Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Side 35
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991.
51
Helgaipopp
Soldánar sveifl-
unnar í þrettán ár
- Ferill Dire Straits rifjaður upp í tilefni nýrrar plötu
Mark Knopfler.
Hljómsveitin Dire Straits.
Á fyrri hluta síðasta áratugar reis
stjama hljómsveitarinnar Dire
Straits hátt á himnafestinguna og
naut hún virðingar umfram flestar
aðrar. í sex ár hafa aðdáendur Dire
Straits mátt bíða nýrra gjöminga
frá hijómsveitinni og það var ekki
fyrr en í byijun september að Dire
Straits sendi frá sér plötuna On
every Street sem er fyrsta afurð
hennar í síðan 1985. Sex ár er lang-
ur meðgöngutími og ekki ólíklegt
að fymt hafi yfir kynni margra af
hljómsveitinni. Það er því rétt að
skyggnast í söguskjóðuna og riíja
upp ævintýrið um Dire Straits.
Blankir gítarvinir
Rætur hljómsveitarinnar Dire
Straits má rekja til leiguíbúðar í
Suður-London á miðjum 8. ára-
tugnum. íbúðin var í sjálfu sér ekki
merkileg að öðru leyti en því að
innan veggja hennar höfðu leigj-
endurnir, tveir piltar á þrítugs-
aldri, næði til að gutla saman á gít-
ara. Téðir piltar vora David
Knopfler og John Illsley. Sá fyrr-
nefndi var félagsráðgjafi frá níu til
fimm en hinn námsmaður. Kvöldin
notuðu þeir til að komast frá amstri
hversdagsins og hurfu á vit tónlist-
arinnar. Fingraæfingar urðu að
spuna og spuninn að torræðum
tónverkum.
Eldri bróðir Davids, Mark
Knopfler, hafði á þessum tíma ný-
lega lokið háskólanámi í enskum
bókmenntum og hafði tekið til við
kennslu. Til að drýgja tekjumar
spilaði hann á öldurhúsum á kvöld-
in en Mark var liðtækur gítarleik-
ari. David fékk bróður sinn til að
mæta með gítarinn á spunakvöld í
íbúðina góðu og varð Mark þar með
þriöja hjólið í litla gítarsamfélag-
inu. Mark hatði reynslu af hljóm-
sveitarlífi umfram hina en hann
hafði veriö í rokkabillí-bandinu
Café Races. Hann sá aö ekki yrði
lengur við það búið aö félagamir
spiluöu allir á gítar. Þaö var John
IUsley sem sýndi fómfýsi og skipti
yfir á bassa til að auka breiddina.
Eftir að Mark Knopfler fór aö
hrista eina og eina lagasmíð fram
úr erminni kviknaöi áhugi á því
að fara í hljóðver. Hundrað og tutt-
ugu pundum var skrapað saman
og þau dugðu til þes að gera fimm
„demo“ á einni helgi. Meðal þeirra
laga sem tekin voru upp, vora Sult-
ans of Swing og Wild west End.
Trymbillinn Pick Withers aðstoð-
aði við upptökumar og ríkti það
almenn ánægja með hans störf að
honum var boðið að ganga í hljóm-
sveitina.
Með inngöngu Pick Withers í
hópinn var komin mynd á hljóm-
sveitina og því þótti tilhlýðilegt að
hún fengi nafn. Sökum þess hve
erfiðlega gekk að safna pundunum
120 þá kom upp sú hugmynd að
kalla fyrirbærið Dire Straits, sem
upp á íslenskuna útleggst fiár-.
hagskröggur. Sú tiiiaga þótti til-
hlýðleg og var samþykkt. Þetta var
í júlí 1977.
Athygli vakin
Eins og títt er um óþekkta tónlist-
armenn sem vflja koma sjálfum sér
á framfæri þá leitaði Dire Straits
til þekkts útvarpsmanns með
„demo“-spóluna. Sá hreifst svo af
lögunum að hann breytti næsta
þætti þannig að hann gæti spilað
lögin. Og viðbrögðin létu ekki á sér
standa. Strax daginn eftir höfðu
þrjú hljómplötufyrirtæki samband
við útvarpsmanninn í þeim tilgangi
að fá upplýsingar um þessa
óþekktu hljómsveit. Niðurstaðan
varð sú að Dire Straits gerði hljóm-
plötusamning við Vertigo, dóttur-
fyrirtæki Phonogram, í desember
1977. Skömmu áður en Dire Straits
skrifaði undir samninginn hafði
hljómsveitin ferðast með lítt
þekktri bandarískri hljómsveit á
tónleikaferðalagi um Bretland og
hitað upp fyrir hana. Sú hljómsveit
hét Taiking Heads.
