Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 17
16
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991.
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER'1991.
25
Iþróttir
Japisdeildin í körfuknattleik:
Ekkert lið öruggt
með sigur hérna
- sagði Hreinn Þorkelsson, þjálfari Snæfells, eftir sigur sinna manna
Snæfell (45)93
UMFG ' (37) 90
10-9, 28-24, 34-30, (45-37), 49-45,
51-60. 73-73, 82-87, 86-89, 91-89,
91-90, 93-90.
Stig Snæfells: Báröur Eyþórsson
27, Tim Harvey 26, Karl Guölaugs-
son 15, Rúnar Guðjónsson 8, Alex-
ander Helgason 6, Hjörleifur Hjör-
leifsson 4, Hreinn Þorkelsson 2.
Stig UMFG: Dan Krebbs 33, Guð-
mundur Bragason 22, Pálmar Sig-
urðsson 13, Marel Guðlaugsson 10,
Rúnar Árnason 8, Hjálmar Hall-
grímsson 2, Bergur Hinriksson 2.
3ja stiga körfur: Snæfell 5,
UMFG 5.
Vamarfráköst: Snæfell 20,
UMFG 15.
Sóknarfráköst: Snæfell 8, UMFG
8.
Vítahittni: Snæfell 23/20, UMFG
22/18.
Villur: Snæfell 20, UMFG 17.
Dómarar: Leifur Garðarsson og
Kristinn Óskarsson, góðir.
Áhorfendur: 360.
A-riðill:
KR . 6 5 1 600-517 10
Njarðvík.... . 5 4 1 432-393 8
Tindastóll.. . 6 2 4 532-552 4
Snæfell . 6 2 4 446-536 4
Skallagr . 5 0 5 374-456 0
B-riðill:
Keflavík . 6 6 0 611-474 12
Grindavík.. . 6 4 2 492-471 8
Haukar . 5 3 2 451^173 6
Valur . 6 2 4 536-553 4
Þór . 5 0 5 393-447 0
Kristján Sigurðsson, DV, Stykkishólmi:
„Ég setti upp þá taktík fyrir leikinn
að taka Pálmar úr umferð og Bárður
og Alexander leystu það vel. Liðið
sýndi góðan karakter með að rífa sig
upp í síðari hálfleik. Ég er mjög
ánægður með strákana og ekkert lið
er öruggt með sigur gegn okkur á
heimavelli," sagði Hreinn Þorkels-
son, þjálfari og leikmaður Snæfells,
eftir að Snæfell hafði borið sigurorð
af Grindavík, 93-90, í æsispennandi
leik í Japisdeildinni í körfuknattleik
í Stykkishólmi í gær.
Harvey og Bárður
skoruðu grimmt
Leikurinn var í jafnvægi mestallan
fyrri hálfleikinn en undir lok hálf-
leiksins náðu heimamenn 8 stiga for-
skoti. Þeir Bárður Eyþórsson og Tim
Harvey voru Grindvíkingum erfiðir
í fyrri hálfleik, Bárður skoraði 14
stig og Harvey 15. Dan Krebbs hélt
Grindvíkingum nánast á floti, skor-
aði 15 stig í fyrri hálfleik.
í síðari hálfleik byrjuðu leikmenn
Snæfells illa og skoruðu aðeins 6 stig
á fyrstu 8 mínútunum. Þetta nýttu
Grindvíkingar sér vel, þeir náðu
undirtökunum og náðu mest 9 stiga
forskoti. Guðmundur Bragason var
í miklum ham á þessum mínútum
og skoraði 12 stig í röð.
Æsispennandi
lokamínútur
Þegar ein og hálf mínúta vai eftir
höfðu Grindvíkingar 5 stiga forskot
og allt virtist stefna í sigur liðsins.
Lokamínútan var magnþrungin.
Þegar 18 sekúndur voru eftir jafnaði
Karl Guðlaugsson metin með ævin-
týralegri 3 stiga körfu og fékk að
auki tvö vítaskot sem hann nýtti og
allt í einu var Snæfell komiö með
tveggja stiga forskot. í næstu sókn
sinni fengu Grindvíkingar vítaskot.
Dan Krebbs skoraði aðeins úr fyrra
vítinu, Guðmundur Bragason náði
frákastinu en skot hans geigaði og
Snæfellingar náðu knettinum. Það
var síðan Bárður Eyþórsson sem
tryggði Snæfelli sigurinn með því að
skora úr tveimur vítaskotum á loka-
sekúndunum.
