Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. 15 Er f ramtíðin fólgin í vændi? Eg dreg enga dul á þá skoðun mína að fyrir mér eru hin svokölluðu Samtök um kvennalista algjör tímaskekkja í íslenskri pólitík. Mig hefur raunar undrað það mjög hversu mikið fylgi þessi samtök hafa fengið í alþingiskosningum því þetta virðist vera hópur kvenna sem eru óánægðar með allt og vilja ekki bera ábyrgð á neinu. Þær hafa allt frá upphafi ekki viljað taka neina ábyrgð á stjóm landsins og í hvert sinn er þær hafa gengið til viðræðna um stjórn- armyndun hafa þær sett einhver skilyrði sem aðrir flokkar hafa umsvifalaust hafnað. Gott að álverið skuli ekki koma Það var sannarlega ömurlegt að horfa á þingmann Reykjaness frá Kvennalistanum, Önnu Ólafsdótt- ur Bjömsson, fagna því með bros á vör þegar tilkynnt var að frestur yrði á byggingu álvers á Keilisnesi. Þessi þingmaður virðist ekki hafa neinar áhyggjur af þvi þótt stór hluti vinnufærra manna á Suður- nesjum fái enga vinnu, hvað þá að þingmaðurinn velti fyrir sér því efnahagslega tjóni sem ölf þjóðin varð fyrir. Nei, þá hlakkar í kvennalistakonum á Alþingi ís- lendinga, sérstaklega þeirri sem kosin var hér í Reykjaneskjör- dæmi. Sumir hafa haldið því fram að Kvennalistakonur hafi alltaf verið á móti stóriðju, hverju nafni sem hún nefnist. Vel má það vera en hvemig bar þá að skilja afstöðu Ingibjargar Sólrúnar í stjómar- myndunarviðræðunum í vor þegar hún þóttist jafnvel tilbúin að sam- þykkja álverið ef Alþýöuflokkur- inn vildi ganga til samstarfs við Framsókn, komma og Kvennalist- ann um myndun ríkisstjórnar? Var það bara ein sýndarmennskan og leikaraskapurinn til? KjáUarinn Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokks i Kópavogi Þingflokkur Kvennalistans. - „Það er aldeilis glæst framtíðarsýn er þessir fulltrúar hafa á atvinnumálum okkar!“ en í almennum umræðum um þetta frumvarp fannst mér ég allt í einu átta mig á hvað Kvennalistakonur eiga við þegar þær tala um léttan heimilisiðnað. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- ingi • Kvennalistans í Reykjavík, taldi rangt að leggja viðurlög við að hafa framfærslu af því að stunda vændi þegar vitað væri að þeir sem út í slíkt leiddust gerðu það úr mik- illi neyð, oft færi saman eiturlyfja- neysla og vændi. Hins vegar finnst þessum talsmanni Kvennalistans það vera refsivert að hafa tekjur af lauslæti annarra, þ.e. að stunda hórmang. Með sömu rökum væri ekki refsi- vert að stela ef það væri gert af neyð en hins vegar má ekki skipu- leggja þjófnað ef aðrir gætu haft hagnað af honum. Hvers konar hundalógík er þetta eiginlega? Glæst framtíðarsýn Finnst mönnum virkilega ekki nóg komið af þeirri sýndar- mennsku er fulltrúar Kvennalist- ans sýna í hverju málinu af öðru á Alþingi íslendinga? Það er aldeilis glæst framtíðarsýn er þessir full- trúar hafa á atvinnumálum okkar. Á sama tíma og allir mæla gegn lauslætinu finnst Kvennalistanum allt í lagi aö stunda vændið ef menn hafa það sem framfærslu! Hvað um hættulega sjúkdóma eins og til dæmis eyðni? Hafa þessar konur engar áliyggjur af þeim sjúkdómi ef viðkomandi hefur framfærslu af því að stunda vændi? Þegar Kvennalistinn bauð fyrst fram lýstu þáverandi fulltrúar hans því yfir að þær gerðu ekki ráð fyrir að Kvennalistinn væri kom- inn til að vera í íslenskri pólitík. Þær sögðust með öðrum orðum ætla að stefna að því að leggja sig niður. Ég skal fúslega viðurkenna að mér hafði ekki dottið í hug að tengja vændi þeirri hugmynd Kvennalistans að leggja sig niður. Guðmundur Oddsson „Á sama tíma og allir mæla gegn laus- lætinu finnst Kvennalistanum allt í lagi aö stunda vændiö ef menn hafa það sem framfærslu!“ Hvað vili Kvennalistinn? Kvennalistakonur hafa sagt að þær vilji byggja upp smáiðnað og raunar hafa sumir haldið því fram aö vilji Kvennalistans sé að koma hér upp eins konar heimihsiðnaði eins og hann var hér fyrr á öldum. En hvernig sem menn líta á þessi mál verður að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir setji skoðanir sínar fram á þann veg að almenningur skilji. Við höfum nú á nokkrum vikum séð og heyrt afstöðu Kvennalistans til tveggja stórmála sem hvort um sig koma til að skipta okkur íslend- inga mjög miklu og kannski að ráða því hvort við getum haldið þeim góðu lífskjörum sem hér hafa ver- ið. Þetta eru álmálið og EES. Kvennalistinn hefur gelið þær yfirlýsingar að hann sé á móti stór- iðju og einnig er hann á móti því að við getum selt okkar afurðir á erlendum mörkuðum, án tolla og þannig á hagstæðum kjörum. - En bíðum við, hver er þá framtíðarsýn Kvennalistans í atvinnumálum? Vændi