Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 38
50 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. Afmæli Jón Sæmundur Sigurjónsson Dr. Jón Sæmundur Sigurjónsson, fv. alþingismaöur, Miðvangi 127, Hafnarfiröi, er fimmtugur í dag. Starfsferil! Jón Sæmundur er fæddur á Siglu- firöi og ólst þar upp. Hann tók stúd- entspróf frá M A1961 en var síðan viö nám og störf næstu 16 árin í Þýskalandi nema áriö 1970 er hann kom heim og lauk sveinsprófi í prentiðn. Hann lauk prófi í þjóöhag- fræðum 1969 við háskólann í Köln og hóf störf þar sem aðstoðarkenn- ari árið eftir. Hann varði doktorsrit- gerð í hagfræði við háskólann í Köln 1974. Jón Sæmundur hóf störf í Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu sem deildarstjóri 1977. Ári síðar var hann kjörinn á Aiþingi af Norð- urlandi vestra fyrir Alþýðuflokkinn og starfaði þar til sl. vors. Frá þeim tíma hefur hann starfað að sérverk- efnum í heilbrigðis- og tryggingar- málaráðuneytinu. Jón Sæmundur hefur setið í fjölda stjórna og nefnda innanlands sem utan. Hann var í stjórn Knatt- spyrnufélags Siglufiarðar, HSÍ, FUJ á Ákureyri, flokksstjórn og fram- kvæmdastjórn Alþýðuflokksins. Hann átti sæti í Tryggingaráði og er nú formaður þess sem og stjórnar Lyfsölusjóðs og Siglfirðingafélags- ins í Reykjavík og nágrenni. Jón Sæmundur hefur átt sæti í Qölda nefnda. M.a. í samninganefnd um almannatryggingar við erlend ríki sem og fiölda þingnefnda. Hann var formaður lyfiahópsins sem samdi núgildandi lyfiareglugerð, í þingmannanefnd EFTA og sótti alls- heijarþing SÞ og ráðstefnur Norð- urlandaráðs. Fjölskyida Jón Sæmundur kvæntist 28.12. 1963 Birgit Henriksen, f. 12.8.1942. Foreldrar Birgitar: Olav Henriksen síldarsaltandi, og Guðrún Guð- laugsdóttir húsmóðir, Siglufirði. Dóttir Jóns Sæmundar og Birgit- ar: Ragnheiður, f. 10.2.1968, lög- fræðinemi. SystirJóns Sæmundar er Stella Margrét, f. 3.12.1935, tannfræðing- ur, maki Ingvar Jónasson, víólu- leikari, þau eiga þrjú börn. Foreldrar Jóns Sæmundar: Sigur- jón Sæmundsson, f. 5.5.1912, prent- smiðjustjóri, og Ragnheiður Jóns- dóttir, f. 2.1.1914, húsmóðir, Siglu- firði. Ætt Siguijón er sonur Sæmundar, út- vegsb. í Lambanesi í Fljótum, Kristj- ánssonar, b. þar, Jónssonar. Móðir Sæmundar var Sigurlaug Sæ- mundsdóttir frá Fellum í Sléttuhlíö. Móðir Sigurlaugar var Björg, en systur hennar voru Herdís, ættmóð- ir Páls sendiherra, Tryggva banka- stjóra og Herdísar ritstjóra; Katrín á Barði, ættmóðir Þuríðar söngkonu og Katrínar borgarfulltrúa; Margr- ét, móðir Jóns Þorlákssonar, fv. formanns Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún, amma Sigurðar Nordal. Björg var dóttir Jóns, prests á Und- irfelli, af Djúpadalsætt, Jónssonar og Bjargar Vídalín, systur Ragn- heiðar, ömmu Einars Benediktsson- ar skálds. Móðir Siguijóns var Her- dís, systir Guðrúnar, ömmu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Herdís