Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Side 29
28
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991:
DV í sjúkraflugsæfingu með þyrlunni SIF:
Á neyðarvakt
í háloftunum
- Alma D. Möller og Helga Magnúsdóttir þyrlulæknar segja frá reynslu sinni
Arni Jónasson stýrimaður og Alma Möller fylgjast með varðskipinu Tý fyrir neðan en Árni var að mæla út rétt-
an stað til að fleygja út línu til skipverjanna.
Björgunarkarfan látin síga niður í varðskip til læknis-
ins, Ölmu, sem er komin niður heilu og höldnu. Máli
skiptir að skipverjar hafi allt á hreinu eins og áhöfn
þyrlunnar.
Það var ekki nóg með að Alma þyrfti að æfa sig í að
síga í skip - næst var það fjallshlíðin - og hér kemur
hún sígandi niður „eins og engill af himnum", eins og
einn skipverji orðaði það.
„Við erum báðar vanar að annast
mikið slasaða sjúklinga á sjúkrahús-
unum. Þetta starf er ekki ólíkt að því
leyti og þess vegna hefur ekkert kom-
ið okkur mjög á óvart,“ segja lækn-
arnir Alma D. Möller, 30 ára, og
Helga Magnúsdóttir, 34 ára, sem báð-
ar eru starfandi læknar á björgunar-
þyrlunni SIF. Sex læknar starfa á
þyrlunni og skipta með sér vöktum
og það hefur vakið athygli að tveir
þeirra eru kvenmenn. Þær láta sér
ekki allt fyrir brjósti brenna og eru
ekki síður fimar í sigi úr þyrlunni
en karllæknarxúr.
Helgarblað DV fór í æfingaflug með
SIF í vikunni og fékk að sjá hvemig
áhöfn þyrlunnar og læknir starfa
saman við björgun, t.d. á sjó eða í
fjallshlíö. í þessari ferð voru Benóný
Asgrímsson flugstjóri, Pétur Stein-
þórsson flugmaður, Arni Jónasson
stýrimaður (spilmaður) og Alma D.
Möller læknir. Samspil áhafnarinnar
er afar mikilvægt í björgunarferð og
það er ekki síst það sem áhöfnin fer
yfir í æfingaferð sem þessari.
Flogið var að varðskipinu Tý sem
lá rétt utan við Reykjanes. Alma lét
sig síga um borð til aö ná í ímyndað-
an sjúkling og áhöfn skipsins fékk
æfingu ekki síður en þyrluáhöfnin.
Allt gekk eins og í sögu þrátt fyrir
talsverðan vind. Þá var flogið að
Helgafelli á Reykjanesi þar sem æft
var i fjallshlíð. Alma fór aftur niður
og mjög áhugavert var að fylgjast
með stjórn stýrimanns er hann leiö-
beindi flugmönnum um leiö og hann
hafði augun við það sem var að ger-
ast hjá lækninum.
Ný þyrla nauðsynleg
Talsverö umræða heíur verið und-
anfarið um nauðsynleg kaup á nýrri
og kraftmeiri björgunarþyrlu. SIF er
nær sex ára gömul og þarfnast tals-
verðs viðhalds en auk þess eru að-
stæður allar í henni afar erfiðar.
Þegar nauösynlegum búnaði læknis
og björgunarkörfu hefur verið komið
fyrir er ekki mikið pláss eftir til að
athafna sig. Vegna þrengsla á læknir
því erfitt með að vinna læknisverk
um borð. Þó á þyrlan aö geta flutt
fjóra sjúkhnga í einu á landi en tvo
frá sjó og eru þá tvennar sjúkrabörur
hengdar upp. í þessu fjögurra fer-
metra plássi er erfitt að ímynda sér
aðstæður þannig.
„Það er einlæg ósk okkar allra sem
starfa að björgunarmálum á þyrl-
unni að efnt verði loforð um kaup á
nýrri þyrlu. Við teljum nauðsynlegt
að hafa tvö björgunartæki vegna
þess hversu SIF er oröín gömul. Ef
hún bilar eða nauðsynlegt viðhald
fer fram er ekkert sambærilegt
björgunartæki til,“ segir Alma.
