Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. Merming Ríó, margsjóaö eftir aldarfjórðung í skemmtanabransanum. Ríó - Landið fýkur burt: Plata með markmið Þaö skiptist á gaman og alvara á nýju Ríóplötunni. Titillagið er að sjálf- sögðu hádramatískt, alvöruþrungið og myndrænt. Boðskapur lagsins og tilgangurinn með útgáfu plötunnar kemst vel til skila: „Það stoðar lítið strá og lyng, þó stór og mikil höldum þing, með loforðum, því landið fýk- ur burt,“ svo að vitnað sé í texta Jónasar Friðriks. Víðar er slegið á alvarlegar nótur á plötu Ríós. En glensiö er einnig á sínum stað. Þetta dæmigerða Ríóglens þar sem góðlátlegt grín er gert að samtímanum. Nýaldarmaðurinn er dreginn sundur og saman í háði, heim- ilismaðurinn sem laumast á pöbbinn og drekkur þar til hann ratar ekki heim fær sinn skerf sem og sá sem orðinn er af aurum api í lottóspili. Textinn um stóra vinninginn er skemmtilega tvíræður, ekta Jónas Frið- rik. Og þá má ekki gleyma Grámanni, flagaranum sem hefur „heldur Hljómplötur Ásgeir Tómasson betur hokrað konum aö“ en verður svo að skella skuldinni á brjósklosið þegar hann reynir sig við nokkrum áratugum yngri konu og verður und- ir ef svo má segja. Hirðskáld Ríó, Jónas Friðrik, á stjörnuleik á plötunni Landið fýkur burt. Nema hvaö hann virðist festast í að nota sögnina að ske allt of oft. Ég taldi hana sjö sinnum í textum plötunnar. Það er sex sinnum of oft. Sé ástæða til að hrósa Jónasi Friðrik á lagahöfundur Rió og upptöku- stjóri, Gunnar Þóröarson, ekki síður hrós skilið fyrir einfóld og grípandi lög. Það er ómögulegt að hrósa einu lagi öðrum fremur. Öll tíu eru þau í góðu lagi. Eins og menn muna stóð Gunnar að söngleiknum Á köldum klaka fyrir svo sem ári. Hugur hans virðist enn vera í leikhúsinu í nokkr- um lögum Ríóplötunanr, svo sem Persónum og leikendum og Út við Ægissíðuna. Enginn sendir lengur bióm er lag sem lætur lítið yfir sér í fyrstu en er allar athygli vert, snoturlega útsett fyrir strengjasveit. Ein- hverra hluta vegna kemur Elenor Rigby upp í hugann þegar hlustað er á Enginn sendir lengur blóm. Kannski fyrst og fremst vegna þess að stemn- ingin í lögunum er svipuð. Utsetningar laganna á Landið fýkur burt eru reyndar þannig að platan gæti allt eins verið sólóplata Gunnars og fullgild Ríóplata. Stíll Gunnars er afar persónulegur og fyrir minn smekk full hástemmdur þegar Ríó tríóið á í hlut. Því flóknara þeim mun betra á eiginiega ekki við þegar Ríó á í hlut. Lofsvert er að heyra að strengjasveit var fengin til að spila strengjaútsetningamar en mikið hefði verið gaman aö heyra blásara leika blásaraútsetningar en ekki tölvur. Og alltaf hljóma nú bassaleikarar af holdi og blóði betur en þessir vélrænu! En Ríóið sjálft, Óli, Gústi og Helgi? Jú, þeir eru samir við sig, margsjóað- ir eftir aldarfjórðung í skemmtanaþjónustunni. Ríóið lenti í þrengingum fyrir nokkrum árum er það sendi frá sér plötuna Á þjóðlegum nótum og nokkur lög til viðbótar á öðrum plötum. Með plötunni Landið fýkur burt og Ekki vill þaö batna fyrir tveimur árum má segja að tríóið sé búið að finna sig á ný. Af framansögðu má ráða að Landið fýkur burt er góð plata. Sennilega ein sú besta sem Ríó hefur sent frá sér. Og þar að auki á útgáfan sér markmið: að taka þátt í að stöðva gróðureyðingu landsins og koma til hjálpar hríslunum sem engu taki ná lengur því moldin öll sem áður var þar allt í kringum ræturnar og líf þeim gaf er löngu fokin burt. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 'í________ í 99-6272 i SlMINN DV -talandi dærrii úm þjónustu! Vetraráform um sumar- ferðalag Þetta er sjöunda ljóðabók Gyrðis Elíassonar og geym- ir hálfan sjöunda tug ljóða. Hér hefur veruleg breyting orðið frá fyrri ljóðum Gyröis. Lítum á dæmi: Maímorgunljóð Þegar litið er út um glugga eldhúss á þriðju hæð sést Skarðsheiðin rákuð af fönnum og handan við götuna héma skipið gamla sem sighr grænkandi tún Þetta ljóð er hér tekið sem dæmi um mestan hluta bókarinnar. Lýst er þar einhveiju sem fyrir augun ber, án þess að neinu sé við þaö bætt eða um það sagt. Sjá má andstæður í ljóðinu en þær eru þá af einfald- asta tagi, annars vegar fannir, hins vegar grænkandi tún. Vissulega má kalla það skáldlega sýn að segja skipið sigla túnið þar sem þessi safngripur stendur á Bókmenntir Örn Ólafsson grasflöt utan við Byggðasafn Akraness. En þau skáld- legu tilþrif eru alveg í