skal það vera Dómsmálaráðherra hefur nýlega lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum. Þar er fyrst og fremst fjallað um endurskoðun á þeim þáttum er fialla um kynferð- is- eða skírlífisbrot. Sjálfsagt er hér um nauðsynlegt frumvarp að ræða „Gældssanering" „Á íslandi hafa nauðasamningar nánast eingöngu verið tíðkaðir gagn- vart fyrirtækjum ..segir m.a. í greininni. Hinn 1. júlí 1992 taka gildi ný lög um gjaldþrot og fléira. Ekki vil ég á þessum vettvangi fjölyrða um efni þeirra né gerð - aðrir eru hæf- ari til þeirra hluta. Þó vil ég nefna eitt atriði sem mun verða inni í hinum nýju lögum en nú er sem sérstök lög. Þetta eru nauðasamn- ingar. Á íslandi hafa nauðasamningar nánast eingöngu verið tíðkaðir gagnvart fyrirtækjum og þá yfir- leitt sem undanfari gjaldþrots. Ein- staklingar sem hafa lent í greiðslu- þroti vita varla af þessum mögu- leika. En hvaða möguleiki er það? Kviðdómur Það sem er sérkennilegt að mínu mati við nauðasamninginn ís- lenska er það að þar eru þeir sem málið sækja eins konar kviðdómur yfir þeim sem til sakar er sóttur, það er skuldaranum. Hér á ég við það að til að nauðasamningur nái fram að ganga þarf ákveðinn hundraðshluti kröfuhafa (50-80%) að samþykkja hann. Minnihluti kröfuhafa hefur því neitunarvald í málinu. Örugglega hefur þetta ákvæði oft komið í veg fyrir að vitrænn samn- ingur næði fram að ganga því kröfuhafar eru auðvitað jafn mis- vitrir og aðrir menn. Með vitræn- um samningi á ég við það að miðað sé við að skuldarinn greiði það sem honum er framast unnt og kröfu- hafar fái þar með allt þaö sem möguleiki er á hveiju sinni. Þetta finnst mér vitlegt, þar sem auðvitað hlýtur að vera betra að fá eitthvað heldur en ekki neitt. Frá Danmörku Frændur vorir Danir virðast hafa KjaUaiinn Grétar Kristjónsson form. G-samtakanna komið auga á þessi einföidu sann- indi. Þeir hafa tekið ákvæði upp í sín lög sem nefnt er „gældssaner- ing“. Gældssaneringin felur það í sér, í stórum-dráttum, að fólk sem telur sig vera komiö í greiðsluþrot getur snúið sér til skiptaréttar og óskað eftir þessu. Rétturinn fer þá vandlega ofan í alla þætti málsins - eignir skuldarans og skuldir - tekjur og gjöld. Ef réttinum sýnist að hér sé á ferðinni einstaklingur sem sé að lenda í gjaldþroti og ekkert er „kríminalt" í málinu þá úrskurðar rétturinn hve mikið af skuldum sínum viðkomandi skuli greiða og hvernig það skiptist milli kröfu- hafa. Hér er enginn kviðdómur misviturra og misjafnlega illvígra kröfuhafa, heldur hlutlaus dómur. Að mínu mati býður þetta upp á mun meiri líkur á réttlæti sem allir eru að sjálfsögðu að sækjast eftir. Ekki hér Því miður komu þeir sem sömdu frumvarpið að nýju íslensku lögun- um ekki auga á þetta. í greinargerð með frumvarpinu er minnst á gældssaneringuna pg hennar er ekki talin þörf hér. í því sambandi er minnst á nauðasamninginn og hann talinn koma að sama gagni. En eins og að framan er frá greint er hér auðvitað um tvo ólíka hluti að ræða. Nauðasamningur felur í sér mikla auðmýkingu fyrir skuldar- ann þar sem hann fylgir nánast gjaldþrotameðferð með tilheyrandi auglýsingum og opinberum yfirlýs- ingum. Ekki er sjálfgefið að þeir sem lenda í fjárhagslegum erfið- leikum eigi slíkt skilið. Einnig þetta að fáir reiðir kröfuhafar geta komið í veg fyrir að aðrir sem gjarnan vilja semja fái greitt það sem mögu- leiki er á. Dæmin sanna að í flestum gjaldþrotum einstaklinga er bú þeirra afgreitt eignalaust. Skuldaskil G-samtökin hafa nú í samstarfi við lögmann sinn, tekið upp nýjung í meðferð skuldaskila á íslandi. Hér er að verulegu leyti byggt á hinni dönsku fyrirmynd. Gerður er svo- kallaður „skuldaskilasamningur", þar sem sérhveijum kröfuhafa eru boðin sömu kjör. Eftir atvikum og greiðslugetu hvers og eins er samið um affoll skuldar, vexti og greiðslu- tíma. Hér er miðað við að allir greiði það af skuldum sínum sem möguleiki er á. Það hefur sýnt sig, sem vitað var fyrir, að flestir vilja gera það sem þeir geta til að standa í skilum. Og kröfuhafar - með lögmennina okk- ar, sem allir hafa harðlega dæmt hingað til - í broddi fylkingar, hafa sýnt að vilji til samninga er mikill. Enda er hér faglega að verki staðið - spilin lögð á borðið í fullri hrein- skilni og síðan fylgir lögmaður G- samtakanna því eftir að staðið sé við samninginn. Við bindum miklar vonir við þetta í samtökunum. Grétar Kristjónsson „Það sem er sérkennilegt að mínu mati við nauðasamninginn íslenska er það að þar eru þeir sem málið sækja eins konar kviðdómur yfir þeim sem til sak- ar er sóttur... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.