„Einnig er verið að tala um stærri
og kraftmeiri vél sem hefði meira
rými innanborðs. Ef skip er sökkv-
andi og bjarga þarf heilU skipshöfn
þá tekur þessi þyrla ekki nema þrjá
til fimm í einu. Það hefur komiö fyr-
ir að hún hafi farið þijár ferðir til
að sækja átta sjómenn. Helga, sem
var læknir í þeirri ferð, var sett'upp
á bjarg með allt sitt læknadót til að
létta á vélinni," segir Alma. Lesend-
um til glöggvunar má geta þess aó
læknir, sem fer með þyrlunni, þarf
að taka með sér nauðsynlegan búnað
sem vegur meira en sextíu kíló.
Þolir ekki ísingu
Alma segir að mikilvægt sé að þyrl-
an, sem keypt verði, sé aflmeiri en
SIF. „Stundum er á mörkunum að
þyrlan valdi því sem við erum að
gera. Stærri og aílmeiri þyrla myndi
þola betur verri veður. SIF þolir ekki
ísingu og það háir okkur mjög oft.
Ég get nefnt dæmi þegar við þurftum
að fara til björgunarstarfa í Húna-
flóa. Við uröum að fljúga meðfram
allri ströndinni og fyrir Vestfjarða-
kjálkann, sem tók okkur rúma tvo
tíma, vegna ísingarhættu yfir land-
inu. Ef við hefðum getað flogið beint
hefðum við náð á slysstað á innan
viö klukkutíma," segir Alma. „Það
er mikið baráttumál okkar að ný
þyrla verði keypt vegna alls þessa
og einnig vegna vinnuaðstöðunnar.
Mér finnast það sjálfsögð mannrétt-
indi fyrir þjóð sem býr við jafnslæm
Björgunin séð frá öðru sjónarhorni.
Ljósmyndari DV lét sig ekki muna
um að siga niður í varðskip til að
ná mynd þegar Alma var hifð upp í
þyrluna að nýju. Og þarna má sjá
hana mitt á milli skips og þyrlu.
landfræðileg, atvinnuleg og veður-
farsleg skilyrði og hér að hafa góö
björgunartæki. Það er auk þess að
mínu áliti hneisa fyrir sjálfstæða
þjóð að þurfa að vera upp á útlendan
her komin með neyðarþjónustu. Þar
fyrir utan þekkja hermennirnir ekki
staðhætti og tala ekki málið. Það eru
ýmis atriði, sem skipta máli, og sjó-
mennirnir okkar gera sér grein fyrir
þvi en þyrlukaupin hafa ekki síst
verið áhugamál þeirra," segir Alma
ennfremur.
Ávaktinni
meó slösuðum
Alma D. Möller hefur starfað á
þyrlunni í sextán mánuði og Helga
-Magnúsdóttir í átta. Alma segir að
þaö hafi verið hrein tilviljun að hún
hóf stöf á þvrlunni. Áður haföi hún
alllengi starfað með neyðarbílnum í
Reykjavík, eða á meðan hún gegndi
störfum á lyflækningadeild Borgar-
spítalans. Neyðarbillinn og lyflækn-
ingadeildin hafa með sér samstarf.
Nú er Alma starfandi á svæfinga- og
gjörgæsludeild en þar hafa þeir
læknar unniö sem starfa með þyrl-
unni. Helga er hins vegar starfandi
á skurðdeild Landspítalans en var
áður á sömu deild og Alma.
„Ég var að vinna á svæfingadeild-
inni með þeim læknum sem voru í
þyrlusveitinni og þeir fóru að ámálga
við mig hvort ég vildi ekki ráða mig
á þyrluna. Þá hafði engin kona starf-
að þar og ég þurfti alllangan um-
hugsunartíma. Ég hélt að þetta væri
miklu erfiðara en það reyndist vera,“
segir Alma. „í rauninni er það þann-
ig að maður þarf aö bjóða sig fram
til starfsins því ekki er auglýst eftir
læknum. Síðan fer umsóknin fyrir
fund þar sem ákvörðun er' tekin,“
heldur Alma áfram. „Þyrlan er algjör
aukavinna hjá okkur sem störfum
við hana.“
Hundrað og tvö útköll
Helga segir svipað hafa verið hjá
sér í upphafi og ekki hafi spillt fyrir
áhugi hennar á flugi. Þegar Alma hóf
störf í maí árið 1990 var verið að
senda fólk til Skotlands í sérstakar
æfingabúðir. Hún segist hafa verið
heppin að lenda með því þar hafi hún
lært mikið. „Það var ekki veriö að
kenna okkur að bjarga sjúklingum
heldur okkur sjálfum ef þyrlan
myndi farast. Við vorum sett inn í
þyrlulíkan sem átti að vera að
sökkva og okkur kennt að bjarga
okkur," segir Alma sem segist hafa
haft mjög gott af þeim skóla. Hér
heima var síðan farið í mikið æfinga-
prógramm. „Byrjað var á að fara í
allar öryggisreglur. Síðan sigum við
tvisvar í skip og tvisvar i fiallshlíð.