var dóttir Jónasar, b. í Minni- Brekku, Stefánssonar, frá Fossum í Svartárdal, Sigurðssonar. Móðir Herdísar var Anna Jónsdóttur. Ragnheiður er dóttir Jóns St. Mel- stað, b. á Hallgilsstöðum í Hörgár- dal, bróður Eggerts, fyrrv. slökkvi- liðsstjóri á Akureyri, og Halldórs læknis, fóður Skúla tónskálds. Jón var sonur Stefáns, b. í Múla, V- Húnavatnssýslu, Jónassonar, afa Guðmundar Jónssonar rútubílafor- stjóra. Móðir Jóns var Margrétar Eggertsdóttir, smiðs og b. á Fossi í Vesturhópi, bróður Helgu, langömmu Björgvins Schram. Egg- ert var sonur Halldórs, prófasts á Melstað, Ámundasonar, smiðs og málara í Syðra-Langholti, Jónsson- ar. Móðir Margrétar var Ragnheið- ur Jónsdóttir, stúdents frá leirá í Borgarfirði, Árnasonar. Móðir Jóns stúdents var Halldóra Kolbeinsdótt- ir, prests og skálds í Miðdal, Þor- steinssonar, langafa Eiríks, langafa Dr. Jón Sæmundur Sigurjónsson. péturs Sigurgeirssonar biskups. Móðir Ragnheiðar, móður afmælis- barnsins, var Albína, systir Gerðar, móður Einars Vilhjálmssonar, spjótkastara. Albína var dóttir Pét- urs Þorkels, b. á Svertingsstöðum í Kaupangssveit, Hallgrímssonar, en hún var af Randversætt í Eyjafirði og Reykjahlíðarætt hinni yngstu, sem talin er frá sr. Jóni Þorsteins- syni. Jón Sæmundur tekur á móti gest- um á afmælisdaginn í veitingahús- inu A. Hansen í Hafnarfirði kl. 17-19. Þórey Stefánsdóttir Þórey Stefánsdóttir húsmóðir, Óð- insgötu 21, B, Reykjavík, er sjötíu ogfimm áraídag. Starfsferill Þórey fæddist á Brandsstöðum í Reykhólasveit en flutti tólf ára með móðurflölskyldu sinni að Múlakoti í sömu sveit og síðar að Hallsteins- nesi í Gufudalssveit. Hún giftist ung Þórði Andréssyni frá Þórisstöðum og bjuggu þau á Hjöllum í Þorska- firði til 1947. Þórey var mikil hestakona á yngri árum, stundaði tamningar og hafði mikinn áhuga á hrossa- og sauðfiár- rækt. Síðar sneri hún sér að ræktun lands og vann mikið starf við hlið seinni manns síns við sandgræðslu, ræktun skjólbelta og korns. Hún sáði fyrstu lúpínunum í Geitalandi í Rangárvallasýslu og saman rækt- uðu þau hjónin upp nýbýlið Korn- velli í lívolhreppi þar sem þau bjuggu eftir að seinni maður hennar lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fjölskylda Fyrri maður Þóreyjar var Þórður Andrésson, f. 25.9.1903, b. og odd- viti á Hjöllum í Þorskafirði en þau slitu samvistum. Börn Þóreyjar og Þórðar eru Hjálmfríður, f. 24.2.1936, ritari Dagsbrúnar, gift Halldóri Stefáns- syni bókbindara frá Kaldrananesi; Jóna Rut, f. 23.5.1939, húsmóðir, gift Högna Jónssyni tónlistarmanni; Sigríður Auður, f. 7.2.1943, húsmóð- ir. Dóttir Jónu Rutar er Svanhildur Björk en dætur Svanhildar eru Nada Sigríður Dokic og Jennifer Leigh. Sonur Jónu og Högna er Þórður Hreinn tónlistarmaður go er unnusta hans Olga S. Olgeirsdótt- ir. Sonur Sigríðar Auðar er Páll Þórir Ólafsson bókagerðarmaður