Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Side 6
6
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991.
Útlönd
Júgóslavneskir hermenn munda byssurnar í eftirlitsferð við bæinn Osijek í austurhluta Króatíu.
Simamynd Reuter
Herinn neitar að
f ara frá Króatíu
Hollensk stjórnvöld sögðu í gær að
munnlegt samkomulag um brott-
flutning júgóslavneska sambands-
hersins frá Króatíu væri bindandi
og að ekki hefði borist bréf frá for-
sætisráði Júgóslavíu þar sem sam-
komulaginu væri hafnað.
Serbar og þrír bandamenn þeirra í
forsætisráðinu sögðust hafa borið
fram mótmæh við allsherjarbrott-
flutning hersins frá Króatíu í bréfi
til Hans van den Broek, utanríkis-
ráðherra Hollands, eftir fund forsæt-
isráðsins meö yfirmönnum hersins.
„Við höfum ekki enn fengiö slíkt
bréf,“ sagði talsmaður hollenska ut-
anríkisráðuneytisins síðdegis í gær.
Serbar og bandamenn þeirra ítrek-
uðu í gær að herinn yrði að vera
áfram í Króatíu til að vernda serb-
neska minnihlutann í lýðveldinu þar
til pólitísk lausn hefði fundist á deil-
unum í landinu og endir bundinn á
sextán vikna bardaga.
í austurhluta Króatíu gerðu her-
sveitir bílalest með hjálpargögn til
borgarinnar Vukovar afturreka og
grófu þar með enn frekar undan við-
leitni Evrópubandalagsins að koma
á varanlegu vopnahléi. Vélbyssu-
skothríð og sprengingar heyrðust frá
Vukovar þegar bílalestin nálgaðist
borgina.
Einn bílstjóranna í lestinni sagði
við Reuters-fréttastofuna að her-
menn hefðu þóst hafa fundið
sprengju í einum flutningabílanna.
„Þeir eru brjálaöir, þetta eru bara
eintómir glæpamenn," sagði bílstjór-
inn.
Fyrr um daginn höfðu króatískar
varðsveitir byrjað að aflétta herkví
sinni á mikilvægar herstöðvar í
Zagreb og fregnir bárust af því að
herinn hefði byrjað að aflétta hafn-
banni á króatískar borgir við Adría-
hafið.
Friðarumleitunum verður haldið
áfram um helgina þegar Cyrus
Vance, fyrrum utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, er væntanlegur til
JÚgóslavíu til að meta ástandið fyrir
aðalritara Sameinuðu þjóðanna.
Þá skýrði Tanjug-fréttastofan frá
því að forsetar Króatíu og Serbíu
hefðu þegið boð Gorbatsjovs Sovét-
forseta um að koma til viðræðna um
ágreiningsefni sín í Moskvu ein-
hvem næstu daga.
Leyniþjónusta Noregs:
Yfirmaðurinn
segirafsér
Svein Urdal, yfirmaður norsku
leyniþjónustunnar, sagði af sér í
gær vegna harðrar gagnrýni fyrir
að leyfa starfsmönnum ísraelsku
leyniþjónustunnar Mossad að yf-
irheyra palestínska flóttamenn.
„Gagnrýnin hefur verið tekin
alvarlega og ég hef líklega gert
þaö sem eðlilegt getur talist af
manni í forustustööu. Maöur
verður að axla þá ábyrgð sem
fylgir starfinu," sagði Svein Urd-
al í viðtah við norska ríkisútvarp-
ið.
Palestínumönnunum var ekki
sagt að bæði norska og ísraelska
leyniþjónustan væru að rann-
saka mál þeirra.
Kari Gjesteby, dómsmálaráð-
herra Noregs, hefur lýst vinnu-
laginu sem „óheppilegu", að
hluta til vegna þess að norska
lögreglan gat ekki fylgst meö
samtalinu sem fram fór á arab-
ísku.
Um eitt hundrað Palestínu-
menn hafa leitað hælis í Noregi
frá því í lok síðasta árs eftir að
þeir hlupust undan merkjum |
PLO í kjölfar Persaflóastríösins. i
Reuter |
Rólegra á vígstöðv-
uniim í Norður-írak
Ástandið í noröurhluta íraks virð-
ist vera orðið rólegra eftir harða bar-
daga milli kúrdískra uppreisnar-
manna og íraska hersins fyrr í vik-
unni.
Talsmaður Flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna í Genf sagöi að
sjötíu flutningabílar með vistir til að
búa flóttamenn undir veturinn heföu
farið inn í Norður-írak frá Tyrklandi
án nokkurra vandkvæða.
„Þetta er merki þess að ró sé farin
að færast yfir," sagði talsmaðurinn,
Sylvana Foa, á fundi með frétta-
mönnum.
Fulltrúar Kúrda og íraska hersins
höfðu undirritað vopnahlé á þriðju-
dag eftir blóðuga bardaga á svæðinu.
Foa sagði að flóttamannahjálpin
vonaðist til að senda 70-100 flutn-
ingabíla með byggingarefni inn í
norðurhluta íraks frá Tyrklandi á
degi hverjum ef ástandið verður ró-
legt áfram.
Sameinuðu þjóðirnar hafa heitið
því að annast flóttamennina ef það
mætti verða til þess að hundruð þús-
unda þeirra sneru til síns heima frá
Tyrklandi og íran. Reuter
Kúrdískir þorpsbúar gera að sárum
eins félaga sinna sem hann hlaut í
bardögum skæruliða og iraskra her-
manna fyrr í vikunni í norðurhluta
Iraks. Simamynd Reuter
Filippus prins
haf nar kynorkulyfi
Ehsabet Englandsdrottning brá sér
á afrískan markað í hjarta Harare,
höfuðborgar Zimbabwe, í gær þar
sem töfralæknir bauð Filippusi
drottningarmanni kynorkulyf til að
styrkja hann.
