Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. 9 Grænlendingar aukarækjukvót- annþráttfyrir viðvaranir Stjórnvöld á Grænlandi hafa ákveðiö að auka rækjukvótann þrátt fyrir viðvaranir fiskifræð- inga um að þaö sé ekki forsvaran- legt. Rækjukvótinn verður aukinn um 3.500 tonn og á hann að tryggja atvinnu í rækjuverk- smiðjunum við Diskóflóa i vetur. ísinn lokar höfnum frá miðjum desember. Hans Lassen, forstjóri græn- lensku ltafrannsóknastofnunar- innar, sagði í viðtali við græn- lenska útvarpið að flskifræðingar hefðu miklar áhyggjur af aukn- ingu kvótans og fiskifræðingar vildu heldur minnka hann á næsta ári. Fiskifræðingar reikna með að rækjustofninn í ár sé tíu prósent- um rainni en hann var í fyrra. Flugvélsneiðir mannítvennt Flugvél í lendingu í Afríkurik- inu Gabon sneiddi mann í tvennt þegar hann hljóp yfir flugbraut- ina í veg fyrír vélina. Dagblaðið L’Union skýrði frá því að vængur flugvélarinnar, sem var frá hemum, hefði lení á manninum. Atburöurinn átti sér stað á fóstudag á helsta alþjóða- flugveili landsins. Gangandi vegfarendur fára oft ólöglega yfir brautir flugvallarins á ieið sinni á milli þorpa. Grænlenskijóla- sveinninn á leið til Danmerkur Jólasveinninn kemur til Ála- borgar í Danmörku þann 29. nóv- ember með Nivi Ittuk, flutninga- skipi Grænlandsverslunar. Borg- arstjóri Álaborgar tekur á móti sveinka sem er að ijúka efnrlits- ferð sinni meðal bama heimsins. Hann heidur síðan aftur heim. Grænlenski jólasveimiinn verður nefnilega að vera kominn aftur til síns heima þann 6. des- ember en þann dag á hann af- mæli. Af því tilefni ætiar hann að opna nýtt verkstæði sem hann hefur komiö upp í Nuuk, höfuð- - stað Grænlands. Mitterrand hefur sjaldanveríð óvinsælli Vinsældir Francois Mitterrand Frakklandsforseta hafa sjaldan verið minni en nú, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. Aðeins 28prósent aðspurðra iýstu yfir stuöningi viö stefnu for- setans en 57 prósent voru andvig- ir. Aðeins einu sinni hefur forset- inn verið ó vinsælli en nú. Það var í árslok 1984 þegar hann barðist fyrir óvinsælum endurbótum á menntakerfi landsins. Bjargaðúrbaði eftirsexdaga Lögregla í Suður-Afríku bjarg- aði á dögunum 84 ára gamalli konu sem haföi legiö í baðkarinu sínu í sex daga án þess að geta nokkra björg sér veitt. Konan er gigtveik og reyndi að baða sig upp á eigin spýtur þegar húshjálpin brást. Gamla konan liggur nú á sjúkrahúsi þar sem hún er að jafna sig eftir volkið. Hún mun síðan flytja heim til dóttur sínnar. Ititzau og Heuter >;!. 0' lan Richter og Shirley brosa breitt eftir heimkomu hans úr fangelsi i írak þar sem hann afplánaði lifstíðardóm. Símamynd Reuter Útiönd Breskur kaupsýslumaður úr fangelsi Saddams: Síðasti sólarhringur var stórkostlegur Breska kaupsýslumanninum Ian Richter var tekið með kostum og kynjum þegar hann kom aftur heim í faðm fiölskyldunnar í gær eftir að stjórnvöld í írak leystu hann úr haldi og fengu í staðinn aðgang að 125 milljónum dollara sem höfðu verið frystir í :breskum bönkum. Richter hafði'verið dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir að múta embættismönnum. „Síðasti sólarhringurinn hefur ver- ið stórkostlegur. Ég vildi að hann gæti varað að eilífu," sagði Richter þegar hann var búinn að kyssa Shir- ley, eiginkonu sína. „Það hvarflaði oft að mér að ég ætti ekki eftir að upplifa þennan dag.“ Richter ílaug frá Bagdad til London um borð í einkaflugvél Sadruddins Aga Khan prins, sérlegs sendimanns Sameinuðu þjóðanna, sem samdi um lausn hans. Richter hafði afplánað sex ár af dómi sínum. Hann hélt stöð- ugtframsakleysisínu. Reuter Hjá okkur í JAPIS getur þú fundið gott úrval hljómtækja stök eða í stæðum, lítil tæki og stór á þeim verðum sem henta þér. Verum hagsýn þessi jól og verslum í JAPIS. Panasonic S G H D 5 2 •Alsjálfvirkur plötuspilari •fullkominn geislaspilari •tvöfalt segulband •útvarp m/FM, MW, LW •magnari 180 w •7 banda tónjafnari m/minni •fallegir hátalarar í viðarkassa •fjarstýring. kr. 69.800 stgr. Panasonic S G H M 4 2 •hálfsjálfvirkur plötuspilari •fullkominn geislaspilari •tvöfalt segulband •útvarp m/FM, MW, LW •50 w. magnari •5 banda tónjafnari •fallegir hátalarar í viðarkassa •fjarstýring kr. 56.950 stgr. Panasonic S G H M 2 2 kr. 49.970 stgr. JAPISS BRAUTARHOLTI 2 • KRINGLUNNI SÍMI 625200 -—---------- ------------------------------;---------------------------------- JOLÍJAPIS •hálfsjálfvirkur plötuspilari •fullkominn geislaspilari •tvöfalt segulband •útvarp m/FM, MW, LW •20 w. magnari •5 banda tónjafnari •fallegir hátalarar í viðarkassa •fjarstýring

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.