Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Page 7
LAUGARDAGUK 12. GK'IIÓBEK 1991. Fréttir SkemmtHegasta sumarmyndin í DV: Fjöldi bráðsmell inna mynda þegar komnar Fjöldi mynda hefur þegar borist frá lesendum DV í ljósmyndasamkeppn- inni Skemmtilegasta sumarmyndin en keppnin var kynnt í síðasta helg- arblaði. Þessari ljósmyndakeppni er hleypt af stokkunum í kjölfar ljós- myndakeppninnar Breiðasta brosið sem lauk fyrir skömmu. Þúsundir skemmtilegra mynda bárust í þá keppni og útlit fyrir að þátttakan verði einnig geysigóð í þetta skipti. Verðlaunin, sem sigurvegararnir fá, eru vegleg. Fyrstu verðlaun eru fullkomin Canon EOS1000 myndavél að verðmæti 35 þúsund krónur. 2. verðlaun eru Prima zoom 105 myndavél að verðmæti 23 þúsund krónur og 3. verðlaun Prima 5 myndavél að verðmæti 9.980 krónur. Þá eru þrenn aukaverðlaun, töskur og fleira skemmtilegt, í boði. Verð- launin eru öll frá Hans Petersen hf. Síðasta sumar var eitt það veður- sælasta og fallegasta í manna minn- um og víst að margir lesendur DV hafa haft myndavélina á lofti. Til að vera með í þessum sumarauka DV þurfa lesendur ekki annað en að senda okkur eina eða fleiri af skemmtilegustu sumarmyndunum sínum. Skilafresturinn er 5. nóvemb- er en úrslit verða kynnt um miðjan nóvember. Veriö með! Utanáskriftin er: Skemmtilegasta sumarmyndin, DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. A fundi í Hafnarfirði var ákveðið að hefja undirskriftasöfnun til varnar St. Jósefsspítala. DV-mynd Brynjar Gauti St. Jósefsspítali: Hringjum öllum dyra- bjöllum - segir Ema Fríða Berg „Við ætlum okkur að fara að hverj- um einasta þröskuldi og hringja hverri einustu dyrabjöllu í Hafnar- firði um helgina. Tilgangurinn er að að safna undirskriftum og hvetja heilbrigðisráðherra, þingmenn Reykjaneskjördæmis og Alþingi allt til að standa vörð um það að St. Jós- efsspítalinn okkar verði áfram rek- inn sem deildaskipt sjúkrahús. Við viljum að sjúkrahúsið okkar veiti sömu þjónustu og verið hefur,“ segir Erna Fríða Berg, formaður Banda- lags kvenna í Hafnarfirði. Siðastliðinn fimmtudag hittust for- ystumenn hátt < 60 félagasamtaka í Hafnafirði og nágrenni til að ræða þær breytingar sem Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra hefur boðað á rekstri St. Jósefsspítalans og ákveða undirskriftasöfnun. Sam- kvæmt hugmyndum sem ráðherra hefur viðrað er ætlunin að breyta spitalanum í hjúkrunarheimili. -kaa Munið að merkja myndirnar ykkar með nafni og heimilisfangi svo við vitum hvert á að senda þær að lok- inni keppni - og svo viö vitum hverj- ir eiga skemmtilegustu sumarmynd- irnar. Slappað af i sólbaði heitir þessi sólheita sumarmynd eftir Sólrúnu Pétursdóttur, Fögrukinn 25, Hafnarfirði. Myndin er tekin af tveimur frændum Sólrúnar að Búðum á Snæfellsnesi. Sólrún hefur nú slegist í hóp þeira sem keppa um fullkomna Canon EOS 100 myndavél frá Hans Petersen. Þessa auglýsingu skaltu lesa vandlega Allan solarhringinn, 365 daga arsinsrfeta bórn og ungiingar hringt í símahjónustu Rauðakrosshússins tii að ieita aðstoðar eða ráðlegginga... ir ^ > Áttu í erfiðleikum ? Hefurðu áhyggjur vegna einhvers ? Vantar þíg einhvern tii að tala víð ? Er þér stritt ? Skílja félagar þínír þig útundan ? Líður þér ia vegna feímni ? Viltu ræða viðkvæm mál ? Vantar þig upplýsingar um getnaðar- varnir, kynsjúkdóma, blæðingar, þungun eða fóstureyðingu ? Nærðu engu sambandi við foreldra þína ? Hefurðu orðið að þola ofbeldi ? Hefurðu orðíð fýrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi ? Ertu að gefast upp á drykkjuskap eða annarri óreglu heima hjá þér ? Hefurðu ekki lengur stjórn á áfengisneyslu eða notkun annarra vímuefna ? Finnst þér þú ekki eiga neitt heimi lengur ? Átt þú ekki í önnur hús að venda ? Áttu í erfiðleikum í skóla ? Svarirðtt eínhverrí spumingu játandí, gætí það breytt míklu fyrir þig að hringja í okkur. Víð erum reíðubúin að hlusta, ræða við þíg og reyna að Ieysa úr vanda þínum. SÍMAÞJÓNUSTA RAUÐAKROSSHÚSSINS hefur verið starfrækt frá 14. desember 1985 og á þeím tíma hafa yfir 8.000 símtöl átt sér stað á míllí barna eða unglinga og starfsmanna hússíns. Símhringingarnar koma allsstaðar að á landinu og er SÍMAÞJÓNUSTA / RAUÐAKROSSHÚSSINS fyrst og fremst ætluð ungmennum að 20 ára aldri. Jj fú hefur svokallað grænt númer verið tekíð í notkun. Það er fvrír þá sem hringja § frá öðru svæðisnúmeri en 91 og kostar nú jafn mikið að hringja í það og ugyp ínnanbæjarsímtal væri að ræða og það skráist ekki á sundurliðaða símreikning^ og athugið að ekki þarf að gefa upp nafn eða aðrar upplýsíngar þegar hringt er. ' Grænt númer Hverjir hringja í SÍMAWÓNUSTU RAUÐAKROSSHÚSSINS ? l ' jd ^ Fjöldi símtaln til símaþjónustunnar á niánuði árið 1990 8%- 6% 4%- 2%- :iíJ J— 'n/sr?'r- 'a/'r?'v*ú?ú?/^ a?ú?ú?'r— 'n/a?ú? r-r-r-r-rr-r-r-r- r- 0/(1//V/VÚ? Hvenær sólarhringsins var hringt í símaþjónustuna árið 1990 Kiwanísklttbburínn KATLA styrkír þessa auglýsíngu Alþjóðamarkmið KiwaníshreYfmgarinnar árin 1990 - 1993: „Börnín fyrst og fremst“ RAUÐAKROSSHUSIÐ TJARNARGOTU 35,101 REYKJAVIK Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu hringi í síma: 62 22 66 Þeirsem hringja utan af landi hringi í SÍma: 99-66 22 (Ekki svæðisnúmer 91)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.