Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Qupperneq 2
2
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991.
Fréttir
Ný tækni lítur dagsins ljós:
Jarðskjálftamælar til að
greina hjartasjúkdóma
- tækið greinir nákvæmar og fyrr en áður hefur þekkst
Sú tækni sem notuö er viö jarð-
skjálftamælingar getur komið að
góðu gagni við að kanna hjartasjúk-
dóma, að því er fram kemur í þýska
dagblaðinu Die Welt.
Það er bandarískur jarðskjálfta-
fræðingur, að nafni John Zanetti,
sem hefur þróað tæki sem samsett
er úr jarðskjálftamæli og hjartalínu-
rita. Þetta tæki greinir hjartasjúk-
dóroa nákvæmar og fyrr heldur en
þau tæki sem hingað til hafa verið
notuð til þeirra hluta.
Hjartalínuritinn sýnir viðbrögð
hjartans, hvernig það hegðar sér í
hvíldarstöðu og hvernig það bregst
við áreiti og spennu. Jarðskjálfta-
mælirinn nemur hins vegar titring-
inn frá hjartslættinum. Þegar þessar
mæhaðferðir eru báðar notaðar í
senn gefa þær góða mynd af starf-
semi hjartans. Rannsókn, sem gerð
var á 1200 sjúklingum á stofnun fyrir
hjartasjúklinga í Minneapolis, sýndi,
svo ekki varð um villst, að greiningin
verður nákvæmari séu bæði tækin
notuð. Veila fyrir hjarta greindist hjá
88 prósent mannanna og 86 prósent
kvennanna sem þátt tóku í tilraun-
inni væru jarðskjálftamælirinn og
hjartalínuritinn notaðir við grein-
inguna. Ef hjartalínuritinn var not-
aður einn og sér greindist hjartasjúk-
dómur hjá 70 prósent mannanna og
50 prósent kvennanna.
-jss
Kartöflur myglaöar á Suðurlandi:
Ágæti lokar
fyrir móttöku
„Það virðist vera nokkuð um mygl-
aðar kartöflur af Suöurlandi. Við
erum ekki búnir að setja bann á Suð-
urlandið en við ætlum að vinna þetta
þannig að bændurnir þvo og flokka
sjálfir kartöflumar. Þeir tína þá úr
uppskerunni myglaðar kartöflur og
þvo afganginn," sagði Matthías Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Ágæt-
is, í samtah við DV.
„Þetta er spuming um nokkra daga
sem menn ætla sér í að vinna sig út
úr þessum vanda. Á meðan verið er
að flokka kartöflurnar og tína þær
skemmdu úr tökum við ekki við kart-
öflum af Suðurlandi. Við höfum
einnig framleiðendur á okkar snær-
um í Öræfum, Hornafirði, Mýrdal og
Eyjafirði þar sem ekki er við myglu-
vandamál að stríða. Við höfum næg-
ar kartöflur þaðan á markaðinn á
Ferðamenn 1 leiguvél urðu fyrir óþægindum:
40 f erðatöskur urðu
eftir í Benidorm
- nokkurra daga bið eftir sumum töskunum
Fjörutíu ferðatöskur vantaði þegar
leiguvél frá spænska flugfélaginu
Oasis var affermd í Leifsstöð á
fimmtudag. Farþegamir voru að
koma frá Benidorm á vegum ferða-
skrifstofunnar Veraldar. Margir
ferðalanganna hafa orðið fyrir mikl-
um óþægindum vegna þessa. Að sögn
starfsmanns í Leifsstöð er það engin
undantekning að atvik sem þetta
komi fyrir þegar um leiguflug er að
ræða. „Þegar svona kemur fyrir
vantar yfirleitt 20-30 töskur með vél-
unum,“ sagði starfsmaður hjá tap-
að/fundið í Leifsstöð við DV
DV hafði spurnir af hjónum úr
Grundarfiröi sem komu úr um-
ræddri ferö frá Benidorm á vegum
Veraldar. Þegar þau ætluðu aö vitja
farangurs síns í Leifsstöð við kom-
una vantaði þau þijár ferðatöskur.
Þær og 37 aðrar töskur komu alls
ekki með flugvélinni vegna pláss-
leysis. Var hjónunum þá sagt að
Flugleiðavél frá Benidorm kæmi með
farangurinn um kvöldið. Biðu þau
Bæði þessi línurit sýna hjartsláttinn í
hvtldarstööu. Hjartalínuritið nemur rafboðin frá
hjartanu en jarðskjálftamælirinn nemur titr-
inginn frá hjartslættinum.
JARÐSKJALFTAUNURIT
Hjartaafritari og jarðskjáifta-
skynjari á brjósti manns.
meðan þetta ástand varir.
