Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991.
Fréttir
Akureyringar á faraldsfæti:
Uppselt í fjórar
helgarferðir til Dubl-
in og Edinborgar
Gylfi Kristjánason, DV, Akureyri:
Akureyringar flykkjast þessa dag-
ana í helgarferðir til Dublin og Edin-
borgar. Að öflum líkindum má rekja
þexman áhuga til þess að boðið er upp
á beint flug frá Akureyri og helgar-
ferðir með gistingu og öllum sköttum
kosta ekki nema rétt rúmlega það
sem kostar að fljúga fram og til baka
milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Gísli Jónsson hjá Ferðaskrifstofu
Akureyrar segir að uppselt sé í tvær
helgarferðir fyrirtækisins til Edin-
borgar og fara alls 320 manns í þess-
ar ferðir sem kosta 23.500 krónur.
Farið er á fostudagsmorgni og komið
til Akureyrar á sunnudagskvöld.
Hjá Samvinnuferðum-Landsýn
sagði Ásdís Árnadóttir að þegar væri
búið að fara í eina helgarferð til
Dublin og önnur ferð verður farin
nú um helgina. Uppselt var í báðar
ferðirnar. Farið á föstudagsmorgni
og komið aftur á sunnudagskvöldi,
og kostar ferðin 24.010 krónur. Alls
fara 346 farþegar í þessar ferðir.
Alls fara því tæplega 700 manns í
þessar helgarferðir. Ásdís og Gísli
voru á einu máli um það að hægt
hefði verið að selja miklu fleiri sæti
í þessar helgarferðir en flugvélakost-
ur er ekki til fyrir fleiri ferðir. Hins
vegar bjóða báðar ferðaskrifstofurn-
ar upp á dagsferðir í næsta mánuði,
Samvinnuferðir-Landsýn til Dublin
mánudaginn 11. nóvember fyrir
14.300 krónur og Ferðaskrifstofa Ak-
ureyrar til Glasgow laugardaginn 9.
nóvember fyrir 18.500 krónur. Sala í
þessar ferðir stendur yfir, aösókn er
talsverð, en ferðirnar verða ekki
farnar nema næg þátttaka fáist.
Verslunarferðimar:
Vildum gjarnan fá
þessar 80 milljónir
- segir formaður samtaka kaupmanna á Akureyri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við getum í sjálfu sér ekki verið
að lýsa yfir neinni óánægju með
þessar ferðir, þetta er allt saman
frjálst. Ég neita því hins vegar ekki
að við vildum gjarnan fá þessar 80
milljónir hingað í bæinn,“ segir
Ragnar Sverrisson, formaður sam-
taka kaupmanna á Akureyri, um
verslunarferðir Akureyringa til út-
landa sem nú standa sem hæst.
„Ég tel að það sé alveg hægt að
gefa sér að í þessum ferðum sé versl-
að fyrir 80 milljónir. Það er farið í
fimm ferðir héðan frá Akureyri í
beinu flugi, tvær til Dublin, tvær til
Edinborgar og eina til Glasgow, og
það fara um 800 manns í þessar ferð-
ir. Ef við gefum okkur að hver þess-
ara farþega versli fyrir 100 þúsund
krónur, sem er örugglega ekki langt
frá lagi, þá gera þetta 80 milljónir.
Miðaö við að verslað væri hér
heima fyrir þessa upphæö þá fengi
ríkið um 20 milljónir í virðisauka-
skatt. Flestar af þessum vörum, sem
fólk kaupir í þessum ferðum, eru
framleiddar í Kóreu, Tævan og á því
svæði og það þýðir 20% toll hingað
til landsins. Ekki fær ríkið það, svo
að ríkiö er að tapa þarna á fjórða tug
milljóna króna.
En við kaupmenn getum lítið sagt,
enda er þetta allt frjálst. Þetta er
gangurinn en við erum langt frá því
að vera ánægðir með þetta samt sem
áður,“ sagði Ragnar.
Seðlabankinn gef ur
í skyn að „leiðrétta
eigi gengið“
- áöur en krónan verði tengd ECU
Seðlabankinn gefur í skyn í skýrslu
um tengingu krónunnar við ECU,
að byrja þurfi á því að „leiðrétta
gengið", áður en það verði fest, sem
sé bundið viö Evrópumyntina ECU.
Menn túlka þetta svo, að verið sé
að segja, að gengisfelling þurfl að
koma til. Líklegt er, að krónan
verði tengd ECU eftir rúmt ár.
