Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Side 20
20 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991. Peter Greenaway: Umdeildur leikstjóri Líklega hafa fáar nýlegar myndir vakiö eins mikiö umtal og hin sér- stæöa mynd breska leikstjórans Peters Greenaway, Kokkurinn, þjófurinn, kona hans og elskhugi hennar, sem nýlega var sýnd í Há- skólabíói. Myndin íjallaöi um Al- bert, ótíndan þrjót, fjárkúgara og snobbara sem dundaði sér við að kvelja og ofsækja eiganda veitinga- húss, sem jafnframt vann sem kokkur á staðnum. Mörgum þótti Greenaway þarna ganga einum of langt í öfgunum og töldu raunar að hann hefði farið út fyrir ramma velsæmis meðan aðrir dáðust að hugrekki hans og töldu aö hér væri um að ræða „stórkostlegt framlag til kvikmyndasögunnar11 eins og gagnrýnandi The Guardian komst að orði. Kokkurinn, þjófurinn, kona hans sér að klippa fræðslumyndir. Þetta gerði hann hvorki meira né minna en í tíu ár. Fyrstu mynd sína gerði Greena- way árið 1966 sem var Train and Tree. Skömmu seinna fékk hann styrk frá Bresku Kvikmyndastofn- unni til að gera myndina A Walk Through H. Fram til 1980 gerði Greenaway fjölda styttri mynda ásamt því að myndskreyta bækur og skrifa smásögur. Það var hins vegar hin þriggja tíma mynd The Falls, sem vann hin eftirsóttu verð- laun Bresku kvikmyndstofnunar- innar, sem endanlega festi Greena- way á blað sem kvikmyndagerðar- mann. Breska kvikmyndastofnun- in í sameiningu við Channel 4 sjón- varpsstöðina buðust til aö fjár- magna næstu myndir hans sem leiddi til The Draughtsman’s Atriði úr Prospero’s Books. og elskhugi hennar, dró kannski betur fram en eldri myndir Gre- enaways, einkenni hans sem leik- stjóra. Greenaway reynir í sífellu að koma röð og reglu á hlutina í heimi þar sem allt er á ringulreiö. Það má segja að hann reyni að koma stjóm á óreiðuna sem er hægara sagt en gert. Matargerðarlist og menning í viðtali við kvikmyndatímaritið Cineaste nýlega komst Greenaway svona að orði: „Ég vona að allt sem sést og gerist á tjaldinu sé í sam- ræmi við söguþráðinn. í mynd þar sem ég t.d. fjalla um mataræði at- huga ég alltaf áður vel hyernig aðr- ir listamenn hafa meðhöndlað mat og mataræði í verkum sínum. í myndinni Kokkurinn, þjófurinn, kona hans og elskhugi hennar, lít- ur kokkurinn á matargerðarhst sem hluta af menningu. í myndinni vitna ég til 17. aldar hollensks mál- verks þar sem matur var látinn tákna menningarstig þess tímabils, veldi og auö borgarastéttarinnar." Nú hefur Greenaway sent frá sér nýja mynd, sem allt bendir tíi að muni skapa deilur líkt og fyrrnefnd mynd. Er hér um að ræða listaverk eða er Greenaway enn einu sinni að reyna að ganga fram af áhorf- endum? Að minnsta kosti telur kvikmyndagagnrýnandi Variety aö aldrei hafi sést eins margir naktir líkamar á hvíta tjaldinu í einni og sömu mynd og líklega hefði leik- stjórinn Erich von Stroheim orðið grænn af öfund hefði hann verið uppi í dag og séð þetta verk Greena- way. Eins og svo oft áður með myndir A I 11 M o) SHAKESPF.ARE’STIIETJEMPBST > » H i iV v / ,S * % \ jfítM m nrm amm awav THfc COOK THE THIEF Líklega er Greenaway þekktastur fyrir þessa mynd hérlendis. i FROM FRI Contract. Síðan hefur Greenaway gert fjölda mynda eins og Drown- ing by Numbers og Belly of an Architect. Fjölhæfur listamaður Svona er Prospero’s Books kynnt í Bretlandi. Greenaway er erfitt að átta sig á efnisþræðinum. Handritið er skrif- aö af Greenaway og byggt á verki Wilham Shakespeare, The Temp- est. Hann fylgir efnisþræðinum nokkuð vel en lætur hins vegar Prospero vera höfundinn að sinni eigin sögu. Þetta enduspeglast einnig mjög vel í nafni myndarinn- ar sem er Prospero’s