Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1991, Side 44
56 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. Andlát Haukur Jónsson, Þverholti 26, Reykjavík, lést 10. október. Námskeid Rússneskunámskeið MÍR að hefjast Um árabil hefur félagiö MÍR staðið fyrir kvöldnámskeiðum í rússnesku fyrir al- menning. Kennarar og leiðbeinendur hin síðari ár hafa verið Rússar með mikla reynslu í kennslu málsins erlendis. Dreg- ist hefur að hetja rússneskunámskeið MÍR að þessu sinni vegna þess að seinkun varð á komu kennarans, Andreis Sam- aijevs, hingað til landsins. En nk. laugar- dag, 12. okt., kl. 14 verða námskeið vetrar- ins kynnt á fundi í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, og jafhframt verða þátttak- endur skráðir. Gert er ráð fyrir að kennt verði bæði í flokkum byijenda og fram- haldsnemenda. Eins og áður verður þátt- tökugjaldi mjög í hóf stiilt. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á kynningar- fúndinn á laugardaginn kl. 14 að Vatns- stig 10. Ræðunámskeið Ræðunámskeið verður haldið á vegum ITC laugardaginn 12. október á Hótel Lind. Takmarkaður fjöldi á hvert nám- skeið. Hver þátttakandi fær persónulega ráðgjöf. Upplýsingar veitir Guðrún í síma 46751. Feröalög Utivistarferðir Dagsferðir sunnudag 13. okt.: Kl. 10.30: Reykjavíkurgangan 11. áfangi, Esjuberg Blikastaðakró. Geng- ið verður í 11. áfanga Reykjavikur- göngunnar ffá Esjubergi með Esjuhhð- um niður að Kollafjarðarbotni og síðan um Álfsnesið með Þemeyjarsundi og Leirvogi að Blikastaðakró við Korpúlfs- staðaárós. Fjölbreytt og skemmtileg 15 km ganga. Brottfor frá BSÍ, bensínsölu. Stansað við Árbæjarsafh og Kaupfélagið í Mosfelisbæ. Kl. 13: Rauðhólar-BIikastaðakró. Skoð- aðir verða gervigígar í Rauðhólum og - gengiðumfyrstaskipulagðaskógræktar- svæði aldarinnar. Frá Grafarholti verður notið fegurðar Faxaflóans og svo gengið meðffam Korpúlfsstaðaá allt að Blika- staðakró. Ógleymánleg hressingarganga fyrir alla fjölskylduna. Brottfór ffá BSÍ, bensínsölu. Stansað við Árbæjarsafn. Ferðafélag íslands Sunnudagsferðir 13. okt. 1. Kl. 10.30: Esja að austan, Móskarðs- hnúkar- Hátindur. Gönguferð upp í Svínaskarð og um Móskörð og Laufskörð yfir á Hátind Esjunnar (900 m.y.s.). Hressandi íjallganga. Verð 1.000 kr. 2. Kl. 13: Gönguleið i gosbeltinu, Rjúpnadyngjur- Húsfellsbruni-Heið- mörk. Gengið af Bláljallaveginum sunn- an Sandfells um stórbrotið hraunasvæði (Rjúpnadyngjur) niður að Ferðafélags- reitnum í Heiðmörk. Verð 800 kr. 3. Kl. 13: Lækjarbotnar-Heiðmörk. ’ Þetta er styttri ganga en nr. 2 og hentar vel fjölskyldufólki. Brottfór í ferðimar frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Frítt fyrir böm í fylgd fidlorðinna. Mun- ið haustferð á fullu tungli 18.-20. okt. Safnaðarstarf Hallgrimskirkja: Samvera fermingar- barna kl. 10. Neskirkja: Félagsstarf aldraðra. Sam- verustund í dag kl. 15. Kristján Guð- mundsson segir ffá skáldinu Guðmundi Inga Kristjánssyni og les úr verkum ihans. Tónabræður syngja nokkur lög. Grensáskirkja: Æskulýðsfundur sunnu- dagskvöld kl. 20. HaUgrimskirkja: Fundur í Æskuiýðsfé- laginu Örk mánudagskvöld kl. 20. ‘ • Langholtskirkja: Foreldramorgunn þriðjudag kl. 10.00. Farið verður í hús- dýragarðinn í Laugardal ef veður leyfir. Laugarneskirkja: Fundur í æskulýðsfé- laginu sunnudagskvöld kl. 20. Neskirkja: Mánudagur: Æskulýðsfund- ur kl. 20. Þriöjudagur: Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Seltjarnarneskirkja: Æskulýðsfundur í sunnudagskvöld kl. 20.30.10-12 ára starf mánudag kl. 17.30. Fella- og Hólakirkja: Fyrirbænir í kirkj- unni