Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. Fréttir x>v Boðkerfi björgunaraðila gekk ekki upp við strand Eldhamars GK13: Fimm sjómenn fórast eneinn komstlífsaf - sami skipverji bjargaðist úr strandi á sama stað fyrir þremur árum Fimm skipverjar fórust en einn komst lífs af er vélbáturinn Eldham- ar strandaði um áttaleytið á fostu- dagskvöld við Hópsnestá skammt frá innsiglingunni við Grindavíkurhöfn. Ekki tókst aö koma viö björgun frá landi eða sjó vegna slæmra aðstæðna á strandstað en skipverjanum sem komst af skolaði sjálfum að landi. Skipverjarnir sem létust voru Árni Bernhard skipstjóri, 32 ára, lætur eftir sig eiginkonu og 2 böm. Bjarni Guðbrandsson vélstjóri, 31 árs, lætur eftir sig eiginkonu og 3 börn. Hilmar Þór Davíðsson vélavörður, 24 ára, lætur eftir sig unnustu og eitt barn. Kristján Már Jósefsson, 25 ára, ógift- ur og barnlaus. Sigurður Kári Pálmason matsveinn, 27 ára, lætur eftir sig eiginkonu og 2 börn. Stýrimaðurinn Eyþór Björnsson var sá eini af áhöfninni sem komst lífs af. Þetta er í annað skiptið sem Eyþór er skipverji á bát sem trandar við Hópsnesið. Árið 1988 strandaði Hrafn Sveinbjarnarson III. en þá var Eyþóri og 10 öðrum skipverjum bjargað með þyrlu. Björgun frá landi eða með þyrlu vareina leiðin Það hefur vakið athygli hve langur tími leið frá tilkynningu um strandið þar til þyrla varnarliðsins kom á vettvang. Blaðamaður DV leitaði upplýsinga hjá Gunnari Tómassyni, formanni Björgunarsveitarinnar Þorbjamar í Grindavík, sem stjóm- aði aðgerðum á slysstað. „Björgunarsveitin hér í Grindavík stjórnaði aðgerðum á vettvangi og við vorum alveg klárir á því að önn- ur hvor leiðin yrði valin; að bjarga skipverjum með þyrlu eða með línu frá landi og við létum báðar þessar aðgerðir hafa forgang. Um leið og við ræstum okkar menn báðum viö Til- band við okkur hjá Landhelgisgæsl- unni klukkan 20.01. Þeir biðja okkur að hafa þyrluna klára ef nauðsyn bæri tii. Við létum Slysavarnafélagið vita af þvi að þyrlan væri biluð vest- , ur á Isaflrði. Við höfðum fyrr um daginn aðvarað varnarliðið og til- kynnt því um bilun í þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Við reyndum ítrekað að ná sam- bandi við Björgunarsveitina Þor- björn í Grindavík til þess að fá nán- ari fréttir um ástandið, án árangurs þar til klukkan 20.36,“ sagði Hjalti Sæmundsson, varðstjóri hjá Land- helgisgæslunni, í samtali við DV. „Við gerðum miklar tilraunir til að ná sambandi viö þá og slysavarna- félagið í Reykjavík líka. Við náðum ekki sambandi held ég fyrr en lög- reglan á staðnum fór í málið og fékk : menn til þess að leggja símann á því allar línur hjá björgunarsveitinni á staðnum voru uppteknar. Við verðum að fá nákvæmar upp- lýsingar um allar aðstæður til þess að boða þyrluna. Miðað við þær upp- lýsingar sem við gátum fengið á þess- um tíma var það ekki talið nauðsyn- legt fyrr en samband náðist við björgunarsveitina á staðnum. Eftir að við náðum sambandi við hana ’ klukkan 20.36 og ljóst var að þyrla var nauðsynleg boðuöum viö þyrl- una frá varnarliðinu. Hún fór af stað klukkan 21.30 og hún var yfir strand- staðnum um 21.50. Það er greinilegt að boðkerfið er í algjörum molum. Það er mjög slæmt að boöin um yfir- vofandi strand bárust ekki í gegnum talstöð heldur um farsíma sem eng- inn gat hlustað á. Ég er sammála mönnum sem segja að talstöðvarnar séu betri kostur en farsíminn í tilfell- um sem þessu," sagði Hjalti. -ÍS Mynd tekin á strandstað við Hópsnes. Skuturinn á Eldhamri stendur einn upp úr en brimið gengur stöðugt yfir bátinn. DV-mynd JAK kynningaskylduna einnig um þyrlu. Þá var klukkan 20.00. Ég bað þá um að finna út um næstu skip sem gætu komið til aðstoðar og aö hafa samband við Landhelgis- gæsluna og fá þyrlu. Ég veit ekkert meira um samskiptin sem verða þarna á milli stöðvanna annaö en það sem fram hefur komið í fjölmiðlun- um. Það olli okkur töluverðum erfið- leikum við að meta ástandið á strandstað að það var ekkert