Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Qupperneq 8
Nauðungaruppboð Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavíkur fer fram opinbert uppboð, miðvikudaginn 23, október nk. kl. 11.00. Seldar verða eftirfarandi trésmíðavélar sem staðsettar eru að Mjölnisholti 12. Afréttari model 1986, stór plötusög model 1979, band-slipivél, gömul sam- byggð vél fjölnota, talið eign þb. Fyri hf. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík Hafnarfjarðarbær Lóð fyrir háhýsi Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir tilboðum í byggingar- rétt á lóð fyrir fjölbýlishús við Háholt. Húsið verður tólf hæðir með 92 íbúðum ásamt bíl- geymslum og verslunar- og þjónusturými. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 22. október 1991. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6. Bæjarverkfræðingur DÓMHÚS í REYKJAVÍK FORVAL Fjármálaráðuneytið mun á næstunni láta bjóða út endurnýjun innanhúss í „Útvegsbankahúsinu við Lækjartorg". í forvali verða valdir 6 verktakar til að taka þátt í lokuðu útboði. Um er að ræða fullnaðarfrágang á ca 1600 m2 svæði, aðallega á 1. og 2. hæð, auk endurbóta á lagnakerfum í öðrum hlutum hússins. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofn- unar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, og skal skila umbeðnum upplýsingum á sama stað eigi síðar en kl. 15.00 miðvikudaginn 23. október 1991. INNKAUPASTOFIMUIM RIKISIIMS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK >J Styrkir til háskólanáms Noregi og Þýskalandi. 1. Norsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi námsárið 1992-93. Styrktímabilið er níu mánuðir frá 1. september 1992. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur um 5.300 n.kr. á mánuði. Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa stundað háskólanám í a.m.k. 2 ár. 2. Þýska sendiráðið í Reykjavík hefurtilkynnt íslensk- um stjórnvöldum að boðnir væru fram eftirtaldir styrkir handa íslendingum til náms og rannsóknar- starfa í Þýskalandi á námsárinu 1992-93. a) Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. b) Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sum- arið 1992. Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknarstarfa um allt að sex mánaða skeið. Nánari upplýsingar um styrkina, svo og umsóknar- eyðublöð, fást í menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík. Umsóknum skal skilað í ráðuneytið fyrir 15. nóvemb- er nk. um þýsku styrkina, en 1. desember nk. um norska styrkinn. Menntamálaráðuneytið 11. október 1991. LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. Matgæðingur vikuimar Karrílifur að indverskum hætti „Ég llef iöulega lifur í matinn, að minnsta kosti einu sinni í mánuði enda er hún bæði holl og ódýr,“ segir Kristján Hreinsson stórskáld, sagnfræðingur, leikhúsfræðingur og matgæðingur vikunnar. Kristj- án segist hafa fengist við elda- mennsku frá því hann muni eftir sér og eitt sinn var hann meira að segja kokkur til sjós. „Ég elda oft- ast fisk því það er hægt að prófa sig áfram með hann án þess að rétt- urinn mistakist. Auðvitað vildi ég helst hafa mataruppskriftirnar í bundnu máli en læt þetta duga svona,“ segir Kristján sem er að gefa út ljóðabók fyrir jólin auk þess sem hann á texta á fjórum plötum þessa árs. Meðal annars gerði hann texta á jólaplötu sem út kemur fyr- ir jólin og heitir Bamajól en þar syngur Edda Heiðrún Backman leikkona jólalög. En lifraruppskrift Kristjáns virðist heillandi og rétt að prófa hana nú á þeim tíma sem lambalifrin er best. Uppskriftin hljóðar svo en hún er miðuð við Qóra: Karrílifur 800 g lifur 250 g beikon 1 stór laukur eða 150-200 g blaðlaukur 4-6 hvítlauksrif 1 tsk. karrí Sósan 1 biti lifur 1 tsk. Hot Madras karrí 1 tsk. karrímauk (Vindaloo Curry paste - er í krukku) 1 epli 1 msk. olía Kristján Hreinsson. 