Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Page 23
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 23 Sviðsljós Jack Lemmon. Elisabet Taylor. Clint Eastwood. Stjömur í lífshættu Það er ekki bara á hvíta tjaldinu sem kvikmyndastjörnur lenda í lífshættu. Margar þeirra hafa einn- ig komist í hann krappan í raun- veruleikanum. Ehsabet Taylor hefur mörgum sinnum verið nær dauða en hfi. í einu tilvikanna var hún í Júgóslav- íu ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Richard Burton. Er Elísabet var á leið niður stiga að sundlaug hótelsins, sem þau dvöldust á, hrasaði hún. Slagæð, vöðvar og taugar í handlegg Elísabetar fóru í sundur við fallið og segir hún það kraftaverk að henni skyldi ekki hafa blætt út. Er Jack Lemmon var fátækur ungur maður í New York var hann vanur að sofa ásamt öðrum ungum leikurum í hrörlegum húsum sem ekki var búið í lengur. Einn morg- uninn vöknuðu félagarnir við það að farið var að rífa húsið sem þeir héldu til í með vinnuvélum. Málm- kúlu á krana var slengt í vegginn á herberginu sem leikararnir sváfu í og glerbrotum rigndi yfir þá. Minnstu munaði að hæöimar sex fyrir ofan þá lentu ofan á þeim. „Svefnherbergi" félaganna var á jarðhæð og voru þeir ekki lengi að taka til fótanna. Allt virtist ganga á afturfótunum hjá Rod Stewart er hann fór til Argentínu 1978 til þess að horfa á heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Skotland tapaði og sjálfur varð hann næstum fyrir skoti glæpa- manna. Tveir vopnaðir náungar komu inn á veitingastað þar sem Rod sat að snæðingi. Skömmu síðar komu tveir lögregluþjónar og skot- Rod Stewart. hríð hófst. Rod segist hafa leitað skjóls undir borði. Allt í einu hafi hann heyrt undarlegt hljóð og svo hafi eitthvað strokist við hár hans. í ljós kom að þetta var byssukúla. Þegar Clint Eastwood var 21 árs og gegndi herskyldu lenti hann í ótrúlegu slysi. Hann hafði verið heima í Seattle í leyfi og sníkti sér far með flugvél til herstöðvarinnar. Clint segir að í raun hafi ekki verið pláss fyrir hann í véhnni en flugmaðurinn sagði honum að gæti troðið sér aftast í vélina. Clint leið ekkert of vel, meðal annars vegna þess að illa gekk að loka dyrunum. Það tókst þó meö snæri. Þegar flug- véhn var komin í loftið bað flug- maðurinn hann um að setja upp súrefnisgrímu. Hún var hins vegar biluð en flugmaðurinn heyrði ekki er Clint kallaði til hans. Súrefnis- gríma flugmannsins var einnig bil- uð og neyddist hann þá til að lækka flugið. Ekki var nú öllum vandræðum lokið því flugmaðurinn uppgötvaði nú að eldsneytið var á þrotum og sagði hann þá þurfa að nauðlenda. „Þegar vélin snerti vatnið reyndi ég að opna dyrnar sem ég haíði verið í vandræðum með að loka. Snærið sem mér hafði tekist að loka með hafði aftur á móti fest og taldi ég þá að mín síðasta stund væri runnin upp. Loksins tókst mér samt að opna dyrnar.“ CUnt synti síðan í land með flug- manninn. HÖFUM OPNAÐ VERSLUN 'm húsinu Hesthálsi 2-4 Sími 672110 Úrval af Kertastjökum Borðum Blómasúlum Kertum o.m.fl. Opið í dag frá kl. 10-16 Sjón er sögu ríkari SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ^ FYRIR LANDSBYGGÐINA: £ 99-6272 ^ —— QRÆNI _ / ^ SlMINN ^ -talandi dæmi um þjónustu! TA Verð frá 3350.- kr. ^ÖVER SL(j HAMRABORG 3 SIMI4175^ ^ÓPavOgS Póstsendum ■ Nú gefst þér tækifæri til að eignast góða ritvél fyrir skólann. Walther ritvélin er létt og meðfærileg en umfram allt ódýr. Þeir sem verða snöggir til, gera betri kaup, því að með fyrstu 100 vélunum fylgir ^ ^ ^ fullkomin skólareiknivél Síðumúla 23- 108 Reykjavík - Sími: 91-679494

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.