Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Side 29
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991. 41 Sviðsljós Laugardaginn 10. ágúst voru gefin saman í Laugarneskirkju af séra Karli Sigurbjörnssyni Jón Ólafsson, hljómborðsleikari í hljómsveitinni Nýdanskri, og Sjöfn Kjartansdóttir, nemi í hjúkrunarfræði. Við athöfn- ina, sem var mjög hátíðleg, sungu Eyjólfur Kristjánsson og Daníel Ág- úst Haraldsson. Eftir giftinguna var gestum boðið til veislu í veislusal ríkisins en sá salur er betur þekktur undir nafninu Rúgbrauðsgerðin. f veislunni voru bornar fram miklar og glæsilegar veitingar og haldnar fjölmargar ræð- ur. En það sem vakti þó mesta at- hygh gestanna og ekki síður brúð- hjónanna voru hinar fjölmörgu og óvæntu uppákomur félaga þeirra. Félagar Jóns úr Nýdanskri, sem kölluðu sig Kaffi og Konna, sýndu sambland af íslenskri glímu, fimleik- um og dansi. Kynnir þeirra, Daníel Ágúst, söngvari hljómsveitarinnar, sagði, er hann kynnti þá, að nú yrðu sýnd nokkur „áhættuatriði". Áhorf- endur skemmtu sér hið besta og undruðust hina miklu dirfsku og áhættu sem þeir sýndu í mörgum atriðum. Vinir þeirra og félagar úr tónhstar- heiminum létu sitt ekki eftir hggja og fluttu hljómsveitirnar Stuðmenn og Glaumur frá Akureyri nokkur lög til heiðurs brúðhjónunum. Rokka- bilhbandið í Reykjavík lék síðan fyr- ir dansi langt fram á nótt eftir að brúðhjónin höfðu yfirgefið veislu- sah. í þann mund er brúðhjónin ætluðu að yfirgefa samkvæmið fóru Jakob Frímann Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir upp á svið og sungu frumsaminn óð til brúðhjónanna. Óðurinn fjallaði um brúðkaupsnótt- ina og var fyrst og fremst góð ráð frá textahöfundum og flytjendum til ungu hjónanna hvemig best væri að haga sér á þessari eftirminnilegu nótt svo aht færi nú sem best fram. Pétur Kristjánsson syngur hér með miklum tilþrifum ásamt söngkonunum Evu Ásrúnu Albertsdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur en fyrir aftan þau eru frá vinstri Jakob Frimann, Hafsteinn Valgarðsson og Sigfús Óttarsson. DV-myndir RASI Brúðhjónin, Jón Ólafsson, meðlimur hljómsveitarinnar Nýdanskrar, og Sjöfn Kjartansdóttir, hjálpast að við að skera brúðartertuna. Ragnhildur Gísladóttir, sem hefur gjörbreytt útliti sínu og er nú orðin stuttklippt, syngur hér ásamt Evu Ásrúnu Albertsdóttur fyrir brúðhjón- in lagið „Eins konar ást“. Kaffi og Konni, félagar Jóns úr hljómsveitinni, héldu sýningu á „áhættuatriðum" og vissulega sýndu þeir djörf og áhættusöm atriði eins og sjá má á þessari mynd. Veggtennis/skvass Vetrarönnin hefst 26. ágúst Skemmtileg og hressandi íþrótt sem allir geta spilað og haft gaman af. Sími 687701 og 68 Tryggðu þér tíma og hringdu, við erum að innrita núna alla daga nema laugardaga og sunnudaga frá kl. 17 - 21. Við bjóðum upp á fasta tíma í vetur og um leið 10 tíma kort. Eins erum við með sérstakan skólaafslátt fyrir börn og fullorðna. Engjateigi 1 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.