Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991. Utlönd Kapphlaup um að viðurkenna Eystrasaltsríkin Fjöldi ríkja hefur a síðustu dög- um og klukkustundum lýst yfir vilja sínum til að viðurkenna sjálf- stæði Eystrasaltslýðveldanna. Svo virðist sem verulegur skriður hafi komist á málið þegar fréttist um helgina að formlega yrði gengið frá stjórnmálasambandi íslands og lýðveldanna í dag. Þá hefur það ráðið miklu að Bor- is Jeltsín lýsti því yfir að Rússlánd 'viðurkenndi rétt Eystrasaltslýð- veldanna til sjálfstæðis. Allt frá því á síðasta ári hafa Eystrasaltslýð- veldin leitað eftir viðurkenningu þjóða heims en ekki orðið verulega ágengt fyrr en nú. í morgun bárust þau orð frá jap- önsku stjórninni að hún væri reiðubúin til að viðurkenna lýð- veldin. Stjómin sagðist vonast til að hægt væri að ganga formlega frá viðurkenningunni áður en langt um liði. Danir hafa þegar tilnefnt Otto Borch til að vera sendiherra í Lettlandi og á næstu dögum verða sendiherrar í Eistlandi og Litháen skipaðir. Frakkar lýstu því yfir í gær að þeir væru reiðubúnir til að taka upp stjómmálasamband við áður- nefnd lýðveldi. Sömu sögu er að segja af Nýsjálendingum. I Bandaríkjunum er sagt að það sé aðeins spurning um tíma hve- nær full stjómmálatengsl komast á við Eystrasaltslöndin. Bandaríska stjórnin leit svo á fyrir valdaránið síðasta mánudag að viðurkening á einstökum lýðveldum Sovétríkj- anna yröi aðeins til að grafa undan tilraunum Míkhaíls Gorbatsjov forseta við að koma á umbótum í landinu. Nú hefur Bandaríkja- stjórn fallist á að þessi röksemd gfidi ekki lengur því Gorbatsjov hafi þegar beðið alvarlegan hnekki sem þjóðarleiðtogi. Búist er við að flest eða öll ríki Evrópubandalagsins viðurkenni Eystrasaltslýðveldin i þessari viku. Belgar hafa gengið fram fyrir skjöldu í að fá önnur bandalagsríki til að viðurkenna lýðveldin og Þjóð- verjar hafa tekið í sama streng. Reuter KUBOTA smágröfur Getum útvegað með stuttum fyrirvara smágröfur frá japanska stórfyrirtækinu KUBOTA. ■ Stærðir 730 kg til 5940 kg. ■ Gúmmíbelti eða stálbelti. ■ Sýningarvél á staðnum. Ármúia 11 - Reykjavík - Sími 681500 - Fax 680345 Anatolíj Lukjanov segir af sér sem forseti Æðsta ráðsins: Ég er saklaus en gat gert meira - sagði hann í afsagnarbréfi til Gorbatsjovs í morgun Gorbatsjov verður nú að hreinsa upp eftir meira en sjö áratuga stjórn komm- únista í Sovétríkjunum. Teikning Lurie Fulltrúar í Æðsta ráði Sovétríkj- anna hófu sérstaJ ji aukafund í morgun til að ræða afleiðingar valda- ránsins fyrir viku á mínútuþögn til að minnast þeirra þriggja sem féllu í áhlaupi hersins á víggirðingar við hús rússneska þingsins. „Það er þungbær skylda aö setja þennan aukafund þegar sorgin situr enn í hjörtum vorum," sagði Ivan Laptev sem nú er í forsæti á fundin- um. í morgun sendi Anatolíj Lukj- anov, fyrrum forseti ráöins, afsagn- arbeiðni til Míkhaíls Gorbatsjov. í afsagnarbréfinu segist Lukjanov ségja af sér vegna þess að hann liggi undir ásökunum um að hafa verið í vitorði með valdaránsmönnum. Lukjanov var um árabil einn nánasti samstarfsmaður Gorbatsjovs. í af- sagnarbréfinu ber hann af sér allar sakir um að hafa stutt valdaráns- menn en segir að sér sé samt ekki vært lengur í stöðu sinni. Lukjanov viðurkennir i hréfinu að hann hafi getað gengið lengra í að berjast gegn valdaránsmönnuum. „Ég hefði getað gert meira en það þýðir ekki að ég sé samsekur," sagði hann. Meðal ráðamanna í Rússlandi er almennt htið svo á að Lukjanov hafi verið fremstur í flokki þeirra sem skipulögðu valdaránið þótt hann hafi ekki verið í hópi þeirra átta sem gengu fram fyrir skjöldu fyrir viku. Á fundinum í morgun var ákveöið að kalla saman sérstakan fund sov- éska fulltrúaþingsins 2. september til að ræða framtíð landins. Fulltrúa- þingið hefur löggjafarvaldið sam- kvæmt stjórnarskránni og það kýs forseta. Búist er við að þar verði fast