Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Síða 10
10
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991.
Myndbönd
Húnsáofmikið
SILHOUETTE
Útgefandi: ClC-myndbönd.
Leikstjóri: Carl Schenkel.
Aöalhlutverk: Faye Dunaway, David
Rasche og John Terry.
Bandar isk, 1990 - sýningartími 92 min.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
Góðar spennumyndir verða að
láta áhorfandanum í té eitthverjar
gátur sem hann getur spreytt sig á
og vinsælast er að geta upp á hver
sé morðinginn. í Silhouette er þessi
formúla notuð. Faye Dunaway
verður vitni að morði í glugga hin-
um megin við götuna þar sem hún
er á hóteli í smábæ. Aðeins skugg-
inn sést en sterklega gefið í skyn í
myndinni hver morðinginn sé.
Áhorfandinn veit aö sjálfsögðu að
sá er saklaus.
Svo gott sem það nær. Gallinn er
bara sá að það líða varla tíu mínút-
ur áður en sæmilega greindur
áhorfandi er búinn að sjá út hver
raunverulegi morðinginn er. Við
það verður að sjálfsögðu spennu-
fall og mörg laglega gerð atriði, sem
koma síðar, missa því marks en
Faye Dunaway stendur sem fyrr
fyrir sínu og sýnir góðan leik en
handritið hefði mátt vera betur
unniö því hugmyndin, þótt ekki sé
ný af nálinni, stendur alltaf fyrir
sínu.
8HÖFUNDSH0QÚN"06KÖetÍMðUsI. „
■
Höfðingjadeilur
TAI-PAN
Útgefandi: Háskólabió.
Leikstjóri: Daryl Duke.
Aðalhlutverk: Bryan Brown, Joan Chen
og John Stanton.
Bandarísk, 1986-sýningartími 123 mín.
Bönnuö börnum inann 16 ára.
Það er oft erfitt að gera kvikmynd
í venjulegri lengd upp úr langri og
mikilh bók. Tai-Pan er mikið verk
sem lýsir fyrstu árum nýlendunnar
Hong Kong og fjallar um ættföður
Struan-ættarinnar en sjónvarpsá-
horfendur fengu að fylgjast með
afkomendum hans heyja stríð í við-
skiptaheiminum í þáttaröðinni
Noble House.
Það er greinilegt aö handritshöf-
undar hafa komist í mikil vandræði
og er því Tai-Pan mjög sundurlaus
kvikmynd þar sem persónur detta
inn og út án þess að mikil skýring
sé gefin á tilveru þeirra í mynd-
inni. En miklu hefur verið kostað
við gerð myndarinnar og bera
nokkur atriði það með sér og eru
tignarleg. Þess má svo geta að Tai-
Pan var tekin upp í Kína.
Pabbi kemur í heimsókn
ALLT I BESTA LAGI
(STANNO TUTTI BENE)
Útgefandl: Háskólabíó.
Leikstjóri: Giuseppe Tornadore.
Aðalhlutverk: Marcello Mastroianni,
Michele Morgan og Valeria Cavalli.
ítölsk, 1990 - sýningartimi 110 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
Allt í besta lagi er önnur kvik-
mynd Giuseppe Tornadore. Hann
hlaut heimsfrægð og óskarsverð-
laun fyrir Paradísarbíóið sem var
hans fyrsta kvikmynd. Saman-
burður á þessum tveimur myndum
er ekki Állt í besta lagi í haginn,
þótt hér sé um að ræða kvikmynd
sem er langt yfir meðallagi. Það
sem einkennir þessar tvær myndir
Tornadore er mannleg hlýja gagn-
vart misgóðum persónum. Til
dæmis eru börnin hans Mateo
Scuro, sem er aðalpersónan í Allt
í besta lagi, ekki eins fullkomin og
hann heldur og hafa ýmsa mann-
lega breyskleika eins og gefur að
skUja. En manni verður samt
ósjálfrátt hlýtt til þeirra. Þau eru í
raun aðeins fulltrúar nútímaþjóð-
félagsins Faðir þeirra á aftur á
móti bágt með að skilja þarfir nú-
tímans. Samantekin ráö systkin-
anna um að vemda hann gagnvart
sannleikanum er skiljanleg afstaða
þó hún hljóti um leið að vera röng.
Allt í besta lagi byijar á SikUey,
þar sem Mateo gamli hefur píla-
grímsför sína. Nú á að heimsækja
bömin hvert af öðru þar sem þau
hafa ekki haft tíma til að heim-
sækja hann. Hrifning hans á börn-
um sínum kemur best í ljós þegar
hann fer að sýna ferðafélögum sín-
um einu fiölskyldumyndina sem
hann á.
í ferð sinni Uggur leið hans um
allar helstu borgir Ítalíu, þar sem
NVIM i MWÍ'I.II --n'M' TOKN VKlHi M \111KK
OSKAKSVKRDLAIMN IVIilK PARADÍSARilíOltl.
Marcello Mastroianni leikur aldraðan föður sem tekur á sig ferðalag til
að heimsækja uppkomin börn sín.
________
STANNO TIJTTI BKNE
ALLT í BESTA LAGI
börn hans búa í mikUli velmegun
að því er hann heldur. Mateo vUl
koma börnum sínum á óvart en
samtrygging þeirra kemur í veg
fyrir að honum takist það. Öll eiga
þau við vandamál að stríða sem
þeim tekst að halda leyndum fyrir
gamla manninum þó hann fari að
gruna ýmislegt þegar fer að líða á
myndina.
