Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Blaðsíða 32
44
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991.
**
Sviðsljós
Al Corley, Jessika og dæturnar tvær, Ruby, sem er
tveggja og hálfs árs, til vinstri, og Sophie, sem er
að verða fimm ára.
Al með dóttur sina Sophie sem þjáist af mjög sjald-
gæfum sjúkdómi. Læknar segja að börn sem fá þenn-
an sjúkdóm deyi flest áður en þau ná þriggja ára
aldri og að foreldrar hennar verði að gera sér grein
fyrir þvi að hún geti dáið hvenær sem er.
,, Hún getur
dáið hve-
nær sem er"
A1 Corley, sem er þekktur fyrir
leik sinn í sjónvarpsþáttunum
„Dynasty", og kona hans, Jessika,
eiga fimm ára gamla stúlku, Sop-
hie, sem þjáist af mjög sjaldgæfum
sjúkdómi. Þegar hún fæddist kom
í ljós aö hún var haldin sjúkdómi
sem kallaður er „Minus P4 Synd-
rome“ og sögöu laeknar að níutíu
og átta af hundraði barna sem
fengju þennan sjúkdóm næðu ekki
þriggja ára aldri. Foreldrar hennar
áttu því ekki ,ron á að hún gæti
haldið upp á fimm ára afmæli sitt
sem verður nú í september en allt
bendir til þess að svo geti orðið.
Faðir hennar segir að þau lifi fyr-
ir hvern dag því þau viti ekki hvað
morgundagurinn beri í skauti sér.
„Hún getur dáiö hvenær sem er.
Hún gæti verið dáin einhvem
morguninn þegar við vöknum. Við
verðum að lifa við þetta og vona
hið besta.“
Sophie mun aldrei geta gengið,
matað sig sjálf né talað. Hún var
fyrst á spítala fyrir mikið þroska-
heft börn en foreldrar hennar sögð-
ust ekki vilja hafa hana þar allan
sólarhringinn. „Við gátum ekki
hugsað okkur að hafa hana þarna.
Hún þarf á ást og blíðu að halda,“
sagði Al. Hún býr nú heima en er
um miðjan daginn í dagvistun í
skóla rétt hjá heimili sínu, fyrir
þroskaheft börn.
A1 og Jessika eiga aðra dóttur,
Ruby, sem er tveggja og hálfs árs,
og Jessika gengur nú með þriðja
barn þeirra sem er strákur. Á1
sagði að þegar Jessika varð ófrísk
að Ruby hefðu þau bæði verið
dauðhrædd allan tímann, sem hún
gekk með hana, um að eitthvað
yrði að henni. „Þrátt fyrir að allar
rannsóknir sýndu að allt væri í
lagi og sjúkdómurinn, sem Sophie
er með, sé ekki ættgengur vorum
við ekki örugg. Það var því dásam-
legt þegar Ruby fæddist alheil-
brigð. Nú þegar Jessika er aftur
orðin ófrísk hefur hún líka farið í
allar þær rannsóknir sem til eru.
Við viljum vera viss um að það sé
allt í lagi með barnið og viljum
ekki fá neinar óvæntar fréttir þeg-
ar það fæðist. Við vituni meira að
segja aö hún gengur með strák og
við bíðum spennt eftir því að hann
fæðist."
Andlát
Sverrir Elentínusson, Baugholti 15,
Keflavík, lést í Landspítalanum 23.
ágúst.
Jóhannes Jónsson, Bleikargróf 7,
Reykjavík, lést í Borgarspítalanum
aðfaranótt 23. ágúst.
Guðlaug Erla Sigurðardóttir, Stór-
holti 24, vistmanneskja í Skálatúni,
Mosfellssveit, lést fimmtudaginn 22.
ágúst.
Pétur Teitsson, fyrrverandi bóndi á
Bergsstöðum, andaðist í Sjúkrahús-
inu á Hvammstanga laugardaginn
24. ágúst.
Hilmar Árnason, Skjaldarvík, lést 22.
ágúst.
Alfreð Kristensen lést 22. ágúst.
Jóhann Alexandersson lést 23. ágúst.
Guðrún Kristjana Elíasdóttir, Ból-
staöarhlíð 41, Reykjavík, lést 22. ág-
úst.
Jarðarfarir
Salbjörg Eyjólfsdóttir frá Dröngum,
Hverfisgötu 6 B, Hafnarfirði, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 27. ágúst kl. 16.
