Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Page 2
2
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991.
Fréttir_________________________________________________________________________dv
Erfitt en árangursríkt heimsmeistaramót á enda:
Kflóin hrundu af ís-
lensku keppendunum
- þreyttir og glaðir spilarar hlakka til heimkomunnar á sunnudagskvöld
„Þegar heimsmeistararnir gengu í
salinn brutust út ótrúleg fagnaðar-
læti allra þjóða manna svo augljós-
lega héldu alhr með okkar mönnum.
Björn Eysteinsson fyrirliði hefur
verið mjög strangur með að leyfa
engum að koma nærri spilurunum
meðan á spennunni stóð og þeir
höfðu ekki hugmynd um fyrr en eftir
á hversu mikið fjölmiðlar heima
höfðu fjallað um mótið. Það kom
þeim mjög á óvart,“ sagði ísak Sig-
urðsson, blaðamaður DV og fyrrver-
andi framkvæmdastj óri Bridgesam-
bandsins, í símaviðtali frá Yoko-
hama.
„Sérstaklega ánægjulegt var að 45
manns í heimsreisu, meö Ingólf Guð-
brandsspn í hroddi fylkingar, breyttu
ferðinni þar sem þeir voru staddir p
Filippseyjum til að fylgjast með loka-
slagnum. Þeir komu inn í hús um
sama leyti og versti kaflinn var yfir-
staðinn og menn orðnir bjartsýnir
um sigur á nýjan leik.“
Ljúffengur málsverður
„Þrjú hundruð gestir voru við-
staddir verðlaunaafhendinguna sem
var mjög glæsileg. Veitingar voru
ákaflega ljúffengar en meðal þess
sem mönnum var boöiö upp á var
japanskir sjávarréttir í forrétt, jap-
önsk kjúkhngasúpa í millirétt en í
aðalrétt var kálfakjöt, framreitt að
frönskum hætti. í lokin var fram
borinn sérlagaður japanskur ís.
Eftir frábæra máltið fór verðlauna-
afhendingin fram. Fyrst voru veitt
verðlaun í kvennaflokki en sigurveg-
arar þar voru frá Bandaríkjunum. í
karlaflokki fengu Svíar þriðju verð-
laun, Pólveijar fengu önnur og loks
heimsmeistaramir íslendingar þau
fyrstu. Salurinn ætlaði vitlaus að
verða þegar íslensku meistararnir
gengu á svið. Það var greinilegt aö
óvæntur sigur íslands féll öhum
keppendum vel í geð.
Fyrirhði kvennasveitarinnar,
Kathie Wei, kom til Helga Jóhanns-
sonar fyrir verðlaunaafhendinguna
og sagði: Þið eruð sigurvegarar móts-
ins. Þið spiluðuð stórkostlegan
bridge ahan tímann - en við aöeins
þegar við þurftum þess með.
Ekki fór framhjá nokkrum manni
ánægjusvipurinn á íslensku kepp-
endunum en þreytan var engu að
síður augljós eftir þessa hnnulausu
fjórtán daga spilamennsku. Keppnin
tók mjög á þá og má geta þess að
ahir hafa lést um nokkur kíló, allt
frá þremur upp í fimm.“
Björn Eysteinsson, fyrirliði íslenska landsliösins, tekur hér við sigurlaununum - Bermúdabikarnum. Við hlið hans eru f.v.: Guðmundur Páll Arnarson,
Jón Baldursson, Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Aðalsteinn Jörgensen og Þorlákur Jónsson. DV-símamynd ísak
Síminn stoppaði ekki
„Keppendur sátu í sérstöku her-
bergi á þriðju hæð hússins þar sem
keppnin fór fram en áhorfendur sátu
á fimmtu hæð í nokkurs konar bíósal
þar sem þeir fylgdust með keppend-
unum á stórum sjónvarpsskjá. Menn
nöguðu neglurnar um tíma en hið
rafmagnaða andrúmsloft, sem hafði
myndast, varð að léttleika og fegin-
leikinn braust út með miklum látum
þegar sigiuinn var í hófn. Síminn
gekk látlaust frá fjölmiðlum á íslandi
á meðan þetta stóð yfir. Við hringd-
um meira en allir aðrir til samans
og Bjami Fel var stanslaust í síman-
um. Þetta myndaði auðvitaö mikla
spennu en svakaleg læti þegar þetta
var búið. Heimsreisufarþegamir
sögöu aö þetta væri toppurinn á ferð-
inni hjá þeim.
Salurinn var orðinn yfirfuhur af
fólki undir lokin og ég held að allir
hafi verið famir að halda með okkar
mönnum enda öskraðu ahra þjóða
menn með okkur. Pólveijarnir voru
hálfleiðinlegir og frekir við borðið,
sem vel kom fram á skjánum, en ís-
lensku keppendurnir gerðu í að
brosa framan í myndavélamar. Það
var mjög skemmtilegt að fylgjast með
því.“
Pólverjar óvinsæiir
„Ég á nokkra kunningja í sænska
landsliðshópnum sem komu til mín
og báðu um að ég tæki mynd af þeim
á verðlaunapalh og einnig íslending-
unum. „Við höfum engan áhuga á
Pólverjunum," sögðu þeir og það er
dæmi um óvinsældir þeirra. Venju-
lega hafa þeir áhuga á að mynda alla
vinningshafana."
- Hvað hafa fjölmiðlar annarra
landa sýnt þessu mikinn áhuga?
„Ég held að hann sé ekki mikill.
