Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. Menndng Hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu: Fyrir stuttu komu út síðustu þrjú bindin af Shakespeares-þýðingum Helga Hálfdanarsonar og eru bindin því orðin átta. Er það nú í fyrsta sinn sem öll leikrit Williams Shakespeare eru fáanleg á íslensku. Útgáfa þess- ara merku bókmennta er orðin nokkuð löng. Útgáfan hófst hjá Máli og menn- ingu 1956 og á næstu tveimur áratug- um komu út sex bindi, þar af sum oftar en einu sinni. Þegar sjötta bind- ið kom út árið 1975 þraut forlagið erindið og það varð að samkomulagi að Almenna bókafélagið tæki við út- gáfunni. Helgi endurskoðaði þýðing- ar sínar og þær byrjuðu að koma út. að nýju á árunum 1982 til 1987, alls fimm bindi. Enn brást útgáfuna út- hald og síðastliðið sumar varð að samkomulagi að Mái og menning tæki við útgáfunni að nýju og var sá kostur tekinn að gefa þrjú síðustu bindin út núna. Það eru merk tímamót að til skuh öll leikrit mesta risa leikbókmennt- anna á íslensku. Er þessara tíma- móta minnst með veglegri hátíðar- dagskrá í Þjóðleikhúsinu á miðviku- dagskvöld. Dagskráin nefnist „Mað- urinn sjálfur undur stærst“ og er þar vitnað í texta í Antigónu. Verður enginn aðgangseyrir, öllum leyfður aðgangur meðan húsrúm leyfir. Það er Helga Bachmann leikkona sem hefur veg og vanda af dagskrá þessari. Hefur hún valið verkin sem lesið verður upp úr og er leikstjórn- andi. DV brá sér á æfingu hjá leik- hópnum, sem sér um upplesturinn, og Helga var beðin aö segja hvað stæði til: „Við höldum þessa hátíð vegna þess að nú er komin út heildarútgáfa þýðinga Helga Hálfdanarsonar á leikritum Williams Shakespeare. Og Leikarar og tónlistarmenn á æfingu á upplestrinum: Talið frá vinstri: Sigurður Sigurjónsson, Kolbeinn Bjarnason, Erlingur Gíslason, Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Heiga Bachmann, Helgi Skúlason, Edda Heiðrún Backman, Róbert Arnfinnsson og örn Árnason. DV-mynd S hann hefur ekki aðeins þýtt allan Shakespeare heldur alla grísku harmleikina sem er einnig mikið af- rek. Þetta eru merk tímamót, ekki síst fyrir leikhúsfólk á íslandi, að eiga nú loksins heildarútgáfu af verkum Shakespeares. Með þessari hátíðardagskrá viljum við sýna Helga Hálfdanarsyni virðingu okkar. Við byrjum á að lesa upp úr gríska harmleiknum Antigónu eftir Sófó- kles, síðan kemur Shakespeare; fyrst Kaupmaöurinn í Feneyjum, síðan Hamlet, Draumur á Jónsmessunótt, Ríkharður II., Hinrik IV og Ríkharð- ur III. Að lokum verða lesin ljóð úr leikritum Shakespeares viö tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar, Knúts R. Magnússonar og Þorkels Sigur- bjömssonar. Þetta er tónhst sem þeir hafa samið og hefur verið ílutt við leikrit Shakepeares." Það eru níu leikarar sem taka þátt í upplestrinum; Amar Jónsson, Edda Heiðrún Backman, Ólaíía Hrönn Jónsdóttir, Erlingur Gíslason, Helgi Skúlason, Ragnheiður Steindórsdótt- ir, Róbert Arnfinnsson, Sigurður Sig- uijónsson og Öm Ámason. Tónlistin br ílutt á gítar og flautu af þeim Pétri Jónassyni og Kolbeini Bjamasyni. -HK Heildarútgáf u á leikritum Shakespeares fagnað Heimilda- og stuttmyndahátíð í Háskólabíói: Ekkert lögmál segir að kvikmynd skuli þurfa að vera nálægt tveimur tímum Leysingar er nafnið á kvikmynda- hátíð sem helguð er heimilda- og stuttmyndum og