Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Qupperneq 11
L»RÍ®ÁGUm
1J0í
Þjóðverji með sýningu í Perlunni:
ísland gefur
mér alltaf
eitthvað nýtt
- segir þýski myndlistarmaðurinn Tylle sem málar íslenskt landslag
Anna Hildur Hildibrandsd., DV, Þýskaland:
„Ég ferðast talsvert til að flnna
mótív fyrir landslagsmyndir mínar.
Ég fékk þá hugdettu að fara til ís-
lands þar sem ég taldi mig geta sótt
þangað efni. Ég náði mér í bæklinga
og bækur yfir landið og sumarið 1985
hélt ég í mína fyrstu ferð og féll fyrir
því,“ segir Tylle, þýskur listamaður,
sem um næstu helgi heldur mál-
verkasýningu í Perlunni í Reykjavík
að tilstuðlan Goethe-stofnunarinnar
og þýska sendiráðsins á íslandi.
Myndir hans sem allar eru lands-
lagsmyndir úr íslensku umhverfi eru
nú á leið til landsins.
„Þessi htla hugdetta þróaðist sem
sagt íljótt í ást og hið hrikalega lands-
lag, á mörkum hins byggjanlega, ögr-
ar mér stöðugt. Ég fór í mína þriðju
ferð til íslands í sumar og dvaldi þá
í fimm vikur. Ætli ég hafi ekki málað
fimmtíu smámyndir," segir Tylle.
„ísland færir mér alltaf eitthvað
nýtt og verður aldrei leiðigjamt.
Maður sér alltaf eitthvað nýtt. Birtan
virðist breytast, jafnvel litir eftir því
hvernig veðrið er.“
- Hvað kom til að þú opnar sýningu
í Perlunni?
„í tilefni af nýjum þjóðhátíðardegi
okkar, 3. október, bjóða þýska sendi-
ráðið og Goethe-stofnunin á íslandi
upp á menningardagskrá. Þessir að-
ilar buðu mér að borga flutnings-
kostnað myndanna og skipuleggja
sýningu. í rauninni kom þetta upp
núna í sumar en myndirnar áttu að
vera á leið til Hamborgar á sölusýn-
ingu. Því var frestað fram yfir sýn-
inguna á íslandi þegar þetta kom
upp. Ég hlakka til að sjá viðbrögð
íslendinganna við myndunum mín-
um.
Myndirnar eru frá mörgum stöð-
um á íslandi. Bæði era þetta myndir
sem ég gerði í sumar en eixmig um
fimmtán eldri myndir. Einnig mun
ég sýna sex iðnaðarmyndir sem ég
hef málað í stálveram og námum
hérlendis. Ég hef mikið fengist við
Þýski listamaðurinn Tylle mun halda
sýningu á verkum sínum i Perlunni
eftir rúma viku þar sem hann sýnir
íslenskt landslag og stóriðjumyndir.
að mála þess konar myndir og mun
nota tímann á íslandi í þetta skipti
til að mála í íslenskum fyrirtækjum.
\
Ég hef þegar fengið leyfi frá sam-
landa mínum í Álverinu til að vinna
þar og vænti þess ennfremur að geta
heimsótt frystihús. Síðan vonast ég
til að geta haft aðra sýningu á ís-
landi að ári liðnu," segir Tylle.
Sýning hans verður opnuð í Perl-
unni sunnudaginn 29. september og
mun standa fram til 6. október.
7 Hvemig hagar þú vinnu þinni á
íslandi?
„Ég fer til íslands með jeppann
minn með tjald í farteskinu, ek um
og stoppa þar sem ég sé heiUandi
viðfangsefni, strengi striga á trönuna
mína og byrja að mála. Ég mála ein-
göngu stúdíur þegar ég er úti í nátt-
úrunni, stúdían krefst þess að maður
nái að festa augnablikið í mynd og
til þess þarf maður að vera fljótur
að vinna. Ég pakka síðan saman og
held áfram eða tjalda á staðnum eftir
því sem við á. Auk þess hef ég fyrir
vinnureglu að fara ótroðnar slóðir.
Ég sækist alls ekki bara eftir að mála
fræga staði heldur leita að stöðum
sem passa mér. Ætli ég festi ekki þau
augnablik, sem heilla mig hverju
sinni, í mynd,“ segir þessi þýski lista-
maður.
SKÓLA
OSTUR
ÍKÍLÓPAKKNINGUM
MEÐ 15% AF5LÆTTI
0(5 FU 5PARAR
VAR: 757.- KKJKG
VERÐUR: 667.- KR./KG