Bárður Eyþórsson, Tim Harvey og
Karl Guðlaugsson áttu allir mjög
góðan leik í hði Snæfells og þá var
þáttur Rúnars Guðjónssonar og
Alexanders Helgasonar stór. Rúnar
átti stórleik í vörninni og hélt Guð-
mundi Bragasyni í skefjum og Alex-
ander skoraði 6 stig í röð í síðari
hálfleik. Hann kom heimamönnum
inn í leikinn að nýju og þá gætti hann
Pálmars vel í vörninni.
Dan Krebbs var yfirburðamaður í
liði Grindvíkinga og besti leikmaður-
inn á vellinum, mjög fjölhæfur leik-
maður. Guðmundar Bragasonar var
vel gætt en hann gerði góða hluti á
meðan Rúnar, leikmaður Snæfells,
var utan vallar. Pálmar var í strangri
gæslu og náði sér ekki á strik.
„Þetta var erfitt. Leikmenn Snæ-
fells mættu til leiks grimmir sem ljón
og við fengum aldrei frið. Sigurinn
hefði þó getað lent okkar megin,"
sagði Pálmar Sigurðsson við DV eftir
leikinn.
Bikarkeppni HSÍ í gærkvöldi:
Ellef u mörk Sigga
dugðu ekki til
- Selfoss tapaði fyrir Stjömunni í Garðabæ, 22-17
Nokkrir leikir fóru fram í bikar-
keppni HSÍ í gær. Aðalleikur kvölds-
ins var viöureign 1. deildar liða
Stjörnunnar og Selfoss en leikurinn
fór fram í Garðabæ. Leikurinn var
mjög jafn og spennandi og það var
ekki fyrr en á síðustu tveimur mínút-
unum sem Garðbæingar náðu að
hrista Selfyssinga af sér. Marka-
hæstir í liði Stjörnunnar voru Magn-
ús Sigurðsson með 6, Einar Einars-
son 5 og þeir Axel Björnsson, Haf-
steinn Bragason, Patrekur Jóhann-
esson skoruðu 3 mörk hver. Hjá Sel-
fyssingum var Sigurður Sveinsson í
aöalhlutverki, skoraöi 11 mörk og
Einar Guðmundsson kom næstur
með 4.
Markahæstir í liði ÍH í leiknum
gegn HK voru Jón Þórðarson 9 og
Ólafur Magnússon 5 og hjá HK
Gunnar Már Gíslason 7, Rúnar Ein-
arsson 7, Óskar Elvar Óskarsson 6.
Víkingar góðir
í fyrri hálfleik
Víkingar gerðu út um leikinn gegn
HKN í fyrri hálíleik og í leikhléi var
staðan 10-18. í síöari hálfleik léku
heimamenn mjög vel og þegar upp
var staðið var munurinn aðeins 5
mörk. Gísli H. Jóhannsson skoraði
10 mörk og Romas Pavolonis 4 fyrir
HKN en fyrir Víkinga var Birgir Sig-
urðsson með 8, Bjarki Sigurðsson 7
og Guðmundur Guðmundsson 6.
Leik Vals-b og Ármanns þurfti að
þríframlengja og þegar það dugði
ekki til var gripið til bráðabana og
þar tryggði Theodór Guðfinnsson
Valsmönnum sigurinn. Einar Birgis-
son skoraði 10 mörk fyrir Val en
Ásgeir Sveinsson var atkvæðamest-
ur hjá Ármanni, skoraði 8 mörk.
Knútur Sigurösson skoraði 15
mörk fyrir b-lið FH í sigri á Ögra en
Jóhann Ágústsson kom skammt á
eftir með 14 mörk fyrir Ögra.
Úrslit leikja í bikarkeppni HSÍ í
handbolta í gær urðu þannig:
ÍH-b-Afturelding...........26-30
ÍH-HK......................21-33
HKN-Víkingur...............24-29
Stjarnan-Selfoss...........27-22
Valur-b-Ármann...........32-31
FH-b-Ögri................32-22
Leik ÍBV og Gróttu var frestað og
fer leikurinn fram í Eyjum í kvöld.
Aðrir leikir í kvöld: Ármann-b-KR-b,
Fjölnir-ÍR, Fram-KR, Víkingur-b-
Haukar.
-GH/ÆMK
Einar Einarsson skoraði 5 mörk í sigri Stjörnunnar á Selfyssingum i gær.
