Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Síða 12
02 LAUSATtDAGUR 21: SEPTEMBER 1991. r v Við brottför ástvina af jarðnesku sviði til hærri heima er afar mikilvægt að hins framliðna sé minnst á útfarardag, það veitir hinum framliðna ómælda orku. Skrifa fyrir fólk greinar um framliðna ástvini. Skrifa ennfremur aldar- minningar. Helgi Falur Vigfússon, s. 91-36638 J HAFNARGERÐ Innkaupastofnun ríkisins, f.h. Vitamála- og hafnamálastofnunar, óskar tilboða í stálþil og festingar fyrir Hafnarfjarðarhöfn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavik. Tilboð, merkt Útboð 3733/1, skulu berast fyrir kl. 11.00 þann 14. október nk. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISINS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíði og fullnaðarfrágang þjónustu- húss fyrir Póst og síma í Stykkishólmi. Stærð hússins er 82,4 m2 og 350 m3. Byggingartími verður frá 15.10. 1991 til 15.06. 1992. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Umsýslusviðs Pósts og síma, Landssímahúsinu í Reykjavík, og hjá stöðvarstjóra Pósts og síma í Stykkishólmi gegn skilatryggingu, kr. 10.000. Tilboð verða opnuð' á skrifstofu Umsýslusviðs mið- vikudaginn 9. okt. kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastofnunin VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Laus er til umsóknar staða viðskiptafræðings Fjár- mála- og hagsýsludeildar Reykjavíkurborgar. Laun skv. launakerfi opinberra startsmanna. Upplýsingar veitir borgarhagfræðingur í síma 18800. Umsóknarfrestur er til 5. október. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöidum eignum: Digranesvegur 109, þingl. eig. Þórir Þorsteinsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 23. september 1991 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Fjár- heimtan hf. Haiharbraut 4, þrngl. eig. Jón Stein- þórsson, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 23. september 1991 kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur eru Fisk- veiðasjóður, Guðmundur Kristjáns- son hdl., Sigríður Thorlacius hdl., Bæjarsjóður Kópavogs, Ragnar Aðal- steinsson hrl., Ásgeir Thoroddsen hrl., Magnús Norðdahl hdl., Ásgeir Magn- ússon hdl., Sigurður Sigurjónsson hrl., Bjami Stefansson og Ásgeir Magnús- son hdl. Auðbrekka 1,'þingl. eig. Sigurður El- íasson hf., tal. eig. Guðmundur Franklín Jónsson/Sigurður Hilmar Ólason, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. september 1991 kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur eru íslands- banki, Bæjarsjóður Kópavogs, Þórður Þórðarson hdl. og Ingi H. Sigurðsson hdk______________________________ Furugrund 44, þingl. eig. Eggert Steinsson o.fl., fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. september 1991 ld. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru skatt- heimta ríkissjóðs í Kópavogi og Bæj- arsjóður Kópavogs. Hlíðarhjalli 55,03-02, tal. eig. Guðrún Lilja Benjamínsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri þriðjudaginn 24. september 1991 kl. 17.20. Uppboðbeiðendur eru Bæjarsjóður Kópavogs, skattheimta ríkissjóðs í Kópavpgi og Sigríður Thorlacius hdl. Meðalbraut 18, þmgl. eig. Þórunn Guðmundsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. september 1991 kl. 17.45. Uppboðsbeiðendur eru ís- landsbanki, Tryggingastofhun ríkis- ins, Gjaldheimtan í Reykjavík og Ing- ólfúr Friðjónsson hdl. Nýbýlavegur 104, jarðhæð, þingl. eig. Gyða Vigfúsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. september 1991 