Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Síða 17
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991. Ertogstreita í lífs- skoðun íslendinga? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona: „Anægjulegt að það skuli vera víðtæk samstaða meðal íslendinga um þann skilning að frelsi og jafnrétti fara saman." Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands ís- lands: „Vafasamt að gera fólki það að velja milli frels- is og jafnréttis." Fara frelsi og jafnrétti saman eða er hægt að tala um togstreitu í lífs- skoðun íslendinga? Þessi spurning hefur leitað á menn í kjölfar birt- ingar á niðurstöðum lífsgildakönn- unar Félagsvísindastofnunar Há- skóla íslands. Samkvæmt þeim vilja íslendingar hafa sem mest af hvoru tveggja. Aðrar þjóðir taka skýrari afstöðu með annaðhvort frelsi eða jafnrétti. DV bað Ásmund Stefánsson, for- seta Alþýðusambands íslands, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þingkonu um að greina frá því hvað þeim hefði þótt athyglisverðast við niðurstöðumar eins og þær hafa birst í fjölmiðlum. „Mér fmnst það orka mjög tví- mælis að segja að frelsi og jöfnuður togist á í íslenskri lífsskoðun þó að þetta vegi jafnþungt. Frelsi og jöfn- uður fara mjög vel saman. Til að njóta frelsis þarf jöfnuð og til að ná jöfnuði þarf frelsi. Mér finnst í rauninni ánægjulegt að það skuh vera víðtæk samstaða um þennan skilning meðal íslendinga," segir Ingibjörg. „Það er fleira í niðurstöðunum sem mér fmnst orka tvímælis,;‘ heldur Ingibjörg áfram. „Það er talið að miklu fleiri leggi áherslu á hagvöxt en umhverfismál en þá er það eitt tahð til umhverfismála að fegra borg og byggð. Á það leggja 5 prósent mesta áherslu en 53 pró- sent leggja mesta áherslu á hagvöxt og það er túlkað sem htil áhersla á umhverfismál. En að fegra borg og byggð er aðeins einn lítill angi af umhverfismálum. Þau eru í miklu ríkari mæh varðveisla auðhnda, hreint loft, vatn og fæða. Ég hef enga trú á að aðeins 5 prósent telji það mikhvægt. Mér finnst ákveðn- ar túlkanir, sem ég hef séð, orka mjög tvímæhs.“ Endurspeglar erfiðar aðstæður Ingibjörgu þykir athyghsverð sú túlkun að íslendingar hafi þver- sagnakennt viðhorf gagnvart kyn- hlutverkum, það er almennt gagn- vart útivinnu mæðra. „Mér finnst þetta viðhorf þeirra endurspegla hinar erfiðu aðstæður sem barnafjölskyldum eru búnar. Fólk viðurkennir rétt kvenna th útivinnu en viðurkennir hka að það hefur erfiðar aheiðingar fyrir fjölskylduna. Konur taka sífeht á sig meiri skyldur á vinnumarkaði en samfélagið rækir ekki skyldu sína við bömin. Þetta upplifir fólk greinhega sem erfiðan hlut. Þetta er meira th marks um þversögn í íslensku samfélagi en þversagna- kennt viðhorf gagnvart kynhlut- verkum." Mikið traust fólks th menntakerf- isins og félagslega tryggingakerfis- ins vekur einnig athygh Ingibjarg- ar. „Þetta er ekki síst athyglisvert þar sem svo miklar atlögur eru geröar að þessu tvennu núna í væntanlegum fjárlögum. Það er í raun verið að gera atlögu að ein- hverju sem er fólki mikhs virði og sem það hefur borið mikið traust th. Þetta segir manni að þessar at- lögur hljóta að valda mikilh röskun og óróleika. Ég held að menn séu að ráðast á garðinn þar sem hann er allra hæstur. Menningar- bundnir þættir Mér þykir einnig athyghsvert hversu sterk tengshn við landið virðast og sjálfstraust íslendinga gott. í rauninni kemur það ekki á óvart því að ég held að þetta séu menningarbundnir þættir hjá hthli þjóð. Fólk skiptir meira máli og þess vegna er sjálfstraustið kannski meira en hjá stórri þjóð. Tengshn við landið verða ef til vhl einnig sterkari en hjá mörgum öðr- um vegna þess að við erum eyþjóð. Ef ég horfi til okkar kvennahsta- kvenna þá finnst mér athyghsvert að 23 prósent þjóðarinnar eru mjög hlynnt kvennahreyfingunni vegna þess að kvennahreyfingin hefur auðvitað verið andófshreyfmg. Mér finnst þetta sýna hvað hún hefur góða möguleika á að ná fram við- horfsbreytingum. Ég hefði haldið að það væru ekki svona margir sem væru mjög hlynntir kvennahreyf- ingunni. Þetta segir manni hka að enn fleiri séu hlynntir." Vafasamtval Ásmundur Stefánsson hafði þetta að segja um niðurstöðurnar: „Mér finnst vafasamt að gera fólki það að velja milli frelsis og jáfnréttis en um það snýst