Ástæðan er einkum tíðarfarið,
mikil væta og skilyrðin fyrir myglu
sem virðast vera jafnákjósanleg og í
fyrra. Annars hefur mygla ekki sést
á kartöflum í fjölda ára þar til í fyrra
og nú í ár. Þetta vandamál ætti ekki
að hafa nein áhrif á markaðinn, upp-
skeran er næg og birgðir hjá okkur
sömuleiðis.
Hins vegar eru vaxtarskemmdir á
gullauga meira vandamál. í sumar
bar á vaxtarskemmdum í kartöflum
vegna of mikils vaxtarhraða og hefur
þurft aö henda töluverðu af kartöfl-
um af þeim sökum. Það er athyglis-
vert að þeir sem höfðu tækifæri til
þess að vökva garða sína virðast að
mestu hafa sloppið við vaxtartrufl-
anir í kartöflunum," sagði Matthías.
ÍS
Afrekaskrá Óla Þ. lengist enn:
Keypti 12 málverk á
180 þúsund krónur
- sýslimaðurinn á Selfossi situr uppi með þau
Oh Þ. Guðbjartsson, fyrrum dóms-
málaráðherra, keypti í ráðherratíö
sinni 12 málverk á samtals 180 þús-
und krónur handa sýslumannsemb-
ættinu á Selfossi. Embættið situr nú
uppi meö þessi málverk án þess að
hafa hugmynd um hvað gera á við
þau. Eru þau í pakka inni á skrif-
stofu sýslumanns en hann er nú í fríi.
Málverkin eru eftir Grétar Hjalta-
son sem er frá Selfossi eins og Óh.
Þau voru til sölu á sýningu í Reykja-
vík en eitthvað erfiðlega gekk að
selja þar til Óh keypti þau. Grétar
segir hins vegar að hann hafi ekki
enn fengið málverkin greidd.
Nýverið var myndunum komið til
eiganda síns austur á Selfossi og
„komst þá upp um“ kaupin.
Hjá dómsmálaráðuneytinu var DV
tjáð að rammamir væru með í verði
myndanna og að þær hefðu verið
keyptar til að hengja á veggi lög-
reglustöðvarinnar. -hlh
þá í 4 klukkustundir eftir þeirri vél.
Er vélin kom um kvöldið komu aö-
eins 13 af töskunum 40 með.
Þeim sem ekki fengu farangur sinn
var sagt að hafa samband við Veröld
daginn eftir. Ferðalangar frá Akur-
eyri, Vestmannaeyjum og Grundar-
firði fóru við svo búið til síns heima
á fimmtudagskvöldið. Að sögn Flug-
leiða voru þær 27 töskur sem eftir
voru væntanlegar með vél frá Amst-
erdam í gærkvöldi eða í nótt. Flug-
leiðir munu sjá um aö senda þær
töskur sem eftir urðu heim til eig-
enda, að minnsta kosti á næsta flug-
völl.
Ljóst er að hjónin frá Grundarfirði
fá ekki sínar þrjár töskur fyrr en eft-
ir helgi þegar flogið verður. Næsti
flugvöllur við Grundarfjörð er á Rifi.
Eftir því sem DV kemst næst eru
engar bætur greiddar fyrir óþægindi
sem verða af þessum sökum. Ekki
náðist í talsmenn Veraldar vegna
þessa máls. Þar var einungis sím-
svariáeftirklukkanl7ígær. -ÓTT
Málverkin sem Óli Þ. keypti handa sýslumannsembættinu á Selfossi á 180 þúsund krónur. Þar á bæ vita menn
ekki hvað gera á við þau. DV-mynd Kristján Einarsson
Ruglaðir komu- og brottf ararskjáir
Skjáir, sem sýna komu- og.brottf-
arartíma í Flugstöð Leifs Eiríksson-
ar, hafa verið ruglaðir síðasthðinn
hálfan mánuð. Því hafa farþegar og
fólk sem er að taka á móti farþegum
þurft að reiða sig á tilkynningar úr
hátalarakerfi flugstöðvarinnar.
„Þaö veit enginn hvað veldur þess-
um rughngi en skjáimir hafa dottiö
út af og til síðasthðinn hálfan mán-
uö. Við héldum að þetta væri komið
í lag í vikunni en svo duttu skjáirnir
aftur út. Menn hahast helst að því
að kvillann megi finna í hugbúnaði
sem stjómar tilkynningakerfi
Hugbúnaðarsérfræðingar hggja
yfir þessu í von um að finna lausti
á vandanum,“ sagði Pétur G
mundsson, flugvaharstjóri á Ke
víkurflugvelh, í samtali við DV.