Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1991, Page 51
67
Afmæli
María Pálsdóttir
María Pálsdóttir húsmóðir, Boða-
hlein 4, Garðabæ, verður áttatiu og
fimm ára á þriðjudaginn kemur.
Starfsferill
María fæddist að Bæjum á Snæ-
fjallaströnd í Norður-Ísaíjarðar-
sýslu en ólst upp í Höfða í Grunna-
víkurhreppi.
Eftir að María gifti sig var hún
húsmóðir í Reykjavík en þau hjónin
bjuggu lengst af á Stýrimannastíg
13 í Reykjavík. Þau búa nú í íbúð
aldraðra að Boðahlein 4 í Garðabæ.
Fjölskylda
María giftist 30.8.1933 Maríusi
Jónssyni, f. 25.11.1908, sem lengst
af var vélstjóri á Karlsefni og síðar
á björgunarskipinu Goðanum, en
hann er sonur Jóns Jónssonar,
beykis á Eskifirði, og Guðbjargar
Bessadóttur, húsmóður á Norðfirði.
Börn Maríu og Maríusar eru Inga
Maríusdóttir, f. 22.10.1931, húsmóð-
ir í Reykjavík, gift Jóni Alfreðssyni
og á Inga þrjú börn; Óskar Maríus-
son, f. 23.6.1934, efnaverkfræðingur
í Garðabæ, kvæntur Kristbjörgu
Þórhallsdóttur og eiga þau þrjú
böm; Steinunn Maríusdóttir, f.
20.12.1941, bankastarfsmaður í
Reykjavík, gift Sæþór Skarphéðins-
syni og eiga þau fjögur börn; María
Maríusdóttir, f. 7.4.1948, upptöku-
stjóri í Reykjavík og á hún þrjú
böm.
Barnaböm Maríu era nú þrettán
talsins, langömmubömin eru átta
og eitt langalangömmubarn.
Systkini Maríu: Guðmundur Páls-
son, f. 1895, nú látinn; Halldór Páls-
son, f. 1898, nú látinn; Sólveig Páls-
dóttir, f. 1899, búsett á ísafirði; Re-
bekka Pálsdóttir, f. 1902, nú látin;
Kristín Pálsdóttir, dó í frum-
bemsku; Jóhann Pálsson, f. 1904,
búsettur í Bolungarvík, og tvíbur-
arnir Helga Pálsdóttir, búsett á
Eskifirði, og Guðrún Pálsdóttir, bú-
sett í Reykjavík.
Foreldrar Maríu vora Páll Hall-
dórsson, f. 4.6.1875, d. 1937, bóndi,
og Steinunn Jóhannsdóttir, f. 16.4.
1865, d. 1942, húsmóðir.
Ætt
Páli var sonur Halldórs, b. á Naut-
eyri við Djúp, Hermannssonar, b. í
Hattardal, Halldórssonar, í Hörgs-
hlíð í Görðum í Aðalvík, Jónssonar,
í Hörgshlíð Jónssonar, í Hörgshhð
Pálssonar.
Móðir Páls í Höfða var María Re-
bekka, systir Margrétar, ömmu Páls
Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra
Upplýsingasímans ogfyrrv. út-
varpsstjóra, og ömmu Steindórs
Hjörleifssonar leikara, fóður Ragn-
heiðar leikkonu. María Rebekka var
dóttir Kristjáns, stórb., dbrm. og
hreppstjóra á Melgraseyri og síðar
í Reykjarfirði, ættfóður Reykjar-
fjarðarættarinnar Ebenezarsonar,
Guðmundssonar, b. í Arnardai,
Bárðarsonar, b. í Arnardal og ætt-
fóður Arnardalsættarinnar, Illuga-
sonar. Móöir Maríu Rebekku var
Kristín, systir Maríu, langömmu
Margrétar, ömmu Jóns L. Árnason-
ar stórmeistara. Kristín var dóttir
Páls, b. í Arnardal, Halldórssonar,
og Margrétar, systur Ebenezar.
Steinunn var dóttir Jóhanns, b. á
Svanshóli, Jónssonar, b. í Græna-
nesi, bróöur Daða fróða, fræði-
manns og skálds, og Sveins, próf-
asts, þjóðfundarmanns og skálds á
María Pálsdóttir.
Staöastað, fóður Hallgríms biskups.
Sveinn var einnig afi Sveins Björns-
sonar forseta og Haralds Níelssonar,
fóður Jónasar, fyrrv. bankastjóra.
Jón var sonur Níelsar, b. á Kleifum
í Gilsfirði, Sveinssonar og Sesselju
Jónsdóttur, b. á Barmi á Skarðs-
strönd, Guðmundssonar.
María tekur á móti gestum í
Garðaholti í Garðabæ sunnudaginn
22.9. klukkan 16.00-19.00.