Books. Myndin hefst í upphafi 17. aldar. Prospero, fyrrverandi hertogi í Milan, býr nú í höll sinni á af- skekktri eyju ásamt fylgdarhöi sínu sem aðallega samanstendur af yfimáttúrlegum öndum. Hann er að endursemja og endurbæta texta Shakespeare í The Tempest. Um leið og hann les textann, gerast atburðimir á hvíta tjaldinu fyrir framan áhorfendur .... stormur skehur á svo hátur á leið til eyjar- innar með Alonso, konung Naples, bróðir hans Sebastian, son hans Ferdinand ásamt Antonio, bróður Prosero, lendir í miklum sjávar- háska. Meðan dóttir hans sefur seg- ir Prospero frá lífi þeirra, konu sinni, Susannah, og hvernig hann lét völdin í hendur Antonio aðeins til að komst að því að hann hafi verið svikinn. Ekki verður farið nánar út í þennan söguþráð en eins og sést hefur hann allt þaö til að bera sem þarf til að gera áhrifa- mikla mynd. Umsjón Baldur Hjaltason John Gielgud Eins og sést á þessu snýst myndin meira eða minna um Prospero. Hann er leikinn af sjálfum John Gielgud, sem fer á kostum og er raunar hjarta og sál myndarinnar. Það má segja að þessi þaulvani Shakespeare leikari leiki The Tempest upp á eigin spýtur. Þó getur þessi kvikmyndaútgáfa Gre- enaways varla tahst óskadraumur Gielgud, sem hefur lengi langað til að glíma við Properos á hvíta tjald- inu. Hann hefur fjórum sinnum farið með hlutverk hans á fjölum leikhúsa, fyrst aðeins 26 ára að aldri árið 1930. Gielgud tekst að skapa afskaplega sterka persónu sem Prospero. Stærsta hluta mynd- arinnar er hann klæddur hempu mikilli sem gerir hann enn virðu- legri. Myndin er tekin innandyra í Amsterdam. Sviðsetning þeirra Ben Van Os og Jan Roelfs virðist hafa tekist einstaklega vel bæði hvað varðar arkitektúr sem fjöl- breytni. Myndatakan var í höndum Cacha Vierny sem einnig virðist fara á kostum. Ferill Greenaway En hver er þessi Peter Greena- way, sem virðist hafa svona gaman af þvj að hneyksla alla upp úr skón- um. Hann fæddist í Englandi 1942. Á skólaárum hans benti ekkert til þess aö hér væri á ferðinni upp- rennandi kvikmyndaleikstjóri. Það var ekki fyrr en hann lauk stúd- entsprófi og foreldrar hans vildu senda hann í háskóla að Greena- way tók af skarið. Hann ákvað þess í stað að innrita sig í Walthamstow School of Arts. Hann hélt sína fyrstu sýningu í Lord’s Gallery árið 1964 en.án síðar réð hann sig til upplýsinga- og menntamálaráðu- neytis Breta þar sem hann tók að Þótt Greenaway vegni vel sem kvikmyndaleikstjóra heldur hann áfram að mála og vinna fyrir sjón- varp þar sem hann hefur m.a. gert heimildarmyndir um þekkt nú- tímatónskáld auk þess að leikstýra sjónvarpsútgáfu af Cantos eftir Dante. I fyrra var einnig farand- sýning á málverkum hans á ferð um Evrópu og fyrr í vor á kvik- myndahátíðinni í Berlín var sér- stök sýning á myndböndum sem hann hefur gert. Til að kóróna allt saman er Greenaway að ljúka við skáldsöguna Fifty-Five Man on Horseback. Það er líklegt að Prospero’s Books lendi í vandræðum viö kvikmynda- eftirlitið líkt og Þjófurinn, kokkur- inn, kona hans og elskhugi hennar. Allt bendir til þess að myndin verði bönnum öllum innan 18 ára aldurs, aðallega vegna þess að Greenaway hefur að venju töluvert af erótík í myndinni. Hins vegar er ekki lík- legt að Prospero’s Books eigi eftir að hneyksla eins marga og síðasta mynd Greenaway nema ef væri einlæga aðdáendur Shakespeare, sem kunna ekki að meta þessa út- gáfu Greenaway á The Tempest. Við skulum vona að The Prospe- ro’s books verði tekin fljótlega til sýningar hérlendis svo hinir fjöl- mörgu aödáendur Greenaway geti bariö verkið augum. Helstu heimildir: Variety, Sight & Sound, Cineaste

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.