Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 19
 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. DV Fréttir Auglýst eftir fyrirtækjum Keflavlk: STANDLAMP 5 arma 3 arma 2 arma HÚSGAGNA1HF val SMIÐJUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 72870 Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Blönduósingar og Sauðárkróksbú- ar hafa nýverið auglýst eftir þjón- ustu- og framleiðslufyrirtækjum sem hugsanlega eru til sölu eða vildu flytja starfsemi sína á staðina. Átak hf. á Sauðárkróki býður fram þjón- ustu sína endurgjaldslaust til slikra fyrirtækja og Blönduósbær auglýsti eftir bókhaldsþjónustu, verkfræði-og tækniþjónustu. Ekkert endurskoðunarfyrirtæki er á Blönduósi en ljóst að full þörf er fyrir slíkt fyrirtæki og verkefni næg. Slík starfsemi er á Sauðárkróki, - nokkur bókhaldsfyrirtæki í bænum. Þá er þar verkfræðistofa meö þremur starfsmönnum og arkitektastofa með tveimur. Átaksmenn eins og fleiri hafa séð fyrir sér flutning fyrirtækja af höfuð- borgarsvæðinu út á land á liðnum árum. Fyrirtæki sem dafnað hafa ágætlega. Má þar nefna Vilkó á Blönduósi og þekktasta dæmið er lík- lega Sæplast á Dalvík, - fyrirtæki sem átti erfitt uppdráttar syðra en hefur á síðari árum haslað sér völl meðal öflugustu fyrirtækja landsins. Nýja umferðarmiðstöðin í Keflavik. DV-mynd Ægir Már * Ný umferð- 1 armiðstöð [ Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Sérleyfisbifreiðir Keflávíkur tóku nýja og glæsilega umferðarmiðstöð í notkun að Hafnargötu 12 í Keflavík fyrir skömmu. Nýja stöðin er 225 m2 að stærð en skúrinn, sem SBK hafði áður, var um 60 m2 - skammt frá nýju bygging- unni. Hann hefur nú veriö seldur og fjarlægður. Bæjarskrifstofur Keflavíkur voru áður í húsnæðinu að Hafnargötu 12 en eru nú á efri hæð í húsi Spari- sjóðsins í Keflavík. Sauðárkrókur: enn Þórhallur Asmunds., DV, Sauöárkróki: Hráefni hefur verið að skomum skammti hjá Dögun hf hér á Sauðárkróki eftir óhappið sem varð þegar rækjuskipið Röstfékk á sig brotsjó á dögunum djúpt út af Norðurlandi. Röstin er hins vegar komin á sjó á ný eftir við- gerð og þess má geta að Rússa- rækjan, sem landað var frystri um verslunarmannahelgina í sumar, endist fyrártækinu enn. Ekki þarf þó að kviða hráefnis- leysi hjá Dögun, þegar innfjarð- arveiðarnar verða komnar af stað, svo fremi bátarnir komist á sjó. Nýbúið er að bæta við tveim- ur starfsmönnum hjá fyrirtæk- inu. 14 manns vinna í vinnslunni yflr daginn auk fólks, sem vinnur á kvöldin og um helgar. Alls eru 70 manns á launaskrá hjá Ðögun. SOLUHÆSTIBILLINNIEVROPU V OLKSWAGEN NU A FRABÆRU VERÐI AISLANDI FRÁKR. 982.000 5 DYRA - 3 ÁRA ÁBYRGÐ HVARFAKUTUR MINNI MENGUN HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.