og tónlistarmaður, kvæntur Sigþrúði Sigþórsdóttur, fóstru og forstöðu- konu barnaheimilisins Óss. Seinni maður Þóreyjar var Klem- enzKr. Kristjánsson, f. 14.5.1895, d. 9.5.1977, tilraunastjóri. Sonur Þóreyjar og Klemenzar er Trausti, f. 13.7.1954, búfræðingur og rafvirki, kvæntur Sigurbjörgu Óskarsdóttur bankafulltrúa og eru synir þeirra Klemenz Kristján og Óskar. Bróðir Þóreyjar, sammæðra, er Gunnar Hjálmar Jónsson, f. 17.3. 1929, tónlistarkennari á Akureyri. Systkini Þóreyjar, samfeðra, Stef- anía, Dagrós, Sigríður og Hafliði stýrimaöur sem fórst ungur meö togaranum Júní frá Hafnarfirði. Foreldrar Þóreyjar: Stefán Jóns- son, b. á Hamralandi í Reykhóla- sveit, og Sigríður Hjálmarsdóttir húsfreyja. Ætt Stefán var bróðir Matthildar, móður Kristjáns Haíliðasonar, fyrrv. póstrekstrarstjóra. Stefáns var sonur Jóns, í Skeljavík í Stein- grímsfirði, Einarssonar, b. í Hlíð í Koliafirði, Magnússonar. Móðir Jóns var Anna Guðmundsdóttir, b. á Kleifum á Selströnd, bróöur Ás- geirs, alþingismanns í Kollafiaröar- nesi, og Torfa, alþingismanns að Þórey Stefánsdóttir. Kleifum. Guðmundur var sonur Einars Jónssnar, hreppstjóra í Kollafiarðarnesi. Móðir Stefáns var Sigríður Benediktsdóttir, b. í Gests- staðaseli Magnússonar, b. í Arn- kötludal, Jónssonar. Móðir Magn- úsar var Guðbjörg Brynjólfsdóttir, b. á Þiðriksvöllum, Magnússonar, og konu hans, Guðríðar Guðmunds- dóttur, b. í Galtardalstungu, Bjarna- sonar. Móðir Guðríðar var Steinunn Benediktsdóttir, b. í Hrappsey, Jónssonar, b. í Brokey, Péturssonar, afa Galdra-Lofts. Móðir Benedikts var Sigríður Björnsdóttir, prests í Tröllatungu Hjálmarssonar, prests íTröllatungu, Þorsteinssonar. Móð- ir Sigríðar var Valgerður Björns- dóttir, systir Finnboga, langafa Finnboga, fóður Vigdísar forseta. Sigríður, móðir Þóreyjar, var dótt- ir Hjálmars Markússonar, b. á Kollabúðum í Reykhólasveit, og Guðrúnar Snæbjörnsdóttur, b. á Vatnshorni í Hrófbergshreppi, ís- akssonar. Móðir Guðrúnar var Sig- ríður Pálsdóttir, b. á Kaldbak og ættfööur Pálsættarinnar, Jónsson- ar. Ásdís Helga Ólafsdóttir Ásdís Helga Ólafsdóttir afgreiðslu- túlka, Suðurhólum 2, Reykjavík, er fertugídag. Starfsferill Ásdís fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til fiórtán ára aldurs en flutti til Fáskrúðsflarðar þar sem hún kynntist manni sínum. Þau hófu búskap á Seyðisfirði 1968 og bjuggu þar fiögur ár en fluttu þá til Reykjavikur. Þar vann Ásdís við afgreiðslustörf en 1978 fluttu þau til Vestmannaeyja þar sem þau bjuggu í tíu ár. Þá fluttu þau aftur til Reykjavíkur þar sem þau hafa búiö síðan. Ásdís stundar nú afgreiðslu- störf. Fjölskylda - Asdís hóf sambúð með manni sín- um 1968 en þau giftu sig 5.10.1969. Maöur hennar er Sigurþór Óskars- son, f. 3.9.1948, vélstjóri. Hann er sonur Óskars Sigurðssonar og Nínu Mortensen sem er látin. Börn Ásdísar og Sigurþórs eru . Ólafur, f. 