Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. 11 Utlönd eiginkonuna Welskl flugvirkinn John Perry hefur viðurkennt fyrir rétti að hann hafi kyrkt konu sína, skorið af henni höfuðiö og steikt þaö í ofni. Hann neitar hins vegar að hafa gefið kettinum líkamsleif- arnar. Framburður Johns hefirn vakið mikinn viöbjóð í Bretlandi. Þessa dagana standa yfir réttarhöld í máii hans í Mold í Wales og segir John að kona hans hafi hótaö að skilja við hann. Þá hafi komið til átaka milii þeirra og lauk þeim með því aö hann myrti konu sína. Lögmaður spurði hvort hann hefði gefið kettinum konuna og þvertók John fyrir það. Hann seg- ist hafa hugsað um það eitt að fela líkið og því gripið til þess ráðs að hluta það í sundur og láta vatnið guí'a burt í ofninum. takavið heilbrigðis- þjónustunni Með nýju ári taka Grænlend- Íngar viö stjórn heilbrigðismála í landi sínu. Undirbúningur hefur staðið síðustu mánuði og hefur Ove Rosing Olsen heiibrigðisráð- herra verið í Danmörku að semja við sjúkrahús þar um að taka við sjúklingum sem þurfa að gangast undir vandasamar aðgerðir. Danir ætla að styrkja heilbrigð- isþjónustu Grænlendinga í fyrstu en Ove Rosing Olsen segir að nokkur ár líði þar til allir þættir þjónustunnar verði á færi heima- manna. Sem stendur er mikill skortur á hjúkrunarfræðíngum og er ætlunin að taka upp kennslu í greininni á Grænlandi áður en langt um líður. essaverðurá forsíðu Vogue Díana prinsessa verður á for- síðu jólablaðs tískuritsins Vogue að þessu sinni. Blaðið kemur út um næstu helgi og vekur nokkra eftirvæntingu því verðandi drottning Breta hefur aldrei áður tjáö máls á að sitja fyrir á tísku- myndum. Á forsíðunni verður nærmynd af Díönu þar sem hún hvilir hönd undir kinn og brosir móti lesend- um. í þessu tölublaði verður sér- staklega fjallað mn dans en Díana er vemdari tveggja danshópa í Bretlandi. tekinnaflífi? Aöstoðarmaður Vadims Ba- katin, forstjóra sovésku leyni- þjónustunnar KGB, segir að sænski stjórnarerindrekinn Rao- ul Wallenberg hafi verið tekinn af lífi tveimur árum eftir að sov- éskir hermenn handtóku hann í Búdapest árið 1945. Aðstoðai-maðurinn segir þetta skoðun sína en hann geti hins vegar ekki lagt fram óyggjandi sannanir í máiínu. Sviar hafa lengi viljað fá skýr svör frá Sovét- mönnum um örlög Wallenbergs. Sovétmetm hafa nú heitið að veita þeim allar upplýsingar utn málið sem finnist í skjalasöfnum sínum en enn sem koroið er hefur ekkert markvert fundist Ejöldi manns vinnur við að fara í gegn- um skjalasafn KGB sem er mikið að vöxtum og Herforingjar á Haiti vilja fá Aristide heim „Viðræðumar fóru út um þúfur vegna þess að Aristide neitaði að skrifa undir samkomulag," sagði eitm af fulltrúum þingsins á Haiti eftir að hafa átt árangurslausar við- ræður við réttkjörinn forseta landins þar sem hann dvelur í útlegð í Kolombíu. Nefnd þingmanna var send á fund forsetans til að freista þess að leysa stjórnmálakreppuna á Haiti í kjölfar þess að Aristide var hrakinn úr emb- ætti í haust. Herinn tók þá völdin og setti nýjan forseta í embætti. Norður-írland: Einnfórst í sprengingu ífangelsi Sprenging varð einum fanga að bana og særði að