er hún haldin í til- efni af 25 ára afmæli Félags íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Á hátíð- inni verður sýndur á fjórða tug heim- ilda- og stuttmynda frá einum tíu löndum auk fjölda íslenskra mynda. Meðal þessara mynda eru margar af bestu heimilda- og stuttmyndum sem framleiddar hafa verið í nágranna- löndum okkar síðustu ár. Hér gefst því fágætt tækifæri til að sjá þessa grein kvikmynda á breiðtjaldi í kvik- myndahúsi. Heimilda- og stuttmyndagerð hefur átt erfitt uppdráttar á íslandi og sú staðreynd að þessi hátíð er fyrsta sinnar tegundar hér á landi ber órækt vitni um það. Þess vegna hefur hátíðin fengiö yfirskriftina Leysing- ar, titillinn felur í sér von um að fari á hlána hjá þeim íslenskum kvik- myndagerðarmönnum sem fýsir að leggja fyrir sig gerð heimilda- og stuttmynd. Það er ekkert lögmál sem segir að kvikmynd skuli vera hér um bil tveir tíma á lengd og hana prýða þekktir leikarar. Um er að ræða frjálst og óbeislað listform óháð lengd. Úrvalið er mikið á hátíðinni og of langt má að taka allar myndir fyrir en minnst verður á nokkrar sem þykja forvitnilegastar. Veröldin blá er dönsk kvikmynd sem meira að segja tókst að hneyksla Dani. Höfundurinn er Hennk Lerfeld sem hefur oröið þekkfur fyrir mál- verk af misfáklæddu fólki í djarfleg- Norska myndin Skógartröll er ein fjölmargra stuttmynda á kvikmyndahátíð- inni. um stellingum enda leitar hann svartan húmor skáldkonunnar og fanga í ýmsum lágkúrulegum þátt- sjónræna hlið verka hennar. Myndin um nútímans, þar á meðal klámi. er grundvölluð á upplestri Plath Myndin gengur út á það sama og sjálfrar á ljóði sínu Lady Lazaruz. málverk hans. Aki Kaurismaki er einn eftirtektar- 1700 metra frá framtíðinni er önnur verðasti leikstjóri á Norðurlöndum í dönsk kvikmynd sem lýsir lifinu í dag. Eftir hann verður sýnd Rocky afskekktu byggðarlagi í Færeyjum. IV sem er í anda Leningrad Cowboys þangað liggur engin akvegur og sem sýnd var á finnskri kvikmynda- þriggja tíma góður gangur yfir fjall- hátíö fyrr á árinu. garð -í næsta þorp. Það er ekki frá- Vestur-íslendingurinn Sturla leitt aö íslendingar gætu lært eitt- Gunnarsson á stuttmyndina Þegar ftvað af þessari mynd þegar þeir höggið ríður. Mynd þessi beinir sjón- reyna að filma mannlífið í eigin um að nýlegri grein í þjóiiustuiðnað- landi. inum, ráðgjafafyrirtælqum. Frá Lady Lazarus er stuttmynd þar Frakklandi kemur Hvernig ég hreyf- sem ljóð Sylviu Plath eru felld inn í ist sem er margverðlaunuð mynd sikvik myndbrot sem undirstrika sem fjallar um ævi Étienne-Jules Marey, eins fyrsta kvikmyndagerð- armann sem sögur fara af. Hér hefur aðeins verið minnst á nokkra myndir. Margar aðrar eru mjög eftirminnilegar og vel þess virði að þær séu skoðaðar. íslensku mynd- imar eru margar og hafa flestar ver- ið sýndar í sjónvarpi og gefst hér ágætt tækifæri til að sjá þær á breiðu tjaldi. Mesta athygli mun sjálfsagt vekja elsta myndin ísland í lifandi myndum sem Loftur Guðmundsson, helsti brautryðjandi í íslenskri kvik- myndagerð frumsýndi 1925. Þetta er yfirgripsmikil og merk heimilda- mynd. Það er í raun ekki fráleitt að halda því fram að þetta sé myndin sem gaf tóninn fyrir þær heimilda- myndir um ísland sem síðar komu. Kvikmyndasafn íslands hefur komið myndinni í sýningarhæft ástand, en langt er síðan hún