lágmarki, rétt eins og ljóðið er allt á.hinu einfaldasta máh. Hér sýnist mér skáldið komið á nýja braut. Þetta er naumhyggja, eins konar hmbódans í ljóðagerð, og er mikil tíska á íslandi um þessar mundir. Venjulega er þá reynt aö komast af með sem allra fæst orð en hér er svohtið annað á ferð- inni, naum fjarlægð frá hversdagsmáli og -tali. Það er virðingarvert að ungt skáld sem hlotið hefur mikla viðurkenningu, skuli ekki leggjast til svefns á lárviðar- sveignum, heldur halda áfram að kanna möguleikana. Þessi ljóð virðast mér eins og tilraunir hans til að komast að kjamanum í ljóðagerð sinni, th að finna það sem ekki verði án verið. En mér sýnist líka að tilraunimar hafi oftast leitt til þess að kasta kjarnan- um fyrir borð, eftir er tómt hismi, eins og í dæminu hér fyrir ofan. Og það segi ég ekki vegna þess að hér birtist aðeins náttúruleg, alvanaleg fyrirbæri. í þess- ari bók em líka ljóð með dvergum, talandi dýrum, dularfullum veram og ýmiss konar þjóðsagnaefni. Þau ljóð era alveg jafntómleg og framangreint, vegna þess að í þau vantar spennu, þar er ekki teflt saman neinum þeim andstæðum sem áöur gáfu af sér skörp, grípandi ljóð. Vornótt Ekið fram með fjallmu þoka hylur fannir og djúpt í gljúfri situr náttvera á steini og hlustar með regnhatt á niðinn í ánni sem rennur imdir trébrúna hér framundan og í skini bílljósa glampar á vota planka Nú verður að nefna að í viðtali (í Mbl. 9.11. sl.) segir skáldið m.a.: „Fyrir mér á þessi bók að geta lesist sem dagbók, tiltölulega í samhengi og áfram og áfram; eitt ljóð tek- ur við af öðru og þau kunna að skarast. Ég hugsa hana ekki í stökum ljóðum og það má vel vera að ei- hverjum þyki það ómögulegt. Byggingin er meðvituð á þennan hát - allavega undirmeðvituð. Hún gat ekki orðið öðruvísi.“ Samkvæmt þessu er ekki sanngjarnt aö dæma ein- stök ljóð. Og reyndar má þetta hversdagslega tal um tíðindaleysi minna á svoköhuð „opin ljóð“, sem mikið bar á fyrir rúmum áratug, einkum frá Jóhanni Hjálm- arssyni, Matthíasi Jóhannessen og Jóni úr Vör. Það gat nú stundum verið áhrifaríkt, en þá sérstaklega ef bókin var ein heild, sem greindist sundur í vissan ríku- leika en sameinaðist í stígandi. En þannig er þessi bók ekki. Ég get ekki séð neinn þráð nema í hugblæ, já- kvæðum gagnvart umhverfinu, sem skynjað er yfir- borðslega enda þótt eitt og annað dulrænt fljóti með. Hér sýnist mér öhu heldur aht á sömu bókina lært, eins og áður segir. En vonandi sjá einhverjir lesendur þessa hehdarbyggingu bókarinnar sem skáldið talar um. Gyrðir Elíasson. Einstök ljóð stinga að einhveiju leyti í stúf við þenn- an hehdarsvip naumhyggju. Það eru helst sum lengri ljóðin sem búa yfir þeirri hnitmiðuðu samþjöppuna á sundurleitu efni sem mér finnst einn helsti kostur fyrir ljóða Gyrðis. í ljóðinu hér á eftir kemur í fyrra erindi líf í þessa mynd við andstæðurnar: læti í kríun- um gagnvart „sléttum hafíletinum í kvöldbirtunni og þær breiða út nett stéhn". í lok fyrra erindis er vísað til hnattferðasögunnar Úranía eftir Frakkann Flamm- arion, sem Björn frá Viðfirði þýddi á íslensku fyrir tæpri öld, þ.e. lagöi geimverunum íslensku í munn. Þar með eiga þær heima í íslensku landslagi, rétt eins og kríurnar sem þær áttu að líkjast í úthti. í lokum seinna erindis virðist vitnað í söguna af Mjahhvít og dvergunum sjö. Fjórða atriðið í þessu ljóði er mælandi sjálfur og persónugerð fjölhn sem líta th hans. Hvað getur nú tengt þessi sundurleitu atriði í eina heild? Það virðist helst vera það sem ekki segir frá beinhnis, þ.e. hugur mælanda. En hann birtist þá í því að mæl- andi er einn á ferð á fjarðarströnd, og sér hvarvetna líf í dauðri náttúrunni, fyhir hana af persónum úr bókum sem hann hefur lesið og sér fjöllin sem lífverur er fylgjast með honum. Og hvort sem þair eru þá um- hyggjusamar eða ógnandi virðist slíkt hugarástand ofurselt þráhyggju. Rölt í góðviðri Það eru læti í kríunum yfir sléttum haffletinum í kvöldbirtunni og þær breiða út nett stélin, minna mig á marsverumar hans Flammarions. Bjöm frá Viðfirði kenndi þessum marsvemm íslensku haustið 1898. Fjöllin há og skarpformuð lita til min ofan í fjöruna yfir sjávarkambinn og djúpt í hvelfmgum þeirra feta sorgbitnir dvergar bugðótta stíga með gulli slegnar fjósaluktir Gyrðir Elíasson: Vetraráform um sumarferðalag. Mál og menning 1991, 73 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.