Útför Jónínu Beck Hansdóttur, sem
lést 18. ágúst, fer fram frá Norðfjarð-
arkirkju í dag, 26. ágúst, kl. 14.
Útiör Halldórs Sigfússonar, fyrrver-
andi skattstjóra í Reykjavík, fer fram
frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27.
ágúst kl. 15.
Friðþjófur Kristjánsson, Herjólfs-
götu 16, Hafnarfirði, verður jarð-
sunginn frá Hafnarfj aröarkirkj u
þriðjudaginn 27. ágúst kl. 13.30.
Einar Jónsson múrari, Skálagerði 5,
Réykjavík, andaðist 14. ágúst í Vífils-
staðaspítala. Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Torfi Bjarnason læknir, Hjallaseli 45,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni fóstudaginn 30. ágúst kl. 13.30.
Útför Elísabetar Guðmundsdóttur
frá Hnífsdal, fer fram frá Fossvogs-
kapellu í dag, 26. ágúst, kl. 13.30.
Jarðsett verður á Akranesi í dag eft-
ir komu Akraborgar kl. 16.30. Stutt
athöfn við jarðsetningu.
Sigurjón Sigmundsson frá Hamra-
endum er látinn. Jarðarfórin fer
fram frá Hallgrímskirkju föstudag-
inn 30. ágúst kl. 13.30.
Svafar Steindórsson skipstjóri verð-
ur jarðsunginn frá Bústaðakirkju í
dag, 26. ágúst, kl. 13.30.
Friðþjófur Jónsson lést 18. ágúst.
Hann fæddist í Reykjavík 18. júlí
1905. Foreldrar hans voru Jón Guð-
laugsson og Kristín Árnadóttir.
Framan af ævi starfaði Friðþjófur
lengst af við sjómennsku. Hann tók
sveinspróf í pípulagningum 1948 og
fékk meistararéttindi 1951. Hann
vann síöan við þá iðn, hjá meisturum
og sjálfstætt, til 1955 er hann réðst
LEGSTEINAR
SG@8ffiG® ©CPSfflO'G c
Helluhrauni 14 220, sími 652707
Myndgáta
----v--
DV
VVV ■"
©//Z
-----EYÞOR,—^---
Myndgátan hér að ofan
lýsir athöfn.
Lausn gátu nr. 111:
Steinselja
Þessar hugmyndaríku stúlkur héldu Nanna Teitsd., Inga Þórey Óskarsd.,
skordýrasýningu og söfnuðu 386,00 kr. Ester Inga, Hárpa Sif og Berglind Ösp
handa Hjálparsjóði RKÍ. Þær heita Eyjólfsdætur.
til Hitaveitu Reykjavíkur. Þar lauk
starfsferli hans 1975. Hann kvæntist
Guðrúnu Sigurborgu Kristbjöms-
dóttur. Þau eignuðust einn son og ólu
upp fósturdóttur. Útför Friðþjófs
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag
kl. 13.30.
Tilkynningar
Aglow Reykjavík
Aglow, kristíleg samtök kvenna, verða
með mánaðarlegan fund sinn í kaffisal
Bústaðakirkju mánudaginn 26. ágúst.
Fundurinn hefst með kaffiveitingum kl.
20.
Ræðukona þessa fundar verður Þór-
anna M. Sigurbergsdóttir úr Vestmanna-
eyjum. Þóranna mun tala um sorglega
reynslu úr eigin lífi og hvemig Guð lækn-
ar þau sár sem koma hið innra þegar
sorgin kveður dyra. Allar konur eru vel-
komnar og em hvattar til að taka með
sér gesti. '
Barðstrendingaféiagið
Mánudaginn 19. ágúst sl. vom liðin 100
ár frá andláti Gests Pálssonar skálds og
rithöfundar frá Miðhúsum í Reykhóla-
sveit.
Af þessu tfiefni hefur Barðstrendinga-
féiagið í Reykjavík, í samvinnu við Rit-
höfundasamband Islands og Reykhóla-
hrepp, ákveðið að heiðra minningu þessa
ágæta rithöfundar og skálds með því að
reisa honum minnisvarða.
Minnisvarðinn verður reistur viö þjóð-
veginn út að Reykhólum, ofan viö fæðing-
arbæ Gests, Miðhús. Þórir Barðdal
myndhöggvari var fenginn til að hanna
minnisvarðann sem er úr blágrýtisbjargi
úr Miðhúsalandi, með inngreyptum
marmara.