sótt að Gorbatsjov um að segja af sér sem forseti. Á fulltrúaþinginu eru frjálslyndir menn í meirihluta en í Æösta ráðinu eru harölínumenn í flestum sætum. Ivan Laptev sagði í morgun að sov- éskir kommúnistar verði nú að gjalda það dýru veröi að hafa ekki látið í sér heyra þá þrjá daga sem valdaránsmenn réðu í landinu. Þeir hafi við það tapað öllu trausti þótt allar ásakanir um að hafa verið með í ráðum séu ósannar. Reuter Skrifstofustjóri og marskálkur drepa sig Níkolaj Krusjína, skrifstofustjóri miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, framdi sjálfsmorð í kjölfar misheppnaða valdaránsins í síðustu viku að því er Tass frétta- stofan skýrði frá í morgun. Krusjína er þriðji háttsetti emb- ættismaðurinn í sovéskum stjórn- málum til að svipta sig lífi. Sergei Akhromejev marskálkur, fyrrum yfirmaður sovéska her- aflans og hernaðarráðgjafi Gorba- tsjovs forseta, hefur einnig framið sjálfsmorð að því er talsmaður for- setans sagði i gær. Hann vildi ekki greina nánar frá en heimildir innan öryggiskerfis- ins sögðu aö marskálkurinn hefði hengt sig. Lík hans fannst í íbúð hans i Moskvu á laugardag, sögöu þeir. Akhromejev, sem var skipaður ráðgjafi forsetans í desember 1989, hefur ekki verið nefndur opinber- lega sem þátttakandi í valdaránstil- rauninni í síðustu viku. Borís Pugo innanríkisráðherra var fyrstur til að svipta sig lífi eftir aö valdaránstilraunin fór út um þúfur. Hann skaut sig á fimmtudag til aö forðast handtöku. Reuter Sovétríkin: Fjöldi lýðvelda lýs- ir yf ir sjálf stæði Nokkur lýðveldi Sovétríkjanna tóku risastórt skref í átt til fulls sjálf- stæðis í gær og notuðu sér nýfengið frelsi til að stökkva kommúnista- flokkum sínum á flótta sem voru þegar að riða til falls eftir misheppn- að valdarán harðlínumanna. Þingið í Hvíta-Rússlandi, sem til þessa hefur verið einn dyggasti bandamaður stjómvalda í Moskvu meðal lýðveldanna, samþykki sjálf- stæðisyfirlýsingu samhljóða í gær- kvöldi. Yfirlýsingin hafði ekki einu sinni verið á dagskrá fundarins um morguninn. Moldóva, sem liggur aö landamær- um Rúmeníu, sagði að lýðveldið mundi lýsa yfir sjáifstæði sínu á þriðjudag. Líkumar á að sjálfstæðisyfirlýs- ingar þeirra yrðu meira en pappírs- gögn jukust þegar Frakkar lýstu sig reiðubúna tíl aö viðurkenna sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens. Þessir síðustu atburðir, ásamt sjálfstæðisyfirlýsingu Úkraínu frá því á laugardag, þýddu að stjórnvöld í Moskvu áttu yfir höíði sér að missa stjórn á landsvæði frá Finnska flóa að Svartahafi. Yfirlýsing Úkraínu kom Moldóvu í þá undarlegu aðstöðu að vera aðskil- in frá Rússlandi sem hún á ekki landamæri að. Moldóva lýsti því þeg- ar yfir eigin sjálfstæöi. „Moldóva ætlar sér ekki lengur að vera hluti af heimsveldi sem er að hrynja," sagði Alexandm Mosanu, forseti þings Moldóvu. „Við munum verða sjálfstæðir og þetta er hluti keðjuverkunar sem ekkert aíl fær stöðvað.“ Tveir þriðju hlutar íbúa Moldóvu era af rúmensku bergi brotnir og rúmenska hafði áður verið gerð að opinberu máli lýðveldisins. Sjálfstæðisyfirlýsing Hvíta-Rúss- lands virtist vera af öðrum ástæðum. Svo virtist sem harölínukommúnist- ar, sem eru í meirihluta í þingi lýð- veldisins, væra með því að reyna aö hefta fijálslyndari vinda sem blésu frá Rússlandi. Með því að taka flokk sinn úr sov- éska móðurflokknum og reyna að taka lýðveldið úr ríkjasambandinu voru kommúnistar í Hvíta-Rússlandi að koma í veg fyrir tilraunir til að leysa upp kommúnistaflokka viðs vegar um landið í kjölfar valdaráns- ins misheppnaða. Þingið leysti upp Kommúnista- flokkinn og frysti allar eigur hans en aðeins á meðan verið væri aö rannsaka þátt hans í valdaráninu. Forseti lýöveldisins var einnig neyddur til að segja af sér eftir að þingmenn stjórnarandstööunnar sökuðu hann um aö styðja valda- ránstilraunina. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.