Þar fyrir utan er ætlast til að við
mætum í æfingar af og til. Farið er
í æfingaflug á hverjum mánudegi og
þá er sigið bæöi á landi og á sjó,“
segja þær.
Venjulega er aðeins einn læknir
með í björgunarferð en þær Helga
og Alma segja að ef stórslys yrði ein-
hvers staðar væri alltaf möguleiki á
aö fleiri en einn færi með. Útköll
þyrlunnar í sjiikra- eða björgunar-
flug eru að meðaltali tvisvar sinnum
í viku. Útköllin voru um eitt hundrað
á síðasta ári.
Hröð og örugg vinna
Þó að þær Helga og Alma séu van-
ar aö vinna á gjörgæslu segjast þær
alltaf fyllast kvíða þegar pípið kem-
ur. „Kvíði er auðvitað fyrstu við-
brögð en maður róast strax aftur og
sérstaklega þegar við erum búnar aö
hringja og fá nánari upplýsingar um
hvað sé að. Við fáum píp á kalltæki
og leggjum þá strax af stað út á flug-
völl. Á leiöinni reynum við að fá frek-
ari upplýsingar og erum þá venju-
lega búnar að ákveða hvað þurfi að
hafa meðferðis í flugið sjálft. Vinnan
er mjög hröð og enginn tími til að
velta fyrir sér kvíða," segja þær
Alma og Helga.
Hver maöur í áhöfninni gerir sig
kláran fyrir feröina og þaö líða ekki
nema um tuttugu til þrjátíu mínútur
frá því kalltækið pípir þar til þyrlan
fer í loftið. Á leiðinni á slysstað fund-
ar áhöfnin um hvernig staðið skuli
að björgun. Fundir þessi eru haldnir
áður þegar um æfingar er að ræða.
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991.
45
Hvert atriði ferðarinnar er þá skipu-
lagt áður en haldið er af stað.
- En þarf ekki talsvert hugrekki til
að láta sig síga niður úr þyrlunni,
kannski í myrkri og vondu veðri
langt úti á rúmsjó?
„Þetta er nú ekki eins og maöur
hangi í lausu lofti,“ svarar Alma.
„Við erum í nokkurs konar burðar-
poka eða buxum og síðan sér stýri-
maðurinn nokkurn veginn um okk-
ur. Samspil flugmanna og stýri-
manns er mikið atriði og þessir menn
eru mjög færir í starfi sínu og ekki
síður öruggir. Maður treystir algjör-
lega á þá. Skipveijarnir taka við línu
úr þyrlunni og það skiptir ekki
minnstu máli að þeir kunni til verka.
Við sígum einungis niður úr þyrl-
unni og lendum beint á þilfari skips-
ins. Slysavarnaskóli sjómanna hefur
haft í sinni kennslu leiðbeiningar til
sjómanna hvernig þeir eigi að taka
við línunni. Maður er vissulega ör-
uggari þegar maður veit að á skipinu
eru menn sem einnig kunna til
verka. Þegar við æfum með varð-
skipinu fær áhöfnin þar æfingu í að
taka á móti línu,“ segir Alma enn-
fremur.
Treyst á flugmennina
„í fyrsta skipti, sem ég þurfti að
síga niður til sjúklings, var mjög
slæmt veður og hánótt. Ég sá bát í
öldunum þarna langt fyrir neðan. Þá
var ég spurð hvort ég treysti mér að
síga. Þar sem ég kunni ekki að meta
aðstæður þarna í fyrsta skipti spurði
ég áhöfnina hvort það væri ekki í
lagi og þegar svarið var já lét ég vaöa
án þess að hugsa frekar um það. Við
læknarnir höfum í raun ekki mikið
vit á veðurskilyrðum og treystum
algjörlega á flugmennina í þeim efn-
um,“ segir Alma.