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er íslands- banki. Nýbýlavegur 76, 2. hæð B, þingl. eig. Sigurður Þór Jónsson og Erla Sigfús- dóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. september 1991 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru skatt- heimta rikissjóðs í Kópabogi og Helgi Sigurðsson hdl. Stórihjalli 11, þingl. eig. Guðmundur Þórðarson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. september 1991 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru Fjár- heimtan hf., Landsbæiki íslands, Sveinn Skúlasson hdl., Ásbjöm Jóns- son hdl. og íslandsbanki. BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI Svidsljós DV Til vinstri á myndinni er brúðkaupsmynd af Rodolfo og Rosettu Buscemi. í miðju er Salvatore Buscemi, efst til hægri er Michela, systir Rodolfo og Salvatore. Neðst til hægri er Rita Costa, ekkja saksóknarans Gaeteno Costa. Konur gegn mafíunni Ekkjur, mæður og systur fómar- lamba sikileysku mafíunnar hafa myndað samtök gegn glæpasam- tökunum. Fræðsla um mafluna og starfsemi hennar er orðin skyldu- námsgrein í barnaskólum. Enn tekst þó mafíunni að þagga niður í eiginkonum og mæðrum með því að hóta að myrða bömin þeirra. Árið 1976 var Sikileyingurinn Salvatore Buscemi skotinn í bakið af tveimur mafíósum á bar. Sex áram síðar hvarf bróðir hans, Ro- dolfo. Báðir höfðu bræöurnir feng- ið hótanir frá mafíunni, Salvatore fyrir að selja ólöglega sígarettur án samþykkis mafíuforingjans á staðnum og Rodolfo fyrir aö reyna að hafa uppi á morðingjum bróður síns. Systir þeirra, Michela, var stað- ráðin í því að leiða morðingja bræðra sinna fyrir rétt þrátt fyrir að fjölskylda hennar reyndi að telja henni hughvarf. „Varði" vinina Buscemi fíölskyldan hafði alltaf verið fátæk. Michela var elst ellefu systkina og þurfti snemma að fara aö hugsa um þau. Faðir hennar barði hana ef hann komst að því að hún hefði farið í skólann. Móðir hennar var stöðugt bamshafandi og Michela minnist þess að hún hafi tuttugu og átta sinnum látið eyða fóstri. Systkini Michelu köll- uðu hana mömmu og þegar hún varð eldri fannst henni að hún þyrfti alltaf að hafa þau nálægt sér til að vera viss um að þau væru örugg. Þegar Salvatore og Rodolfo höfðu kvænst fluttu þeir til bæjarins Sant’Erasmo þar sem oft fóra fram uppgjör mafíunnar við ýmsa aðila. Salvatore var oft beðinn um að koma og „verja“ vini sína í slíkum uppgjöram. Fjölskyldan gerði sér grein fyrir því að röðin gæti komið að honum hvenær sem væri. Eiginkona hans, Benedetta, sagöi fíölskyldunni frá því hverjir hefðu skotið hann en neitaði hins vegar að greina lögreglunni frá því. Bróðirinn hvarf Rodolfo, bróðir Salvatore, var hlédrægur maður sem aldrei lenti í deilum við menn. En eftir að Sal- vatore hafði verið myrtur .ákvað Rodolfo aö fmna morðingja bróður síns. Michela reyndi að fá hann til að ílytja en án árangurs. Síðast er hún hitti hann sagði hann henni aö honum heföu borist hótanir. Kvöld nokkurt í mars 1982 komu tVeir menn í heimsókn til Rodolfo. Konan hans, Rosetta, sá þá út um glugga er þeir komu. Samtímis hringdi síminn og fór hún þá frá glugganum til að svara. Er hún kom aftur voru allir mennirnir horfnir. Hún sá Rodolfo aldrei aftur en fór ekki til lögreglunnar frekar en Benedetta. Sprengjuárás Þremur mánuðum eftir hvarf Rodolfo fór Michela á fund lög- reglustjórans á staðnum og tjáði honum að Benedetta vissi hver hefði myrt bræðurna. Stuttu síðar var sprengja sprengd á barnum sem Michela og maður hennar ráku. Michela var þá