Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 22
22
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991.
Sviðsljós
Ný lögreglu-
varðstöö
í Grafarvogi
„Þaö er veriö að fylgja fólkinu eftir
og skapa þarna ákveðna nálægö við
umhverfið og fólkið á viðkomandi
svæði. Það var löngu orðið tímabært
að opna þarna lögreglustöð," sagði
Ómar Smári Ármannsson aðstoðar-
yfirlögregluþjónn en nýlega var opn-
uð ný hverfalögreglustöð í bráða-
birgðahúsnæði að Hverafold 1-3 í
Grafarvogi.
„Það verða þarna þrír lögreglu-
menn á vakt og þeir munu sinna
hefðbundnu eftirliti og sjá um alla
almenna löggæsiu. Einnig munu þeir
taka þátt í ýmissi fræðslustarfsemi í
hverfinu og vinna í náinni samvinnu
við íbúasamtök, skóla- og félags-
málayfirvöld og önnur félög á svæð-
inu,“ sagði Ómar Smári.
Ómar Smári sagði að stöðin væri
frekar lítil, 29 fermetrar að stærð, en
til stæði að byggja nýtt húsnæði í
framtíðinni sunnan við þetta.
Lögreglustjórinn, borgarstjórinn og fleiri merkir menn voru mættir við opnunina. F.v.: Böðvar Bragason lögreglu-
stjóri, Jónas Hallsson aðalvarðstjóri, Markús Örn Antonsson borgarstjóri, Helgi Gunnarsson lögregluflokksstjóri,
Þórhallur Árnason lögreglumaður, Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, Steindór Einars-
son frá Fjörgyn og Árni Þór Sigmundsson rannsóknarlögreglumaður.
Þrír menn verða á vakt á nýju stöðinni og standa þeir fyrir miðri mynd. F.v.: Guðmundur Guðjónson yfirlögreglu-
þjónn, Helgi Gunnarsson lögregluflokksstjóri, Árni Þór Sigmundsson rannsóknarlögreglumaður, sem veitir stöð-
inni forstöðu, Þórhallur Árnason lögreglumaður og Arnþór Ingólfsson yfirlögregluþjónn. DV-myndir S
Magnús L. Sveinsson
FÉLAGSFUNDUR
Þýðir hækkun lægstu
launa verðbólgu?
Gylfi Arnbjörnsson
Þórólfur Matthíasson
Sigurlaug Sveinbjörnsd.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fræðslufund
um kjaramál að Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 26. nóv.
n.k. kl. 20.30.
Þar verður m.a. leitað svara við eftirfarandi atriðum:
* Hver hefur launaþróunin verið hér miðað við önnur
lönd?
* Hvert stefnir í þróun launabils milli kynjanna?
* Hvernig virka umsamin laun á verðbólgu?
* Eru lægstu launin það eina sem veldur verðbólgu?
* Valda launahækkanir, sem vinnuveitendur ákveða
einhliða, ekki verðbólgu?
* Valda launagreiðslur í yfirvinnu ekki verðbólgu?
* Veldurfjármagn, sem varið er í óarðbæra fjárfestingu
ekki verðbólgu?
Ræðumenn verða:
Magnús L. Sveinsson, formaður V.R.
Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
Kjararannsóknarnefndar
Þórólfur Matthíasson, lektor j
Ásmundur Stefánsson, forseti A.S.Í.
Fundarstjóri: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir,
stjórnarmaður í V.R.
Félagsfólk er hvatt til að mæta
áfundinn.
Verið Virk í V.R. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR
Það er alveg jafngaman áð þessu núna og fyrir 24 árum segja þeir í Sa-
vanna-trióinu. F.v., Þórir Baldursson, Troels Bendtsen og Björn Björnsson.
Savanna-tríóið:
Ný plata eftir
24 ára hlé
„Það kom okkur á óvart hvað við
vorum fljótir að ná þessu aftur og
hvað þetta gekk vel. Þórir hefur nátt-
úrlega unnið við tónlist alla tíð og
Troels hefur haldið sér svolítið við í
spilamennskunni en ég hef mjög lítið
gert,“ sagði Björn Björnsson í Sa-
vanna-tríóinu en þaö var að gefa út
hljómplötu eftir 24 ára hlé.
Savanna-tríóið efndi til blaða-
mannafundar í Stúdíó-Sýrlandi fyrr
í vikunni í tilefni af plötunni sem ber
heitið „Eins og þá“ og er nú komin
í hljómplötuverslanir.
„Við ætlum að gefa út fleiri plötur
á næstu árum, svona í rólegheitun-
um. Við erum þó ekki búnir aö taka
ákvörðun um það hvort við fórum
Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Björg-
vin Halldórsson létu sig að sjálf-
sögðu ekki vanta í teitið.
Á meðal gesta var Sigmundur Ernir
Rúnarsson, fréttamaður af Stöð 2.
DV-myndir Hanna
að troða upp sem skemmtikraftar á
ný en ef pressan verður mikil þá
kannski látum við undan," sagði
Björn.
Á plötunni eru fimmtán lög, öll í
svipuðum dúr og í gamla daga. Átta
þeirra eru reyndar síðan þá, en sjö
laganna eru gömul þjóðlög með nýj-
um textum.
Aðspurður hvers vegna þeir komi
framá sjónarsviðið núna sagði Björn
þá ekki hafa haft tök á því að vinna
neitt saman í öll þessi ár því að Þór-
ir hafi alltaf búið erlendis.
„Nú er hann fluttur heim og því
höfum-við-getað.hist örlítiðog rifjað
þetta upp,“ sagði Björn.