minnsta kosti átta aðra, þar af nokkra alvariega, í gær í fangelsi á Norður-írlandi þar sem skæruliðar kaþólskra og mótmæl- enda eru hafðir í haldi. Sprengingin varð í matsal fangelsisins. Ráðuneyti málefna Norður-írlands í London sagði að maðurinn, sem lést, hefði verið 27 ára gamall gæslu- varðhaldsfangi sem var hliðhollur áframhaldandi stjórn Breta á Norð- ur-írlandi Embættismenn fangelsisins töldu að sprengja hefði valdið sprenging- unni en ráðuneytið vildi ekki stað- festa það. í fangelsinu eru um 480 fangar og þar hafa verið miklar óeirðir meðal fanganna sem vilja að þeim verði skipt niður eftir trúflokkum Norð- ur-Irlands. Breska ríkisstjórnin hef- ur neitað að verða við ósk fanganna um að halda kaþólikkum og mót- mælendum aðskildum. Öryggissveitir lokuðu nánasta um-' hverfi fangelsisins ef sprengingin kynni að vera liður í flóttaáætlun einverra fanga. Mikil ofbeldisalda hefur riðið yfir Norður-írland á undanfórnum mán- uðum þar sem kaþólikkar og mót- mælendur hafa verið að hefna fyrir morð á liðsmönnum sínum. Oíbeldið , hefur verið eitt hið versta í sögu landsins. Reutcr Færeyjar: Þriðja hvert tonnáfisk- markaðinn Jens Dalsgaard, DV, Færeyjunu Landstjórn Færeyja vill skylda alla útgerðamenn í eyjunum til að láta þriðja hvert tonn af afla sínum á fisk- markaðinn. Einn markaður en nú rekinn fyrir ailar eyjarnar og hefur svo verið undanfama mánuði. Þetta er fjarskiptamarkaður með höfuð- stöðvar í Þórshöfn. Mjög erfiðlega hefur gengið að fá útgerðarmenn til að koma með fisk á markaðinn og hefur verðlag þar verið mjög hátt. Algengt er að kílóið af þorsldnum seljist á allt að hundrað krónur. Fiskverkendur telja þetta verð ailt of hátt og segjast fara á hausinn ef verðið lækkar ekki. Því er spáð að verðið lækki nokkuð ef sú regla kemst á að þriðjungur af sjávaraflanum fer beint á markað. Utgerðarmenn eru hins vegar ekki sáttir við þessa hugmynd og segja að bæði óháðir útgerðarmenn og út- gerðir frystihúsa muni tapa á henni. Margir sjómenn telja hana hins vegar til bóta því laun þeirra gætu hækkað. Þeir telja að fiskverðið hjá þeim sem eiga bæði útgerð og fisk- vinnslú BéJnun lægra en markaðs- Um helgina virtist sem samkomu- lag væri að takast í viðræðunum en upp úr þeim shtnaði í gærkvöldi. Þá 'hafði fundur með forsetanum staðið í níu kfukkustundir. Aristide hefur treyst á að Banda- ríkjastjóm komi honum tif hjálpar en ekkert hefur orðið úr aðgerðum þrátt fyrir hótanir um innrás. Her- foringjastjórnin er hins vegar völt í sessi vegna óróa innanlands og leitar því eftir samkomulagi við forsetann. Reuter „Fyrst verður að fylla út þetta eyðublað i þririti og senda okkur það í ábyrgöarpósti." Framganga Bandarikjastjórnar í málum Haiti hefur þótt einkennast af varkárni. Teikning Lurie A yxEB0AR átcnmm Glæsilegt útlit og góð tæknileg hönnun á verði sem er ævintýri líkast. MEIRIHATTAR pakka-tilboð ELTA-myndbandstæki og 20" Adison litasjónvarpstæki með fjarstýringu á meiriháttar tilboðsverði aðeins kr. 58.700,- Gæði á góðu verði Faxafeni 12, Reykjavik, sími 91-670420 Greiðslukjör við allra hæfí ubísBna po

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.