Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991. LífsstHI Innleggsnótur gilda í takmarkaðan tíma Það kannast eflaust margir neyt- endur við það að hafa fengið inn- leggsnótu út á vöru sem hefur verið skilað og svo þegar ætlunin er að taka út á nótuna aftur tilkynnir verslunareigandinn að innleggsnót- an sé útrunnin. Flestir álíta að inn- leggsnótur eigi að vera „eilífar“ og þær geti ekki fyrnst. Spurningin er hver er réttur neyt- andans í þessu tilviki og hvaða rétt hefur verslunareigandi til þess að tilkynna viðskiptavini að hann geti ekki lengur tekið út vörur á innleggs- nótu. Blaðamaður Neytendasíðu leit- aði upplýsinga hjá Neytendasamtök- unum. „Það er ekki neitt í lögum sem seg- ir að neytandinn megi og geti skilað ógölluðum vörum. Þar með geta verslanir sett skilyrði. Neytenda- samtökin telja ótvírætt að það verði á sannanlegan hátt að koma skýrt fram á nótum,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, í samtali við DV. „Tökum sem dæmi að sett sé á nótuna að hún sé nothæf innan mán- aðar frá dagsetningu. Þess vegna geta verslanir miðað vió ár eða ein- hvern annan tíma. En annars fer þetta eftir almennum reglum og þá gildir nótan í fjögur ár. Ef það er ekki tekið fram á nótunni, þá fer þetta eftir almennum fyrningarregl- um og okkar lögmenn meta það þannig að fyrningin sé í það minnsta íjögur ár. Það eru til allar útgáfur um fyrn- ingartíma hjá verslunum. Þaö sem mér finnst langverst í tilfellum sem þessum er þegar ekkert er tekiö Neytendur fram á nótu um fyrningu. Síðan kem- ur neytandinn eftir einhvern tiltek- inn tíma og verslunareigandinn segir „því miður, það er of seint að koma nú“. Það stenst ekki lög ef það er ekki tekið fram á i.otunni. Alla jafna hefur það verið verslun- inni í hag ef neytandinn dregur það að taka út vörur á innleggsnótur. Á verðbólgutímum áður fyrr mátti ekki langur tími líða þar til verðbólg- an var búin að éta stóran hluta upp- hæðarinnar burt. Nú á tímum lágrar verðbólgu er það ekki eins hagstætt. Samt sem áður ætti verslun ekkert að hatá á móti því aö innleggsnóta sé geymd í ef til vill tvö ár. Það er hins vegar full ástæða til þess að hvetja neytandann til þess að vera ekkert að bíða allt of lengi eftir því að taka vörur út á innleggs- nótu. Við þekkjum flölmörg dæmi um gjaldþrot í smásöluverslun. Það þýðir htið að sýna innleggsnótu í þrotabú því oftast nær er ekkert tfl í þrotabúi. Það er því áhætta að bíða með að taka út á innleggsnótur," sagði Jóhannes. Verslanaeigendur geta sjálfir ákvarðað fyrningartíma á innleggsnótum og neitað viðskiptavininum um að taka vörur út á nótuna ef sá tími er liðinn. „Ég var á Costa del Sol og brá mér þar inn í stórmarkað og keypti bjór- dósir af Holsten-gerð. Það vakti at- hygli mína að dósirnar voru merktar ÁTVR,“ sagði Sighvatur Blöndal í samtali við DV. „Ég fór að spyrja menn á staðnum hvernig á þessu stæði og svo heppi- lega vildi til að einn viðmælenda minna þekkti umboðsmann bjórsins á þessu svæði. Þessi umboðsmaður upplýsti það að Holsten-bjór væri framleiddur fyrir Ítalíu-, Spánar- og íslandsmarkað saman og merkingar væru miðaðar við þá þijá markaði. Upplýsingar eru allar á ítölsku eða spænsku og þar að auki ATVR- merkið. Ég tók með mér dós að gamni mínu hingað til lands. Samkvæmt sérkröfu Áfengis- og tóbaksverslunarinnar hér á landi má ekki selja hér áfengi nema það sé sérstaklega merkt ÁTVR. Fram- leiðendurnir hafa tekið á það ráð að ONNUR PRENTUN VÆNTANLEG Bjórdós, sem keypt var i stórmarkaði á Costa del Sol á Spáni, var með merkingu ÁTVR og sést hún greinilega á þessari mynd. DV-mynd JAK merkja ÁTVR dósirnar fyrir mark- nema brot af því sem selt er í hinum aðinn í þessum þremur löndum þrátt tveimur löndunum," sagði Sighvat- fyrir að salan hér geti ekki verið ur. -ÍS Bóndi einn í Vestur-Skaftafells- 1.516,84 danskar krónur, eða u.þ.b. sýslu þurfti í sumar að kaupa sér 13.600 krónur íslenskar á þeim nýtt drifskaft við Taarup sláttutæt- tíma. Mismunurinn er kr. 24.243 ara sem Jötunn hf. hefur umboð sem er virðisaukaskattur og álagn- fyrir hér á landi. íng Jötuns hf, Það sér hver maður Hann hafði saraband viö vara- að þetta er ekki nein eðlileg álagn- hlutaverslun Jötuns og ætlaði að ing, en hún er nærri 180%. fá viðkomandi varahlut sendan. Þá Bóndinn halði samband við Verö- kom í ljós að drifskaftið var ekki lagseftirlitið. Þaö treysti sér ekki til. Þess vegna var ákveðið að sér- til að gera neitt i málinu og ekki panta þennan hlut frá Danmörku. virtist vera hægt að hafa samband Þegar svo pakkinn kemur til við nokkurn mann hjá bændasam- landsins er hann sendur tO bónd- tökunum sem gæti tekið svona mál ans ásamt reikningi frá Jötni upp til athugunar. Þetta dæmi sýnir vel á kr. 37.843 íslenskar. Það vildi svo aö það getur verið nauðsynlegt að til að í pakkanum voru fylgiskjöl fá uppgefið verð á hlutum sem ver- og afrit af reikníngi frá danska fyr- ið er að panta í gegnum síma. LAUSAMÚL é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.