Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 26
KVIK KLÆÐASKAPAR ÓTRÚLEGA ÓDÝRIR Gerð 50-hvítur 50 x 210 x 60 sm m/hattahillu, slá fyrir herðatré og höldum. AÐEINSKR. 9.478,’ Gerð 100 tvöfaldur, hvítur 100 x 210 x 60 sm m/skilrúmi, hattahillu, 3 hillum, slá fyrir herðatré og höldum. AÐEINSKR. 14.760,- BÆJARHRAUNI 8 • HAFNARFIRÐI SÍMI 651499 Til afhendingar frá og með 2. nóvember MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. Lífsstm Samkeppni Bónuss og Miklagarðs: í fáum tilfellum sömu tegundir Persónuleg þjónusta í algerum trúnaöi. Leitið upplýsinga. HÁRSNYRTING GRETTISGÖTU 9 101 REYKJAVÍK ■ S. 12274 Umboðsmenn Rakarastofa Jóns Hjartarsonar, Akranesi Rakarastofa Sigvalda, Akureyri Rakarastofa Rúnars, Húsavík Rakarastofa Leifs Österby, Selfossi Hárígræðsla Klippingar Permanett Litun Djúpnæring Hárlenging Hárkollur Viðbótarhár RÁÐGJÖF VEGNA HÁRVANDAMÁLA OG SJÚKDÓMA Póstur og sími hefur gefiö út nýtt símakort. Kortið gildir í símasjálf- sala víða um landið oglf hverju korti eru 100 skref. Útlit kortsins er með nýju sniði í björtum htum. Korta notkun landsmanna er orðin mjög almenn. Auk bankakortanna . og greiðslukortanna er fólk farið að ganga með á sér ýmis félagakort og aðgangskort. Á næstu árum má bú- ast við að símasjálfsalar sem taki við símakortum eða jafnvel venjulegum greiðslukortum verði sífellt algeng- ari á kostnað gömlu myntsjálfsal- anna. Símakortin frá Pósti og síma eru nokkurs konar debetkort því sá sem hefur þau undir höndum getur hringt úr kortasímum sem búiö er að koma fyrir víðs vegar um landið. Hveiju korti fylgja 100 skref og eru þau seld á öllum póst- og símstöðvum á 500 krónur. Víða erlendis er farið að safna símakortum í mismunandi útgáfum eins og frímerkjum. Auglýs- ingastofan Gott fólk ver fengin til að sjá um hönnun kortsins og er ætlun- in að á næsta ári komi símakort út í enn annarri útgáfu. Inmarsatgeryi- hnattaþjónusta Símnotendur tengdir stafræna símkerfmu í Reykjavík geta nú hringt sjálfvirkt til skipa sem búin eru tækjum fyrir Inmarsat-A gervi- hnattaþjónustuna. Landsnúmer í Inmarsat-A kerfinu eru sem hér seg- ir: Atlantshaf (austursvæði) 871 Kyrrahaf 872 Indlandshaf 873 Atlantshaf (vestursvæði) 874 Þegar hringt er skal velja landsnúm- er samkvæmt staðsetningu skips og síðan Inmartsnúmer skipsins. Mín- útugjald fyrir þessa þjónustu er kr. 700. Þegar óskað er aðstoðar talsam- bands við útlönd við afgreiðslu verð- ur mínútugjaldið krónur 764 með lágmarksgjaldi fyrir þrjár mínútur eins og fyrir alla handvirka þjónustu. Virðisaukaskattur 24,5% er innifal- inn í uppgefnum tölum. Súkkulaði kaííidrykkur Hérna er drykkur sem nota má í eftirrétt. Hann gæti jafnvel komið í staöinn fyrir hinn vinsæla írska kaffi drykk (Irish coffee) ef einhver kýs gómsætan drykk sem er ekki áfeng- ur. Uppskriftin hljómar þannig: Vi bolli þeytirjómi 2 msk. sykur 1 tsk. vanilla 2 bollar heitt, nýlagað, sterkt kaffi 30 g rifið súkkulaðí, u.