Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. Meiming Leysingamálverk Nýja málverkiö svonefnda höfðaöi til margra fyrir áratug eöa svo,'e.t.v. ekki hvað síst sakir þeirrar tilfmningalegu aftöppunar sem þaö boðaði. Djúpar pæhngar hugmynda- listarinnar höföu sett margan góöan mann- inn svo rækilega í hnút aö hann mátti sig vart hræra. Nú er öllu erfiðara að greina vatnaskil í listinni, enda allt talið leyfilegt, svo framarlega sem hægt sé að selja það(!) Slík kakófónía er ekki líkleg til þess að opna flóðgáttir sínar fyrir nýjum stórasannleik eða að sameinast um skurðgröft. Þó er ég ekki frá því að sjá megi tvær meginkvíslar úr hérlendu listahafi. Annars vegar eru þeir sem leitast við að leysa upp form og hti og blanda saman ólíkum stíltegundum; þeir eru málsvarar leysinga. Hins vegar eru það þeir sem leitast viö að frysta form og liti, hólfa niður og skera við trog. Ágætir fulltrúar hvorrar stefnu sýna um þessar mundir í Nýhstasafninu, þau Erhngur Páh Ingvarsson og Guðrún Einarsdóttir. Skal hér fjallaö um verk þess fyrrnefnda en sýningar Guðrúnar getið í næsta pistli. Meðvituð og dulvituð þrenna Erhngur Páll er leysingamálari samkvæmt ofannefndri skilgreiningu. Sjái hann sterk form í málverki sínu reynir hann að leysa þau upp og blanda út í myndflötinn. Þetta sést glöggt í verkinu Sunnudagur sem sam- anstendur af þremur málverkum. Þar bregð- ur fyrir táknrænum formum, s.s. kuðungi, keri og augum en formin eru vísvitandi gerð óljós og samsömuð grunnfletinum með tján- ingarríkum penshstrokum í anda abstrakt- expressjónisma. Annars þótti mér ofan- greind myndþrenna of sundurlaus til að myndirnar þyldu að vera svo samþjappaðar Erlingur Páll Ingvarsson 1 Nýlistasafnlnu Erlingur Páll Ingvarsson: Pegasus 1991 7 á veggnum. Miðmyndin sker sig einnig nokk- uð úr hvað htaval og skýrleika forms snert- ir. Öðru máli gegnir um þrenningu sem kall- ast Þríhamur. Þær myndir munu reyndar ekki hafa verið hugsaöar sem ein hehd en standa hins vegar vel fyrir sínu í því formi. Einnig eru yfirbragð myndanna og efnistök það keimlík að röðin hefur svipmót heildar. Óræð og blæbrigðarík teikning Best þykir mér Erhngi Páli takast upp þeg- ar sem fæst form eru á myndfletinum, eins og t.a.m. í verkinu Flugþrá. Þar er afgerandi Myndlist Ólafur Engilbertsson hreyfmg gefin til kynna með einfaldri teikn- ingu sem þó er óræð og blæbrigðarík. Áður- greind verk eru þessa dagana til sýnis á efstu hæð Nýlistasafnsins en á miðhæð hefur Erl- ingur Páll komið fyrir fjórum arkýlmyndum og tveimur „veggmyndum". Akrýlmyndim- ar standa vel fyrir sínu og eru með því áhuga- verðasta á sýningunni. Það hentar Erlingi Páli greinilega vel að vinna stórskala mynd- ir í smátt form. Hinar svoköhuðu veggmynd- ir eru aftur á móti fremur misheppnaðar að mínu mati - og ekki sé ég thganginn með því að klippa málverk út úr ramma sínum og setja það upp á þann hátt sem hér er gert. Styrkur Erlings Páls felst miklu fremur í að leysa upp form innan myndflatarins en að klippa þau niður og frysta utan hans. Sýning Erlings stendur til fyrsta desember. || ■ f DUNHAGA 20 SOLUTURN VIIICv SÍMI62-73-73 MATVÖRU- ■ lÁGIIM VERSLUN LJONIÐ MYNDBANDALEIGA % AU«T 8HOOKS HÉRH ÍMEt? Defending a YourLife c<5mnv aöout itft öttweeh mm amt rm NYKOMNAR OG VÆNTANLEGAR SiW> ÍMllfáX >•; flMx'ASimtim \:i \íll St<>tKI.MMN'í«UíS mví nu vtw va, >* awj. • VIDEO LJONIÐ ávallt feti framar- Opið frá 9-23.30 alladaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.