Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Síða 10
10
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991.
★★
irkV.i
★★
Myndbönd
1 (2) The Bonefire of the Vanities.
2 (1)' Pacific Heights
3 (-) Awakenings
4 (-) In Bed With Madonna
5 (4) Postcards from the Edge
6 (3) Look Who’s Taiking too
7 (5) The Rookie
8 (7) Repossessed
9 (8) Magnús
10 (6) Bittu mig, elskaðu mig
11 (10) Pump up the Volume
12 (9) Going under
13 (•) Fast Getaway
14 (12) Eve of Destruction
15 (-) Exorcist III
Hættuleg kona
DEADLY SURVEILANCE
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Paul Ziller.
Aðalhlutverk: Michael Ironside, Christ-
opher Bondy og Susan Almgren.
Útgefandi: ClC-myndbönd.
Bandarisk, 1990-sýningartimi 95 mín.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
Michael Ironside leikur í Deadly
Surveilance haröan lögreglumann
sem kemst óvænt á spor eiturlyfja-
smyglara þegar hann er að rann-
saka þjófnað hjá fagurri stúlku.
Hann lætur hlera íbúð stúlkunnar
en þar voru eiturlyfm. Undrun
hans verður mikil þegar hann
kemst að því að samstarfsmaður
hans innan lögreglunar er unnusti
stúlkunnar. Yfirmaður þeirra felur
þeim báöum rannsóknina þótt það
sé þeim óljúft.
Það er gaman aö sjá Ironside
leika eitthvað annað en óþokka.
Hann fer vel með hlutverk sitt og
er það leikur hans og vel heppnuð
hasaratriði sem gera Deadly Sur-
veilance að ágætri afþreyingu.
DV-myndbandalistiim
★★*/2
Mpdin kom upp
ummorðingjann
FATAL EXPOSURE
Útgetandi: ClC-myndbönd.
Leikstjóri: Alan Metzger.
Aöalhlutverk: Mare Winningham,
Christopher McDonald og Nick Manc-
uso.
Bandarisk, 1991 - sýningartími 91 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Jamie Hurd (Mare Winningham)
verður hissa dag einn þegar hún
er að sækja myndir í framköllun.
Hún fær allt aðrar myndir úr fram-
köUun en voru á filmunni hennar.
Á myndunum er maður í ýmsum
stellingum. Sama kvöldið er skipt
um myndir á heimili hennar og
hún gleymir atvikinu þar til hún
sér í blaði að maðurinn á myndun-
um hefur verið myrtur. Hefst nú
röð óvæntra atburða í lífi Jamie
og áður en hún veit af er hún kom-
in á lista hjá hættulegum fjölda-
morðingja.
Fatal Exposure er hin sæmileg-
asta afþreying. Myndin er hröð og
aö mörgu leyti ágætlega gerð en
maður hefur það þó á tilfinning-
unni að allt hafi þetta verið áöur
fest á filmu.
Awakenings fer stráx í þriðja sæti á myndbandalistanum. Á mynd-
inni eru aðalleikaranir Robert De Niro og Robin Williams en þeir
fara á kostum i hlutverkum sjúklings og tæknis.
★★★
SEIZE THE DAY
Útgefandi: Skifan.
Leikstjóri Fielder Cook. ^
Aðalhlutverk: Robin Williams, Joseph
Wiseman og Jerry Stiller.
Bandarisk, 1986 - sýningartími 94 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
Robin Williams hefur hvað eftir
annað sannað sig sem afburðaleik-
ari, hvort sem er í gamanmynd
(Good Morning, Vietnam) eða
drama (Awakenings) og í Seize the
Day sem gerð var 1986 fer hann
sérlega vel með erfitt hlutverk hins
misheppnaða Tommy sem segir
upp starfi sínu í reiðikasti.
Tommy er kominn yfir fertugt og
eru ekki margir möguleikar fyrir
hann í litlum bæ sem hann býr í.
Hann heldur því til New York á
náðir fóöur síns sem er efnaður
læknir. Faðir hans hefur aldrei fyr-
irgefið að sonurinn fór ekki í
læknanám og er alls ekki á því að
hjálpa honum. Tommy lendir þvi í
klónum á fiármálasvikara sem rýr
hann inn aö skyrtunni.
Tommy er ekki beint persóna
sem maður auöveldlega finnur til
með því um leið og hann er eina
persónan í myndinni sem á skilið
samúð áhorfandans er hann ekki
sterkur á svellinu þegar kemur að
mannlegum samskiptum. Seize the
Day er vel leikin og átakanleg
mynd um mannlegar tilfmningar,
slæmar og góðar.
-HK
1
Avalon er saga Sam Krichinski,
allt frá því hann kemur til Banda-
ríkjanna á þjóðhátíðardaginn 1914
þar til við skiljum við hann fiör-
gamlan á elliheimili saddan lífdaga.