Til hamingju með afmælið 21. september
80 ára 50 ára
Laufey K. Björnsdóttir, Sigriður Sigurðardóttir, Kleppsvegi 118, Reykjavík. Sólbrekku 21, Húsavik. Gísli Jónsson, Hannes Gunnarsson, Laugamesvegi 74, Reykjavík. Hafiiarbergi 10, Þorlákshöfn.
-7r ' Árgerði, Éyjafirði. f O BT3 Hákon Ólafsson,
Hjalti S. Sigurðsson, Bjarni Fannberg Jönasson, Vesturgötu 12A, Keflavik. Ránargötu 7, Akureyri. Guðmundur Sigurðsson, Hann tekur á móti gestum á afmælis- Gunnarsbraut 8, Búðardal. daginn eftir kl. 20.00 í Hamri, félags- Krístjana S. G. Sveinsdóttir, heimili Þórs á Akureyri. Laxagötu 2, Akureyri. Ólöf Guðmundsdóttir, Hnnrtastapa, Hrannhreppi
•>n • Hreiðar Einarsson, fU aia Hjallavegi 1B, Njarðvíkum.
Anna Guðrún Sigurðardóttir, in ' Langholtsvegi 106, Reykjavík. ^IU 3(3
Anna tekur á móti gestum í safnaðar- heimili Langholtskirkju klukkan 16-19 Hörður Sœvar Hauksson, á afmæiisdaginn. Hraunbæ 34, Reykjavík. Antonía Jónsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Rauðalæk 63, Reykjavík. Bakkahvammi 7, Búðardal. Hún verður að heiman á afmælisdag- Jón Sigþór Sigurðsson, inn. Litluhlið 4A, Akureyri. Valtýr Sigurðsson, Kristinn Sigurðsson, Háteigsvegi 34, Reykjavik. Hliðargötu 5, Neskaupstað. Liv Anna KristofTersen,
„ Nesvegi 64, Reykjavík. qU 313 Jón Ingimarsson,
Guðríður Magnúsdóttir, Flosi Þórír Jakobsson, Rauöalæk 3, Reykjavík. Silfurbraut 6, Höfn í Hornafirði. Soffia Ingimarsdóttir, Mariannc Jóhannsson, Skólagötu 8A, ísafirði. Bræðratungu 20, Kópavogi, Sveinn Finnhogason, Sigrún Björgúlfsdóttir, Dverghömrum 8, Reykjavík. Lindargötu 56, Reykjavík. Heiða Eiríksdóttir, Heiga Dagmar Guðmundsdóttir, Helgubraut 2, Kópavogi. Höskuldarvöllum 11, Grindavík.
Til hamingju með afmælið 22. september
85 árd 60 ára
Einar S. Kvaran, Sveinsina Andrea Árnadóttir, Hringbraut 50, Reykjavik. Skarösbraut 5, Akranesi. Sigurður G. Emilsson, Þúfubarði 3, Hafharfiröi.
80 árs 50 árd
Pétur Áraundason, Edda Björg Björgmundsdóttir, Skúlagötu 40A, Reykjavík. Sólbakka 11, Breíðdalsvík.
Baldursgötu 2, Keflavik. d/\ Guðni Jónsson, df fl
Hraunbæ 99, Reykjavik. Lárus Johnsen Atlason, Faxatúni 7. Garðabæ. Kristjún Krístjánsson,
" Selvogsgrunni 22, Reykjavik. 70 ara Hrafnhildur Einarsdóttir, v Bræðraborearstie 4. Revkiavík.
Kristján Þórðarson, T?' ■ Dílahæð 11, Borgamesi. Vfkurflöt 7, Stykkisholmi.
Sólveig Leifsdóttir
Sólveig Leifsdóttir hárgreiðslu-
meistari, Sogavegi210, Reykjavík,
erfertugídag.
Starfsferill
Sólveig er fædd á Flateyri við
Önundaríjörð og ólst þar upp fyrstu
árin. Hún flutti kornung til Reykja-
vikur en dvaldi öll sumur á Súg-
andafirði.
Sólveig lærði hárgreiöslu hjá Arn-
fríði ísaksdóttur á hárgreiðslustof-
unni Permu í Reykjavík. Hún lauk
sveinsprófi 1970 og hefur starfað við
iðn sínasíðan.
Sólveig rekur tvær hárgreiðslu-
stofur, önnur er í Suðurveri og hin
í Grímsbæ í Reykjavík.
Sólveig hefur tekið þátt ífjölmörg-
um keppnum hérlendis og erlendis.
Hún hefur hlotið íslandsmeistara-
titilinn þrisvar sinnum, 1983,1985
og 1989, einnig hefur hún unnið til
verðlauna erlendis. Sólveig hefur
verið dómari í alþjóðakeppnum.
Hún er í stjórn Hárgreiðslumeist-
arafélags íslands og Sambands hár-
greiðslu- og hárskerameistara. Sól-
veig hefur verið í stjóm Súgfirð-
ingafélags Reykjavíkur og er með-
limur í Intercoiffure, sem eru al-
þjóðleg samtök hárgreiðslufólks.
