækka þurfi starfsfólki? Það fær
sín uppsagnarbréf með sanrn-
ingsbundnum fyrirvara. - Hingað
til hefur BSRB ekki haft uppi at-
hugasemdir vegna þessa. - En er
BSRB-fólki eitthvað vandara en
öðram launþcgum í þessum efn-
um?
EESogEBand-
stæðingar!
Helgí Guðmundsson skrifar:
Fyrir . nokkru voru stofnuö
samtök andstæðinga gegn inn-
göngu okkar i Evrópubandalagiö.
Ekki hefur mikið heyrst frá þess-
um samtökum ennþá en þau til-
kynntu að safnað myndi undir-
skriftum gegn þessu markmiði
sínu. Eitthvað hefur nú gerst sem
hlýtur að rýra málstað þessa hóps
vegna þess að nú eru komin fram
önnur samtök sem hyggjast beita
sér gegn því að samið verði um
Evrópskt efnahagssvæði.
Þetta eru samtök sem nefna sig
EES-andstæðinga og ætla að
halda stofhfund í lok ágúst. Þessi
samtök segjast fagna þeim drætti
sem orðið hefur á samningagerð-
inni og ætla að safna undirskrift-
um áður en næsta samningalota
hefst. Erfitt er að átta sig á þess-
um tvennum samtökum sem nú
eru komin fram.
Aldursgreindir
ferðamenn?
Þ.H. skrifar:
Maður les um aö á Akureyri sé
i raun fátt sem dregur erlenda
ferðamenn til bæjarins og í heild-
ina sé hótelrými þar lítið miðað
við fjölda ferðamanna yfir feröa-
mannatímann. í úttekt, sem
sænskt fyrirtæki hefur gert fyrir
Akureyringa, segir að stofna
verði ferðaskrifstofu meö áherslu
á móttöku ferðamanna. Gott og
blessaö það. En að takmarkað
skemmtanalíf rýri áhuga ung-
menna á bænum því trúi ég ekki.
Annað sem þetta sænska fyrir-
tæki leggur til er að ísland leggi
sig fram um að laða aö yngra fólk
fremur en þá eldri. Hvaö er aö
gerast hér? Einu sinni þótti það
arðvænlegast að hlynna sem best
að ungu bákpokafólki hér, það
myndi þá koma aftur þegar það
heföi meiri auraráð. Á nú að leika
sama leikinn i nýrri útfærslu?
Ungt, ríkt fólk, án bakpoka?
Góð þjónusta í
hljómplötuverslun
Anna hringdi:
Nýlega var ég á ferð um bæinn
í þeim tilgangi að leita að hijóm-
plötu með Vilhjálmi Vilhjálms-
syni. Þetta var hljómplatan
„Hana-nú“ en hún var alls staöar
uppseld. Síðast fór ég í verslunina
Steinar í Austurstræti og þar var
hún líka uppseld. Hins vegar
bauðst afgreiðslumaðurinn til að
taka upp á kassettu þessa plötu
af annarri sem hann átti sjálfur.
Ég varð undrandi á þessum
þægilegu viðbrögðum en þáöiþað
með þökkum. Fyrir það vil ég
koma á framfæri innilegu þakk-
lætí til þessa afgreiöslumanns í
versluninni.