„Allt á fulla ferð“
Töluvert er rætt um þá hættu, að
gengisfelling verði talin koma til
greina í vetur til að mæta yfir-
standandi erfiðleikum í efnahagn-
um. Einar Oddur Kristjánsson,
formaður Vinnuveitendasam-
bandsins, sagði í DV í fyrradag: „Ég
er helzt að reyna að snúa ofan af
þeirri kenningu, að það eigi aldrei
að draga úr neinni neyzlu. Þegar
tekjurnar minnka, þá eigi bara að
eyða meiru. Frá þessu verður að
hverfa á samdráttartímum. Gamla
leiðin til að ná þessu fram var að
fella gengið. Nú erum við búin að
verðtryggja krónuna, og verði hún
felld, fer allt á fulla ferð.“ Þórður
Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar, gerði hugsanlega geng-
isfellingu einnig að umræðuefni
fyrir nokkrum dögum og taldi hana
afleitan kost.
Margt í efnahagnum nú hefði fyr-
ir nokkrum árum kallað á gengis-
fellingu, sem kemur vafalaust til
greina nú. Tímaritið Vísbending
gerir að umræðuefni, að Seðla-
bankinn gefur gengisfellingu í
skyn, áður en tengt verði við ECU,
og segir um það: „Með þessu fengju
atvinnuvegirnir svigrúm til þess
að þola um skeið meiri kostnaðar-
hækkanir en gerast erlendis. En
sennilega munu margir líta svo á,
að með þessu sé aðeins verið að
lengja frestinn, þar til næst sé þörf
á gengisfellingu. Hæpið er, að það
auki trú á fast gengi að byrja á því
að fella það. Og víst er, að slíkar
Verðbólga og gengisbreyting krónunnar
1970-1991
— prósentubreytingar á milli ára —
80%
60%
40%
20%
0%
'70 '75 '80 '85 '90
Dregið hefur úr gengisbreytingum og verðbólgu
Sjónarhom
Haukur
Helgason
bollaleggingar auka ekki traust til
krónunnar núna.“
Breytt vog um áramótin
Strax er verið að undirbúa jaröveg-
inn fyrir fulla tengingu krónunnar
viðECU.
Gengi krónunnar hefur nú í næst-
um tvö ár verið stöðugt miðað við
svonefnda viðskiptavog. í þessari
vog er myntunum, sem þar eru
haföar, geflð vægi, sem fer eftir hlut
viðkomandi lands í innflutningi og
útflutningi okkar. Þessi vog verður
einfölduð um næstu áramót, og
verða í henni eftir það aðeins
Bandaríkjadollar, japanska jenið og
margnefnd Evrópumynt, ECU.
Stjórnvöld hér vinna að því, að
krónan verði tengd ECU í ársbyrj-
un 1993. Þetta yrði gert með ein-
hliða yfirlýsingu. Þá leið hafa
Norðmenn, Svíar og Finnar valið.
Gert er ráð fyrir, að leyfð verði
sex prósent sveiflumörk á gengi
krónunnar í hvora átt frá viðmið-
unargenginu eftir þessa tengingu.
Tengingin við ECU mun meðal
annars þýða, að vextir hér á landi
lækka. Það hefur verið reynsla
Svía, Norðmanna og Finna, að
vextir lækka og fara að líkjast hin-
um lágu vöxtum í Evrópubanda-
laginu.
Viðskipti okkar við EB-löndin
munu vafalaust halda áfram að
vaxa eftir ECU-tenginguna. 73 pró-
sent innflutnings okkar voru í
fyrra frá Evrópulöndum og 80 pró-
sent útflutningsins fóru þangað.
í dag mælir Dagfari____________
Handboltahöllin
Tvísýnt er um heimsmeistara-
keppnina í handbolta. Það stafar
af því að Kópavogur og ríkissjóður
eru að renna á rassinn með aö
byggja höll undir keppnina. í gamla
daga léku menn handbolta utan
húss en nú mun það ekki þykja
nógu fínt og þess vegna þarf að
byggja höll. Nú er þess að geta að
margar handboltahallir eru til í
landinu og hver annarrri veglegri,
en þær voru því miður byggðar
fyrir íslenska handboltamenn en
ekki útlenska. Útlenskir hand-
boltamenn þurfa stórar og glæsi-
legar hallir til að taka þátt í heims-
meistarakeppni og þess vegna lof-
uðu íslendingar að byggja stóra,
stóra höll fyrir útlendingana.