Ekki er hægt aö segja að sögu-
þráðurinn bjóði upp á mikla bjart-
sýni aðalpersónunum til handa en
DV-myndbandalistmn
Look Who’s Talking too eða Pottormarnir, eins og hún netnist á ís-
lensku, nálgast toppinn á myndbandalistanum, er í þriðja sæti þessa
vikuna. Á myndinni er John Travolta ásamt krökkunum tveimur en
leikaramir þekktu, Bruce Wíllis og Roseanne Barr, tala fyrir krakkana.
1 (2) Pacific Heighis
2 (1) The Rookie
3 (5) Look Who’s Taíking too
4 (3) Magnús
5 (4) Pump up the Volume
6 (-) Postcards trom the Edge
7(6) Rocky 5
8 (7) Flight of the Intruder
9 (-) Delta Force 2
10 (9) Reversal of Fortune
11 (10) Almost an Angel
12 (11) Fire Birds
13 (12) Memphis Belle
14 (-) This Gun for Hire
15 (9) Cover up
ick'A
Hanskamir lagðir til hliðar
ROCKYV
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: John G. Avildsen.
Aöalhlutverk: Sylvester Stallone, Talia
Shire og Burt Young.
Bandarisk, 1990 - sýningartimi 100 min.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sylvester Stallone hefur sagt aö
Rocky V sé lokakaflinn í sögunni
um hnefaleikakappann Rocky
Balboa. í fyrstu vildi Stallone að
hann dræpist en það fannst fram-
leiðendum vera sama og dauða-
dómur yfir myndinni. í staðinn er
Rocky látinn lenda í ýmsum hörm-
ungum, lík&mlegum sem andleg-
um, og það verður að segjast eins
og er að Rocky V er líklegast mann-
legasta myndin af þeim fimm sem
gerðar hafa verið um Rocky.
í byrjun fylgjumst við með loka-
kaflanum í Rocky IV þar sem
Rocky lemur rússneskan andstæð-
ing sinn í gólfið og endurheimtir
heimsmeistaratitilinn. Stuttu síðar
er honum tilkynnt að hann hafi
orðið fyrir lítils háttar heila-
skemmdum sem muni aukast fari
hann í hringinn aftur.
Rocky sættir sig alveg við að
hætta og snúa sér að öðru, þótt
aðrir vilji að hann haldi áfram. En
það reynist honum erfitt fiárhags-
lega þegar í ljós kemur að óprúttn-
ir umboðsmenn hans hafa spilað
með peninga hans og tapað öllu.
Hann verður því að flytja í gamla
hverfið sitt. Þar hittir hann fyrir
ungan hnefaleikara sem vill ólmur
að Rocky þjálfi hann. Rocky lætur
til leiðast þegar hann sér að strák-
urinn er mikið efni en þegar
stráksa finnst ganga of hægt á
framabrautinni yfirgefur hann
Rocky.
Myndin Rocky V er að mörgu
leyti öðruvísi en þær fyrri. Hún
hefur alvarlegan undirtón og fyrri
hlutinn á í raun margt líkt með
fyrstu myndinni sem er best þeirra,
enda er leikstjóri Rocky V John
G. Avildsen en hann leikstýrði
fyrstu myndinni en götuslagsmálin
í lokin eru einum of mikið af því
góða og dregur myndina niður.
Sylvester Stallone ofleikur Rocky á
sama hátt og ávallt áður og er
stundum þreytandi. -HK
hinn fíni húmor, sem einkennir
myndina, gerir það að verkum að
létt er yfir myndinni í heild.
Marcello Mastroianni leikur
gamla manninn óaðfinnanlega og
er það hann sem skapar að nokkru
leyti þá góðu tilfinningu sem fylgir
því að horfa á myndina. í heild er
Allt í besta lagi vel gerð kvikmynd
og skemmtileg þótt hún standist
ekki samanburð við Paradísarbíó-
ið.
-HK
PHHJP ANGLiM
LAURA DEHN
AUCS KRiGE
EBSC STOLTZ
ALEX W8NTEB
Skáldaraunir
HAUNTED SUMMER
Útgefandi: Háskólabió.
Leikstjóri: Ivan Passer.
Aðalhlutverk: Philip Anglim, Laura
Dern, Alice Krige og Eric Stoltz.
Bandarísk, 1988- sýningartimi 108 min.
Um skáldin Byron lávarð, Shelley
og Mary, eiginkonu Shelleys, hafa
verið gerðar tvær ólíkar kvik-
myndir. Báðar gerast þær sumarið
sem þau öll bjuggu saman. Aðra
myndina, Gothic, gerði Ken Russell
og eins og honum er líkt var um
kraftmikla en óraunhæfa kvik-
mynd að ræða. Haunted.Summer
er öllu rólegri, þó er eins og í Got-
hic verið að gefa í skyn að Mary
Shelley hafi þetta sumar fengið
hugmyndina að frægustu bók
sinni, Frankenstein.
Auk þriggja fyrrnefndra persóna
koma við sögu Claire, systir Mary,’
sem er ástkona Byrons, og læknir
hans, Polituri, sem Byron níðist á
í tíma og ótíma en einnig er gefið
í skyn að þeir séu elskhugar.
Það er í raun ósköp lítið sem
skeöur í myndinni þegar búið er
að kynna allar þessar sögufrægu
persónur. Ástríður þeirra eru heit-
ar og leitin að einhverju sem aldrei
finnst er þeim ofarlega í huga. Það
vantar festu í leikstjómina sem
gerir það að verkum að leikarar
eru oft utangátta og ná ekki al-
mennilega tökum á persónunum.
Haunted Summer er forvitnileg
kvikmynd sem hefði sjálfsagt getað
orðið mun betri.