7.5.1968, nemi, en unnusta hans er Hjördís Björg Gunnarsdótt- irnemi; ÓskarBirgir.f. 17.11.1969, sjómaður, og er unnusta hans Harpa Hilmarsdóttir afgreiðslustúlka; Sig- urþór Skúli, f. 30.5.1978; Fanney Guörún.f. 31.10.1979. Bróðir Ásdísar er Magnús Ólafs- son, f. 22.12.1955, kvæntur Þuríði Ingólfsdóttur og eiga þau fiögur böm. - -Foreldr-ar-Áadísar eru-Óíafur - - - Asdís Helga Olafsdóttir. Magnússon, f. 25.4.1934, starfsmað- ur hjá Hagkaupi á Eiðisgranda, og Fanney Siguijónsdóttir, f. 25.6.1934, Isrtyrtisérfr-æðingur-.- -................ Til hamingju með afmælið 25. nóvember 95ára 70ára Ragnheiður Jónsdóttir, Lynghaga20, Reykjavik. 90ára Hermann Jakobsson, Torfnesi, Hlíf I, ísafirði. SveinbjörgGuðmundsdóttir, Þiljuvöllum 35, Neskaupstað. Jóhannes Kristjánsson, Eyrarvegi 33, Akureyri. Þorleifur Jónsson, Skúlagötu 40A, Reykjavik. Bragi Sigurðsson, Heiðarbrún, Kelduneshreppi. 60 ára 85ára Sigurbjörg Bjöms- dóttir, Bakka, Raufarhafn- arhreppi. Jóhanna Dagmar Björnsdóttir, fyrrv. saumakona ogfatahönnuð- ur, Keldulandi 21, Reykjavík. Jóhanna er að heiman á afmælis- daginn. Guðrún Þórðardóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. Svavar Bjarnason, Villingaholti II, Vilíingaholts- hreppi. 50ára Sigurður Gunnarsson, Baugholti 17, Keflavík. 40ára 80 ára ÓlöfBjarnadóttir, Nönnugötu 16, Reykjavík. 75 ara Björn Jónsson, Fagrahjalla 7, Vopnafirði. Þuríður Freysdóttir, Brimhólabraut 10, Vestmannaeyj- um. Hrefna Garðarsdóttir, Bjarnarhöfn II, Helgafellssveit. Kristín Magnúsdóttir, Möðruvöllum I, Arnarneshreppi. Erna Björnsdóttir, Lækjarseli 5, Reykjavík. Sveinn Gunnarsson, Laugarásvegi 24, Reykjavík. Þorsteinn Guðmundsson, Engihlið 16, Reykjavík. Metta íris Kristjánsdóttir, Kjarrhólma 24, Kópavogi. Karl Óskar Hjaltason, Lindarbraut4, Seltjamamesi. Eiríkur Ellertsson Eiríkur Ellertsson rafverktaki, Sæ- viðarsundi 8, Reykjavík, er sextugur ídag. Fjölskylda Eiríkur er fæddur í Meðalfelli í Kjós og ólst upp á þeim slóðum. Hann læröi iðn sína hjá Finni Kristj- ánssyni rafvirkjameistara. Eiríkur kvæntist 12.12.1953 Ólafíu Lárusdóttur, f. 19.2.1933, húsmóður, en hún er dóttir Lárasar Pétursson- ar, b. Káranesi í Kjós, og Kristínar Jónsdóttur. Börn Eiríks og Ólafíu: Jóhannes Ellert, f. 7.9.1953, skipstjóri, maki Jódís Ólafsdóttir kennari; Lárus Ei- ríkur, f. 13.7.1955, rafvirki, maki Gróa Karlsdóttir, húsmóðir; Kristín Sigurlína, f. 24.7.1961, búsett í Nor- egi; Guðlaug, f. 24.11.1964, mat- reiðslumeistari; Ragnhildur, f. 18.1. 1969, verslunarmaður, maki Þor- grímur Þráinsson ritstjóri. Bama- . börnin era níu,................ Eiríkur Ellertsson. Eirkíkur á sex systkini. Foreldrar Eiríks: J. Ellert Eggerts- son, f. 31.12.1893, d. 8.9.1983, b. á Meðalfelli, og Sigurlína Einarsdótt- ir,f. 14.10.1901, d. 22.11.1949. j Eiríkureraðheimanáafmælis- daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.