í febrúar 1978 hélt hljómsveitin í
hljóðver og í þetta skiptið þurfti
engar fiársafnanir til. Hljómsveit-
Umsjón
Snorri Már Skúlason
armeðlimir vora þó ekkert að sól-
unda aurnum því þeir tóku upp
efni á heila breiðskífu á aðeins 12
dögum. Platan kom á markað í júní
og fékk misjafnar viðtökur. Á tím-
um pönks og diskós þótti vinalegt
gítarrokk Dire Straits koma sem
skrattinn úr sauðarleggnum. Sala
á plötunni fór hægt af stað en vin-
sældir lagsins Sultans of Swing
gerðu það að verkum að plötubúðir
þurftu að panta gripinn í sífellt
stærri upplögum. Margir gagnrýn-
endur hrifust af þeirri tímaskekkju
sem þeir þóttust sjá í Dire Straits.
Blúsrokkið var smekklega með-
höndlað og flutningurinn þótt
hnökralaus. Höfuðpaurinn, Mark
Knopfler, þótti undarlegur blend-
ingm- af Eric Clapton og J.J. Cale,
og söngtaktamir þóttu minna á
Bob Dylan.
Sultans of Swing var hápunktur
plötunnar að flestra mati enda má
segja aö lagið hafi rutt Dire Straits
braut, frægðarbrautina. Lagiö fór í
8. sæti vinsældalistans í Bretlandi
og 4. sæti í Bandaríkjunum og vakti
þannig athygli á þessari nýju
hljómsveit.
Knopfler eftirsóttur
hjálparkokkur
Vorið 1979 kvisaðist út orðrómur
að von væri nýrrar plötu frá Dire
Straits. Hljómsveitin hafði eytt
löngum stundum í hljómleika-
ferðalög en hún sá sér þó fært að
hlaupa í hljóðver og kom þaðan út
með nýja plötu í handraðanum. Sú
hét Communiqué og kom út í maí
árið 1979. Platan fékk mun betri
viðtökur hjá almenningi en fyrri
platan enda Dire Straits orðið ólíkt
þekktara nafn en árið áður. Com-
muniqué seldist í yfir þremur millj-
ónum eintaka sem var þrefalt
stærra upplag en fyrri platan fór
i. Gagnrýnendur voru ósparir á
lofin en fundu það að plötunni að
hún væri of lik hinni fyrri.
Á tónleikaferð sem farin var í
Kjölfar plötunnar hreifst Bob Dylan
af snilli Marks Knopfler og trymb-
ilsins Pick Withers og fékk þá sér
til fulltingis á plötu sem hann var
með í smíðum og kallaöi Slow Tra-
in Coming. Stuttu síðar var Mark
Knopfler aftur kominn í hljóðver
og enn með hjálparhönd á lofti. í
þetta skiptið aðstoðaði hann Don-
ald Fagen og Walter Becker í Steely
Dan við plötuna Gaucho.
Áður en þriðja platan var tekin
upp yfirgaf David Knopfler hljóm-
sveitina og lágu til þess ýmsar
ástæður. David var með mörg lög
í pokahominu sem ekki komust á
efnisskrá hljómsveitarinnar, hann
hafði áhuga á að leggja upptöku-
stjórn fyrir sig og síðast en ekki
síst heillaði hugmyndin um sóló-
feril. Skarð Davids Knopflers fyllti
hljómborðsleikarinn Roy Bittan
sem getið hafði sér gott orð með
E-Street bandi Brace Springsteen.
Stíllinn slípaður
Það var í október árið 1980 að
Making Movies var útgefin og á
henni mátti heyra breyttar áhersl-
ur í tónlistinni. Hljómborðsleikur
Roys Bittans veitti ferskum
straumum inn í tónlist Dire Straits.
Breytt liðskipan skilaði sér í kröft-
ugri og frísklegri tónlist. Viðtökur
almennings voru í takt lofrallu
gagnrýnenda og fór platan í fiórða
sæti vinsældalistans í Bretlandi.
Skömmu áður en hljómsveitin hélt
í hljómleikaferð til Bandaríkjanna
haustið 1980 vora tveir nýir með-
limir innvígðir í hljómsveitina.
Þetta voru þeir Hal Lindes gítar-
leikari og Alan Clark hljómborðs-
leikari.
