Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Síða 29
_ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. Helgarpopp Umsjón: Ásgeir Tómasson í franskri matargerð. Hana má einnig heyra í frönskii rokki og þar er Les Satellites á heimavelli ásamt Mano Negra og Grænu blökkukon- unum Les Negres Vertes. Síðar- nefnda sveitin kom hingað til lands á Listahátíð í fyrra og vakti verð- skuldaða athygh. TónUst Les Satellites þykir með því ferskasta sem heyrist í Frakk- landi um þessar mundir. Hún er blanda af ryþmablús, soul, pönki og reggae. Hljómsveitin er sérstak- lega í náðinni hjá frönskum blaða- mönnum meðal annars vegna þess hversu Uðsmenn hennar halda þjóðerni sínu á lofti og ræða opin- skátt um það sem er að gerast í þjóðUfinu. Les Satellites þykir ein bjartasta vonin í frönsku poppi um þessar mundir og hefur nýjasta plata hljómsveitarinnar, Appel- sínuguUr fætur, fengið góða dónía. Manu Dibango, stundum kallaður Miles Davis Afriku. Hann er meðal annars talinn hafa haft áhrif á tónsmið- Babylon Fighters koma frá Saint ar Michaels Jackson. Etienne í Suður-Frakklandi en hafa Menningarsamskiptum íslands og Frakklands á sviði dægurtónhstar er aldeilis ekki lokiö þótt söngkon- an Amina sé komin og farin. Kamerúnmaðurinn Manu Dibango og hljómsveit hans, Soul Makossa Gang, koma fram á hljómleikum á miðvikudaginn og kvöldið eftir leika tvær franskar hijómsveitir, Les SateUites og Babylon Fight- ers. Manu Dibango er einn þekktasti tónlistarmaðurinn í afrískri dæg- urtónhstarsögu ásamt Miriam Makeba frá Suður-Afríku og Níg- eríumanninum Fela Kuti. Hann hefur verið nefndur hinn afríski MUes Davis, frumskógakonungur Kamerún og alls kyns öðrum nöfn- um. En burtséð frá öllum nafngift- um hefur Dibango skapað sér nafn sem brautryðjandi í að blanda sam- an afrískri tónlist við vestrænt popp og djass og kynna með því móti afríska tónlist. Það var áriö 1949 sem Manu Di- bango kom fram á sjónarsviðiö í Frakklandi. Hann varð fljótlega þekktur á djassklúbbunum í París sem frábær saxófónleikari. Síðan þá hefur hann jafnframt skapað sér virðingu sem hljómsveitastjóri. „Ala baddarí fransí" heldur áfram: Manu Dibango og fleiri á leið til landsins Hann fór ekki að blanda afrískri tónhst við hefðbundna vestræna djasstækni fyrr en á sjöunda ára- tugnum. í byrjun hans varð þjóð- ernisvakning í Kamerún sem fékk Dibango til að snúa aftur heim. í Kamerún stofnaði hann þá hljóm- sveit sem ferðaðist um alla ensku- og frönskumælandi hluta Afríku og vakti mikla athygli. Ábandaríska vinsældalista Aðalathyghna vakti Manu Di- bango þó þegar hann komst á vin- sældahsta í Bandaríkjunum sum- ariö 1973 meö lag sitt Soul Ma- kossa. Lagið komst „aðeins" í 35. sætið á Bihboardhstanum. En þótt það næði ekki hærra hafði það þó talsverð áhrif. TU að mynda er lag- ið tahð hafa veitt Michael Jackson innbiástur við gerð plötunnar ThriUer. Einna helst þykir Soul Makossa koma í ljós í laginu Wanna Be Starting Something. Á hðnum áratug hefur Manu Di- bango styrkt sig enn í sessi sem leiðandi afl í afrískri dægurtónhst. Hann hefur unnið með mörgum heimskunnum tórUistarmönnum svo sem Sly og Robbie, Rolhng Sto- nes, BiU LasweU og Herbie Hancock. Fyrir nokkru sendi Di- bango frá sér plötuna Polysonik. Þar er rapparinn MC MeUo í stóru hlutverki í tveimur lögum. Gerð plötunnar stýrði Simon Booth úr Working Week. Manu Dibango og hljómsveitin undanfarin tvö ár vakið athygh og aflað sér fylgis í höfuðborginni. ' Fyrst og fremst þykir hljómsveitin áheyrileg á hljómleikum. Babylon Fighters hefur sent frá sér tvær plötur og gerði nýlega fimm ára samning við BMG plöturisann sem sýnir að mikils er vænst af hljóm- sveitinni í framtíöinni. Menningartengsl Forsaga þess að franskir dægur- tónlistarmenn streyma nú hingaö til lands í meiri mæli en nokkru sinni fyrr er opinber heimsókn Mitterrands Frakklandsforseta og fylgdarliðs hans hingað til lands á síðasta ári. Menningarmálaráð- herra landsins var með í fór og óskaði hann meðan á heimsókn- inni stóð eftir sérstökum hljómleik- um með Sykurmolunum. Ráðherr- ann kom sér síðan þægUega fyrir í Duus-húsi ásamt forsetum Frakk- lands og íslands og fleira fólki og hlýddi á það sem Molarnir höfðu upp á að bjóða. í kjölfar hljómleik- anna var það fastmælum bundið að taka upp menningarsamskipti landanna á sviði popptónlistar. Þau samskipti hófust með heimsókn söngkonunnar Aminu og hljóm- sveitar hennar hingað á dögunum. Áformað er að íslendingar endur- gjaldi heimsóknir franskra snemma á næsta ári. Þá verður haldin samnorræn pppphátíð í Frakklandi og taka íslendingar þátt í henni. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða tónlistarmenn fara utan. Les Satellites þykir ein bjartasta vonin i frönsku poppi um þessar mundir. Hún leikur blöndu af ryþmablús, soul, pönki og reggae. Soul Makossa Gang koma fram á Hótel íslandi á miðvikudagskvöld- ið. Þá leikur einnig kvartett Sigurð- ar Flosasonar og rímnasmiðurinn Sveinbjöm Beinteinsson allherjar- goði kemur fram. Fransk-íslenskt gleðipopp Franska tónlistin heldur áfram að hijóma á Hótel íslandi á fimmtu- dagskvöldiö. Þá leika þar hljóm- sveitimar Les Satellites og Babylon Fighters. Einnig leikur Risaeðlan í fyrsta skipti um nokkurt skeið eftir mannabreytingar og rómaða hljómleikaferö til Danmerkur. „Nýja línan“ flnnst ekki einungis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.