Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Side 33
LAUGARDAGUR 21. SEJfXEM BER, J991. 49 Trimm í heimsókn hjá Veggsporti: „Mikil útrás fyrir stressaða f slendinga" „Þaö er alls konar fólk sem stund- ar þetta. Bæði konur og karlar á öllum aldri. Keppnisfólk úr öörum íþróttagreinum kemur hingað líka mikið og má t.d. nefna handbolta- mennina í því sambandi enda er þetta mjög góð íþrótt fyrir þá. En þetta er þó fyrst og ffemst fólk úr öllum áttum eins og ég sagði áðan. Sá elsti sem hefur spilað þetta er sennilega nálægt sjötugu. Eins kemur töluvert af skrifstofufólki enda er þetta góð íþrótt til að losna við spennu og jafnvel uppsafnaða reiði enda fær viðkomandi mikla útrás í veggtennis," sagði Hilmar H. Gunnarsson, íþróttakennari og annar eiganda Veggsports, í sam- tali við DV. Á Seljavegi í Reykjavík rekur Hilmar ásamt félaga sínum, Haf- steihi Daníelssyni, Veggsport sem er nokkurs konar veggtennis- og íþróttamiðstöð. Félagarnir hafa yf- ir aö ráða 1000 fermetra húsnæði sem í eina tið hafði að geyma járn- smiðju en þar eru nú innandyra einir 7 salir til að spila veggtennis. Að auki er salur sem er ætlaður til upphitunar þeim sem koma til að spila jafnframt því sem hægt er að kenna þar aðrar greinar eins og t.d. eróbikk og dans. Sömu megin yið netið Líkt og á mörgum öðrum stöðum þar sem íþróttagreinar eru í boði, gefst iðkendum kostur á að fara í ljós og gufubaö eftir púlið og Hilm- ar segir gufubað þeirra félaga jafngott ef ekki betra en það sem fyrirfinnst á Laugarvatni. Enn- fremur er aöstaða þar sem hægt er að lyfta lóðum fyrir þá sem það kjósa og fyrir þá sem eru að hug- leiða aö skella sér í veggtennis er rétt að hafa í huga að i því felst samheiti fyrir tvær greinar. Ann- arsvegar nokkuð sem kallast skvass og hins vegar grein sem heitir racquet-ball og hér með er beðið um heppilegt íslenskt orð yfir það síðarnefnda. En út á hvað ganga þessar íþróttagreinar? „Þetta gengur út á það að slá bolt- ann í vegg til skiptis eftir kúnstar- innar reglum og maður reynir að gera það þannig að andstæðingur- inn nái ekki aö slá boltann aftur í framvegginn. Að boltinn lendi tvisvar áður en andstæðingurinn nær til hans. Að því leytinu eru þetta svipað og tennis og badmin- ton nema í þessari grein eru and- stæðingarnir „sömu megin við net- ið“. í skvassinu, sem er breskur leikur, gilda mjög strangar siða- reglur en um tvenns konar hindr- anir eru að ræða. Þá gildir sú regla að uppgjöfin er endurtekin eða að sá sem var hindraður vinnur uppg- jöfina eða stigið." Sjón er sögu ríkari Likt og með aðrar íþróttagreinar er sjón sögu ríkari en ágætis aö- staða er fyrir áhorfendur til að fylgjast með iðkendum. 2 salir eru löglegir sem keppnisvellir og hægt er að horfa á „uppi og niðri“. Skvassiö skipar greinilega hærri sess hjá íþróttakennaranum enda segir hann það vinsælla hjá þeim sem koma og því kannski aðeins meiri áhersla lögð á það. Racquet- ball ku vera upprunninn í Banda- ríkjunum en notaðir eru mismun- segir Hilmar H. Gunnarsson íþróttakennari Fólk á öllum aldri stundar veggtennis enda er þetta fín íþrótt hvort heldur þarf að losna við stress eður ei. Þetta unga par mundaði spaðana í racquet-ball þegar DV var í heimsókn og það er ekki hægt að segja annað en að stillinn sé glæsilegur. DV-myndir GVA Veggistennis gefur manni styrk, snerpu og geysilegt úthald, segir Hilmar. Boðið er upp á leiðbeiningar fyrir byrjendur og hér er Hilmar að útlista fyrir tveimur iðkendum hvernig best sé að bera sig að. í Veggsporti eru tveir löglegir keppnisvellir. Hér sést annar þeirra og glögglega má sjá að aðstaða fyrir áhorfendur er ágæt. andi spaðar og boltar