Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Side 4
.J8GJ aaaöTxo ,§i fluaAGWAöíJAÉl
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991.
S
4
Fréttir
Jón Baldvin fór á ráðherrafund með þotu Flugmálastjómar:
Tók vertinn með
sér til Danmerkur
Þotan sem Flugmálastjórn hefur á ieigu og vertinn í ráðstefnusölum rikis-
ins og fleiri hafa fengið að sitja með í til útlanda ókeypis.
DV-mynd Brynjar Gauti
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra flaug á fund utanríkisráð-
herra Norðurlanda snemma morg-
uns þann 20. ágúst síðastliðinn með
sex farþega einkaþotu sem Flug-
málastjórn hefur á leigu um þessar
mundir. Á síðustu stundu var tekinn
með í förina veitingamaður sem
hafði þjónað ráðherranum í mat og
drykk um nóttina í ráðherrabústaðn-
um.
Langur ríkisstjómarfundur var
haldinn í Ráðherrabústaðnum 19.
ágúst síðastliðinn. Stóð hann frá
morgni mánudagsins 19. ágúst og
fram á nótt. Jón Baldvin þurfti að
fara utan á utanríkisráðherrafund-
inn um morguninn og þá með um-
ræddri þotu. Elías Einarsson, sem
er veitingamaður í funda- og ráð-
stefnusölum ríkisins, annaðist 'veit-
ingar á þessum fundi. Svo fór undir
morgun að hann var tekinn með í
flugferðina til Danmerkur sér að
kostnaðarlausu.
„Það varö úr að ég fékk að sitja í
til Álaborgar. Við fengum mat á Loft-
leiðahótelinu en ég kannast ekki við
aö hafa séð annan kost. Svoleiðis
veitingar eru um borð i þessari vél
sem er vel’búin,“ sagði veitingamað-
urinn í samtali við DV.
Þrátt fyrir þessa fullyrðingu hefur
blaðið heimildir fyrir því að veitingar
frá ráðstefnusölum ríkisins hafi ver-
ið teknar með í ferðina enda sé vana-
lega hvorki vott né þurrt geymt um
borð í þessari vél.
Flugmenn vélarinnar sögðust
bundnir þagnarskyldu varðandi ein-
stakar ferðir þotunnar en upplýstu
blaðamann um að engar veitingar
væru um borð.
Við komuna til Álaborgar biðu bíl-
ar farþeganna frá íslandi, en með í
för voru einnig Sveinn Björnsson og
Gunnar Gunnarsson úr utanríkis-
ráðuneytinu. Var öllum hópnum ek-
ið til Skagen, þar sem ráðherrafund-
urinn var haldinn. Elías sagði DV að
hann hefði greitt allan kostnað af
ferðinni eftir að komið var til Dan-
merkur úr eigin vasa og hefði
greiðslukortamiða og nótur til að
sýna það.
Eina ráðherraferðin
Hjá Flugmálastjóm fengust þær
upplýsingar að þotuna hefði stofnun-
in á leigu meðan prófanir á nýju rat-
sjárstöövunum á Bolaíjalli og Gunn-
ólfsvíkurfjalli fara fram. Þotan verð-
ur á leigu þar til í júní á næsta ári.
Á meðan verður ráðuneytum og rík-
isstofnunum boðin þotan til afnota á
kostnaðarverði sem er um eitt þús-
und Bandaríkjadalir á flugtímann,
60 þúsund íslenskar krónur.
Haukur Hauksson varaflugmála-
stjóri sagði að þotan stæði mestan
tímann milli prófana en inn á milli
væri henni flogið til að halda flug-
mönnunum og véhnni sjálfri við.
Hingað til hefði verið farið í tvær
ferðir eins og þá sem Jón Baldvin fór
í en í hinni ferðinni „flutu“ farþegar
frá Flugmálastjóm með. Ekki fékkst
uppgefið hvert ferðinni var þá heitið.
-hlh
Ráðherrarall í fullum gangi:
Margir ráðherrar erlendis
Ráðherrar ríkisstjómar Davíðs
Oddssonar em 10. Á föstudag voru 5
þeirra erlendis, en þá vom 2 aðrir
alveg nýkomnir heim.
Þeir sem vom erlendis á föstudag-
inn:
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra, í Þýskalandi frá 11. til 16.
október.
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, í Bandaríkjunum frá
6. til 20. október.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra, í Bangkok í Tælandi frá 9. til
26. október.
Halldór Blöndal í Sviss frá 8. októb-
er en hann kom heim þennan dag.
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra, á Kýpur, í Austurríki og
Frakklandi frá 6. til 20. október.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra kom heim síðastliðinn
þriöjudag frá írlandi og Skotlandi og
hafði þá veriö erlendis frá 2. október.
Davíö Oddsson forsætisráðherra
kom heim 27. september eftir 17 daga
ferðalag um Evrópu og Bandaríkin.
Ráðherrar fá allan ferðakostnað
greiddan, flugferðir og hótel. Að auki
fá þeir 13.760 krónur á dag dveljist
þeir í Evrópu en 14.760 krónur á dag
dveljist þeir í Bandaríkjunum. Ofan
á þessar upphæðir bætast síðan 20
prósent. Eiginkonur ráðherra fá
helming þessara upphæða í dagpen-
inga þegar þær fylgja eiginmönnum
sínum. Helmingur dagpeninga ráð-
herra er skattfijáls.