barnshaf- andi. Talsverðar skemmdir urðu á barnum en enginn slasaðist. Ro- setta, mágkona Michelu, var svo yfirkomin af sorg og með svo mikla sektarkennd yfir að þora ekki að segja lögreglunni frá því hver hefði myrt Rodolfo að hún var farin að svelta sig. Hún lést skömmu síðar. Árið 1986 fór mafíósi, sem verið hafði nágranni Rodolfo, allt í einu að iðrast synda sinna. Játningar hans leiddu til mestu réttarhalda í Palermo sem þar höfðu þekkst. Michelu var tjáð að hún gæti höfð- að mál gegn mönnunum sem myrtu bræður hennar. Móðirin þorði ekki Eftir sprengjutilræðið höfðu Mic- hela og maður hennar haldið áfram rekstri barsins en margir gömlu viðskiptavinanna hættu að láta sjá sig. Michela bjó með manni sínum og fimm börnum í útjaðri Palermo. Þrátt fyrir andúð nágrannanna, sem skelltu dyrum sínum aftur er þeir sáu hana nálgast, var hún ákveðin í að gefast ekki upp. Michela og móðir hennar stóðu-' fyrst saman að kærunni. En nokkr- um dögum áður en þær áttu að koma fyrir rétt lét móðir hennar undan þrýstingi annarra fíöl- skyldumeðlima og féll frá kær- unni. Michela hefur ekkert sam- band haft við fíölskyldu sína síðan. Líkið í sýrubað Við réttarhöldin komst Michela að því hver höfðu orðið örlög bróð- ur hennar, Rodolfo. Hann hafði verið fluttur í dauðaklefa mafíunn- ar þar sem honum var misþyrmt áður en hann var kyrktur. Líkinu var fleygt í sýrabað en það leystist ekki alveg upp svo leifarnar vora bundnar við stein og þeim sökkt í hafíö. Réttarhöldin vöruðu í þrjú ár. Michela greindi manni sínum ekki frá þeim hótunum sem henni bár- ust á meðan. Ekki fyrr en í mars 1989 er hringt var heim til hennar og henni sagt að ef hún félli ekki frá kærunni á hendur morðingjum bróður hennar myndi eitt barna hennar deyja fyrir páska. Michela féll frá kærunni. Saksóknari skotinn Ein þeirra er stóð að stofnun Samt aka kvenna gegn mafíunni er Rita Costa sem var eiginkona Gaeteno Costa, saksóknara í Pal- ermo. Hann var skotinn til bana 5. ágúst 1980 í herferð mafíunnar gegn háttsettum starfsmönnum dómsmálakerfisins. Gaeteno stjórnaði rannsókn á morði embættismanns og svo virt- ist sem rannsóknin gengi vel. Hann varaöi konuna sína við en þeim bárust engar hótanir. Þau hjónin voru að búa sig í ferðalag þegar Gaeteno var myrtur. Hann skrapp út í blaðsöluturn handan við göt- una þar sem þau bjuggu til að kaupa sér eitthvað til að lesa. Mað- ur með dagblað í hendi steig út úr bíl, gekk til Gaeteno, skaut hann og ók síðan af stað í bílnum sem hann hafði komið í. Þögnin rofin Rita tók þá ákvörðun að kominn væri tími til að rjúfa þögnina. Hún var kjörin á þing þar sem tillaga hennar um Qárhagsstuðning til - handa fíölskyldum fórnarlamba mafíunnar var samþykkt. Tillaga Ritu um skyldunám barna um mafíuna og starfsemi hennar var einnig samþykkt. Eitt af markmiðum Samtaka kvenna gegn mafíunni er að hvetja konur á Sikiley til sameiginlegrar baráttu gegn glæpum. En konum eins og Ritu Costa, sem alltaf hafa verið löghlýðnar, þykir það enn ómögulegt aö hafa samskipti við fíölskyldur og vini þeirra sem gerst hafa brotlegir við lögin. Rita leggur til dæmis. áherslu á það að hún sé ekkja manns sem var myrtur fyrir að verja lýðræði og lög. Konur þeirra sem gerst hafa brotlegir við lögin eigi vissulega rétt á því aö kæra morðingja eigin- manna sinna. Hún vilji hins vegar engin samskipti eiga við þær. Hún er bitur og þreytt eftir tíu ára bar- áttu. Enn hefur enginn verið sak- felldur fyrir morðið á eiginmanni hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.