mánudag kl. 18. Tillcyimingar Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifúnni 17. Allir velkomnir. Bandalag kvenna í Reykjavík Bandalag kvenna í Reykjavík heldur ráð- stefnu í Borgartúni 6 þriðjudaginn 15. i- október kl. 17.30. Kirkjan og safhaðar- starfið - ffummælendur úr hópi kenni- manna og leikmanna. Nýjar myndireftir Sigurþór Jakobsson Nýjar myndir eftir Sigurþór Jakobsson hafa verið gefhar út fyrir árið 1991. Myndimar em endurprent af vatnshta- myndum og em gefnar út í aðeins 95 ein- tökum hver mynd. Allur ffágangur og vinnsla er hið vandaðasta. Myndimar em unnar með hinni bestu fáanlegri tækni sem völ er á. Myndimar em núm- eraðar og áritaðar af höfundi og hægt er að fá þær bæði með og án ramma. Þetta er fjórða árið sem gefnar em út myndir eftir Sigurþór og em sumar af eldri myndum hans nú ófáanlegar. Myndimar em til sýnis og sölu í galleríi og vinnu- stofu Ustamannsins að Víðimel 61. Opið alla daga kl. 13-18. Tvöafstærstu félagasamtökum landsins taka höndum saman Ungmennafélag íslands og Skógræktar- félag íslands standa fyrir sameiginlegu verkefni sem hefst helgina 12.-13. októb- er. Félagsmenn ungmennafélaganna munu ganga í hús og bjóða landsmönnum að eignast Skógræktarbókina. TUgangur- inn er tviþættur (og samverkandi): að styrkja starf félaganna með ágóða af söl- unni og ekki síður að kveikja og örva áhuga landsmanna á trjá- og skógrækt og stuðla að bættum og markvissari vinnubrögðum í þeim efnum. Skógrækt- arbókin er vönduð fræðslu- og leiðbein- ingarbók, 247 bls., Utprentuð, prýdd fjölda ljósmynda og teikninga og hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Bókin er gefin út sl. vetur í tilefni af 60 ára afmæU Skógræktarfélagsins og í minningu Hákonar Bjamasonar. Verð bókarinnar er kr. 3.500. Ný snyrtistofa Linda Björk JúUusdóttir hefur opnað snyrtistofu aö Sólheimum 1 í Reykjavík og ber stofan nafnið Snyrtistofan Edda. Á sama stað er starfandi hárgreiðslustofa og eru stofumar með sameiginlegan síma 36775. Linda lærði snyrtifræði í Fjölbraut í Breiðholti og var á samningi á snyrti- stofúnni á Hótel Sögu hjá Nönnu Gunn- iaugsdóttur og lauk hún sveinsprófi í fe- brúar ’91. Á stofúnni er boðið upp á and- Utsböð, vaxmeöferð, Utanir, hand- og fótsnyrtingu og fleira. Opið mánudaga til fóstudaga kl. 9-18 nema þriðjudaga kl. 9-12. Tímaritið Húsfreyjan komið út 3. hefti Húsfreyjunnar, tímarits Kvenfé- lagasambands íslands, er komið út. Und- anfarið hefur tímaritið gert ákveðnu efni skil í hverju hefti og að þessu sinni er fjallað um endurmenntun kvenna, m.a. grein eftir Gerði G. Óskarsdóttur. Auk þess er að finna greinar um áfoU og kviðavalda í lifi bama eftir Guðrúnu Friðgeirsdóttur, um lýsingu á heimUum og um tvö fyrstu kvenfélögin á íslandi. Að vanda em handavinnu- og mat- reiðsluþættir í blaðmu, félagsmálaspjaU, krossgáta og fleira. Áskriftarsími er 91-17044. Kaffisalh kvenfélags Laugarnessóknar Sunnudaginn 13. október verður hin ór- lega kaffisala Kvenfélags Laugames- sóknar í safnaðarheimiU kirkjunnar strax að lokinni guðsþjónustu. Þennan dag verða tvær guðsþjónustur, þ.e. kl. 11 árdegis verður guðsþjónusta þar sem drengjakór Laugameskirkju syngur og bamastarfið verður á sama tíma en kl. 14 verður hátíðarguðsþjónusta með fjöl- breyttum söng kórs Laugameskirkju. Sr. Sigrún Óskarsdóttir, aðstoðarprestur prédikar en sr. Jón Dalbú Hrjóbjartsson þjónar fyrir altari. Til að auðvelda fólki að koma til kirkju þennan dag verður rúta kl. 13.30 frá Hátúni 10 og við Dal- braut 18-20 um kl. 13.45. Félag eldri borgara Félagsvist í Risinu, Hverfisgötu 