Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991.
9
Utlönd
AMERISKAR HAGÆÐATOLVUR FRA:
SlLICON VALLEY C
OMPUTERS
Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti eins og hann birtist sjónvarpsáhorfendum
á myndbandi sem hann gerði i fangavistinni. Símamynd Reuter
SVC 80386 SX, 25 Mhz
40 Mb harður dlskur
2 Mb minnl
2 raðtengi, 1 hliðtengi
1,44 Mb disklingadrif
1,2 Mb disklingadrif
Super VGA litaskjár
Tilboðsverð: 139.000.-
Bestu kaup miðað við tækni og gæði!
Sovéska sjónvarpiö:
Sýndi myndbands-
upptöku frá Gorb-
atsjov föngnum
Raísa Gorb-
atsjova er
lögst í rúmið
Sovéska sjónvarpið sýndi í gær-
kvöldi myndbandsupptöku sem Mík-
haíl Gorbatsjov Sovétforseti gerði á
meðan hann var í haldi valdaráns-
manna í síðustu viku til að telja
umheiminn á að hafna valdaráninu
gegn honum.
Gorbatsjov gerði myndbandið með
aðstoð tengdasonar síns um hánótt í
sumarhúsi þeirra á Krímskaga. Á
myndbandinu er forsetinn klæddur
í slopp og skyrtu og hann snýr andlit-
inu að myndavélinni. Hann segir að
samsærismennimir séu lygarar og
neitar staðhæfmgum Janajevs, vara-
forseta og formanns neyðarnefndar-
innar, um að hann sé ófær um að
gegna embætti vegna heilsubrests.
„Allt sem félagi Janajev hefur sagt
og allt sem kemur fram í yfirlýsing-
um þessarar nefndar er helber lygi.
Glæpur gegn ríkinu hefur verið
framinn,“ sagði hann, rólegur en
greinilega þreyttur.
„Ég er við góða heilsu. Ég er vel
hvíldur. Ég hef átt gott frí þótt ég
hafi orðið að vinna mikið.“
Talsmaður forsetans sagði að
tengdasonurinn hefði gert fjögur ein-
tök af yfirlýsingu Gorbatsjovs með
það í huga að smygla þeim úr sumar-
húsinu ef Gorbatsjov yrði hafður í
haldi lengi.
Myndbandið var klippt í fjóra hluta
með skærum og átti að reyna að
koma boðunum út eftir mismunandi
leiðum, að því er bandaríska sjón-
varpsstöðin NBC sagði í gærkvöldi.
Talsmaðurinn sagði að læknir Gorb-
atsjovs, Raísa og blaðamaðurinn
Alexander Bovín, sem var væntan-
legur í heimsókn til forsetans, hefðu
átt að taka sitt eintakiö hvert. Fjórða
eintakinu átti að smygla til Grikk-
lands eftir leynilegri leið.
Reuter
Raísa Gorbatsjova tók valdaránst-
ilraunina gegn eiginmanni sínum
svo nærri sér að hún er nú orðin
veik og lögst í rúmið, að því er tals-
maður Gorbatsjovs Sovétforseta
sagði í morgun.
„Ég get sagt að henni líður ekki
mjög vel,“ sagði Karen Karagezjan í
símaviðtali frá skrifstofu sinni í
Kreml. Hann vildi ekki skýra mál
sitt frekar.
Karagezjan var að svara spurningu
um orðróm sem er á kreiki í Moskvu
aö Raísa, sem er á miðjum sextugs-
aldri, hefði fengið hjartaáfall og verið
flutt á sjúkrahús eftir að valdaránið
fór út um þúfur.
Rússneskir blaðamenn, sem flugu
með Gorbatsjovhjónunum til
Moskvu eftir að forsetinn náði aftur
völdum á miðvikudag, sögðu að Ra-
ísa hefði ekki getað hreyft vinstri
hönd sína að því er sagði frétt í út-
varpsstöð sem sett var upp í rúss-
neska þinghúsinu á meðan á valda-
ráninu stóð.
Á blaðamannafundi á fimmtudag
sagði Gorbatsjov að kona sín hefði
tekið valdaránstilraunina míög
nærri sér. „Henni líður alls ekki vel
en við höldum að það muni hða hjá,“
sagði Gorbatsjov.
jyorni hf.
SMIÐJUVEGI 42 D
SÍMI 91-79444
FAX 91-79159
SVC 80386, 40 Mhz
64 Kb WB ílýtiinlnnl
120 Mb harour diskur
4 Mb minni (70 ns)
2 raðtengi, 1 hliðtengi
1,44 Mb disklingadrif
1,2 Mb disklingadrif
Super VGA litaskjár
Tilboðsverð: 228.000.-
ATH.: Tilboðsverð gilda
til 12. sept. nk.
RÚMGÓÐUR Á
Lada Station er kjörinn bíll fyrir þá sem þurfa
burðarþolinn, rúmgóðan og sparneytinn bíl á vægu
verði. Afturhurðin er stór og auðveldar það aðgang
að rúmgóðu farangursrými sem stækka má um
helming ef aftursæti er velt fram. Lada Station er 5
manna og er framleiddur með 1500 cnf vél. Hann
er fáanlegur með fjögurra og fimm gíra skiptingu.
GÓÐU VERÐI
BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF.
Ármúla 13 108 Reykjavík Símar 68 12 00 & 3 12 36
SVC 80486, 33 Mhz
64 Kb WB flýtiminni
200 Mb harour diskur
4 Mb minni (70 ns)
2 raðtengi, 1 hliðtengi
1,44 Mb disklingadrif
1,2 Mb disklingadrif
Super VGA litaskjár
Tilboðsverð: 294.000.-
2 LADA STATION
Reuter