var síð- ast sýnd í kvikmyndahúsi. Myndin sem er þögul verður væntanlega sýnd með píanóundirleik eins og tíðkaðist á árum þöglu kvikmynd- anna. Kvikmyndahátíðin stendur frá 26. nóvember til 2. desember og verða myndimar sýndar í syrpum, stund- um 2-3 saman og stundum allt upp í fimmtán saman. í tengslum við hátíðina verður haldið málþing á Hótel Sögu 29. og 30. nóvember. Þar íjalla mætir gestir, innlendir og er- lendir um heimilda og stuttmyndir, fjármögnun þeirra, dreifingu, list- rænt gildi, fagurfræði og siðfræði. -HK Erró - Margfalt líf er sú bók sem hefur selst best í jólabókaflóðinu enn sem komið er. Þegar Erró mætti sjálfur til að árita bókhia í Bókabúð Máls og menningar á laugardegi fyrir rúmri viku seld- ust hvorki meira né minna en átta hundruð eintök af bókinni sem hlýtur að vera met yfir dags- sölu á einni bók í einni búð hér á landi. Þær upplýsingar fengust hjá útgáfufyrirtækinu aö síðan hefði selst álíka mikiö og væri önnur prentun á bókinni í undir- búningi. Hjá útgáfufyrirtækmu fengust einnig þær upplýsingar að mikið væri hringt og spurt hvort Erró myndi árita fleiri bækur. Erró er nú í París við vinnu sína og ólíklegt er að hann komi aftur tii landsins en að sögn Útgáfunnar verður reynt að fá hann til að koma. NýalsritHelga Pjeturs endurútgefin Félag Nýalssinna og Skákprent hefux farið út í það stórvirki að endurútrgefa hluta af ritum Helga Pj eturss og fyrirferðarmest í þeim pakka eru nýalar hans sem eru í fjórum bindum. Auk þess er gefið út í tveimur bindum vald- ar ritgerðir eftir Helga. Nýall kom fyrst út árin 1919 í þremur heftum, vakti fljótt töluverða at- hygli og var viða lesin. Nýall var höfuðrit hinna nýju heimspeki dr. Heiga. Einkunnarorö þeirrar heimspeki eru: Ekki á móti trúar- brögöum, heldur lengra komiö. Valdar ritgerðir er safn ritgerða frá árunum 1901-1948 í sögulegri röð og varpa þær skýru ljósi á þróun dr. Helga sem rithöfundar og heimspekings. Umsjónarmað- ur útgáfu þessara sex binda er Þorsteinn Guðjónsson. Jólakort Listasafnsins Undanfarna áratugi hefur Listasafn íslands látið gera eftir- prentanir af verkum íslenskra myndlistarmanna i eigu safnsins og eru þau tilvalin jólakort. Nú eru nýkomin út fjögur litprentuö kort. Verkin sem prýða kortin eru: Úr Húsafellsskógi eftir Ás- grim Jónsson, Sfldarbali á Siglu- firði eftir Guðmund Thorsteins- son (Muggur), Rauðklædd söng- mær eftír Guðmund Thorsteins- son, Án títils eftir Jón Axel Bjömsson og ísland nr. 5 eftir Jón Engilberts. Kortín sem era vönd- uð i alia staði fást í Listasafni ís- lands. Ufsviðhorf þekktramanna Lifsviðhorf mitt er bók sem er að koma út. í henni sýna átta þekktir íslendingar okkur í hug- skot sitt, segja frá reynsiu sinni, skoðunum og áhrifavöldum.'Þeir líta um öxl, riíja upp þau spor sem þeir hafa tekið og þann arf sem er fenginn í veganesti. Þætt- imir eru skráðir af rithöfundum og blaðamönnum. Guöjón Am- grímsson skrifar um Guðlaug Þorvaldsson; Jóhanna Kristjóns- dóttír um Guðrúnu Agnarsdótt- ur; Jónina Michaelsdóttir um Hörð Sigurgestsson; Sigmundur Emir Rúnarsson um Jónas Kristjánsson; Helgi Már Arthurs- son um Markús Öm Antonsson; Atii Magnússon um Steingrím Hermannsson; Einar Kárason um Thor Vilhjálmsson og Illugi Jökulsson um Ögmund Jónas- son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.