1 msk. smjörvi rjómi eftir smekk 5 msk. kókosmjöl 2 msk. sætur kókoshnetumassi (Cream of Coconut Flavour Base) Köld hvítlaukssósa 2-4 hvítlauksrif 2 tómatar 14 agúrka hálf dós sýrður rjómi Aðferðin Lifrin er hreinsuð og skorin í þrettán jafna bita. Tólf bitar settir á disk, karríi stráð yfir og 4-6 hvít- lauksrif pressuð og látið jafnt yfir bitana. Gott er einnig að strá pipar yfir. Þá er bitunum rúllað inní bei- konið en tvær til þijár sneiðar þarf yfir hvern bita. (Tannstönglum má stinga í gegn). Þá er lifrin steikt í olíunni og smjörvanum á mjög heitri pönnu í allt að sjö mínútur eða þangað til beikonið er orðið vel stökkt. Þá er lifrarbitunum raöað á disk og pannan þvegin vel áður en sósan er gerð. Aftur er smjörva og olíu blandað saman á pönnunni. Karríið er sett út í og einnig Vindaloo karríið. Þá er lauknum blandað saman við og steiktur (svitaður). Fimm mat- skeiðum af kókosmjöli er bætt á pönnuna. Á meðan þetta kraumar er einn biti af lifur soðin í 4-5 boll- um af vatni og froðan hreinsuð burt jafnóðum. Þegar lifrin er soðin er hún hökkuð í mixer og síðan sett ásamt soðinu (vatninu) á pönn- una með lauknum og kókósmjöl- inu. Piprið aðeins yfir og bætið kókosmassanum útí. Eplið er skor- ið í um tuttugu bita og bætt út í sósuna og látið krauma smástund. Aö síðustu er rjóminn settur í sós- una. Allt sem á að fara í hvítlaukssós- una er mixað saman og borið fram með réttinum en aö sögn Kristjáns er sú sósa ómissandi með indversk- um mat. Nú er rétturinn tilbúinn og með honum er gott að bera fram hrísgrjón eða kartöflur og hrásalat. Kristján segir að þessi réttur svíki engan og þar að auki sé hann ekki dýr. „Stóri kostnaðurinn við hann er blessað beikonið," segir hann. Kristján Hreinsson ætlar að skora á Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmann að vera matgæðing- ur næstu viku. „Ég þykist vita að Magnús Þór lumi á einhverri stór- kostlegri uppskrift. Honum ætti ekki að vera skotaskuld úr því hrista eina slfka fram úr erminni,“ sagði matgæðingur þessarar viku ogviðbíðum. -ELA Hinhliöin Sauma og prjóna á alla fjölskylduna Unnur Steinsson, fyrrum fegurð- ardrottning, hefur verið valin No Name-stúlka vetrarins. No Name er snyrtivörutegund og hefur verið tekin auglýsingamynd af Unni mál- aðri með vetrarlitum þessarar teg- undar. Unnur hefur verið við alls kyns fyrirsætustörf frá því að hún var kjörin fulltrúi ungu kynslóðarinn- ar 1980. Sem sigurvegari hér tók hún þátt i keppni á Filippseyjum þar sem hún lenti í þriðja sæti. Árið 1983 var Unnur kjörin fegurð- ardrottning íslands og fór í Miss World keppnina þar sem hún lenti í fjórða sæti. Núna starfar Unnur sem flug- freyja og fyrir bókaklúbb Vöku- Helgafells. Fullt nafn: Unnur Steinsson. Fæðingardagur og ár: 27. apríl 1963. Maki: Vilhjálmur Skúlason. Börn: Unnur Birna, 7 ára, og Stein- ar Torfi, 5 ára. Bifreið: Ford Explorer árgerð ’91. Starf: Ég er flugfreyja en auk þess vel ég efni í tímaritiö Nýtt af nál- inni fyrir Vöku-Helgafell. Laun: Um það bil 150 þúsund. Áhugamál: Mér þykir gaman aö fara á skíði á vetuma og ferðast innanlands á sumrin. Ég hef einnig áhuga á laxveiði og svo sauma ég og prjóna á alla fjölskylduna. Upp- eldi tíkurinnar Flugu, sem er af tegundinni irish setter, er líka eitt af áhugamálunum. Unnur Steinsson. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef aldrei spilað. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vera með fjölskyldunni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ég man ekki eftir neinu sér- stöku. Uppáhaldsmatur: Svínasteik og villibráð. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ég fylgist lítið með nöfnum á íþróttamönnum en mér finnst gaman hvað spjót- kastaramir standa .sig vel. Uppáhaldstímarit: Heimsmynd og Nýttlíf. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Enginn. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Hlynnt. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Enga sérstaka. Uppáhaldsleikari: Anthony Hopk- ins. Uppáhaldsleikkona: Kirstie Alley. Uppáhaldssöngvari: Björgvin Hall- dórsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Frið- rik Sophusson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Engin. Uppáhaldssjónvarpsefni: Á tali hjá Hemma Gunn. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Eg er frekar hlutlaus. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM. Uppáhaldsútvarpsmaður: Gunn- laugur Helgason og Jón Axel Ólafs- son. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng- inn sérstakur. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer sjaldan út að skemmta mér en Casa Blanca og Amma Lú em ágætir. Uppáhaldsfélag í iþróttum? Grótta. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að halda áfram á sömu braut og ég er á. Ég held að hún sé alveg ágæt. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég tók ekki sumarfrí fyrr en í sept- ember svo það má kalla það haustfrí. Ég dyttaði þá að húsinu og garðinum. I sumar fór í styttri frí og fór þá í laxveiði og útfiegu. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.