Um tíma var ekki vitað hver gæti
byggt þessa höll sem íslendingar
þurftu að lofa til að geta haldið
heimsmeistarakeppni og ríkissjóð-
ur sagði nei og Reykjavíkurborg
sagði nei. En þá kom stórbærinn
Kópavogur og sagði: Við skulum
byggja höll. Okkur munar ekkert
um að byggja höll og ríkið lofaði
þá að styrkja Kópavog til að hann
gætu staðið við loforðið og Hand-
boltasambandið gæti staðið við lo-
forðið. Það lofuðu sem sagt allir
hver öðrum og málið virtist í höfn.
En svo kom babb í bátinn þegar
Kópavogur þurfti aö efna loforðið.
Þeir eiga nefnilega ekki fyrir henni
og þó að ríkisstjórnin vilji standa
við sitt þá dugar það ekki til að
byggja voða stóra höll og nú er orð-
iö afar tvísýnt um aö íslendingarn-
ir geti staðið við loforðið sem þeir
gáfu hver öðrum og gáfu hand-
boltasambandinu sem hefur lofað
Alþj óðahandknattleikssamband-
inu að byggja höll. Kópavogur segir
að ríkið hafi lofað hærri upphæð
en ríkið ætlar að greiða. Ríkið seg-
ist ekki borga meira en það lofaði
í upphafi og Handboltasambandið
segir aö ríkisstjórnin hafi lofaö að
halda keppnina og skilur ekki
hvers vegna ríkið ætlar ekki að
standa við það loforð.
Ekki er þó handboltasambandið
á því að gefast upp þótt menn séu
farnir að heykjast á því að standa
við loforð sín. Eitt af því sem mönn-
um hefur döttið í hug er að notfæra
sér flugvélarskemmuna sem nú á
að fara að byggja á Keflavíkurflug-
velli. Hún mun taka fjóra fullstóra
handboltavelli og fara létt með.
Vandinn er hins vegar sá, að í þess-
ari skemmu á að geyma flugvélar
en auðvitað er hægt að breyta því
og aka flugvélunum út á meðan
heimsmeistarakeppnin fer fram.
Enda er heimsmeistarakeppni og
handbolti miklu mikilvægara fyrir
þjóðina heldur en nokkur stykki
af flugvélum sem þar að auki eru
ekki lengur til neins brúks og allra
síst meðan þær standa inni í
skemmum.
Dagfara dettur líka í hug að
Kópavogur byggi höllina fyrir þá
peninga sem Kópavogur hefur efni
á að leggja fram en það munu vera
um þxjú hundruð milljónir króna.
Ríkið ætlar að standa við sitt og
leggja fram sínar þxjú hundruð
milljónir og þetta fé mun áreiðan-
lega duga fyrir að minnsta kosti
hálfri höll. Því þá ekki að ráðast í
bygginguna og láta slag standa?
Þegar peningarnir eru búnir er að
minnsta kosti annar helmingur
vallarins í lagi og þá geta þeir í
handboltanum spilað á annað
markið eða skipt liði þannig að
færri séu inn á hverju sinni til að
heimsmeistarakeppnin fari fram.
Það mundi verða gífurlegt áfall
fyrir ferðamannaiðnaðinn ef
heimsmeistarakeppnin fer ekki
fram á tilskildum tíma og talið er
að útlendingar hætti að leggja leið
sína til íslands í móðgunarskyni
eða vegna þess að þeir leggja ekki
lengur trúnað á að íslendingar
standi við loforð sín um hús sem
þeir hafa lofað að byggja undir þá
útlendinga sem hingað koma. Heið-
ur okkar er að veði og hiö evrópska
efnahagsssvæði verður til lítils ef
heimsmeistarakeppnin fellur nið-
ur.
Dagfara finnst að Kópavogskaup-
staður verði að standa við loforð
sitt. Annað getur beðið á meðan í
þessu bæjarfélagi, enda hafa Kópa-
vogsbúar ekki annað betra við út-
svarspeninga sína að gera en að
byggja höll fyrir heimsmeistara-
mót í handbolta. Jafnvel þótt þáð
verði ekki nema hálf höll. Hálfur
skaði er betri en allur. Göturnar
og dagheimilin og dagvistarstofn-
anir aldraðra hljóta að geta beðið
á meðan.
Dagfari