íjar- skiptasamband við Eldhamar annað en símasamband í gegnum farsíma. Rafmagn virðist hafa slegið út á vél- bátnum. Þaö gerði það að verkum að um leið gátu engir aðrir fylgst með-samskiptum björgunaraðila og skipsins. Ég held að þyrla hefði þurft að koma á fyrsta hálftímanum frá strandinu til þess að björgun hefði getað gengið, fyrir hálfníu. Báturinn lenti alveg á hliðinni klukkan 8.40 og þá misstum við símasambandiö," sagði Gunnar. Gekk illa að ná sambandi við björgunarsveitina „Tilkynningaskyldan hefur sam- Sex ára stúlka frá Fáskrúðsfirði: Aðstoðaði við að bjarga systkin- um sínum úr brennandi bifreið Allt brann sem brunnið gat i bifreiðinni. DV-mynd Ægir Kristinsson Þrír ísienskir tipparar fengu átta milljónir hver Þrír íslenskir tipparar fengu arátólfrétta,semgefa 55.000 krón- stóra vinninga í getraunum á laug- ur röðin, ellefu rétta, sem gefa 3.700 ardaginn. Potturinn var um það bil krónur röðin og tíu rétta sem gefa 222 milljónir króna og fýrsti vinn- 900 krónur röðin. ingur 120 milljónir króna. Ekki er Búið er að fara yflr allar seldar búiö að fara yfir getraunaseðlana raðir á íslandi með 100% ná- að fullu en spár benda til þess að kvæmni en úm þaö bil 99% rað- hver röð með þrettán rétta fái rúm- anna í Svíþjóð. Nákvæmar tölur lega átta milljónir króna í vinning. liggja fyrir í kvöld. Þrir íslenskir tipparar fengu þrett- Islenskir tipparar öfluðu gjald- án rétta en tólf Sviar. eyris fyrir rúmar tuttugu milljónir Islensku tippararnir beittu ekki króna að þessu sinni. í fyrstu sam- stóru agm. Tvær raöirnar með sænsku getraunavikunni, fyrir lið- þrettán rétta komu á sjálfval fyrir lega viku, töpuðu íslenskir tipparar 200 krónur og sex hundruð krónur. um það bil 800.000 krónum út úr Ónnur i Kópavogi en hin í Breiö- landinu umfram það sem þeir holti. Þriðja röðin kom á opinn seð- fengu í vinninga en ríú fengu þeir il í. Hraunbæ sem kostaði 1.310 um það bO 21 milljón umfram það krónur. Auk þess að fá vinning fyr- sem þeir lögðu út. ir þrettán rétta fylgja aukavinning- -EJ Óshlíö: ■ ■ Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúösfiröi: „Bíllinn snerist í hringi og fór svo allt í einu út af. Eldurinn kom strax þegar bíllinn var að rúlla niður. Ég hjálpaði mömmu við að koma Andra og Guðlaugu út úr bílnum og mamma kom svo síöast," sagði Sigr- ún Yija, sex ára stúlka, sem sýndi fádæma dugnað við að aðstoða móö- ur sína viö að bjarga yngri systkin- um sínum út úr brennandi bifreið og hlúa að þeim á meðan þau biðu eftir aðstoð. Mikil mildi var að ekki varð stór- slys þegar bifreiðin fór út af Suður- fjarðarvegi, rétt utan við svokallað Einstigi milli bæjanna Hvamms og Víkur í Fáskrúðsfirði, seinni part laugardags. Ung kona meö þrjú böm, eins, tveggja og sex ára gömul, var á leið frá Stöðvarfirði til Fáskrúðsfjarðar þegar hún missti vald á bifreiðinni í hálku og valt út af veginum. Bifreiðin stöðvaðist á hjólunum í stórgrýtisurð og eldur kom upp um leiö. Konan gat ekki opnað dyr bif- reiðarinnar en tókst að bjarga sér og börnum sínum út um glugga með aðstoð Sigrúnar og mátti ekki tæpara standa. Tveggja ára stúlka hlaut nokkur brunasár á fæti, en annars slösuðust börnin ekki. Móðirin sýndi fádæma hörku og dugnað viö björgun barna sinna þar sem hún var sjálf þríbrotin á öðrum fæti. Hún var flutt meö flugvél til Reykjavíkur þar sem gert var að sár- um hennar en börnin fengu að fara heim að lokinni skoðun á heilsu- gæslustöð Fáskrúðsfjarðar. Fjölskyldan, sem búsett er á Fá- skrúðsfirði, var öll í öryggisbeltum þegar óhappiö varð. -ingo Lögreglan á ísafirði ók fram á öku- mann í Oshlíðinni aðfaranótt sunnu- dagsins sem ekið hafði út af veginum á leið sinni frá Bolungarvík til ísa- fjarðar. Þegar að var gáð reyndist maður- inn ölvaður og viöurkenndi að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Maðurinn, sem er um fimmtugt, sagðist hafa verið á leið í samkvæmi á Isafirði. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.