Helga hefur lent i að síga niður á
jökul þar sem hún þurfti að klifra til
að nálgast sjúklinginn. í þyrlunni
voru engin tæki til þeirra hluta, svo
sem ísaxir og fleira, og hefði hún
tæpast komist upp brattann ef einn
björgunarsveitarmaður hefði ekki
fært henni öxi. „Viö vorum ekki með
útbúnað fyrir ferð sem þessa, enda
hann ekki til. Þar sem það var björg-
unarsveitarmaður, sem var slasað-
ur, voru félagar hans mjög áhuga-
samir um bættan búnað og Hjálpar-
sveit skáta í Kópavogi færði þyrlunni
slik tæki hálfum mánuöi eftir að
þetta slys átti sér staö,“ segir Helga.
Þær Helga og Alma eru báðar al-
mennir læknar og eiga báðar fyrir
höndum erfitt sérfræðinám. Allir
læknar þyrlunnar, utan einn, eru
almennir læknar. Alma hefur ekki
enn gert upp við sig hvaða sérnám
hún fer í en býst við rð það veröi í
svipuðu og hún starfar við nú. Helga
er hins vegar ákveðin í að veröa sér-
fræðingur í svæfingum. Þær eru báð-
ar að ná sér í reynslu áður en haldið
verður í lengra nám.
Engill af himnum
Fullur dagur á sjúkrahúsi og gjör-
gæsluvakt í háloftunum er mikil
vinna fyrir ungar konur. Þær segjast
þó fá heilmikla tilbreytingu út úr
þyrlufluginu þar sem þær kynnast
öðru sjónarhorni en venjulegri spít-
alavinnu. „Þetta er spennandi að því
leyti að við fáum að kynnast nýju
fólki. Viö ferðumst nokkuö um land-
ið og það er sem betur fer ekki alltaf
í sambandi við alvarleg slys. Einnig
erum við í tengslum við Slysavarna-
skóla sjómanna og það er því heil-
margt sem gerir starfið skemmtilegt.
Áhafnir þyrlunnar eru mjög góður
hópur og skemmtilegur félagsskap-
ur. Það er alltaf gaman að kynnast
öðrum starfsstéttum,“ segja þær.
- En eru sjúklingar, sem bíða eftir
lækni í skipi langt úti í hafi í vondu
veðri, ekki hissa þegar ung kona
kemur sígandi niður úr þyrlunni?
„Þeir láta ekki mikið bera á því við
okkur en viö höfum oft fengið að
heyra það eftir á. Að minnsta kosti
hef ég aldrei séð skelfingarsvip á
sjúklingi vegna þess,“ segir Helga.
„Þeir létu mig aðeins heyra það í
fyrsta skipti, sem ég fór, og það er
áreiðanlega tekið eftir því,“ bætir
Alma við og rifiar upp orð eins skip-
verjans er hann sá hver kominn var:
„Nú, það er bara engill af himnum
ofan.“
Alma D. Möller og Helga Magnúsdóttir þyrlulæknar láta sig ekki muna um að síga niður i skip úr þyrlunni, hvort sem er að degi eða nóttu.
DV-myndir Gunnar V. Andrésson
r ,
M WEBþz, j1 l
Erfið ákvörðunartaka
- Hvað er erfiðast við starfið?
„Ætli það sé ekki ákvörðunin um
hvort á sjúkrafluginu er þörf. Skip-
stjóri hringir kannski í okkur og seg-
ir að um borð sé maður með verk
fyrir brjósti. Þá þurfum við að fá sem
bestar upplýsingar til að meta hvort
ástæða sé að fara í loftið og sækja
manninn. Hins vegar metur flug-
stjórinn algjörlega sjálfstætt og tekur
ákvarðanir varðandi skilyrði fyrir
flugið. Stundum kemur upp sú staða
að á mörkunum sé að fara vegna
veðurs. Ef spurningin er um að
bjarga mannslífi þá tökum við frekar
áhættuna að fara, annars sleppum
við því. Við verðum hins vegar að
meta í gegnum síma hvort ástæða sé
til fararinnar eftir upplýsingum frá
skipstjóra. Ef um er að ræða slys á
landi og læknir ef til vill kominn á
staðinn þá kallar hann í okkur beint.
