Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 32
F R ÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
FeðgarhjáÁTVRá
Lindargötu kærðir
f yrir fjárdrátt
Ríkisendurskoöun og Rannsóknar-
lögregla ríkisins hafa nú til rann-
sóknar meintan fjárdrátt hjá áfengis-
útsölunni við Lindargötu í Reykjavík
til skoðunar. Hér er um að ræða
verslunarstjóra og aðstoðarverslun-
arstjóra sem eru feðgar. Þeim hefur
verið gert að hætta störfum a.m.k. á
meðan rannsókn fer fram. Grunur
leikur á að mennirnir hafi dregið sér
margar milljónir króna.
„Við fengum þetta mál í hendur í
gær. Þetta er fyrst og fremst beiðni
um rannsókn á rýrnun sem hefur
komið fram við talningu eftirlits-
manna hjá ÁTVR. Forstjórinn hefur
skýrt frá að menn sem bera ábyrgð
á þessum stað hafi veriö settir af um
tíma. Það er þeirra mál en okkar er
að finna út hvers vegna ekki ber sam-
an vörum og bókhaldi," sagði Arnar
Guðmundsson hjá RLR í morgun.
Aðspurður sagði Arnar að hinir
grunuðu hefðu ekki verið yfirheyrðir.
„Það á eftir að bera sakarefnið upp
og kanna viðhorf þeirra sem geta gef-
ið einhverjar skýringar - þeirra sem
þarnastarfa,“sagöiArnar. -ÓTT
Freyja seld
Byggðastofnun gekk síðdegis í gær
frá sölu á 97 milljón króna hlut sínum
í Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri til
Norðurtangans á ísafirði og Frosta á
Súðavík. Söluverðið var 12,5 milljón-
ir en að auki skuldbinda nýju eigend-
urnir sig til að setja 50 milljónir inn
í reksturinn á næstu mánuðum og
tryggja að 2500 tonna aíla verði land-
að á Suðureyri. Meö í kaupunum
fylgdi togarinn Elín Þorbjarnardóttir
sem nú verður seldur kvótalaus.
Fyrr um daginn féll Baldur Jóns-
son, framkvæmdastjóri Freyju, frá
forkaupsrétti sínum þar sem honum
tókst ekki að afla nægra íjármuna til
kaupanna. Hluthafafundur er boöað-
ur 11. nóvember og taka nýju eigend- -
urnir þá við rekstri fyrirtækisins.
-kaa
Davíö Oddsson í Noregi:
EkkiíEB
Davíð Oddsson forsætisráðherra og
eiginkona hans, Ástríður Thorarens-
en, héldu í gær til Noregs í opinberd
heimsókn í boði Gro Harlem Brun'dt-
land, forsætisráðherra Noregs.
Davíð sagði við fréttamenn í Noregi
að það væri enginn þrýstingur á ís-
lendinga að ganga í EB, Evrópu-
bandalagið, jafnvel þótt öll önnur
EFTA-ríkin gerðu slíkt.
Hann sagði að nýgerður samningur
EFTA og EB um evrógskt efnahags-
svæði tryggði stöðu íslands í við-
skiptum við Evrópuríkin. Svo yrði
áfram þótt önnur EFTÁ-ríki gengju
ÍEB. -JGH
Maður sem játaði sölu á fíkniefhum fyrir á aðra milljón
„Forfallinn neytandi“
í 16 mánaða fangelsi
- annai’ bíður dóms fyrir 2,5 kiló af hassi og 280 grömm af amfetamíni
Sakadómur í ávana- og fikniefna-
málum hefur dæmt 29 ára Reykvík-
ing í 16 mánaða fangelsi fyrir kaup
og dreifingu á 200 grömmum af
amfetamíni og 200 grömmum af
hassi í maí og júní 1988. Annar
maður, 27 ára, var vegna sama
máis dæmdur í 50 daga fangelsi
sem hegningarauka við þrjá aðra
refsidóma upp á samtals 40 mánaða
fangelsi. Fjölmargir aðrir tengdust
málinu. Þar af voru tveir ákærðir.
Mál þeirra eru enn í meðferð hjá
sama dómi. Hér er um að ræða
svokallað Grundarstígsmál.
Eldri maðurinn var úrskurðaöur
í gæsluvarðhald 22. júní 1988. Hann
viðurkenndi að hafa keypt 200
grömm af amfetamíni og 200
grömm af hassi hjá ákveðnum
manni. Sá aðili hefur viðurkennt
hjá lögreglu að hafa dreift 2,5 kíló-
um af hassi og 280 grönimum af
amfetamíni. Hans mál er í dóms-
meðferð. Sá sem nu hefur verið
dæmdur keypti amfetamíngramm-
ið af söluaöilanum á 4.000 krónur
en seldi aftur aftur ýmsum öðrum
á 5.000 krónur grammið. Hassið
keypti hann á 850 krónur hvert
gramm en seldi megnið af því öðr-
urn á 1.000 krónur. Veltan af söl-
unni var því á aðra milljón króna.