Tvö ár Uðu án þess aö nokkuð
heyrðist frá Dire Straits og endur-
speglaði sú þögn þá stöðu sem
hljómsveitarin hafði náð. Hún var
farin að tileinka sér siði stórstirna
sem hæglega geta látið nokkur ár
líða á mifli platna án þess að falla
í gleymskunnar dá.
Fjórða plata Dire Straits, Love
Over Gold, var sköpuð í New York
í fyrri hluta árs 1982. Hún kom út
í september og opinberaði fimm
löng lög. Hér var á ferðinni þyngsta
plata hljómsveitarinnar til þessa,
svo Ustilega útsett að hlustandinn.
var sífeUt að uppgötva nýja fleti á
tónlistinni. Enn í dag era margir
sammála um að Love Over Gold sé
besta plata Dire Straits. Á plötunni
fullkomnaði hljómsveitin stílbragð
sem hún hafði verið að þróa með
sér á undangengnum áram. Yfir,
vegunin var fullkomin og tónlistin
einlæg.
Hið gullfallega Private Investiga-
tions var sett á smáskífu, að því er
sagan segir vegna þess hve það
þótti óUklegt til vinsælda. Það
stakk í stúf við önnur lög á vin-
sældaUstanum í Bretlandi haustið
1982 en fór samt sem áður í 2. sæt-
ið. Love over Gold fór hins vegar
beint á toppinn sem var besti ár-
angur hljómsveitarinnar.
Jólagjöf Dire Straits til aðdáenda
sinna þetta sama ár var þriggja
laga smáskífa, Extended Dance
Play, sem innihélt létt og grípandi
lög ætluð til dansnotkunar. Þekkt-
ast laganna þriggja varð Twisting
by the Pool, rokkari af gamla skó-
lanum sem sýndi vel fiölhæfni
hlj óms veitarinnar.
Tvær breiðskífur
á níu árum
Vorið 1985 opinberaði Mark
Knopfler og félagar í Dire Straits
hugverk undangenginna missera
er platan Brothers in Arms var
útgefin í maí. Þá hafði ekkert nýtt
komið úr smiðju hljómsveitarinnar
í tæp þrjú ár. Á Brothers in Arms
hvarf Dire Straits frá hinum löngu
tónverkum sem einkenndu Love
Over Gold. Yflrbragðið var afslapp-
að og róleg lög í meirihluta. Eins
og titiU plötunnar ber með sér var
stríðsbrölt ofarlega í huga Knopfl-
erS og einkenndi það yrkisefni plöt-
una að vissu marki. Þó var þar að
finna gleðisöng á borð við Walk of
life, ádeilubraginn Money for not-
hing og tregalagið Why worry.
Með Brothers in Arms náðu vin-
sældir Dire Straits í hæstu hæðir
og er ekki ofsögum sagt að hún
hafi verið ein dáðasta hljómsveit
veraldar eftir útkomu þeirrar
plötu.
Eftir velgengni Brothers in Arms
og tónleikaferðarinnar sem fylgdi
plötunni, var hljómsveitin í hæga
gírnum og fór á stundum svo hægt
að áhugamenn um tónlist voru
hættir að finna púlsinn og famir
að rita eftirmæli Dire Straits.
Hljómsveitin sannaði svo áþreifan-
lega í byriun þessa mánaðar að all-
ar fréttir af dauða hennar voru
stórlega ýktar.
Nýja platan sem kallast On Every
Street er kærkomin öllum aðdá-
endum Dire Straits. Hún boðar
ekki kaflaskipti á ferli hljómsveit-
arinnar heldur siglir í nokkuð eðli-
legu framhaldi af því sem á undan
er komið. Erfitt er að draga ákveð-
in lög út sem líkleg era til vinsælda
en þó koma upp í hugann smíðar á
borð við Calling Elvis og The Bug.
Yfirbragðið er oft á tíðum blúsað
og lögin Fade to Black og You and
your Friend eru vel slípaöar perlur.
On Every Street boðar endur-
komu Dire Straits í sviðsljósið enda
hljómsveitarmeðlimir lýst þvi yfir
að í kjölfar plötunnar muni sveitin
fara í stærsta hljómleikaferðalag
sem nokkra sinni hefur verið farið.
í því sambandi hefur verið rætt um
að Dire Straits fari til milli 60 og
70 landa á yfir tveimur áram. Hvort
ísland er í þeim hópi verður fram-
tíðin að leiða í ljós.