Sögusviðið er Baltimore og hinn
snjalli leikstjóri Barry Levinson
sem uppalin er í Bcdtimore á ekki
í vandræðum með að sýna áhorf-
andanum glögglega tímaskeiðin
sem renna saman í eina heild. Oft
notar hann sjónvarpið til að sýna
tíðarandann eða þá að bílar og tíska
gefa til kynna á hvaða tímaskeiði
við erum.
Sam er og verður alltaf af gamla
skólanum og því skilur hann ekki
alltaf viðhorf afkomenda sinna, en
mest fylgjumst við með tveimur
sona hans sem reyna ýmislegt fyrir
sér. Þeir eru Ameríkanar og band-
rískir í allri hugsun og sárast þykir
Sam þegar þeir fórna ættarnafn-
inu.
Fjölskyldan er stór og við fylgj-
umst með fleiri meðlimum en sam-
staðan, sem er sterk í fyrstu, verö-
ur ekki eins sterk eftir því sem
Sagan endurtekur sig
Lífið í rúst
Fjölskylda
AVALON
Útgefandi: Skifan.
Leikstjóri: Barry Levinson.
Aðalhlutverk: Armin Muller-Stahl, Eliza-
beth Perkins, Joan Plowright og Aidan
Quinn.
Bandarisk, 1990-sýningartimi 122 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
blíðu og stríðu
Elizabeth Perkins og Aidan Quinn leika ung hjón í Avalon.
árin líða og „smámál" verður til
þess aö fiölskylduböndin bresta að
fullu. Mörg eftirmninnileg atriði
eru í Avalon sem fer frekar hægt
af stað en grípur áhorfandann
sterkum tökum eftir því sem líður
á.
Barry Levinson hefur áður gert
kvikmyndir í Baltimore, meðal
þeirra fyrstu kvikmynd sína, Din-
er. Þekktastur er þó Levinson fyrir
hina rómuðu Rain Man og er ekki
laust viö að maður miði Avalon við
þá mynd. Avalon er samt ööruvísi
en það leynir sér ekki faglegt hand-
bragð þess sem þykir vænt um það
sem hann meðhöndlar. Avalon er
uppfull af mannlegri hlýju sem
komið er til skila á einstaklega eft-
irminnilegan máta og er öllum sem
að henni standa, leikurum og
tæknimönnum, til sóma.
-HK
undrar hann mest er að morðin eru
framin á sama hátt og fiöldamorð
fyrir fimmtán árum, en enginn
nema lögreglan á að vita hvernig
þau morö voru framin. Leit hans
að morðingjanum leiðir hann að
geðsjúkrahúsi þar sem ekki er allt
eins og á að vera og þar kemst Scott
á slóðir morðingjans sem hefur
hreiðrað um sig í líkama manns
sem er í einangrun.
Erfitt er að fá botn í sum atriðin
og handritið í heild er ekki nógu
gott en þaö má aftur á móti auð-
veldlega líta fram hjá göllum í
handriti og hafa gaman af. Djöfull-
inn er enn á sveimi jafn hættulegur
og fyrr og úrvalsleikarar eru í flest-
um hlutverkum, og leikur þeirra
gerir þaö að verkum að Exorcist III
er hin besta afþreying fyrir unn-
endur hryllingsmynda þótt ekki sé
hún neitt í líkingu við fyrstu mynd-
ina. -HK
THE EXORCIST III
Útgefandi: Kvikmynd
Leikstjóri: William Peter Blatty.
Aðalhlutverk: George C. Scott, Ed
Flanders, Jason Miller, Scott Wilson,
Nicol Williamson og Brad Douril.
Bandarisk, 1990-sýningartimi 105 min.
Bönnnuð börnum innan 16 ára.
Exorcist er sjálfsagt einhver
frægasta hryllingsmynd sem gerð
hefur veriö og nýlega valdi valinn
hópur leikstjóra og handritshöf-
unda, sem þekktir eru af hryllings-
myndagerð, hana eina af tíu bestu
hryllingsmyndum sem gerðar hafa
verið. I kjölfarið fylgdi Exorcist D*
sem þótti slæm framhaldsmynd
svo ekki sé meira sagt.
Höfundur bókarinnar William
Peter Blatty leikstýrir og skrifar
handritið að Exorcist III og hefur
hann kosið að láta sem númer II
sé ekki til og kemur því Exorcist
m í beinu framhaldi af þeirri fyrstu
en látin gerast fimmtán árum síðar.
George C. Scott leikur lögreglu-
foringja sem falin er rannsókn
óhugnanlegra morða sem engin
veraldleg skýring fæst á. Það sem