Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Side 3
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991.
3
i>v Fréttir
Hvítabókin:
Textinn var
ekki lagður
fyrir
þingflokka
Þeir Davíö Oddsson forsætisráð-
herra og Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra kynntu í fyrradag
á fréttamannafundi hvítu bókina
svonefndu. Hún inniheldur stefnu og
starfsáætlun ríkisstjómarinnar.
Jón Baldvin viðurkenndi á frétta-
mannafundinum að endanlegur texti
hókarinnar hefði ekki verið kynntur
þingflokki Alþýðuflokksins. Hann
sagðist aftur á móti hafa haft fullt
umboð þingflókksins til að ganga frá
textanum.
Davíð Oddsson sagði að þingmenn
Sjálfstæðisflokks hefðu fylgst með
gerð bókarinnar en ekki farið yfir
hans eins og hún lægi nú fyrir.
Gengið var í að koma bókinni út í
miklum flýti. Hún var prentuð að
næturlagi því varla þornuð prent-
svertan þegar fréttamannafundur-
inn var haldinn. í lok þingfundar á
miðvikudaginn var spurt um bókina
á þingi og svaraði þá Eiður Guðnason
umhverfisráðherra þvi til að bókin
yrði ekki komin út áður en forsætis-
ráðherra flytti stefnuræðu sína en
það var í fyrrakvöld. Um kvöldið
snerist þeim Davíð og Jóni Baldvin
hugur og bókin var sett í prentun
um nóttina.
í kaflanum um landbúnaðarmál er
gengið út frá því að búvörusamning-
urinn frá því í mars standi. Sagði Jón
Baldvin að það væri álit ríkislög-
manns að ekki væri hægt að hrófla
við honum. Vitað er að margir þing-
menn Alþýðuflokksins eru þessu
ekki sammála og vilja láta breyta
búvörusamningnum.
-S.dór
Bjarni Hólm lásasmiður og Júlíus
Þorbergsson, eigandi Draumsins,
við martröðina - ónýtan lás eftir
þjófa. Þeir voru á þriðja tíma að
komast inn. DV-mynd S
Martröðí
Draumnum
Þeim varð htið ágengt, þjófunum
sem ætluðu að brjótast inn í sölu-
turninn Drauminn við Rauðarárstíg.
Þeir komust ekki inn og urðu frá að
hverfa. Hins vegar skildu þeir svo
við sérlega sterkbyggðan lásinn á
hurð sölutumsins að eigandinn, Júl-
íus Þorbergsson, lenti í verstu mar-
tröð þegar hann ætlaði að opna.
Hann komst heldur ekki inn.
Var Bjami Hólm, lásasmiður með
meiru, kallaður til og var hann hátt
í þrjá klukkutíma að hamast viö lás-
inn. Varö hann á endanum að fara
inn um gluggann svo hægt yrði að
opna Drauminn. Sagði Bjami þetta
eitt erfiðasta verkefni sem hann
hefði lent í og hefur hann þó kynnst
mörgu. Var hann að enda við að sefja
nýjan lás í hurðina á Draumnum.
-hlh
3ja ára
ábyrgð er á
öllum
hljómtækjum
The Art of Entertainment
21. aldar hljýmtækin hjá okkur
eru helmingi fyrírferðarminni en
áður
Framúrstefnuiegt og fágað útlit
sameinar gæði og býður upp á
meiri ánægju við hlustun
á Mini-stæðunum laugardag
frá kl. 10-16
Einnig verður á svæðinu NSSSAN
PRIMERA ’91 sem búið er að setja
Pioneer hljómtæki í, yfir
Sjón og heyrn er sögu ríkari
Allir velkomnir
VERSLUNIN
VISA - EURO - SAMKORT - MUNALÁN