Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Qupperneq 13
MANUDAGUR 26. ÁGÚST 1991.
13
Fréttir
Bláa lónið:
Vilja allsherjar heilsumiðstöð
- ogfæralóniðfráorkuverinu
„Við erum að hugsa um það í al-
vöru að nýta lónið annars staðar,"
sagði Hermann Ragnarsson for-
svarsmaður Bláa lónsins.
„Lónið rennur nú þegar niður með
hrauninu en við viljum veita því
þangað í stokkum og nýta aðstöðuna
þar, lónið er þarna, það er bara ekki
nógu heitt. Þetta þyrfti ekki að kosta
nema um 10-15 milljónir. Hugmynd-
in er að færa lónið aðeins frá orku-
verinu, gera þetta öruggara og jafna
hitann sem nú er breytilegur eftir
vindáttum og öðru.
Þar viljum við byggja upp heilsu-
miðstöð, þar sem lónið færi að hluta
til inn í húsið en við höfum ekki enn-
þá fengið skipulagið samþykkt.
Grunnhugmyndin gæti kostað 5-600
milljónir og þar gætu verið svona 100
manns í einu en síðan er hægt að
bæta við.
Það yrði stofnað hlutafélag inn-
lendra og erlendra aðila til þess að
gera allsherjar heilsumiðstöð. Ég er
búinn aö láta teikna þetta upp á
skipulagi og gera grófar áætlanir en
get náttúrlega ekkert gert fyrr en ég
fæ skipulagið samþykkt. Ég er búinn
að viðra þessa hugmynd við marga
aðila og menn taka mjög vel í þetta.
Menn tala um það sem gullnámu að
fara út í svona heilsumiðstöð.
Svo eru .Grindvíkingar með aðra
hugmynd. Þeir vilja flytja lónið langt
í burtu til að tengja þetta atvinnu-
háttum í Grindavík, þannig að fólk
verði að keyra inn í Grindavík áður
en það kemur að lóninu. Sú hug-
mynd er óframkvæmanleg og mundi
auk þess ekki kosta undir 100 millj-
ónum.“
Fyrst var farið að nota lónið fyrir
áratug en Hitaveita Suðurnesja tók
að leigja aðstöðuna út 1987. Fyrsta
árið sem Hermann og félagar ráku
lónið komu 35.000 gestir, síðan 50
þúsund og 65 þúsund og í fyrra komu
80 þúsund gestir. Allan tímann hefur
hlutfall útlendinga og íslendinga ver-
ið jafnt. Hermann. segir að feröa-
mönnum muni fjölga um helming á
næsta áratug.
- Hafa orðið mörg slys í lóninu?
„Það hefur bara orðið eitt slysþeg-
ar 11 ára stúlka brenndist illa. Áður
en þetta var girt af dóu einhverjir
sem komu hingað blindfullir um nótt
en þeir hefðu alveg eins dáið heima
hjá sér í pottunum. Menn hafa dáið
hérna eftir það, eins og annars staðar
en það er ekki lóninu að kenna. Það
er ekkert óeðlilegt að það komi upp
tilfelli að menn fái hjartaáfall eða
eitthvað annað hérna,“ sagði Her-
mann. -pj
OlafsQörður:
Framkvæmdir í báðum
kirkjugörðunum
Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði:
í sumar hafa verið framkvæmdir á
vegum Ólafsfjarðarsafnaöar í báðum
kirkjugörðunum í bænum og frammi
á Kvíabekk.
Að sögn Matthíasar Sæmundsson-
ar, formanns sóknarnefndar, er búið
að byggja upp tvær heilar leiðasam-
stæður í garðinum í bænum en fram-
kvæmdir við þær hófust fyrr í sum-
ar. Enn er eftir að jafna þær, sá í þær
og gera göngustíga á mOli þeirra.
Frammi á Kvíabekk verður innan
skamms farið í að lagfæra austur-
bakka kirkjugarðsins en þar var
byrjaö að blása upp.
Hugmyndin er að færa Bláa lónið frá verksmiðjunni til þess að auka ör-
yggi og geta byggt upp allsherjar heilsumiðstöð. Árlega koma um 80.000
gestir í lónið. DV-mynd JAK
HAUSTÚTSALA
Afsláttur af öllum reiðhjólum
allt að 40% afsláttur
Fjallahjól, 26"
Diamond Tiger, 18 gira, Shimano girar,
áður 20.900, nú 18.855, stgr. 17.805
Diamond Explosive, 21 gírs, Shimano 200 GS,
áður 29.900. nú 26.910, stgr. 25.415
Giant Coldrock, 21 girs, Shimano 400 LX,
áður 44.200, nú 35.600, stgr. 33.800
Scott Boulder, 21 girs, Shimano Deore LX,
áður 60.900, nú 48.700, stgr. 46.265
Dömuhjól, Gitane Faubourg, 26",
3 gíra m/fótbremsu, áður 23.200,
nú 15.900, stgr. 15.105
Gúmmíbátur,
1-2 manna,
með mótor
Gjafverð,
aðeins kr. 4.900
BMX 20" torfæruhjól m/fót-
bremsu, ótrúlegt verð, frá 8460,
staðgreitt 7990.
„Skatebike", áður 12.900, nú
9.800, stgr. 9.310
Hjólabretti
Hjólaskautar
30% afsláttur
Hjólaskautar
verð aðeins 2.450
Stór hjólabretti
verð frá kr. 1400
Buslulaugar, sterkur plastdúkur á röragrind.
Stærð 122 x 244 cm, kr. 8.900, stgr. kr. 8.455
Stærð 122 x 184 cm, kr. 3.900
Fjallahjólaskór og gönguskór,
verð frá kr. 3.450
Varahlutir og viðgerðir, vandið valið og verslið í Markinu
Kreditkort og greiðslusamningar
Sendum í póskröfu
Símar: 35320
688860
Ármúla 40
l/érslunin
RKIÐ