Knattspymuúrslit:
Grikkir
sigruðu
Tveir leikir fóru fram í Evrópu-
keppni landsliða í knattspymu í
gær. í 6. riðh sigruðu Grikkir lið
Finna á heimavelli, 2-0. Dimitris
Saravakos og Stephanos Borbok-
is skoruðu mörk Grikkja sem
eiga raunhæfa möguleika á sigri
í riðlinum. Staðan i riöhnum er
þannig:
Hohand.......7 5 1 1 15-2 11
Portúgal.J...7 4 1 2 10-5 9
Grikkland....5 3 1 1 10-5 7
Finnland.,...8 1 4 3 5-8 6
Malta........7 0 1 6 1-22 1
í 3. riðli skildu Ungvetjar og
Norðmenn jafnir, 0-0. Þessi leik-
ur skipti litlu um gang mála í riðl-
inum. Sovétmenn eru meö pálm-
ann í höndunum, eru í efsta sæti
og eiga eftir leik gegn Kýpurbú-
um. Staðan í 3. riðli er þannig:
Sovétríkin...7 4 3 0 10-2 11
Noregur......7 3 2 2 '8-4 8
Ungverjaland .8 2 4 2 10-9 8
Ítalía.......6 2 3 1 9-4 7
Kýpur.....6 0 0 6 2-20 0
Jafnt hjá PSV
Úrslit leikja í hollensku 1. deild-
inni í knattspyrnu í gær:
Ajax - Willem ....3-0
Vitesse - Utrecht.... ....1-0
PSV - Maastricht ....1-1
Volendam - Waalwijk ....0-3
Stuttgart tapaði
í Þýskalandi fóru fram tveir leik-
ir í fjórðungsúrslitum bikar-
keppninnar. Stuttgart tapaði í
framlengdum leik fyrir Bayer
Leverkusen á útivehi, 1-0, og hð
Hannover vann sigur á Karlsru-
he, 1-0.
Mílanóliðin
í vandræðum
Úrsht leikja í ítölsku bikarkeppn-
inrú urðu þannig:
Atalanta - Juventus. Inter Milan - Como... Parma - Florentina.. 0-0 2-2 0-0
Sampdoria - Bari 1-1
Torino - Lazio 2-0
Verona-ACMilan... 2-2
-GH
Hreinn Þorkelsson og félagar hans i Snæfelli unnu góðan sigur á Grindavik i gær.
Ungum Valsmanni
boðið til Ekeren
- verður hjá belgíska liðinu í 3 vikur
Kristján Bemburg, DV, Belgiu:
Ungur knattspyrnumaður í Val, Guð-
mundur Brynjólfsson, er á fórum til belg-
íska 1. deildar liðsins Ekeren og mun hann
dvelja þar í þrjár vikur í boði félagsins.
Guðmundur, sem leikið hefur með
landsliði íslands sem skipað er leikmönn-
um 16 ára og yngri, tók þátt í knattspymu-
skóla KB í Belgíu nýverið. Þar komu forr-
áðamenn Ekeren auga á hann og það varð
úr að þeir buðu honum til félagsins.
Guðmundur Benediktsson til
sjúkraþjálfara Lokeren
Guðmundur Benediktsson er farinn að
hlaupa á æfingum með Ekeren en hann
er sem kunnugt er að jafna sig eftir erfið
langvarandi meiðsli á hné. Á dögunum
tognaöi Guðmundur á lærvöðva en hefur
náð sér af þeim meiðslum. Þjálfari Ekeren
hefur.ekki verið ánægður með framgöngu
sjúkraþjálfara Ekeren enda vill hann fá
Guðmund sem fyrst í lið sitt. Hefur þjálfar-
inn nú brugðið á það ráð að senda Guð-
mund th sjúkraþjálfara Lokeren en sá er
tahnn einn besti sjúkraþjálfari Belgíu í
dag.
Leikmönnum Ekeren hefur ekki gengiö
vel að skora mörk það sem af er keppnis-
tímabilinu í Belgíu. Leikmenn liðsins í
fremstu víglínu hefur gengið aíleitlega að
nýta aragrúa marktækifæra sem liðið hef-
ur fengið.
Gunther Hofmann er mesti markaskor-
ari Ekeren og skoraði hann 18 mörk á síð-
asta tímabili og varð í 2. sæti yfir marka-
hæstu leikmenn Belgiu. Hofmann varð
hins vegar fyrir sams konar meiðslum og
Guömundur en þremur vikum seinna.
