Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991. Sérstæð sakamál „Leiðinleg mistök" Sagt hefur veriö aö örlögunum hafi orðið á mistök þegar Mathias Pitsch kom í heiminn í Dusseldorf í Þýskalandi. Þau ummæh tengjast fyrst og fremst því sem stúlkur fengu að reyna af honum. Allar höfðu þær furðusögur að segja nema sú síðasta. Hún fékk aldrei tækifæri til þess. Myndarlegur maður Mathias Pitsch var ekki orðinn gamall þegar stúlkur fóru að tala um hve myndarlegur hann væri. Hann hafði líka á ytra borðinu til að bera ýmislegt sem féll í góðan jarðveg hjá táningsstúlkum. En undir yfirborðinu var mikið skap og sjúkur hugur. Mathias kvæntist tuttugu og fimm ára og hélt að hann hefði Jundið hamingjuna en hjónabandið stóð aðeins 1 fjögur ár. Þá hafði konan hans fengiö nóg af honum. Honum fannst hún hafa svikið sig en í raun var það skapferh hans og sálrænt ástand sem varð til þess að konan sneri baki við honum. Hann var þó ekki lengi einn. Skömmu eftir skhnaðinn, sem hafði orðið honum mikið áfah, kynntist hann Ines, sem var tutt- ugu og fjögurra ára. Þá gleymdi hann þeim ósigri sem honum fannst skilnaðurinn hafa verið. Mathias var nú ástfangnari en hann hafði nokkru sinni verið. Og hann var ekki í neinum vafa um að í þetta sinn hefði hann fundið hina einu og sönnu hamingju. Það var Ines sem hann vhdi búa með það sem eftir væri ævinnar og þeg- ar hún játaöist honum fannst hon- um hann vera hamingjusamasti maður jarðarinnar. Eftir trúlofun- ina ákváðu þau að fara að búa sam- an. Annað áfall Ekki höfðu þau Mathias og Ines búið lengi saman þegar hún komst á þá skoðun að hún hefði gert mik- h mistök þegar hún gaf jáyrði sitt. Og skyndilega sleit hún trúlofun- inni. Það var sem Mathias sæi heim sinn hrynja. Nú varð hann þó ekki gripinn eftirsjá eins og í fyrra sinnið heldur miklu hatri. Ekki bara hatri th Ines og konu hans fyrrverandi heldur th kvenna al- mennt. En hatrið var ekki það eina sem einkenndi hugsanir hans og gerðir. Hann hafði mikinn hæfi- leika th aö bregða sér í hlutverk sem byggðust upp á hreinu ímynd- unarafli og blekldngum. Þar tókst honum sérstaklega vel upp. Uppáhaldshlutverk hans var leynhögreglumaður. Hann gat set- ið klukkustundum saman og sagt stúlkum frá sakamálum sem hann sagöist hafa átt stóran þátt í að upplýsa og hann gerði það svo vel að engin af þeim stúlkum sem hann kynntist fékk minnstu grunsemdir um að hann væri ekki að segja satt. Mathias var 190 sm hár, þrekvax- inn og sterkur. Þá var hann ahtaf vel klæddur. Venjulega var hann í hvítum fötum, sportskyrtu og með litríkt slifsi þegar hann fór út að skemmta sér og þær urðu margar stúlkumar sem fannst mikiö th hans koma. Afbrigðilegt kynlíf Ein af þeim ■etúlkum sem lýst hafa kynnum sínum af Mathias Pitsch er tvítug en vhl ekki láta nafns síns getiö, af skhjanlegum ástæöum. Hún segist hafa orðið bergnumin af frásögnum hans og áður en hún vissi af hafi hún farið heim í íbúð hans. Þar hafi hún orö- ið að leika hlutverk stúlku sem nauðgað var og leika vöm sína gegn „nauðgaranum". „Mér var Manuela Forst kemur í réttinn. ljóst að aðeins þannig hafði hann nokkra ánægju af því að vera með mér,“ sagði hún síðar. 2. febrúar 1990 hitti Mathias Manuelu Forst á dansstað í Dussel- dorf. Lýsing hennar á kynnunum af honum er óhugnanleg: „Hann sagðist vera að leita að fólki sem væri hæft til að koma fram í út- varpi,“ sagöi hún. „Og ég var nógu heimsk til að trúa honum. En hann sagðist líka vera í nánum tengslum við lögregluna. Mér fannst hann vera mjög töfrandi maður og þegar við höfðum spjahað saman og dansað th klukkan rúmlega þrjú um nóttina fór ég með honum heim í íbúðina hans.“ Manuela hlýtur að hafa .verið talsvert grandalaus hafi hún haldið að Mathias hefði ekki annað í huga en að halda áfram að spjalla við hana. Auðvitað hafði hann annað í huga og hér fer á eftir lýsing henn- ar á heimsókninni. Nauðgunin „Við sátum saman í sófanum og spjöhuðum þegar hann reyndi skyndhega að kyssa mig. Ég vhdi ekki að hann geröi það en hann gerði það samt og svo nauðgaði hann mér. Hann hótaði að drepa mig léti ég ekki undan honurn." Eftir nauðgunina, sem stúlkan segir hafa einkennst af kvalalosta, varö Mathias gripinn kvíða og hræðslu. Manuela segir að lengi hafi hann setiö þegjandi og starað á sig. Svo hafi hann allt í einu sagt Mathias Pitsch með verjanda sinum. blæbrigðalausri röddu: „Þú