Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. Spumingin Læturðu bólsetja þig við inflúensu? Eyþór Jónsson baðvörður: Nei, það hef ég aldrei gert. Karen Hannesdóttir: Nei, það hef ég ekki gert. Alda Úlfarsdóttir húsmóðir: Nei. Jóhann Viðar Jóhannsson verka- maður: Nei. Berglind Þorbergsdóttir nemi: Ég man ekki til þess. Lesendur Ríkisstjómin: Óvinveitt þjóðinni? - Óvinveitt konum? Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar: Þetta eru ný slagorð þeirra sem sjá ekki, heyra ekki eða viðurkenna að ástand það sem nú ríkir er afleiðing stjómarfarsins á liðnum áratug. - Fyrrverandi ríkisstjórn neitar al- gjörlega sínum mistökum og fjand- samlegum vinnubrögðum gegn þjóð- arheildinni. Aðeins eitt dæmi: Af völdum þessara herra er lánstraust þjóðarinnar út á við að þverra vegna skuldasöfnunar sem er svo gífurleg að sjálfstæði okkar er stór hætta búin. Það er því tími til kominn að staldra við og vinna þær niður en ekki auka eins og stefna stjórnarand- stæðinga hefur veriö. Núverandi stjóm sér háskann sem nú er stutt undan og vill breytta og fastari stefnu í landsmálum en þá rísa andstæðingarnir upp eins og öskrandi ljón og ógna stjórnarsam- starfmu. Þetta hefur venjulega skeð ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur kom- ist í stjórn. Þá er viðreisnarviðleitni þeirra barin niður með ofbeldi ef ekki annað hefur dugað. Sú stjóm sem nú situr ber ekki ábyrgð á núverandi ástandi, heldur er það sérstaklega Framsóknar- flokkurinn sem ábyrgðina. Hann hef- ur talið sig standa að velferðarkerfl sem er að snúast í ógnun við sjálf- stæði þjóðarinnar. - Steingrímur Hermannsson telur sjálfum sér trú um að hann sé einn af spámönnun- um þegar til umræðu um frestun ál- Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. - „Neitar algjörlega sínum mistök- um og fjandsamlegum vinnubrögöum gegn þjóðarheildinni," segir m.a. í bréfinu. vers kemur og segist hafa séð alft fyrir. Enginn barðist þó harðar fyrir álveri í kjördæmi sitt fyrir síðustu kosningar en Steingrímur til að geta eignað sér framtakið. Síðan hefur málið verið í höndum iðnaðarráð- herra sem fær nú miklar skammir fyrir að ástæðulausu. Þessir herrar ættu að segja sem minnst því þeim var algjörlega hafn- að í síðustu kosningum, svo ekki er hægt að kalla það annað en þeir hafi illa staðið að málum þjóðarinnar. Kvennasamtökin æpa nú að ríkis- stjórninni og segja hana fjandsam- lega konum. Þó hafa þær aldrei viljað eða þorað að taka á sig nokkra ábyrgð. Þeim finnst aðrir eiga að axla hana og sjá fyrir öllu. - Þær vinna því á sama hátt af ábyrgðar- leysi að röskun jafnvægis þjóðarinn- ar í efnahagsmálum og FramSóknar- flokkurinn og Alþýðubandalagið. Hve langt getur Stöð 2 gengið? Halldór Jónsson skrifar: Ég er einn þeirra sem hef horft tals- vert á Stöö 2 síðan hún hóf starf- semi. Upp á síðkastið, og þó fremur um alilangt skeið, hefur athygli mín á Stöðinni dregist saman, einfaldlega vegna þess að hún er ekki lengur nógu áhugaverð. Stöð 2 er alls góðs makleg og það er þó mun lengri dag- skrá þar en á Ríkissjónvarpinu. Hins vegar fer ekki hjá því að þegar sam- keppnisaðilinn, Sjónvarpið, er eins hörmulega leiðinlegur og hann er nú freistast hinn aðilinn (Stöð 2) til að draga lappimar líka - svona í hlut- fallslegu samræmi, og getur þó haft yfirhöndina. Nú hefur heyrst að eigendur Stöðv- ar 2 hafi haft uppi hugmyndir um að leggja út í dagblaðaútgáfu ásamt sjónvarpsrekstri sínum. Engum get- um skal að því leitt hvort þeir á Stöð 2 hafa kannað þann gífurlega viðbót- arrekstrarkostnað sem hlýtur að fylgja slíkri útgáfu. Hitt sló mig ónotalega að heyra jafnframt að Stöð 2 ætlaði bara rétt si svona að slengja þessum tveimur þáttum saman gagn- vart áskrifendum Stöðvar 2 og rukka svo afnotagjald/áskriftargjald í ein- um pakka. Þetta myndi auðvitaö þýða hækk- un á afnotagjaldi Stöðvar 2. Og fyrir þá sem ekki hafa áhuga á að bæta við sig dagblaðakostnaði umfram það sem nú er yrði þetta einfaldlega til þess að margir myndu verða að segja up_p sjónvarpsnotum Stöðvar- innar. Eg get alla vega ekki séð hvernig Stöð 2 gæti nauðgað dag- blaðaáskrift upp á áskrifendur sjón- varpsstöðvarinnar! Þetta hugarfóstur Stöðvar 2 finnst mér út í bláinn. Mér finnst að Stöð 2 ætti fremur að bæta dagskrá sína verulega. Það yrði stuðningur við þann stóra hóp fólks sem ekki vill þurfa að sæta nauðungaráskrift að Ríkissjónvarpinu. Það gæti þá valið á milli tveggja sjónvarpsstöðva. Rétt eins og það getur í dag valið á milh hinna ýmsu