Fjölskylda
Sólveig giftist 28.12.1974 Gísla B.
Blöndal, f. 8.7.1947, rafiðnfræöingi.
Foreldrar hans eru Björn Auðunn
Blöndal og Kristbjörg Gísladóttir,
sem er látin. Fósturfaðir hans er
Hreggviður Hermannsson, læknir í
Keflavík.
Börn Sólveigar eru María Auður
Steingrímsdóttir, f. 28.4.1970,
bankamaður og Leifur G. Blöndal,
f.4.5.1975, nemi.
Sólveig á eina systur, Höllu Leifs-
dóttur, f. 6.3.1957, deildarstjóra,
maki Jón Pétur Guðbjörnsson, f. 7.
8.1957, sölumaður. Börn þeirra eru
Eiríkur Gísli Johanson og Guðbjörn
Jónsson.
Foreldrar Sólveigar eru Leifur
Sólveig Leifsdóttir.
Sigurösson, f. 22.7.1929, rafvirki og
María Auður Guðnadóttir, f. 6.6.
1932, verslunarmaður. Þau hafa
búið lengst af í Reykjavík.
Sólveig og Gísli taka á móti gestum
í Félagsheimili Rafmagnsveitu
Reykjavíkur við Elliðaár á afmælis-
daginn klukkan 18.
Guðlaug Amþrúður
Gunnólfsdóttir
Guölaug Arnþrúður Gunnólfs-
dóttir húsmóðir, Birkihlíð 23, Vest-
mannaeyjum, er fimmtug í dag.
Fjölskylda
Guðlaug Arnþrúður fæddist á
Þórshöfn á Langanesi og ólst upp á
Þórshöfn. Hún og maður hennar,
Gísh Geir Guðlaugsson fram-
kvæmdastjóri, hófu búskap í árslok
1958 en þau giftu sig 21.4.1962. Gísli
Geir fæddist 3.7.1940, sonur Guð-
laugs Gíslasonar, fyrrv. alþingis-
manns, og Sigurlaugar Jónsdóttur,
húsmóður í Vestmannaeyjum.
Böm Guðlaugar Amþrúðar og
Gísla Geirs eru Þórunn Gísladóttir,
f. 17.10.1958, maki Guðmundur Hug-
inn Guðmundsson, f. 29.5.1960, og
er sonur þeirra Guðmundur Ingi
Guðmundsson, f. 14.6.1980; Harpa
Gísladóttir, f. 11.1.1960, gift Tómasi
Hrafni Guðjónssyni, f. 2.12.1957, en
börn þeirra era Gísli Geir Tómas-
son, f. 17.7.1980, ogErnaTómasdótt-
ir, f. 18.9.1984; Dröfn Gísladóttir, f.
18.11.1963, gift Guðmundi Richards-
syni, f. 28.6.1960, en börn þeirra eru
Guölaug Arnþrúður Guömunds-
dóttir, f. 16.11.1984, og Birna Dögg
Guðmundsdóttir, f. 11.5.1989; Guð-
laug Gísladóttir, f. 20.7.1978.
Systkini Guðlaugar Arnþrúðar
eru Helga Gunnólfsdóttir, f. 1.8.
1925, búsett í Keflavík, gift Áma
Þorkels Ámasyni, f. 30.12.1917, og
eiga þau tíu börn; Páll Gunnlaugs-
son Gunnólfsson, f. 12.1.1931, bú-
settur í Reykjavík, kvæntur Ástu
M. Einarsdóttur, f. 14.5.1928, og eiga
þau einn son, auk þess sem Ásta á
son frá því áður; Sæmundur Gunn-
ólfsson, f. 26.4.1936, búsettur i
Reykjavík, kvæntur Auði Stefáns-
dóttur og eiga þau tvo syni; Lárus
Gunnólfsson, f. 9.10.1937, búsettur
í Vestmannaeyjum, kvæntur Guð-
ríði Bjamadóttur og eiga þau þrjá
syni; Kristján Gunnólfsson, f. 19.6.
1939, búsettur í Reykjavík, kvæntur
Guðlaug Amþrúður Gunnólfsdóttir
Ingibjörgu Gunnarsdóttur, f. 14.2.
1936.
Foreldrar Guðlaugar Amþrúðar
vora Gunnólfur Einarsson, f. 13.4.
1899, d. 10.2.1981, og kona hans,
Guðlaug Lárasdóttir, f. 13.5.1906,
d. 3.5.1967.
Þetta getur verið BILIÐ milli iifs og dauðal
30 metrar
Dökkklæddur vegfarandi sést
ekki fyrr en í 20-30 m. fjarlægð
frá lágljósum bifreiðar
en með endurskinsmerki,
borin á réttan hátt sést hann
i 120-130 m. fjarlægð.
130 metrar
yUMFERÐAR
RÁO