Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Page 16
16
LAUGAKDAGUR 21. SEPTEMBER 1991.
Úrslit ljósmyndakeppninnar
Breiðasta brosið
Þátttakan í ljósmyndakeppni DV,
Tannlæknafélags íslands og Hans
Petersen hf. undir nafninu „Breið-
asta brosið" var framar öllum vonum
því mörg þúsund myndir bárust til
okkar.
. Dómnefndin, sem skipuð var
Gunnari V. Andréssyni, ljósmyndara
DV, Berki Thoroddsen frá Tann-
læknafélaginu og Halldóri Sighvats-
syni frá Hans Petersen hf., átti erfitt
um val og var því ákveðið á síðustu
stundu að Hans Petersen gæfi þrenn
aukaverðlaun í keppnina fyrir utan
þau verðlaun sem Tannlæknafélag
Islands gefur keppendum.
Fyrstu verðlaun, Canon EOS 1000
myndavél, að verðmæti 35 þúsund
Dómnefndin að störfum. Frá vinstri:
Gunnar V. Andrésson, Ijósmyndari
DV, Börkur Thoroddsen frá Tann- ,
læknafélagi íslands og Halldór Sig-
hvatsson frá Hans Petersen hf.
DV-mynd Brynjar Gauti
krónur, komu í hlut Trausta Sigur-
vinssopar, Bollagötu 3 í Reykjavík.
Myndin, sem dómnefndin var sam-
mála um að væri langbesta ljós-
myndin, þótti sýna barnslega ein-
lægni og blíðu heilbrigðs barns með
fallegt bros og síðast en ekki síst góð-
ar tennur.
Önnur verðlaun, 15 þúsund króna
vöruúttekt í Hans Petersen, komu í
hlut Guðbjargar Þórhallsdóttur í
Keflavík en myndin, sem hún sendi,
er skemmtileg fyrir margra hluta
sakir.
Hún þótti t.d. dæmigerð fyrir
hraust börn með góðar tennur en
einnig ber hún með sér mikla gleði
og falleg bros.
Þriðju verðlaun, 10 þúsund króna
vöruúttekt hjá Hans Petersen hf.,
komu í hlut Sigurlaugar Brynjólfs-
dóttur, Suðurhólum 20 í Reykjavík.
Dómnefnin var sammála um að
þessi mynd væri alveg einstök. Hún
sýnir hve bræðurnir eru samstíga í
öllu, alveg eins útlits og báðir að taka
fullorðinstennur á sama tíma.
Auk þessara verðlauna var ákveðið
aö veita eigendum þriggja annarra
mynda sérstök aukaverðlaun, Kodak
kælibox frá Hans Petersen.
Við þökkúm öllum þeim sem sendu
inn myndir fyrir þátttökuna og verð-
launahafarnir eru beðnir að hafa
samband við DV til að fá upplýsingar
um vinningana.
-ingo
Þetta er verðlaunamyndin, enda mjög góð Ijósmynd. Myndasmiðurinn er Trausti Sigurvinsson, Bollagötu 3, Reykjavik.
Þessi mynd varð í öðru sæti og skýrir sig sjálf. Höfundur hennar er Guð-
björg Þórhallsdóttir í Keflavik.
Tvíburabræðurnir urðu i þriðja sæti en myndin þótti einstök. Höfundur
hennar er Sigurlaug Brynjólfsdóttir, Suðurhólum 20 í Reykjavik.
Hver kannast ekki við þessa tilfinningu? Myndin hlaut aukaverðlaun en
höfundur hennar er Bjarni Ágústsson, Fjarðarseli 23 i Reykjavík.
Berglind Ómarsdóttir, Hiimisgötu 1 í Vestmannaeyjum, sendi þessa mynd
og hlaut aukaverðlaun fyrir.
Kötturinn makindalegi hlaut ein af þrennum aukaverðlaunum. Höfundur
hennar er Gunnar Rafn, Laugavegi 20 í Reykjavík, en hann nefnir hana „í
góðum fíling".