í þessum greinum en ágætt er að byrjar í racquet-ball eins og Hilmar segir. „Boltinn í racquet-ballinu skopp- ar meira og þess vegna er betra að byija í þeirri íþrótt. Það er kannski erfitt að segja hvor íþróttin sé létt- ari en viðkomandi nær fyrr tökum á henni. Mepn byrja gjarnan í racquet-ball og færa sig síðan yfir í skvassið. Sumir segja reyndar við okkur að þeir hefðu strax átt að fá skvass-spaðann en þetta er auðvit- að einstaklingsbundið." Mót eru haldin í báðum þessum greinum og íslandsmótið í skvassi er nú við- urkennt af ÍSÍ. Þátttakendur á ís- landsmótinu voru 32 í karlaflokki og 16 í kvennaflokki en áður var búið að sigta út. Það er því greiiii- legt að nokkuð stór hópur manna og kvenna stundar veggtennis þó engar ákveðnar tölur hggi fyrir. Ekki alltaf vinsæll heima fyrir „Veggtennis gefur manni styrk, snerpu og geysilegt úthald. Þegar maður byrjar gerist þetta auðvitað ekki 1,2 og 3 en það má segja að getan, þ.e. tæknin og úthaldið, haldist í hendur. Hafa ber einnig í huga að nauðsynlegt er að hita vel upp áður tekiö er á og við reynum að brýna það fyrir fólki. Því miður eru alltof margir sem gieyma þessu en meiðsli í veggtennis eru samt fátíð og í rauninni ótrúlega sjaid- gæf miðað við öll átökin." í Vegg- sporti er hægt að fá lánuð eða keypt sérstök gleraugu til að koma í veg fyrir augnmeiðsli enda er htð gam- an að fá boltann í augað en þrátt fyrir það er fólk ekki duglegt við að setja upp þennan búnaö og á meðan heimsókn DV stóð sást eng- inn með öryggisgleraugu. Hilmar og Hafteinn, félagi hans, eru báðir íþróttakennarar við Iðn- skólann í Reykjavík ásamt því að reka Veggsport. Þeir vinna því báð- ir langan vinnudag og Hhmar við- urkennir fúslega að hann sé ekki alltaf vinsæh heima fyrir af þeim sökum. Enda segir hann að lítið þýði að reka fyrirtæki með þeim hætti að labba bara um með stres- stökuna. Sjálfir eru þeir meira og minna við reksturinn og félagarnir virðast ekki hafa mikinn tíma th að spha sjálfir. Óháð veðri og vindum „Við Hafsteinn náum aldrei aö spila saman enda erum við ahtaf að vinna til skiptis. Þaö er hrein- lega ekki tími. Reyndar vhdi svo skemmtilega th að við drógumst saman í íslandsmótinu en við skul- um láta úrslitin liggja á mhh hluta." Umrædd íslandsmót virðist sýna fram á að íþróttin er að öðlast vdrðingu enda kannski tími th kominn myndi einhver segja þvi upphaf hennar hér má rekja a.m.k. áratug aftur í tímann. Reginn Grímsson byijaði meö aðstöðu í Þrekmiðstöðinni í Hafnarfirði á sínum tíma og í dag er hægt að spha veggtennis á nokkrum stöð- um í Reykjavík. Landsbyggðar- menn hafa einnig tekið vdð sér og vdtað er um fólk á ísafirði, Akur- eyri, Selfossi og í Vestmannaeyjum sem stundar þetta. Framtíðin vdrð- ist því ágætlega björt. „Veggtennis á tvímælalaust framtíðina fyrir sér. Vegna þess að þetta er inniíþrótt og er því algjör- lega óháð veðri og vdndum. Eins er þetta mikil útrás fyrir stressaða íslendinga og því alveg upplagt og varla hægt að hugsa sér betra sport þannig lagað," sagði Hilmar. Kostnaðurinn vdð veggtennis er 500 krónur á manninn hver tími og ef á að leigja spaða bætast við 100 krónur. Séu keypt afsláttarkort kostar auðvitað mun minna að stunda þessa íþrótt en ýmsir mögu- leikar eru í boði. Þar má nefna helgarnámskeið og eins er ódýrara að spha fyrir kl. 17 á daginn. Boðið er upp á leiðbeiningar fyrir byij- endur og áætlað er að vera meö kennara öll kvöld vdkunnar. Því er svo vdð að bæta að hver tími stend- ur í 45 mínútur en ef enginn mætir í tímann sem á eftir fylgir getur vdðkomandi spilað lengur fyrir ekkineitt. -GRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.