105, á sunnudag kl. 14. Dansað í Goðheimum kl. 20. \ Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóh kl. 11. Munið skólabíl- inn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Sýningar Myndlistarsýning Landssam- takanna Þroskahjálpar í dag, 12. október, kl. 15-17 opna Lands- samtökin Þroskahjálp sýningu á grafík- myndum í húsakynnum sínum að Suður- landsbraut 22, Reykjavík. Sýningin er opnuð í tilefni af útkomu happdrættisal- manaks Þroskahjálpar og em myndimar á sýningunni þær sem prýða almanakið. Þekktasti Ustamaður sýningarinnar er hinn heimsfrægi Ustamaður Erró sem hefur sýnt Þroskahjálp einstakan vilja og höfðingsskap með því að gefa samtök- unum þrjár grafíkmyndir á þessu ári. Myndimar verða aUar á sýningunni en mynd af einni þeirra, Draumnum (frá 1990), prýðir forsíðu almanaksins 1992. Aðrar myndir em eftir vel þekkta ís- lenska Ustamenn sem hafa átt samvinnu við samtökin á undanfómum árum. Þess- ir listamenn em: Sigrún Eldjám, Jó- hanna Bogadóttir, Ragnheiður Jónsdótt- ir, Þórður HaU, Daði Guðbjömsson, Guð- rún E. Ólafsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Sigrid Valtingojer, Valgerður Hauksdótt- ir, Helga Armanns, Ingunn Eydal og Guðmundur Ármann. AUar myndimar á sýningunni em tU sölu. Sýningin verður opin daglega til áramóta kl. 15-17. Tónleikar Píanótónleikar í Borgarnesi Laugardaginn 12. október kl. 17 mun Lára Rafnsdóttir halda píanótónleika í Borgameskirkju. Á efnisskránni em verk eftir Soler, Grieg, Prokofiev og Chopin. Lára hóf píanónám á ísaffrði. Að loknu einleUíaraprófi frá Tónlistar- skólanum! í Reykjavik stundaði hún framhaldsnám við GuUdhaU School of Music and Drama í London og lauk þaðan einleikara- og píanókennaraprófi. Lára starfar nú við Tónlistarskólann í Reykja- vik og TórUistarskólann í Garðabæ. Kammermúsíkklúbburinn Fyrstu og aðrir tónleikar á starfsárinu 1991-1992 verða sunnudaginn 12. okt. og miðvikudaginn 16. október kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Fundir Kvenfélag Grensássóknar heldur fyrsta fund vetrarins í safnaðar- heimilinu mánudaginn 14. október kl. 20.30. Myndasýning. Mætum vel. Allar konur velkomnar. Myndgáta ©/53 ------evþór,—*— Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði í ft. Lausn gátu nr. 152: Spyr spjörunuin úr Safnaðarfélag Ásprestakalls Fundur verður í félaginu 15. október nk. kl. 20.30 í safnaðarheimUinu. Dagskrá: 1. Myndasýning frá sumarferð safnaðarfé- lagsins. 2. Kaffiveitingar. Safnaðarfélag Grafarvogssóknar kemur í heimsókn á fundinn. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Hjónaband Þann 17. ágúst vom gefin saman í hjóna- band í Fríkirkjunni af séra Úlfari Guð- mundssyni Gréta Svanlaug Svavars- dóttir og Guðmundur Gunnlaugsson. Heimili þeirra er aö írabakka 30. Ljósm. Sigr. Bachmann. Þann 1. júni vom gefm saman í hjóna- band í Árbæjarkirkju af séra Guðmundi Þorsteinssyni Anna Jónsdóttir og Guð- laugur Á. Long. HeimUi þeirra er að Sogavegi 115, Reykjavík. Ljósm. Jóhannes Long. Þann 10. ágúst vom gefín saman í hjóna- band í Viðeyjarkirkju af séra Jakobi Hjálmarssyni Soffía Jónasdóttir og Ág- úst Egilsson. Heimili þeirra er að Suður- götu 71. Ljósm. Jóhannes Long. Þann 31. ágúst vom gefin saman í hjóna- band í Hafnarfjarðarkirkju af séra Þór- hUdÍ Ólafs Eygló Ingólfsdóttir og Karl M. Karlsson. Heimili þeirra verður í Berlín. Ljósm. Sigr. Bachmann. band í Víðistaðakirkju af séra Einari Eyjólfssyni Óttar Guðjónsson og Hlín Magnúsdóttir. Þau em til heimilis að LindarseU 2. Mynd Hafnarffrði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.