Dansandi og syngjandi fólk stóð
meðfram götum Harare og fjöl-
mennti á Mbare-markaðinn í elsta
hluta borgarinnar á öðrum degi
heimsóknar drottningarinnar til
Zimbabwe.
Við eitt söluborðið spurði Filippus
töfralækni nokkurn hvað væri í
pakka fullum af hvítu dufti.
Töfrcdæknirinn sló í olnboga sér,
reisti krepptan hnefa og sagði að
púðrið væri gamalgróinn kynorku-
bætir.
„Þú getur fengið hann til að styrkja
þig,“ sagði hann og glotti.
Fihppus hélt áfram göngu sinni án
þess að taka pakkann.
Eftir að heimsókninni lýkur verður
Englandsdrottning áfram í
Elísabet Englandsdrottning og
Filippus, maður hennar, eru í opin-
berri heimsókn í Zimbabwe.
Símamynd Reuter
Zimbabwe til að taka þátt í fundi leið-
toga ríkisstjórna breska samveldis-
ins sem hefst næstkomandi miðviku-
dag. Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
INNLAN överðtryggð
Sparisjóðsbækur óbundnar 4-7 Landsbanki
Sparireikningar
3ja mánaöa uppsögn 5,5-6,5 Sparisjóðirnir
6 mánaöa uppsögn 6,5-7,5 Sparisjóðirnir
Tékkareikningar, almennir 1 Allir
Sértékkareikningar 4-7 Landsbanki
VlSITÖLUBUNDNIR REIKNINGAR
6 mánaða uppsögn 3-3,75 Sparisjóðirnir
1 5-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóöirnir
Orlofsreikningar 5.5 Allir
Gengisbundnir reikningar í SDR 6,5-8 Landsbanki
Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsbanki
ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Búnaöarbanki
Óverðtryggð kjör, hreyfðir 8-11 Landsbanki
SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan tfmabíls)
Vísitölubundnir reikningar 4-8 Landsbanki
Gengisbundir reikningar 4-8 Landsbanki
BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki
Óverðtryggð kjör 15-16 Búnaðarbanki
INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR
Bandaríkjadalir 3,75—4,1 Sparisjóðirnir
Sterlingspund 8,25-8,8 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 7,5-7,8 Sparisjóðirnir
Danskar krónur 7,75-8 Sparisjóðirnir
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
OTLAN óverðtryggð
Almennir víxlar (forvextir) 17,5-21 Sparisjóðirnir
Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi
Almenn skuldabréf 18-22 Sparisjóðirnir
Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdráttur) 21-24 Sparisjóðirnir
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ
Skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki
afurðalAn
Islenskar krónur 17,5-21,25 Sparisjóðirnir
SDR 9-9,5 islandsbanki,. Landsbanki
Bandaríkjadalir 7,25-8,0 Sparisjóðirnir
Sterlingspund 12-12,75 Landsbanki
Þýsk mörk 11 Allir
HCisnæölslán 4.9
Ufeyrissjóöslan 5 9
Dráttarvextir 30,0
MEÐALVEXTIR
Almenn skuldabréf september 21,6
Verðtryggð lán september 10,0
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala október 31 94 stig
Lánskjaravísitala september 3185 stig
Byggingavísitala október 598 stig
Byggingavísitala október 187 stig
Framfærsluvísitala september 1 58,1 stig
Húsaleiguvísitala 1,9% hækkun 1. október
VERÐBRÉFASJÓÐIR HLUTABRÉF
Gengi bréfa veröbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Einingabréf 1 5,955 Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40
Einingabréf 2 3,180 Ármannsfell hf. 2,33 2,45
Einingabréf 3 3,910 Eimskip 5,70 5,95
Skammtímabróf 1,986 Flugleiðir 2,05 2,25
Kjarabréf 5,579 Hampiðjan 1,80 1,90
Markbréf 2,992 Haraldur Böövarsson 2,95 3,10
Tekjubréf 2,116 Hlutabréfasjóður VlB 1,01 1,06
Skyndibréf 1,734 Hlutabréfasjóðurinn 1,64 1,72
Sjóðsbréf 1 2,853 islandsbanki hf. 1,66 1,74
Sjóðsbréf 2 1,932 Eignfél. Albýöub. 1,68 1,76
Sjóðsbréf 3 1,973 Eignfél. Iðnaöarb. 2,45 2,55
Sjóðsbréf 4 1,729 Eignfél. VertJb. 1,75 1,83
Sjóðsbréf 5 1,179 Grandi hf. 2,75 2,85
Vaxtarbréf 2,0106 Olíufélagið hf. 5,10 5,40
Valbréf 1,8849 Olís 2,05 2,15
islandsbréf 1,244 Skeljungur hf. 5,65 5,95
Fjórðungsbréf 1,129 Skagstrendingur hf. 4,80 5,05
Þingbréf 1,241 Sæplast 7,33 7,65
öndvegisbréf 1,223 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09
Sýslubréf 1,261 Utgerðarfélag Ak. 4,70 4,90
Reiðubréf 1,209 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42
Almenni hlutabréfasj. 1,12 1,17
Auðlindarbréf 1,03 1,08
islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20
Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40
1 Við kaup á viðskiptavixlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila,
er miðað við sérstakt kaupgengi.
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DV á fimrntudögum.