málið samkvæmt því sem birst hefur í fjölmiðlum um niðurstöður könn- unarinnar. Ég fæ ekki séð hvernig fólk fær notið frelsis í þjóðfélagi þar sem ekki ríkir sæmhegt jafnrétti. í þessari spurmngu er ekki einu sinni spurt um jöfnuð heldur jafn- rétti sem er enn fráleitara. Það hefur reyndar verið á reiki gegnum tíðina hvað fólk á við með frelsi," bætir Ásmundur við. „Það er mikið talað um þjóðfrelsi í dag, th dæmis í sambandi við Evrópu- bandalagsumræðuna eða evrópska efnahagssvæðið, um frelsi á hutn- ingum á vörum, fólki, þjónustu og fjármagni og það hugtak er reyndar tekið úr mjög frægri ræðu sem Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, hélt í þinginu 1941 þegar hann var að skýra það fyrir þjóöinni af hverju Bandaríkjamenn ættu að koma inn í stríðið bandamanna- megin. Hann talaði þá um frelsin fjögur sem fyrir honum voru mál- frelsi, trúfrelsi, frelsi frá skorti og frelsi frá ótta. Það má því segja að það sé alltaf svolítið afstætt hvað menn eiga við þegar þeir eru að tala um frelsi. Bjartur í Sumarhúsum Ef menn eru að tala um einstakl- ingsfrelsi þá fæ ég ekki séð annað en að jafnrétti og jöfnuður hljóti að vera forsendan því annars eru sumir óhjákvæmhega jafnari en aðrir og frjálsari en aðrir. Ég held satt að segja að svona spurmng geti ekki gefið mðurstöðu um hver sé öðruvísi en hver. Mér finnst vera mótsögn í að ætla þessu tvennu að ganga í berhögg hvort við annað eins og spyrjendur gera ráð fyrir. Ég er hins vegar ekki í neinum vafa um það af þeim htlu kynnum sem ég hef af öðrum þjóðum að ein- staklingshyggja og löngun til að vera sjálfstæður og sjá sjálfur um sitt er sterkari með íslendingum en flestum þjóðum öðrum. Það er svona Bjartur í Sumarhúsum í okkur öllum. Verndunvel- ferðarkerfisins En það er trúlega rétt að þetta sé líka kannski vegna smæðar þjóðfé- lagsins og vegna þess að við ein- angrumst ekki eins í stéttum og flestar þjóðir aðrar. Þá vitum við meira um fólk sem á erfitt og höf- urpþess vegna væntanlega sterkari skilning á að það er ekki hægt að vera frjáls nema að geta staðið upp- réttur efnalega og á alla kanta. Áherslan, sem kemur fram um að einkaframtak fái að blómstra og jafnframt krafa um að áhersla sé lögð á jöfnuð, endurspeglar út af fyrir sig ákveðinn hagsmuna- eða markmiðaágreining sem að ýmsu leyti er ahtaf til staðar. Það er sam- kvæmt almennri skoðun manna í dag að til að efla hagvöxt þurfi að leyfa framtaki að blómstra. Flestir gera sér jafnframt grein fyrir því að óheft getur slíkt leitt til þess að þeir sterkari troði þá veikari niður og þess vegna er óhjákvæmilegt fyrir þjóðfélagið að tryggja þá ein- stakhnga sem standa veikar, að tryggja jöfnuð í þjóðfélaginu. Nið- urstaða könnunarinnar staðfestir að við erum sammála um að það eigi ekki að láta samkeppnina óhefta leiða th þess að sumir brotni niður heldur sé nauðsynlegt að standa vörð um okkar velferðar- kerfi. Og þar eru sumir kannski svolítið hræddir við það sem bergmálar frá ríkisstjórnarborðunum í dag þó að það sé ekki enn komið opinberlega fram hvað menn þar ætla sér.“ Ásmundur taldi það geta komið ýmsum á óvart að um helmingur aðspurðra skuli hafa traust á Al- þingi og verkalýðshreyfingunni. Sjálfum kom honum það ekki á óvart. „Þó að fólk gagnrýni ótæpi- lega þá held ég að í flestum tilfell- um sé fólk þeirrar skoðunar að á báðum þessum vigstöðvum sé heið- arlega unnið." _IBg 3 sorpbílar með 14 - 16- 20 m3 pressukössum. Ótrúlega hagstætt verð. Frysti-/kæligámar, 20 feta, 0° C-25° C. Bílkrani, 6,5 og 13 t/rtn. Ótrúlegt verð. Nissan Patrol, árg. ’89, ekinn 72 þús. km. Stórfallegur bíll. Mercedes 307D, árg. ’81, með lyftu fyrir hjólastóla, lágt verð. 2 Toyotur m/palli, eknar 15 og 23 þús. km, næstum gefnar. Nýlegur disiltraktor með sóp. Stálkassi með 2ja tonna krana, hægt að setja á alla pallbíla. Margt annað, t.d. loftpressur. Raf- og disillyftarar. Víbratorar, utanborðsmótorar, t.d. 200 hö. á 35.000 Dkr. og 50 hö. á 15.000 Dkr. Getum útvegað næstum allar vélar og tæki á mjög hagstæðu verði. TÆKJAMIÐLUN ÍSLANDS HF. Bíldshöfða 8, sími 91-674727, fax 91-674722 Traktorsgrafa, MF Elite, 4x4, með skotbómu og opinni skúffu. 2 Toyotur Dyna 200 og 300, báðar með 2ja tonna krönum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.