ætlar auðvitað að fara th lögreglunnar." Við þessi orð segir Manuela að henni hafi skyndhega oröið ljóst að hún sat ein um nótt í íbúð með stórhættulegum manni sem var nýbúinn að nauðga henni og kynni að myrða hana. Hún segir að augnatillit hans hafi breyst frá því sem var fyrr um kvöldið og nú hafi það ekki lengur verið töfrandi heldur gefið til kynna að hún sæti hjá manni sem væri í rauninni hómlulaust vhhdýr sem kynni að gera hvað sem væri th að koma í veg fyrir að hann þyrfti að gjalda fyrir það sem hann hafði gert. Beitti skynseminni Manuela segir að sér hafi auðvit- aö verið efst í huga að halda Ufi. Þess vegna hafi hún reynt að full- vissa hann um að henni kæmi ekki th hugar að fara th lögreglunnar og ákæra hann. „Ég var með þér af fúsum og frjálsum vhja,“ sagði hún. „Hvers vegna ætti ég að fara th lögreglunnar?" Þegar hún sagði þetta reyndi Manuela að tala eins rólega og hún gat og gæta þess að hræðslan sem gripið hafði hana kæmi ekki fram í röddinni. Enda var hún sannfærð um að um lífiö væri að tefla. Loks lét Mathias sannfærast og leyfði henni að fara. Þó sagði hann við hana er hann kvaddi hana að hann myndi drepa hana ef hún sviki loforð sitt og færi th lögregl- unnar. Manuela stóö viö loforð sitt. I marga mánuði þagði hún yfir reynslu sinni og það kann að hafa átt þátt í að verr fór síðar fyrir annarri stúlku en henni en það hafði Manuela annaðhvort ekki gert sér fulUjóst eða þá að hún ótt- aðist stööugt að Mathias dræpi hana ef hún skýrði frá því að hann hefði nauðgaö henni. í meðferð hjá geðlæknum Það sem engin af þeim stúlkum, sem Mathias Pitsch töfraði með framkomu sinni og frásögnum af starfi sínu í rannsóknarlögregl- unni, vissi var að hann var í raun í meðferð hjá geðlæknum og sál- fræöingum. Ástand hans haföi, þegar hér var komið, versnað svo mjög að af og til var hann lagöur á geðdehd th meðferðar sem var meðal annars faUn í lyfiagjöf. Fjöldi þeira stúlkna sem hann komst í kynni við var því takmarkaður á þessum tíma. Hins vegar getur enginn með vissu sagt hve mörgum stúlkum hann kynntist á þessu hættulega skeiði og engin vissa er fyrir því að hann hafi ekki nauögað fleiri stúlkum, en þær ekki viljað gefa sig fram eða taUð það engum thgangi þjóna eftir aö hann varð fréttaefni. Sumar þehra kynnu Uka að skammast sín fyrir að hafa sýnt það grandaleysi að láta slíkan mann blekkja sig. Ljóst er þó hins vegar hvert síðasta fómardýr þessa geðsjúka manns var. Hún féll líka fyrir töfrum hans Eftir að mál Mathias Pitsch komst í blööin komu fram ásakanir á hendur starfsUði geðdehdarinnar sem hann var af og th lagður inn á. í maí í fyrra var hann þar th með- ferðar en þann 20. mánaðarins fékk hann bæjarleyfi án þess þó að fá fyrst tilskilin lyf. Mathias fór í miðbæ Dusseldorf og er lítið vitað um ferðir hans fram eftir degi en þegar leið fram á kvöldiö fór hann, vel klæddur og snyrthegur að vanda, að huga að dansstöðum. Á einum þeirra hitti hann stúlku sem honum leist vel á. Það var Britta WilUng. Hann fór að sem fyrr og sagði henni sögur af ævintýrum sínum í rannsóknar- lögreglunni og fyrir henni fór eins og mörgum stúlkum á undan henni. Henni fannst afar mikið koma th þessa töfrandi manns. Er þau höfðu dansað fram efiir nóttu stakk Mathias upp á því að þau færu heim í íbúðina hans og á það féUst Britta. Eins og aðrar stúlkur sem hann fékk með sér heim th sín hafnaði hún í sófanum en hún stóð aldrei upp úr honum aftur. Mathias varð gripinn æði og réð henni bana meö hnífi sem hann stakk hana mörgum sinnum með. Lögreglan kom að hla leiknu Uk- inu en skammt frá stóð Mathias Pitsch, aögerðarlaus og yfir honum var annarlegt áhugaleysi á öllu sem var að gerast umhverfis hann. Þegar honum fannst loks ástæða th aö segja eitthvað viö rannsókn- arlögreglumennina var það þetta: „Ég ætlaði ahs ekki að drepa hana.“ Þetta sagði hann hvað eftir annað. Loks bætti hann svo viö: „Það var kærasta mín, Ines, sem ég ætlaði að drepa. Og með handahreyfing- um sem gáfu th kynna einhvers konar uppgjöf benti hann á líkið og sagði: „Þetta voru bara leiðinleg rnistök." Mál Mathias Pitsch vakti veru- lega athygU í Þýskalandi enda eitt nokkurra mála sem komiö hafa upp þar á síðari árum þar sem í hlut hafa átt sálsjúkir menn sem framið hafa morð og hefðu að margra dómi átt að vera undir strangara eftirUti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.