dagblaða á markaðin- um. Júpiters stórgóð hljómsveit Gestur skrifar: Vegna þess að alltof sjaldan verður maður var við góðar hljómsveitir á skemmtistöðum eða annars staðar þár sem fólk kemur saman, t.d. á árshátíðum eða við önnur tækifæri, get ég ekki látiö hjá líða að geta einn- ar slíkrar sem ég heyrði í á skemmti- kvöldi hjá Alliance Francaise nýlega. Þama var komin hljómsveitin Júp- iters og lék fyrir dansi að kvöldverði loknum. Ég hafði áður heyrt og séð þessa hljómsveit, einmitt við sama tilefni fyrir tveimur árum. Þá tók ég strax eftir að hljómsveitin var allfrá- brugöin öðrum að því leyti að hún var fjölmennari og notaði fleiri blást- urshljóðfæri en við eigum að venjast hér á landi. Hrmgið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 ~eða skrifið ATH.: Nafn ogsímanc. verður að fylgja bréfum Hljómsveitin Júpiters. - „Sannkölluð og réttnefnd „big-band“ hljómsveit. Hljómsveitina skipuðu 12 manns þá og gera sýnilega enn. Hljómsveitin hefur hins vegar bætt sig verulega frá því þá og er nú sannköUuð og réttnefnd „big-band“ hljómsveit, hef- ur góðan rythma og líflega fram- komu á sviði. - Ég er satt að segja undrandi á að ekki skuli vera hér fleiri álika hljóm- sveitir í gangi. Þess konar tónlist sem Júpiters leikur á mikinn og stóran hóp aðdáenda hér á landi. - Þetta var frábært kvöld með hljómsveitinni Júpiters og vil ég og borðfélagar mín- ir sem vorum þama saman þakka henni fyrir skemmtunina og óska meðlimum hennar góðs gengis. DV Núervatntísku- drykkur E.K. ski-ifar: Nú virðist sem við íslendingar höfum loks náð tökum á útflutn- ingi á fersku vatni héðan til er- lendra kaupenda. Velgengni ís- lensks bergvatns þjá Sól hf. er ánægjuleg. Nú þarf að fýlgjast vel með að ekki fari margir að krukka í svo viökvæman markað e.t.v. með alvarlegum afleiðingum. Ég hef nokkuð fylgst með er- lendis og þar er vatn í alls konar útfærslum orðið tískudrykkur hjá fólki. Fólk er meira og minna hætt aö kaupa sykurdiykkina, og ég held að þetta sé líka framtiðin hér á landi. - Verst hvað vatn er selt dýrt hér, ’/3 litri kostar það sama og gosdrykkimir! Drengurðnn í London Margrét Guðmundsd. skrifari: „Ég held að ég geti aiveg fullyrt að það er enginn í utanrikisþjón- ustunni í dag sem hefur þá reynslu, bakgrann, þekkingu og - getu sem þarf til að gera það sem ég ætla mér að gera hér.“ - Þetta las maöur í viðtali viö Jakob Frí- mann Magnússon sem hefur ver- ið gerður að menningarfulltrúa í London. - Eftir uramælum hans að dæma ætti liklega að titla hann „aðalsendiherra íslands"! Hvað segja aðrir starfsmenn ut- anríkisráðuneytisins við þessu? Eru þeir þær gungur að sitja und- ir svona sjálfshóli drengsins í Lon- don? - Eða er þetta kannski rétt hjá menningarfulltrúanum? Er enginn honum iremri í allri utan- ríkisþjónustunni? Farþegaflutningar með Einar Þorsteinsson skrifar: Þegai’ maður heyrir aö starfs- menn Rikisskipa hefji nú baráttu fyrir því að Rikisskip verði gert að hlutafélagi kemur manni strax í hug hvort ekki sé nauðsynlegt að hafa farþegaflutninga inni í myndinni, a.m.k. að einhverju marki. Nauðsynlegt er að íslend- ingar sem eyþjóð í norðurhöfum eigi þess kost að taka farþegaskip meðfram höfnum landsins og til útlanda á islensku skipi. Ég held aö hugmyndin um stofnun hlutafélags um Rikisskip hf. sé dauðadæmd ef farþega- flutningar eru ekki einnig á dag- skránni írá upphafi, a.m.k. ef vænta á stuðnings viö hugmynd- ina frá almenningi. Endalausbið efftir Bónus Móðir á Nesinu hringdi: „Eru börn okkar minna virði en nokkurra króna sparnaður?" spyr foreldri á Seltjamamesi í DV. - Aö versla í Bónus er EKKI nokk- urra króna spamaður, þar spara ég þúsundir króna á mánuði. - Þaö kemur bömum mínum jafn- mikið viö og mér sjálfri. Mér er fyrirmunað að sjá aðBónus-versl- unin geti verið hættuleg bömum, ffemur en aðrar matvöruverslan- ir inni í hverfum, t.d. í Breiðholti. - Sjáif færi ég trúlega Nesvegimi í Bónus (ef við fátnn þá Bónus) og síðan í þjónustumiðstöðina á Eiðistorgi. - Yndislegt er Nesið. Gottaðfá Skúla aftur Þorsteinn hringdi: Ég lýsi ánægju með að Skúli Helgason skuli vera kominn tfl starfa aftur hjá RÚV. Hann gref- ur upp áhugaverðar hljómsveitir og tónlistarmenn. Þar er vissu- lega vegið á móti þeirri innihalds- lausu popptónlist sem mergsýgur Ijósvakamiðlana. - RÚV veitir með þessu góða þjónustu og það ætti ekki að láta gagnrýnisraddir aftra sér í þessari viðleitni. - Skúli er að gera góöa hluti þarna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.