Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991.
17
Fréttir
Strandamenn kom til mótsins ríðandi hina fornu leið yfir Glámuheiði.
DV-mynd Reynir
Hestamannafélagið Stormur 20 ára:
Af mælismót í Dýraf irði
Reynir Traustason, DV, Flateyri:
Hátt á annað þúsund manns mættu
á 20 ára afmælismót Hestamannafé-
lagsins Storms á Vestfjörðum sem
haldið var á Söndum í Dýraflrði dag-
ana 2.-4. ágúst sl. Þar fór fram gæð-
ingakeppni í A- og B-flokki, unglinga-
keppni eldri og yngri flokks auk
kappreiða.
Helstu úrslit urðu þessi:
Gæðingakeppni A-flokks
1. Gjafar frá Snæfellingi, knapi Hall-
dór Sigurðsson, einkunn 8,36.
2. Amadeus frá Faxa, knapi Jóhann-
es Kristleifsson, 8,33.
3. Myrkvi frá Snæfellingi, knapi Hall-
dór Sigurðsson, 8,21.
Töltsýning
1. Tígull/Hrafnhildur Jónsd..86,13
2. Gustur/Ámundi Sigurðsson....82,67
3. Glæsir/Halldór Sigurðsson.76,00
Gæðingakeppni B-flokks
1. Stjarni frá Snæfellingi, knapi Jó-
hann Hinriksson, 8,39.
2. Lýsingur frá Faxa, knapi Jóhannes
Kristleifsson, 8,47.
3. Reykur frá Stormi, knapi Ragnar
Guðmundsson, 8,21.
Unglingakeppni, yngri flokkur
1. Sigurbjörg Jónsdóttir, Blakk ....8,47
2. Heiða Dís Fjeldsted, Faxa.8,57
3. Lísbet Hjörleifsdóttir, Dreyra ...8,34
Unglingakeppni, eldri flokkur
1. Guðrún Einarsdóttir, Stormi....8,36
2. Linda Jónsdóttir, Stormi..8,35
3. Sig. Stefánsson, Snæfellingi.8,33
150metra skeið
1. Gjafar 15,8 sek. 2. Drottning 16,1
sek. 3. Skelmir II 17,1.
250 metra skeið
1. Randver 24,7 sek. 2. Háski 25,1 sek.
3. Strengur 26,0 sek.
250 metra stökk
1. Hrífandi 20,5 sek. 2. Létt 21,0 sek.
3. Skór 21,1 sek.
300 metra stökk
1. Vinur 23,7 sek. 2. Gassi 23,8 sek.
3. Glæsir 23,9 sek.
300 metra brokk
1. Sleipnir 38,4 sek. 2. Tígull 40,6 sek.
3. Skuggi 44,4 sek.
Kirkjuhátíð á Staðarhrauni
Bergþór G. Ulfarsson, DV, Borgarftrði:
Þess var minnst sunnudaginn 4.
ágúst sl. að lokið var viðgerð þeirri
á Staðarhraunskirkju í Hraunhreppi
í Mýrasýslu er staðið hefur yfir í
nokkrum áfóngum frá haustdögum
1989. Á því ári voru liðin 100 ár frá
byggingu eldri hluta kirkjunnar en
þá kirkju lét séra Jónas Guðmunds-
son reisa árin 1888 og 1889. Endurnýj-
un sú sem nú fór fram á kirkjunni
var í mestu í því fólgin að leitast var
við að færa hana hið innra í eins
upphaflegan búning og tök væru á.
Hátíðarmessan hófst með skrúð-
göngu biskups og presta til kirkju.
Við guðsþjónustuna predikaði bisk-
up, herra Ólafur Skúlason, en sókn-
arprestur, séra Hreinn Hákonarson,
þjónaði fyrir altari. Forsöngvari ann-
arra tónlaga var Björn Leifsson,
söngstjóri í Borgarnesi. Undirbúið
sönglið var úr hópi samkórs Mýra-
manna og organisti var Bjarni Valtýr
Guðjónsson.
Að lokinni messu gengu biskup og
prestar að Prestastapa til myndatöku
og sömuleiðis að drang þar rétt hjá
sem nefndur er Presturinn. Við
kirkjuathöfnina voru viðstaddir alls
ellefu prestvigðir menn.
Loks var haldið til félagsheimilis-
ins Lyngbrekku þar sem hátíðinni
lauk með kafíidrykkju. Voru þar
fluttar margar ræður þar sem m.a.
var greint frá framkvæmdum og
gjöfum og sögð saga eldri kirkju-
bygginga á Staðarhrauni.
Verzlunarskóli íslands - íþróttahús
Enn er nokkrum tímum óráðstafað í
íþróttasal VÍ næsta vetur.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu
skólans í síma 688400.
Fenner
tH /5S? ** ** 53 v«
m-uii uj ui ui &4j
k U. U. U. u. IL
FENNER REIMAR & REIMSKIFUR
Fleygreimar og kílreimar. Lengdir upp í 9150
mm. Reimskífur fyrir klemmfóðringu.
Powlseti
Suðurlandsbraut 10. S. 686499.
Biskup Islands og prestar við Prestastapa á Staðarhrauni. Talið frá vinstri:
séra Sigurður Kr. Sigurðsson, Grundarfirði, séra Jens Hvidfeldt Nielsen,
Búðardal, séra Gisli Kolbeins, Stykkishólmi, séra Árni Pálsson, Borg, séra
Ingiberg J. Hannesson prófastur, Híoli, Dalasýslu, séra Hreinn S. Hákonar-
son, Laugagerði, biskup íslands, herra Ólafur Skúiason, séra Þorbjörn
Hlynur Arnason biskupsritari, séra Friðrik Hjartar, Ólafsvík, og séra Jón
Einarsson prófastur, Saurbæ. DV-mynd Bergþór