Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. Erlend bóksjá Nóbelsskáldiö N adine Gordimer Nadine Gordimer, sem er 68 ára, hefur skrifað sögur síðan hún var níu ára. Margar bóka hennar voru á bannlista í heimalandinu, Suður-Afríku, árum saman. Nadine Gordimer var heppnari en Graham Greene. Bæði voru þau árum og áratugum saman talin líkleg til að hreppa hin eftirsóttu bók- menntaverðlaun Nóbels. Greene fór þó í gröfina án þess að hljóta náð fyrir augum átjánmenninganna sænsku. Gordimer hefur- svo oft verið nefnd sem hugsanlegur verðlaunahafi að hún hafði sjálf gefið upp alla von um að fá verðlaunin. En tíunda desemb- er næstkomandi mun prúöbúinn Svíakonungur afhenda henni verð- launaskjalið og jafnvirði sextíu millj- óna íslenskra króna. Þannig virðist sænska akademían, um sinn að minnsta kosti, hafa yfirstigið andúð sína á vinsælum rithöfundum. Á ferðalagi vestra Gordimer, sem er 68 ára, var á feröalagi í Bandaríkjunum þegar til- kynnt var um niöurstöðu sænsku akademíunnar. Þar var hún að kynna nýjustu bók sína, smásagna- safnið Jump. Sögumar sextán, sem hafa fengið góðar viðtökur hjá gagnrýnendum, gerast allar í Suður-Afríku aðskiln- aðarstefnunnar eins og langflestar sögur Gordimer. Sögusvið hennar hefur alla tíð verið pólitískt eyðiland kynþáttakúgunar í Suður-Afríku síð- an apartheid varð að veruleika eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Hóf aó skrifa níu ára Nadine Gordimer fæddist árið 1923 í Springs í Transvaal, litlum námabæ skammt frá Jóhannesarborg. For- eldrar hennar voru báðir innflytj- endur af gyðingaættum. Faðir henn- ar var úrsmiður sem hafði flúið frá Litháen þrettán ára að aldri. Móðir- in, sem var ensk, kom einnig til Suð- ur-Afríku barn að aldri. Hún hóf að skrifa níu ára gömul. Fyrsta smásaga hennar birtist í viku- blaði í Jóhannesarborg þegar hún var aðeins fimmtán ára. Hún einbeitti sér að smásögum til að byrja með og fékk þær birtar í tímaritum. Fyrsta bókin, smásagna- safn, kom út þegar hún var 26 ára. Tugir bóka Mörg smásagnasöfn háfa fylgt í kjölfarið og verið gefin út ekki aðeins í heimalandinu heldur líka í Bret- landi og Bandaríkjunum og reyndar víðar. Helstu þeirra eru: Face to Face (1949), The Soft Voice of the Serpent (1952), Six Feet of the Country (1956), Friday’s Footprint (1960), Not for Publication (1965), Li- vingstone’s Companions (1971), Selected Stories (1975), Some Monday for Sure (1976), A Soldier’s Embrace (1982), Something out there (1984) og Jump (1991). Gordimer hefur sent frá sér tíu skáldsögur sem sænska akademían vísar reyndar til sem kjarna skáld- verka hennar. Þær eru: The Lying Days (1953), A World of Strangers (1958), Occasion for Loving (1963), The Late Bourgois World (1966), A Guest of Honour (1970), The Conservationist (1974), The Burger’s Daughter (1979), July’s People (1981), A Sport of Nature (1987) og My Son’s Story (1990). Langflestar þessara bóka hafa komið út í pappírskiljum. Óvenjuleg æska Nadine Gordimer átti sérstæða æsku. Hana dreymdi um tvennt þeg- ar hún var um það bil tíu ára: fyrst að veröa dansmey en síðan blaða- maður eftir að hafa lesið skáldsög- una Scoop eftir Evelyn Waugh. En þegar hún var ellefu ára greind- ist hún með of alltof öran hjartslátt. Sá kvilli er algengur og ekki hættu- legur, en móðir hennar var á öðru máli og gjörbreytti lífi telpunnar; tók hana úr skóla og bannaði henni alla áreynslu. Afleiðingin var sú að Nadine Gordimer ólst upp með fullorðnu fólki í stað þess að eiga samneyti við jafnaldra sína. „í þessu fólst slikur óskaplegur einmanaleiki," sagði hún síðar. „Það er hræðilegt að gera barni slíkt.