Það er því ekki skrítið að þjálfari Ekeren
bíði þess óþreyjufullur að Guðmundur
Benediktsson nái sér af meiðslunum og
verði fær um að leika með liðinu.
íþróttir
Óvissa ríkir um þátttöku Júgóslava á ólympíuleikunum:
Útiloka ekki
þátttöku okkar
- segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ
Vegna skálmaldar, sem ríkt hef-
ur í Júgóslavíu á undanfornum
misserum, hefur sú umræða óneit-
anlega skotið upp kolhnum hvort
júgóslavenskir íþróttamenn muni
keppa undir fána Júgóslavíu á
ólympíuleikunum í Barcelona á
næsta ári. í dag hafa fimm af sex
þjóðarbrotum Júgóslavíu lýst yfir
sjálfstæði sínu og tvö af þeim, Kró-
atía og Slóvenía, hafa þegar komið
á stofn ólympíunefndum og hand-
knattleikssamböndum innan sinna
ríkjasambanda.
í dag ríkir algjör óvissa um hvort
þaö sem áður var Júgóslavía muni
senda landslið sitt í handknattleik
á ólympíuleikana. Af þessum sök-
um er alveg óljóst hvort IHF muni
heimila það. Ef það verður niður-
staðan er ljóst að ísland, sem er
fyrsta varaþjóð, mun taka sæti það
sem Júgóslavía hafða í handknatt-
leikskeppni ólympíuleikanna.
í lögum alþjóða handknattleiks-
sambandsins (IHF) númer 2.2 segir
orðrétt: Alþjóða handknattleiks-
sambandið leyfir ekki nokkra
útskúfun vegna stjórnmála, kyn-
þátta eða trúarlegra ástæðna í mót-
um á þess vegum.
Ef lögin eru skoðuð enn frekar
kemur þetta fram.
í lögum IHF númer 1.3 segir að
aðeins eitt handknattleikssamband
í hverju landi sé viðurkennt sem
aðili að IHF.
„IHFtekurmálið
fyrir á næstunni"
„Alþjóða handknattleikssamband-
ið hefur ekki enn sem komið er
gefið út neina yfirlýsingu um þetta
mál sem nú ríkir í Júgóslavíu en
hefur þó sagt að allir íþróttamenn
verði að hafa sama rétt og tækifæri
til keppa í alþjóðlegum mótum á
vegum IHF svo og ólympíuleikum.
IHF mun ræða þetta mál mjög al-
varlega á næstunni og eins verður
máliö tekiö upp á stofnfundi hand-
knattleikssambands Evrópu sem
verður í Berlín um miðjan nóvem-
ber. Þar hafa fulltrúar hinna ný-
stofnuðu handknattleikssam-
banda, Krótaíu og Slóveníu, boðað
komu sína og óskað eftir að fá að
gera grein fyrir málstað sínum svo
og inngöngu í hið nýja Evrópusam-
band,“ sagði Jón Hjaltalín Magnús-
son, formaður HSÍ, í samtali við
DV í gær.
„Útiloka ekki
þátttöku okkar“
„Eins og máhn líta út í dag sé ég
ekki Júgóslavíu fyrir mér á næstu
ólympíuleikum. Af þeirri ástæðu
er ekki hægt að útiloka þann mögu-
leika að við sem fyrsta varaþjóð
tökum sæti þeirra á næstu ólymp-
íuleikum. Þetta eru fyrst og fremst
hugleiðingar en þó alveg ljóst mið-
að við þá hörmulegu þróun sem
orðið hefur í Júgóslavíu aö IHF
getur ekki viöurkennt að Serbía
yfirtaki áunninn rétt þeirrar þjóðar
sem áður hét Júgóslavía í hand-
knattleikskeppni ólympíuleikanna
hvað þá að hin þjóðarbrotin fimm
muni samþykkja það.
Þó er sá möguleiki fyrir hendi að
friður náist á skaganum fyrir
ólympíuleikana og að þjóðarbrotin
sameinist að keppa undir ólymp-
íufánanum í Barcelona 1992, sem
við skulum vona, en að sögn tals-
manna hins nýstofnaða handknatt-
leikssambands Króatíu þá telja þeir
þaö útilokað að íþróttamenn þess-
ara þjóðarbrota geti aftur keppt
saman í sama landsliöi," sagði Jón
Hjaltalín Magnússon.
Þess má að lokum geta að í síð-
ustu heimsmeistarakeppni lands-
liða skipuðum leikmönnum 21 árs
og yngri, sem fram fór í Grikklandi
fyrir skömmu, voru eingöngu Serb-
ar í júgóslavenska liðinu.