í vetur er leið urðu miklar umræð-
ur á Alþingi um dagpeninga ráð-
herra. Þá sagði Steingrímur Her-
mannsson, þáverandi forsætisráð-
herra, í samtali við DV þegar hann
var spurður hvort hann teldi.þennan
kostnað eðlilegan og þá sérstaklega
hinar háu dagpeningagreiðslur fyrir
ráðherra og maka þeirra - hvort
kerfið væri ekki hreinlega ferða-
hvetjandi til tekjuöflunar fyrir ráö-
herra?
„Ef ráðherra sparar mikið og borð-
ar á kafilteríu má eflaust segja að
ferðalögin séu launahvetjandi. Ég
held að ráðherrar hafi alltaf ein-
hvern afgang af dagpeningum eftir
utanlandsferðir ef þeir lifa sparlega."
-S.dór
Góðar vonir um d valarstað
Unnið er að því að þvi að finna um DV standa góðar vonir til að yfir-
lausn á vistun fyrir manninn sem völdum takist um helgina að finna
réðst á stúlku í Þverholti fyrir rúm- viðunandi dvalarstað fyrir manninn
um tíu árum. Hann hefur dvalið í sem hefur verið sviptur sjálfræði.
fangelsinu aö Litla Hrauni síðastlið- „Við erum að vinna að því að finna
in tíu ár, en lýkur afplánun á mánu- manninum samastað, þar sem hann
dáginn Rémur. Samkvæmt héimild- " faer aðháld óglíjálþ í smúm' véildhd-
um,“ sagði Ólafur Ólafsson land- ir. Um leið og Sogn verður tekiö í
læknir við DV. „En þetta mál er erf- notkun er fyrir hendi mannsæmandi
itt viðureignar vegna þess hve mjög aðstaða fyrir sjúklinga af þessu tagi.
hefur dregist að ganga frá Sogni. Þó Vonandi sér fyrir endann á þessu
hefurrofaðverulega tilíþessumefn- ástandi sem er, eins og þú sagðir
um því það hefur verið unnið vel í áðan, smánarblettur á íslenskri heil-
þéiih þrátt fýrir ófýfirsjáá'nlégáf taf-' brigðisþjónustu.“ -JSS
Baldvin Tryggvason:
„Við erum kannski bjartsýnni
en aðrir um lága verðbólgu. Engu
aö siður skil ég ekki hvers vegna
bankarnir lækka ekki nafnvext-
ina meira,“ segir Baldvin
Tryggvason, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis.
Sparisjóðirnir eru leiðandi í
vaxtalækkun banka og spari-
sjóöa. Vextir af almennum
skuldabréfalánum og forvextir
víxla eru þar lægstir þrátt fyrir
að allír bankar hafi lækkað nafn-
vextina í gær.
Þrátt fyrir nafnvaxtalækkun
sparisjóða og banka eru raun-
vextir á óverðtryggðum útlánum
enn mjög háir og á bilinu 12 til
16prósent. -JGH
Meitillinn:
Möguleikar
Möguleikar KEA á að kaupa
Meitilinn virðast harla litlir.
Byggðasjóður, en Hlutíjársjóð-
ur fellur undir hann, hélt stjórn-
arfund síðastliðinn þriðjudag þar
,sem fjallað var um málefni Meit-
ilsins. Engin ákvörðun var tekin
og verður Meitillinn aftur á dag-
skrá á stjórnarfundi næstkom-
andi þriðjudag. Hlutaíjársjóður á
48,5 prósent í Meitlinum.
Að sögn Guðmundar Malmqu-
ist, forstjóra Byggðastofnunar,
eru núverandi eigendur að ræða
saman um framtíð fyrirtækisins
fremur en að fá utanaðkomandi
aðila inn í það.
Samvinnuhreyíingin, sem er
stór eigandi í Meitlinum, fundar
í dag um fyrirtækið. Þá verður
hluthafafundur í Meithnum hald-
inn seinni parthm á þriðjudag
eftir að fundi stjórnar Byggða-
stofnunarlýkur. -JGH
Lán til Tælandsfara:
viðunandi
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri:
„Það er óhætt aö fullyrða að það
var aldrei tekin nein fjárhagsleg
áhætta við þessa afgreiðslu vegna
þess að þær tryggingar sem að-
standendur mannsins lögðu fram
voru fullkomlega viðunandi.
Þetta er það svar sem ég gef og
ef það eru einhveijar aörar hliðar
á málinu getur fólk velt þeim fyr-
ir sér eins og það kýs að gera,“
segjr Sigrún Sveinbjörnsdóttír,
formaður Félagsmálaráðs á Ak-
ureyri, vegna þeirrar gagnrýni
sem fram hefur komið á ráðið
fyrir að greiða fyrir því að koma
einum „Tælandsfaranna“ aftur
lil landsins.
Svar Sigrúnar er ekki hægt að
skilja ööruvísi en að Félagsmála-
ráð hafi lagt fram fé svo maður-
inn kæmist heim, gegn trygging-
um aðstandenda hans.
„Hitt er svo annað mál að menn
hafa skiptar skoðanir á þessari
afgreiöslu, en hún er í samræmi
við mínar skoöanir og ég tek að
sjálfsögðu ábyrgö á henni. Ég er
ekki að tala fyrir hönd alls Fé-
lagsmálaráðs eða bæjarstjórnar
enda eru skiptar skoöanir um
þetta mál.“
- Mun þessi afgreiðsla hafi för-
dæmisgildi?
„Nei, það tel ég ekki, hvert mál
þarf alltaf að skoða sérstaklega."