Útköllin eru auðvitað mjög misjöfn.“
Læknar þyrlunnar eru aldrei látnir
síga til manna sem eru í sjónum. Þá
eru sérstakir sigmenn með í ferð-
inni. Læknar síga einungis niður til
sjúklinga sem eru um borð í skipum
eða á landi. Þar sem erfitt er fyrir
lækna að athafna sig í þyrlunni
vegna þrengsla er hlúð að sjúklingi
áður en hann er hífður upp. Þær eru
báðar sammála um að tilfinningin
eftir að vera búnar að koma sjúkl-
ingi á sjúkrahús sé afar góð. „Það er
alltaf þægileg tilfinning sem kemur
yfir mann að aflokinni erfiðri ferð.
Fyrst þarf þó að fylla upp birgðir
fyrir næstu ferð og það getur tekið
tíma,“ segja þær.
Samheldni
fjölskyldnanna
Það þarf vissulega samheldna fiöl-
skyldu til að umbera alla þá vinnu
sem þær Helga og Alma inna af hönd-
um. Alma á eiginmann sem einnig
er læknir og segir hún hann skilja
mjög vel störf hennar. Helga á eigin-
mann, tvö börn og eitt barnabam,
þó ekki sé hún eldri, og segir hún
skilning fiölskyldunnar einmitt mjög
mikilvægan þátt í starfinu. „Maður
getur ekki unnið fulla vinnu og tekið
aukavinnu á þyrluna nema vera með
mjög skilningsríka einstaklinga
heima," segir Helga. Alma bætir við
að móðir hennar og bróðir hafi ekki
verið mjög hrifin þegar hún réð sig
á þyrluna. Eiginmaðurinn er
óhræddari eða lætur aö minnsta
kosti ekki á miklu bera.
Helga segist vera nokkrum árum á
eftir í læknanáminu þar sem hún
hafi fyrst farið í meinatæknanám
áður en hún ákvað að fara út í lækna-
námið. „Ég var einstæð móðir og
ákvað að fara í praktískt og stutt
nám, sem meinatæknanámið var þá,
og tiltölulega vel borgað á þeim tíma.
Þegar því var lokið langaði mig að
halda áfram og fara í frekara nám.
Það varð úr að ég fór í læknisfræði
og stefni á sérnám í svæfingum í
Svíþjóð á næsta ári,“ segir hún.
Kallið getur
alltaf komið
- En eruð þið ekki bundnar heima
þegar þið eruð á þyrluvaktinni og
bíðið eftir kallinu?
„Nei, við erum með píptæki og get-
um verið hvar sem er, farið í leik-
fimi, bíó og svo framvegis, þannig að
það er allt í lagi. Hins vegar þurfum
við að vera vel upplagðar því maður
veit aldrei hvenær kallið kemur og
þá er oft unnið við erfiðar aöstæð-
ur,“ segir Alma. Helga bætir við að
hún geti reyndar ekki verið ein að
passa börnin þegar hún sé á vakt-
inni.“
Alma á þyrluvaktina um þessa
helgi og þarf að vera viö öllu búin
þótt vitaskuld vonist allir eftir aö
engin þörf verði á þyrlunni. Það er
eins og Benóný flugstjóri útskýrði á
leiðinni er rætt var um nauðsyn þess
að fá nýja þyrlu og notkun hennar:
„Þaö eru margir björgunarhringir
við bryggjuna í Reykjavík en sem
betur fer þarf sjaldan til þeirra að
grípa."
- En er ekki gott fyrir ykkur stelp-
urnar að fá reynsluna á þyrlunni
áður en þið haldið í sérnám ykkar?
„Jú, mjög gott og sérstaklega vegna
þess að við höfum á engan að treysta
í þessu nema okkur sjálfar," segja
þær Alma og Helga. „Við gefum líka
ráð. Ef einhverjir sjómenn eru í vafa
hvort kalla þurfi á þyrlu geta þeir
alltaf hringt í okkur og spurt ráða. í
raun erum við heimilislæknar sjó-
manna," segja þessar vösku konur
sem einhverjir myndu kalla kven-
hetjur.
-ELA
tr
Í
i