Kohegar mínir urðu æfir þegar þeir
sáu DV-blööin sem ég kom með hing-
að út. Þeir trúðu ekki að íslenskur
fjölmiðih legði svona mikiö pláss
undir brigde enda hafa þeir alltaf
verið aö reyna að vekja athygli á sín-
um fréttum og koma þeim inn, með
misjöfnum árangri. Ég fékk ekki
vinnufriö á tímabih því ég varð að
sýna öllum erlendu blaðamönnun-
um DV.“
Jón fékk japanskt nudd
„Verölaunaafhendingin hófst
klukkan átján og síðan var dansleik-
ur á eftir þar sem allir íslendingar
lyftu glösum og skemmtu sér. Þar á
meðal var heimsreisufólkið og var
mjög góð stemning.
Það væri kannski gaman að nefna
að tveir keppendanna ætluðu sér að
dvelja hér áfram og skoða sig um en
þeir era svo uppgefnir eftir mótið að
þeir hættu við og hlakka bara til að
fara heim og hvílast.
Jón Baldursson var th dæmis mjög
slæmur í öxlum í miðju móti og fékk
þá fuUorðna japanska konu tíl að
nudda sig. Hann varð aUur annar
maöur og sagði aö menn mættu aUs
ekki fara tíl Japans án þess að fara
f nudd.“
- Era menn ánægðir með fram-
kvæmd þessa móts?
„Ég hef heyrt að framkvæmd Evr-
ópumótsins á írlandi í sumar hafi
verið mun betri og þá sérstaklega
varðandi tölvutækni. Þó furðulegt
megi virðast í landi tölvunnar þá
hafa komið upp nokkrar bUanir í
kerfinu á mótinu. Það er sjaldgæft
að shk mistök komi upp á móti sem
þessu.
En þess má geta að á írlandi urðu
Bretar í efsta sæti, Svíar í öðra, Pól-
veijar í þriðja og íslendingar í fjórða.
Það tryggöi þeim þátttöku í þessu
móti hér. Upphaflega kepptu hundr-
að þjóðir í margvísle^um undanriðl-
um og það er til marks um hversu
víðtækur áhugi manna er á bridge."
Hlakka til að koma heim
- Era menn farnir aö tala um vænt-
anlega heimkomu?
„Já, aðahega hlakka þeir til að lesa
blöðin heima og sjá hvað áhuginn
hefur verið mikUl á mótinu. Ég held
aö þeir séu spenntir að koma heim
enda er þetta glæsUegasti árangur í
nokkurri hópíþrótt á íslandi."
Þess má geta að hópurinn kemur
heim annað kvöld. En dagurinn í dag
er frídagur og ætluðu menn að nota
tækifærið og skoða sig lítihega um í
Yokohama.
-ELA
Bridgemeistaranna beðið með eftirvæntingu:
Vinn pabba í ólsen
- segir sonur Jóns Baldurssonar
„Pabbi kemur með alveg rosa-
lega stóran bikar, jafnstóran þess-
um,“ sagði Jón Bjami Jónsson
spenntur og benti á myndarlegan
verölaunabikar uppi á hillu í fé-
lagsheimih Bridgesambands ís-
lands í gær.
Jón Bjami, 6 ára, er sonur Jóns
Baldurssonar, eins heimsmeistar-
anna sem íslendingar eignuöust í
bridge í gærmorgun. Jón Bragi og
bróðir hans, Magni Rafn, 4 ára,
vora í félagsheimih Bridgesam-
bandsins í gær ásamt móður sinni,
EUnu Bjamadóttur sem er fram-
kvæmdastjóri Bridgesambandsins.
Þeir bræður vora mjög kátir og
ánægöir með árangur pabba síns
enda kröfuharðir. Þannig munu
þeir krefjast þess af fóður sínum
að hann komi heim með verðlaun
í hvert skipti sem hann keppir í
bridge. Hann hefur sjaldnast
bragðist þeim og víst að slíkt kom
ekki til greina á heimsmeistara-
mótinu í Japan.
Blaðamaður spurði þá bræður
hvort þeir kynnu aö spila bridge.
Þeir svöraðu því neitandi en sögðu
þeim mun ákveðnar að þeir kynnu
ólsen-ólsen.
„Ég spila oft ólsen-ólsen við
pabba og ég hef unnið hann,“ sagði
Jón Bjami með ákafa og Magni
Rafn tók undir.
Skóladagurinn í gær hður sjálf-
sagt seint úr minni Jóns Bjama.
Hann sagöi að allir heíðu verið að
óska sér til hamingju með pabba
ólsen
sinn.
Þó að Magni Rafn sé tveimur
árum yngri virtist hann alveg vera
með á nótunum. Þegar hann var
vakinn í gærmorgun sagði hálf-
systir hans honum að pabbi hans
væri orðinn heimsmeistari. „Ég
veit það,“ sagði sá stutti og lét sér
fátt um finnast, „mig dreymdi það
í nótt“.
-hlh
Gosan hf.:
Engin ákvörðun
um f lutninga
Gyifi Kxistjánsson, DV, Akureyri:
„Það liggur engin ákvörðun fyrir
en sennilega styttist í að hún verði
tekin, meira er ekki um máhð að
segja á þessu stigi,“ segir Magnús
Þorsteinson, framkvæmdastjóri Vik-
ing Bragg um sameiningu fram-
leiðslu Gosans hf. á einn stað.
Gosdrykkjaframleiðsla fyrirtækis-
ins er í Reykjavík en bjórframleiðsla
undir merki Viking Bragg á Akur-
eyri.
Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa lát-
ið máhð til sín taka og boðið Gosan
hf. fyrirgreiðslu með niðurfellingu
gjalda verði framleiöslan öh á Akur-
eyri í framtíðinni.