þ.b. '/< bolli Þeytið' rjómann og látið sykur eða vaniUu út í. Hrærið svo súkkulaðinu varlega út í ijómann. Hellið kaffinu í fjóra bolla. Skiptið þeytta súkkul- aðirjómanum út í bollana. Má skreyta með súkkulaðispænum ef vill. A.Bj. Viðbótarhár Ný gerð símakorta „Lágmark hjá Miklagarði er kassa- markaður með 40-50 vöruliðum í matvöru. Við erum með 1125 vöruliöi til sölu hjá okkur og það er því ekki mikiö af sömu vörum og hjá okkur. Við höfum skoöað verðið hjá Lág- marki í Miklagarði og þeir eru í flest- um tilfellum með aðeins hærra verð en hjá okkur þegar um sömu vöru- tegundir er að ræða,“ sagði Jón Ás- geir Jóhannesson, verslunarstjóri í Bónusi, í samtali við DV. „Mikið af þessum vörum í Lág- marki eru vöruliðir sem þeir einir hafa og eru ekki til sölu hjá okkur né öðrum. Það sem viðskiptavinur- inn er að leita að hjá okkur er að kaupa allt ódýrt sem settjer í körfuna en ekki bara noRkra vöruliði. Auk þess má taka það fram að það verður í flestum tilfellum að kaupa mikið magn af hverri vörutegund ef verslað er í Lágmarki en ef verslað er í Bón- usi er hægt að kaupa eitt af hverju. Það kemur sjálfsagt viðskiptavin- inum á óvart að sjá verðlagið í Lág- markinu. Mér sýnist sem verðið þar sé svona 4-5% hærra en hjá okkur. En verðið í Miklagarði á öðrum vör- um er 30-45% hærra. Það kemur vökulum viðskiptavinum eflaust á óvart þegar meðaltalsálagning í al- mennri matvöruverslun er um 25%. Við lítum að sjálfsögðu á þetta sem samkeppni og þetta er nýr valmögu- leiki fyrir viðskiptavininn. Okkar svar við þessu framtaki er einfald- lega að bjóða betur eins og alltaf. Ef það eru sambærilegar tegundir hjá þeim og okkur þá bjóöum við bara lægra verð,“ sagði Jón Ásgeir. Markaðurinn Lágmark er á 250 fermetra svæði í Miklagarðsversluninni við Sund en þar eru til sölu um 240 vöruliðir á lágu verði. DV-mynd GVA Sama verdá bókum „Miðað við það verð sem hefur verið gefið upp í Bókatíðindum og þaö sem ég er búinn að prófa að taka virðist sem hækkunin milli ára sé nánast engin. Ðæmi- gerð íslensk skáldsaga eða dæmi- gerð þýdd skáldsaga eru þeir flokkar bóka sem eru hvað sam- bærilegastir frá ári til árs,“ sagði Heimir Pálsson, framkvæmda- stjóri Félags í slenskra bókaútgef- enda. Suma flokka bóka getur maður ekki borið saman. Þar eru breyt- ingar svo núklar í gerð bóka að maður veit ekkert hvað maður er að bera saman. { fyrra lækk- uðu bækur í verði um 20-21%. Munurinn á verði bóka nú i sam- bærilegum flokkum getur hlaup- ið á einu til þremur prósentum en gæti þess vegna verið á núllinu þvi teRjumörkin eru svo stór þeg- ar samanburður er af svo fáum bókum. Þar sem sambærilegur kostnaður er aö baki í bókaútgáfu er sama verð og í fyrra. Eg er töluvert hræddur um söluhorfur á bókum í ár. Það er svo mikil bölsýni rikjandi meðal þjóðarinnar nú og það hefúr áhrif a bóksolu," sagði Heimir. Illi Neytendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.