“ Hún leitaði fróunar í bókum enda þegar farin að skrifa sögur. Þegar hún var um tvítugt áttaði hún sig loks á því hvað móðir hennar hafði gert henni. Það tók hana áratugi að fynrgefa þá alvarlegu misgjörð. Árið 1945 sótti hún tíma í háskóla einn vetur og kynntist loks öðru ungu fólki sem hugsaði um stjómmál og bókmenntir. Þar á meðal svörtu fólki. Þessi skamma skóladvöl varð upphaf kynna hennar af stjórn- málaátökum sem áttu eftir að setja svo mikinn svip á ritstörf hennar næstu áratugina. Þar höfðu líka áhrif ýmsar þær bækur sem hún las á þeim árum, ekki síst The Jungle eftir Upton Sinclair. Bannaðar bækur Nadine Gordimer er fyrst og fremst höfundur heimalands síns, eins og landi hennar Alan Paton. Sögur hennar fialla yfirleitt um fólk sem verður að aðlaga sig þjóðfélagi apart- heidstefnunnar - eða finnur sig knú- ið til að rísa gegn því þjóðskipulagi. Margar skáldsagna hennar voru bannaðar á sínum tíma í Suður- Afríku - sumar jafnvel í heilan ára- tug. En þær voru gefnar út í ensku- mælandi löndum vestan hafs og aust- an og þannig gat hún lifað af skáld- skap sínum. Það er ekki undarlegt að af skáld- skap síðustu áratuga er hún einna hrifnust af Márquez, Borges, Car- pentier, Fuentes, Llosa og Puig - suð- ur-amerískum skáldum sem reynt hafa eins og hún skipulag ófrelsis og kúgunar. Það hefur áhrif á skáldskap hennar eins og þeirra að búa í landi þar sem einstaklingurinn tekur mikla persónulega áhættu með því að skrifa eða halda fram skoðun sinni á annan hátt - ef sú skoðun er ekki stjórnvöldum þóknanleg. Hrifin af smásögum Nadime Gordimer segist afar hrifin af smásögum - bæði að skrifa þær og lesa - enda hefur hún samiö mik- inn íjölda þeirra. Á mótunarárum sínum sem rithöfundur kveðst hún hafa orðið fyrir áhrifum ýmissa evr- ópskra og amerískra rithöfunda og nefnir þar sérstaklega Eudoru Welty, Katherine Anne Porter, Faulkner, Hemingway, Proust, Camus, Thomas Mann og E.M. Forster. Og Virginia Woolf er hátt skrifuð hjá henni. Það eru engu að síður skáldsögurn- ar sem vakið. hafa mesta athygli á henni sem rithöfundi. Einkum Bur- ger’s Daughter, sem íjallar um unga stúlku sem vaknar til pólitískrar meðvitundar, Á Guest of Honour um grimman veruleika í nýfijálsu Afr- íkuríki, The Conservationist, þar sem auðugur Suður-Afríkubúi kemst að því að peningar geta ekki lengur fært hvíta manninum Afríku á silfur- fati, og July’s People sem sænska akademían mun hafa vísað sérstak- lega til í rökstuðningi sínum, en hún fjallar um sérstæð endaskipti sem veröa á lífi hvítrar fjölskyldu og svartrar í Suður-Afríku borgara- styijaldar. Ljóðasafn Berrymans Meðal bandarískra ljóðskálda á þessari öld hlýtur John Berry- man að vera á fremsta bekk. Þeg- ar hann framdi sjálfsmorð árið 1972 átti hann að baki langan fer- il sem frumlegt og afkastamikið ljóðskáld og virtur bókmennta- kennari. Margir telja að glæsilegustu ljóð Berrymans séu draumaljóð- in, Dream Songs, sem hann orti á löngu tímabili en birti að lokun í endanlegri útgáfu árið 1969. Áður hafði hann þó sent frá sér fjölda merkra ljóðabóka. Og þaö eru einmitt þau ljóð sem safnað hefur verið saman í þessa bók. Allt kvæði sem Berryman orti á þrjátíu og fjögurra ára tímabili, 1937 til 1971. Þeirra á meðal eru frægar sonnettur, 117 talsins, sem hann orti til ástkonu sinnar, Chris, og það langa ljóð sem fyrst 'vakti verulega athygli á kveðskap Berrymans, Homage to Mistress Bradstreet. Sömuleiðis síðustu ljóðin, sem hann hafði búið til prentunar skömmu fyrir sjálfs- morðið. Frágangur er hér allur til fyrir- myndar. Ritstjóri bókarinnar