1 vörn mannsins fyrir dómi kom
fram að hann hefði veríð „forfáll-
inn fíkniefnaneytandi" og brotið „í
þeim tilgangi aö fjármagna eigin
neyslu".
Sakborningurinn sagðist hafa
fengið 4-10 grömm af amfetamíni í
hvert skipti. í lok maí 1988 hafði
hann fengið samtals 100 grömm og
selt þau öðrum á hærra verði. A
þeim tíma ætlaði maðurinn að gera
upp við söluaðilann. Söiumaðurinn
spurði þá hvort maðurinn vildi fá
allt sem hann ætti eftir af amfetam-
íni. Maðurinn samþykkti Jpð og
fékk um 100 grömm í viðbót.
% Fyrir brot sín var maðurinn
dSimdur í 16 mánaða fangelsi. Refs-
ingiR var öll óskilorðsbundin þar
sem hann hefur framið 5 sannanleg
flkniefnabrot frá þeim tima sem
hann varð uppvís að ofangreindu
máli árið 1988. Hann var einnig
dæmdur til að greiða 100 þúsund
krónur i sekt til rikissjóðs. Verðí
hún ekki greidd innan 4 vikna kem-
ur 28 daga fangelsisrefsing í stað-
inn. Með dóminum var 28 þúsund
króna afrakst.ur af fíkniefnasölu,
sem fannst hjá manninum, gerður
upptækur.
Yngri maðurinn var dæmdur fyr-
ir að hafa keypt 80 grömm af am-
fetamíni af þeim eldri, selt megnið
af því öðrum en notað hluta til eig-
in neyslu. Sá maður er í fangelsis-
afþlánun - 40 mánaða fangelsisr-
efsingu fyrir önnur brot, m.a. fyrir
þjófnaði, skjalafals og nytjastuld.
Þetta mál var því dæmt sem hegn-
ingarauki, 50 daga viðbót við áður
dæmdar refsingar. Viðurlög þessa
manns hefðu verið mun þyngri ef
málið heiði verið dæmt sjálfstætt.
Bjarni Stefánsson dómarafulltrúi
kvað upp dóminn.
-ÓTT
Endurnar á Tjörninni kunna alitaf jafnvei að meta það þegar ungviðið kemur niður að Tjörn með fulla vasa af
brauði til að gæða þeim á. DV-mynd BG
Ölvaður stal bíl
og ók á skilti
og steinvegg
Ölvaður maður, sem var á ferð fyr-
ir utan Fógetann í Aðalstræti, eftir
miðnætti stal bíl, ók honum um
hundrað metra vegalengd, keyrði á
vegskilti og endaði á steinvegg. Áður
en maðurinn tók bílinn traustataki
hafði hann reynt að komast inn í
aðra bíla.
Um klukkan eitt í nótt kom maöur
á bíl sem átti erindi inn í veitingahús-
ið Fógetann. Hann fór inn í húsið en
skildi bílinn eftir ólæstan og í gangi.
Ölvaði maðurinn sá sér þar leik á
borði. Hann settist undir stýri, setti
í gír og ók af stað suður Aðalstræti
og beygði í átt að Suðurgötu við hús
Hjálpræðishersins. Ekki tókst
„beygjan" betur en svo að bíllinn fór
á vegskilti og endaði síðan á stein-
vegg. Ökuþórinn skall með andlitið
í framrúðu og fékk blóðnasir. Bílinn
var óökufær og tekinn í burtu með
kranabíl. Skiltið skemmdist einnig
en veggurinn ekki. Maðurinn fór á
lögreglustöðina og blóðprufa var tek-
in. Hann á yflr höfði sér málsókn
vegna nytjastulds og ölvunarakst-
urs. -ÓTT
LOKI
Fæst þetta íslandsmet í
hundrað metrum staðfest?
Veðriðámorgun:
Hæg
norðanátt
Á morgun verður fremur hæg
norðanátt, smáslydduél á annesj-
um norðanlands en annars staðar
að mestu úrkomulaust. Hitinn
verður 1-6 stig meðfram strönd-
inni en smávægilegt frost inn til
landsins.
ÖRUGGIR-ALVÖRU
PENINGASKAPAR
VARI - ÖRYGGISVÖRUR
VARI
® 91-29399
Allan sólarhringinn
Oryggisþjónusta
síðan 1 969