-JKS
England-deildarbikarkeppmn:
Meistararnir
slegmr ut
- töpuöu fyrir Coventry - United vann
Úrslit leikja í 3. umferð ensku
deildarbikarkeppninnar í knatt-
spyrnu í gær urðu þannig:
Coventry-Arsenal............1-0
Everton-Wolves..............4-1
Man. Utd-Portsmouth.........3-1
Norwich-Brentford...........4-1
Nott. Forest-Bristol Rovers..2-0
Sheff. Wed.-Southampton.....1-1
Þaö var Kevin Gallacher sem
tryggði Coventry sigurinn gegn
Arsenal meö marki í fyrri hálíleik.
Sigur Coventry hefði geta orðið
mun stærri miðað við gang leiks-
ins.
Deiidarbikarmeistararnir frá því
Bryan Robson skoraöi eitt af mörk-
um Man, Utd í sigrinum á Ports-
mouth i gær.
í fyrra, hð Sheffieild Wednesday,
náði ekki nema jafntefli, 1-1, gegn
Southampton. David Hirst skoraði
mark Wednesday en Alan Shearer
jafnaði fyrir Southampton 8 mínút-
um fyrir leikslok.
Robins með tvö
fyrir United
Eftir tvo tapleiki i röð vann Manc-
hester United sigur á 2. deildar liö-
inu Portsmouth á heimavelh sín-
um, 3-1. Mark Robins skoraði
fyrsta mark United en mínútu síðar
jafnaði bakvörðurinn John Beres-
ford metin. Bryan Robson kom
United yfir og Robins var aftur á
ferðinni fáeinum mínútum fyrir
leikslok þeagr hann skoraði sitt
annað mark. Robins hefur lítiö sem
ekkert leikið með aðalhði United á
þessu tímabili en fyrir tveimur
árum skoraði hann grimmt i bikar-
leikjum liðins.
Peter Beagrie skoraði 2, Peter
Beardsley og Tony Cottee skoruöu
mörk Everton 1 sigri á Wolves, 4-1.
Steve Bull skoraði mark Úlfanna
og jafhaði reyndar leikinn, 1-1.
í 2. deild voru þrír leikin, Brig-
hton-Leicester 1-2, Charlton-
Ipswich 1-1, Southend-Oxford2-3.
Aberdeení
efsta sæti
Aberdeen er konúð i efsta sæti eftir
leiki skosku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu í gær. Úrlslit urðu
þessi:
Aberdeen-Motherwell........3-1
Celtic-St. Johnstone.......4-0
Hearts-St. Mirren..........0-0
-GH
Handbolti á Spáni:
Geir með f imm
gegn Barcelona
íslendingarnir tveir í spænska
handboltanum, Geir Sveinsson og
Júlíus Jónasson, stóðu í ströngu með
liðum sínum í gærkvöldi. Júlíus og
félagar í Bidasoa gerðu jafntefli gegn
Granollers, 22-22, og Avidesa sótti
Barcelona heima og tapaði, 23-22.
Bidasoa var lengstum með 2-3
marka forystu gegn Granollers á
heimavelli en Granollers tókst að
jafna metin úr vítakasti þegar ein
sekúnda var eftir af leiknum. Júlíus
skoraði eitt mark fyrir Bidasoa.
„Það voru mikil mistök að missa
leikinn niður í jafntefh. Við höfðu
leikinn í hendi okkar og því eru úr-
slitin nánast grátleg," sagði Júlíus
Jónasson viö DV í gærkvöldi en hann
sagðist ekki hafa verið sáttur við
frammistöðu sína í leiknum.
Geir Sveinsson og félagar hans í
Alzira Avidesa máttu bíða ósigur
gegn Barcelona á útivelli. Avidesa
var tveimur mörkum yfir þegar þrjár
mínútur voru eftir en Barcelona
gerði þrjú síðustu mörkin. Geir átti
góðan leik og skoraði fimm mörk.
Barcelona heldur efsta sætinu í
deildinni, hefur 13 stig, Granollers
er í öðru sæti með 12 stig og Avidesa
og Bidasoa er jöfn í þriðja til fjórða
sæti með 11 stig. Ekkert er leikið í
spænsku deildinni um næstu helgi
vegna þátttöku félagsliðanna á Evr-
ópumótunum í handknattleik.
-JKS
Geir Sveinsson átti góðan leik í gær i Barcelona og skoraði 5 mörk af línu.