hefur samið góðan inngang um skáldið og verk hans og greinar- gott yfirlit um ævi hans og feril. COLLECTED POEMS 1937-1971. Höfundur: John Berryman. Faber & Faber, 1991. Myndasaga um frelsisbaráttu Myndasögur eða grafískar skáldsögur eru harla vinsælar meðal ungs fólks sem ahst hefur upp við slíkar frásagnir í tímarit- um og sjónvarpi. Give Me Liberty er ein slík saga eftir vana menn í faginu vestan- hafs. Þetta er framtíðarsaga í fjór- um köflum. Hún gerist einkum á fyrsta áratugi næstu aldar í Bandaríkjum sem sigla hraðbyri í átt til einræðis og borgarastyij- aldar. Söguhetjan er ung svört stúlka sem heitir Martha Washington. Hún er fædd í fátækrahverfi en tekst að komast í sérsveitir bandarískra stjórnvalda. Mörg hættuleg verkefni bíða hennar og eins konar frelsisbarátta við fjandmenn og svikara sem svífast einskis til þess að ná auknum persónulegum völdum. Sagan á það sammerkt með mörgum reyfurum að atburðir eru oft stórkarlalegir og ofsa- fengnir og jarðsambandið stund- um harla lítið. En þetta er óneit- anlega spennandi saga og fag- mannlega unnin. GIVE ME LIBERTY. Höfundar: Frank Miller & Dave Gib- bons. Penguin Books, 1991. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Maeve Ðinchy: CIHCLE OF FRIENDS. 2. Scott Turow: THE BURDEN OF PROOF. 3. Thomas Harrls: THE SILENCE OF THE LAMBS. 4. Terry Pratcbeb: WINGS. 5. David Eddlogs: THE RUBY KNIGHT. 6. Susan Howatch: SCANDALOUS RISKS. 7. Thomaa Harris: RED DRAGON. 8. Jackfe Collins: LADY ÐOSS. 9. Terry Pralchett: ERIC. 10. Collaen McCullough: THE FIRST MAN IN ROME. Rit almenns eðlis: 1. peter Mayie: A YEAfl IN PROVENCE. 2. Anton Mosimann: ANTON MOSIMANN - NATUR- ALLY. 3. Drlvlng Standardn Agency: YOUR DRIVING TEST. 4. Slmon Mayo: SIMON MAYO S CONFESSIONS. 5. Michaal Palin: AROUND THE WORLD IN 80 DAYS. 6. Jack Rollin: ROTHMAN’S FOOTBALL YEARBOOK 1991-92. 7. Naomi Wolf: THE BEAUTY MYTH. 8. Rosemary Conley: COMPLETE HIP & THIGH DIET. 9. Peter Ackroyd: DICKENS. 10. Hannah Hauxwell: DAUGHTER OF THE DALES. (Syggt i The Sunday Tlmes) Bandaríkin Skáldsögur: 1. Sidney Sheldon: MEMORIES OF MIDNIGHT. 2. Stephen Kíng: FOUR PAST MIDNIGHT. 3. Peter David: Q-IN-LAW. 4. Barbara Taylor Bradford: THE WOMEN IN HIS LIFE. 5. Belva Plain: HARVEST. e. W.E.B. Griffín: BATTLEGROUND. 7. Larry McMurtry: BUFFALO GIRLS. 8. Amy Tan: THE JOY LUCK CLUB. 9. Stephen Coonls: UNDER SIEGE. 10. Jonathan Kellerman: TIME BOMB. 11. Píers Anlhony: QUESTION QUEST. 12. Anne Rlce: THE MUMMY. 13. Jayne Ann Krentz: SWEET FORTUNE. 14. Anne McCaffrey: THE ROWAN. 15. Lawrence Sanders: SULLIVAN’S STING. Rit almenns eðiis: 1. Forrest Carter: THE EDUCATION OF LITTLE TREE. 2. Truddí Chase: WHEN RABBIT HOWLS. 3. Oeborah Tannen: YOU JUST DON’T UNDERSTAND. 4. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 05. Barbara Mandrell & G. Vocsey: get TO THE HEART. 6. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 7. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLED. 8. Kenneth C. Davls: DON’T KNOW MUCH ABOUT HISTORY. 9. Robert Fulghum: IT WAS ON FIRE WHEN I LAY DOWN ON IT. 10. H. G. Bissinger: FRIDAY NIGHT LIGHTS. (Byggf á New York Times Book Review) Danmörk Skáldsögur: 1. Herbjörg Wassmo: DINAS BOG. 2. Marti Leimbach: LIV OG DÖD. 3. Betty Mahmoody: IKKE UDEN MIN DATTER. 4. Henry Mitler: ET LIV ER NOK. 5. Stephen King: BRANDSTIFTER. 6. Isabel Allende: ANDEHNES HUS. 7. Anders Bodelsen: DOMINO. 8. A. de Saint-Exupery: DEN LILLE PRINS. 9. Isabet Allende: EVA LUNA. 10. Palle Fischer; DEN STORE BADEDAG. (Byggt á Poliliken Sondsg) Umsjón: Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.